Morgunblaðið - 18.09.2007, Side 8

Morgunblaðið - 18.09.2007, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is HÆTT er við að fasteignaveð þeirra sem eru að taka erlend lán dugi ekki fyrir skuldum ef niðursveifla verður í efnahagslífinu á sama tíma og gengi krónunnar fellur. Þetta segir Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Um fimmtungur af öllum nýjum fasteignalánum eru gengisbundin lán. Flest bendir til að það sé að draga úr þeirri miklu þenslu sem verið hefur á fasteigna- markaði það sem af er þessu ári. Engin merki eru hins vegar komin fram um að fólk eigi í auknum mæli í erfiðleikum með að standa í skilum með húsnæðislán. Órói vegna fasteignalána Órói hefur verið á alþjóðlegum hlutabréfa- og skuldabréfamörkuð- um á undanförnum vikum. Ástæðan er ekki síst fréttir um að fólk í Bandaríkjunum eigi í erfiðleikum með að standa í skilum með fast- eignalán. Um er að ræða lán sem vit- að var fyrirfram að væru áhættu- söm. Komið hefur hins vegar í ljós að geta þessa hóps lántakenda til að standa í skilum er minni en reiknað var með og vanskil mun meiri. Í síðustu viku bárust einnig fréttir af því að breska fasteignalánafyrir- tækið Northern Rock ætti í erfiðleik- um og fólk sem átti sparifé í bank- anum hópaðist í biðraðir til að taka það út. Erfiðleikar Northern Rock eru ekki tilkomnir vegna þess að lán- takendur geti ekki staðið í skilum heldur á fyrirtækið í erfiðleikum með að fá nægilegt fé til að endur- fjármagna sig. Það skiptir þó líka máli að margir spá því að fasteigna- verð í Bretlandi, sem hefur hækkað mikið á undanförnum árum, sé búið að ná hámarki. Hvað er að gerast á Íslandi? Eru hættumerki á fasteignamarkaði hér á landi líkt og í Bandaríkjunum og Bretlandi? Það er kannski ekkert eitt rétt svar við þessum spurning- um, en það er a.m.k. ljóst að það eru engin skýr merki komin fram um að fólk geti ekki ráðið við að borga af húsnæðislánum sínum. Vanskil í bankakerfinu hafa ekki verið að aukast og yfirdráttarlán stóðu í sömu upphæð í júlí og þau gerðu um áramót. Atvinnuleysi er í algjöru lágmarki og launavísitala hefur hækkað um 8,3% á síðustu 12 mánuðum sem er talsvert umfram verðbólgu. Aukið atvinnuleysi og aukin vanskil eru hins vegar þættir sem haldast yfir- leitt í hendur. Mikil aukning skulda Heimilin skulduðu í júlí sl. 774 milljarða í bankakerfinu og eru þá ótaldar skuldir heimilanna í lífeyr- issjóðum og hjá Íbúðalánasjóði. Þessar skuldir höfðu aukist um 17,4% á einu ári. Þrátt fyrir mikla skuldaaukningu hafa vanskil ekki aukist. Ein ástæða fyrir því að það hefur ekki gerst er að aðgangur fólks að lánsfé hefur verið greiður og fólk hefur getað endurfjármagnað lán ef það lendir í vanskilum. Staðan eins og hún lítur út núna er því ágæt, en hvað er framundan? Þeirri spurningu er erfitt að svara. Það er fátt sem bendir til að þensla á vinnumarkaði sé að minnka. Ólíklegt er líka annað en að laun haldi áfram að hækka, ekki síst þar sem kjara- samningar eru lausir í vetur. Verð- bólga er hins vegar að aukast og það er óróleiki á fjármálamörkuðum. Stóra spurningin er hvort þetta hef- ur áhrif á fasteignamarkaðinn. Það er búið að vera gríðarleg þensla á fasteignamarkaði á undanförnum mánuðum, raunar jafnmikil og haustið 2004 þegar bankarnir komu inn á fasteignalánamarkaðinn. Sam- kvæmt tölum Hagstofunnar hefur fasteignaverð hækkað um 15,2% það sem af er þessu ári, en verðið hækk- aði sáralítið á seinni helmingi síðasta árs. Framboð á nýju húsnæði er aug- ljóslega mikið, en spurningin er hvort offramboð verður á markaðin- um ef það dregur úr eftirspurninni. Fólksfjölgun er mikil, m.a. vegna þess að margir flytja til landsins, en þetta á sinn þátt í hækkun fasteigna- verðs. Of „dýr“ markaður? Greiningardeild Kaupþings birti í gær skýrslu þar sem velt er upp spurningunni, hvenær nær fast- eignaverð hámarki? Bent er á að fasteignamarkaðurinn sé oft talinn „dýr“ þegar fasteignaverð eða fjár- magnskostnaður hækki umfram laun. Núna sé fasteignaverð um 20% ofan við meðalverð frá árinu 1994. Ef spá bankans um laun, vexti og fast- eignaverð gengur eftir eykst þessi munur um 30% á næsta ári. Bankinn bendir þó á að taka verði tilliti til þess að um 20% af tekjum heimil- anna séu fjármagnstekjur. Gylfi Magnússon, dósent í hag- fræði við HÍ, segir að það sé fátítt á Íslandi að fasteignaverð lækki í krónum talið. Það hafi komið tímabil sem verðið hafi staðið í stað eða hækkað minna en verðbólga. Hann segir að ef fasteignaverð lækka gildi sömu lögmál hér og annars staðar. Fólk sem hafi veðsett húsnæði sitt upp í topp geti lent í því að eiga ekki fyrir skuldum. „Þessi erlendu fast- eignalán gætu verið sjálfstætt vandamál ef krónan félli. Ef það færi saman að krónan félli og fasteigna- markaðurinn félli þá væri veðið lé- legt á bak við þessi erlendu lán. Þetta er hins vegar ein af þeim myndum sem Fjármálaeftirlitið skoðar.“ Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, er sama sinnis varðandi áhrif af hugs- anlegri lækkun á fasteignaverði. Það komi verst við fólk sem tekið hafi 90% lán eða meira. Fólk geti lent í því að vera með neikvætt eigið fé og í þröngri stöðu ef það neyðist til að selja húsnæði sitt. Flestir muni hins vegar reyna að halda áfram að greiða af lánum sínum. Ásgeir bendir á að nær allir á Ís- landi taki húsnæðislán með föstum vöxtum. Mjög margir séu með lán með 4,15% en það er sú vaxtapró- senta sem var í boði þegar bankarnir hófu að bjóða húsnæðislán árið 2004. Hann bendir líka á að við þessa breytingu hafi hlutfall verðtryggðra lána til langs tíma hækkað því fólk hafi fjármagnað húsnæði sitt að stærstum hluta á þessum vöxtum í stað þess að taka lán hjá Íbúðalána- sjóði og viðbótarlán hjá bönkum eða lífeyrissjóðum á um 10% vöxtum. Þessir háu vextir á skammtímalán- um hafi því takmörkuð áhrif á fast- eignalánamarkaðinn. „Enn sem komið er hafa gjaldþrot vegna fasteignalána ekki vaxið. Yfir- dráttarlán hafa lækkað það sem af er ári, ef undan er skilin aukning í júlí. Þrátt fyrir þetta er hins vegar alveg öruggt að ef kemur niðursveifla í efnahagslífinu mun það koma fram á fasteignamarkaði. Það er bara barnaskapur að halda öðru fram,“ sagði Ásgeir. Dugar veð erlendra lána ef gengi fellur og fasteignaverð lækkar? Morgunblaðið/Árni Sæberg Þensla Það hefur verið mikil þensla í byggingariðnaði á þessu ári. Í HNOTSKURN »Á síðustu 10 árum hefurfasteignaverð á Íslandi hækkað um 208%, en verð á bílum hækkaði um 28%. Verðbólga á tímabilinu var 53%. »Kaupþing spáir því aðfasteignaverð hækki um 9% á þessu ári og í kringum 2,5% á næsta ári. »Kaupþing tekur fram aðþað sem gæti breytt þess- ari spá og stuðlað að lækkun á fasteignaverði sé lækkun gengis krónunnar, verri lána- kjör á alþjóðlegum mörk- uðum, hörð lending í efna- hagslífi og offramboð á nýju húsnæði. »Um fimmtungur af öllumnýjum fasteignalánum sem tekin eru hér á landi í dag eru gengisbundin lán.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.