Morgunblaðið - 18.09.2007, Page 1

Morgunblaðið - 18.09.2007, Page 1
FRÉTTASKÝRING Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „MÉR finnst þetta ljót framtíðar- sýn,“ segir Þórður Helgason, dósent í íslensku við Kennaraháskóla Íslands. Vísar hann þar til hugmynda Sigur- jóns Þ. Árnasonar, bankastjóra Landsbankans, eins og þær komu fram í blaðinu í gær, en þar var haft eftir Sigurjóni að það kunni að reyn- ast óhjákvæmilegt fyrir íslensk fjár- málafyrirtæki í útrás að taka upp ensku sem vinnumál í höfuðstöðvum sínum á Íslandi. Að sögn Þórðar væri slík þróun ekki aðeins vond fyrir íslenskuna sem móðurmál heldur væri með slíku ver- ið að skipta þjóðinni í tvennt. „Þarna er eigin tungumáli hafnað á heldur vafasömum grundvelli. Það er ákaf- lega vont að skipta þjóðinni í tvennt eftir því hvort hún fæst við fjármál eða ekki,“ segir Þórður og segist ekki hafa séð nein rök sem réttlæti þessa grundvallarbreytingu á þjóðfélaginu. „Ég sé enga ástæðu til þess að skipta um vinnumál, hvað sem einhverjir bankastjórar segja,“ segir Þórður. Óttast alræði enskunnar „Sá sem ekki getur tjáð sig á móð- urmáli sínu um tiltekin málefni getur það ennþá síður á máli sem ekki er hans móðurmál,“ segir Þórarinn Eld- járn, rithöfundur og varaformaður Íslenskrar málnefndar. Segist hann óttast alræði enskunnar þar sem margir líti á enskuna sem einu út- lenskuna sem vert sé að læra. Bendir hann á að Íslendingar séu upp til hópa lélegir í tungumálum og því ætti að efla tungumálakennslu hérlendis. Samtímis ofmeti margir stórlega eig- in færni á enskri tungu. „Sú þróun að menn haldi það að maður verði al- þjóðlega gjaldgengastur á sínu fræða- eða starfssviði, hvert svo sem það er, með því að kasta móðurmál- inu, ekki á þann hátt að maður gerist fjöltyngdur, heldur með því að skipta út móðurmálinu fyrir eitthvað sem menn halda að sé alþjóðamálið, er af- ar varhugaverð.“ | Miðopna Líst illa á að enska verði vinnumál Ljót fram- tíðarsýn Alltaf fjör á fjölunum – allar sýningar á einum stað Leikhúsin í landinu STOFNAÐ 1913 254. TBL. 95. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is HNÝTTU HNÚTINN GIFTIST ÁSTINNI SINNI Í TORFKIRKJU EINS OG MAMMA OG PABBI GERÐU FYRIR 38 ÁRUM >> 20 Nýjar aukasýningar í sölu Tryggðu þér miða! Miðasala: 4 600 200 www.leikfelag.is London. AFP. | AÐ minnsta kosti einn viðskiptavinur breska bankans Northern Rock tók sig til og lagði inn peninga hjá bankanum, sem á venjulegum degi teldist ekki merkilegt en vakti athygli í gær sökum þess að í gær og á föstudag beið fólk í biðröðum við útibú bankans til að taka út allt sitt fé. Tiltrú viðskiptavina á bankann hrundi fyrir helgi þegar spurðist út að hann ætti við lausafjárskort að stríða. Adrian Bernard, sextugur fyrrverandi kennari, þurfti ekki að bíða í neinni biðröð þegar hann kom í útibú North- ern Rock í Swindon í suðurhluta Englands í gær. „Ég hef þegar lagt 15.000 pund fyrir í Northern Rock og í morgun lagði ég 1.000 pund til viðbótar inn á reikning minn,“ sagði hann. „Mér þykir það traustvekjandi að Englandsbanki skuli bakka Northern Rock upp. Ef Englandsbanki er reiðubúinn til þess þá er bankinn traustur.“ | 8, 13. Lagði inn fé, ólíkt flestum öðrum Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is ÍBÚAR í miðborginni fjölmenntu á fund með borgar- og lögregluyfir- völdum í gær. Áhersla var lögð á af- stöðu þeirra sem byggja miðborgina til þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað að undanförnu um umgengni og háttsemi þeirra sem leggja leið sína í miðborgina um helgar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borg- arstjóri fjallaði um aðgerðir borgar- yfirvalda sem miða að því að stuðla að aukinni virðingu gagnvart fólki og umhverfi í miðborginni. „Ég tel ástandið í miðborginni óásættanlegt eins og það hefur verið,“ sagði hann. Lögreglustjóri höfuðborgarsvæð- isins, Stefán Eiríksson, greindi íbú- um frá breyttum áherslum í lög- gæslu í miðborginni og þeim markmiðum sem að væri stefnt með auknum sýnileika og virkari lög- gæslu. Stefán féllst á þau orð Vil- hjálms að ástandið í miðbænum væri á köflum óásættanlegt, en hann taldi það ekki aðeins lögreglu að uppræta vandann, heldur þyrftu fleiri að láta sig málið varða. „Ég segi það hér, hef sagt það áð- ur og mun segja það að þessum fundi loknum að við þurfum að velta fyrir okkur afgreiðslutíma skemmtistaða, staðsetningu þeirra og gerð. Ég held að það verði að taka til skoðunar að færa þá skemmtistaði í burtu sem opnir eru lengur en til eitt eða tvö á nóttunni,“ sagði Stefán. Árekstrar gesta skemmtistaðanna, íbúa mið- bæjarins og annarra sem þangað eiga erindi séu einfaldlega svo miklir að eitthvað af þessu verði að víkja. Fríða Björk Ingvarsdóttir og Árni Einarsson tóku til máls fyrir hönd íbúa á svæðinu og fjölluðu um ástandið og hugsanlegar lausnir. Þótt þau hafi bæði verið sammála um það að málefni miðbæjarins hafi ver- ið látin reka á reiðanum um langt skeið kváðust þau bæði hafa orðið vör við breytingar til hins betra í sínu nánasta umhverfi. „Það eru 15 ár síðan ég hef komið út á gatnamót Vegamótastígs og Laugavegs, þar sem ég bý, og séð jafnlítið af gler- brotum,“ sagði Árni. | 4 Morgunblaðið/Kristinn Lögreglustjóri Fjöldi íbúa í miðborginni léði Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra eyra á miðborgarþingi í Ráðhúsinu í gær. Hann og borgarstjóri eru sammála um að ástandið í miðborginni um helgar sé óviðunandi. Afgreiðslutími verði tekinn til umræðu Í HNOTSKURN »Lögreglustjóri ítrekaði þáafstöðu á fjölmennu mið- borgarþingi að taka þyrfti opnunartíma skemmtistaða til umræðu sem og staðsetningu þeirra og gerð. » Íbúarnir tóku langflestirundir þá skoðun með miklu lófataki. RÓBERT Wessman, forstjóri Acta- vis, hefur ákveðið að leggja einn milljarð króna í hlutafé og nýjan þróunarsjóð Há- skólans í Reykja- vík. Skólanum berst nú hátt í tveggja milljarða króna fjárfram- lag frá ein- staklingum og fyrirtækjum í formi aukins hlutafjár og framlaga í þróun- arsjóðinn. Róbert segir að til að há- skólar geti komist í fremstu röð þurfi þeir að hafa aðgengi að pen- ingum. „Ég tel HR hafa sýnt það með frumkvæði sínu og metnaði að þetta er skóli sem vill ná langt,“ segir Róbert. Svafa Grönfeldt, rektor HR, nefnir að með fjárframlaginu sé skólanum gert kleift að byggja upp innra starf skólans samhliða upp- byggingu húsnæðis skólans. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur undan- farið kallað eftir fjármagni frá einkageiranum. „Það eru takmörk fyrir því hversu mikið fjármagn ríkisvaldið getur sett í háskólana án þess að leita til almennings með hækkun skatta,“ segir Þorgerður. Þróun- arsjóðurinn sem nú hefur verið stofnaður í Háskólanum í Reykja- vík sé fjármögnunarleið sem eigi að skoða með opnum huga við Háskóla Íslands. Eftir hlutafjáraukninguna í HR á Viðskiptaráð 51%, Samtök iðnaðar- ins og Samtök atvinnulífsins 5% en nýir hluthafar fara með 44% hluta- fjár. | 6 HR fær 1,5 milljarða í þróunarsjóð Róbert Wessman Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.