Morgunblaðið - 18.09.2007, Side 18

Morgunblaðið - 18.09.2007, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ SUÐURNES Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Minjagripur Bogi Þórir Guðjónsson úr Kópavogi með bútinn úr einum brúarstreng gömlu Ölfusárbrúarinnar sem var rifin 1944. Eftir Sigurð Jónsson Selfoss | „Við rifum brúna frá miðju og svo voru bara strengirnir eftir í lokin. Jú við misstum marga hamra og meitla í ána og menn skriðu bara eftir strengjunum til að fara í mat og kaffi en hættu því svo þegar bil- ið breikkaði,“ sagði Bogi Þórir Guðjónsson frá Kópavogi sem vann við byggingu núver- andi Ölfusárbrúar og við að rífa gömlu brúna sem féll undan þunga tveggja mjólkurbíla aðfaranótt 6. september 1944. Hann sagði að menn hefðu ekki verið með nein öryggisbönd við vinnuna. „Nei, nei, það var ekkert svoleiðis,“ sagði Bogi. Nýja Ölf- usárbrúin var opnuð 22. desember 1945 og var þá mesta mannvirki allra brúa hér á landi. Varðveitir bút úr brúnni Bogi hefur haldið til haga bút úr einum víranna sem héldu gömlu brúnni uppi og var með hann til sýnis í Tryggvaskála á 60 ára afmælishátíð Selfoss sem haldin var um ný- liðna helgi. Hann sagði að strengirnir úr gömlu brúnni hefðu verið dregnir niður á Eyrarbakka þar sem Jón Eiríksson sem þá var með slippinn á Bakkanum hugðist nota vírana. Allt járn úr brúnni var hins vegar flutt til Reykjavíkur og notað í byggingu sviðsins í Þjóðleikhúsinu. Faðir Boga var með fyrstu bílstjórum sem keyrðu yfir Ölfusárbrúna en hann var bíl- stjóri um 1920 og flutti mikið af vörum aust- ur yfir Hellisheiði. Hann keyrði þá hjá Guð- jóni Jónssyni kaupmanni úr Reykjavík sem skipti mikið við bændur á Suðurlandi áður en Kaupfélag Árnesinga var stofnað. Faðir hans var síðan með fyrsta bílinn á Siglufirði þar sem Bogi er fæddur. Skriðu eftir strengjunum í matar- og kaffihlé Selfoss | „Þetta er svæði sem fólk hefur notað mik- ið. Það er gott að geta gengið um hér í skjóli og slakað á eftir amstur dagsins og fundið ilminn frá jörðinni. Við sjáum eftir þessum skógi sem við köllum Fagraskóg og trúðum því ekki að reit- urinn færi nánast allur, sagði Elísabet Helga Harðardóttir íbúi við Lambhaga sem ásamt fleira fólki skorar á bæj- aryfirvöld í Árborg að hætta við byggð norðan Berghóla og þyrma þann- ig útivistarsvæði sem bæjarfélagið hefur rækt- að upp í nær 20 ár, mörg- um til mikillar ánægju. Reiturinn sem um ræð- ir er á milli Suðurbyggð- arinnar á Selfossi og Haga- hverfis og nær þvert í gegnum bæinn frá Naut- haga og austur fyrir Tryggvagötu. Um þetta græna svæði hefur verið göngustíg- ur og með tímanum hefur orðið þarna til skjólsælt svæði. Með upp- byggingu Suðurbyggðarinnar hef- ur verið gengið á þennan reit og hann minnkaður. Búið er að mæla fyrir lóðum sem ná inn á reitinn og verða þær af- hentar verktökum 20. september. Í áskorun til bæjarstjóra segjast íbú- arnir gera sér grein fyrir að nokk- uð seint sé af stað farið en benda á að auglýsingar um breytingu á deiliskipulagi hafi verið villandi og einnig að upplýsingar um að- alskipulag fyrir Selfoss á heimasíðu Árborgar séu afar ruglingslegar og erfitt að finna myndir af skipulagi sem í gildi er. Íbúar við Lambhaga og fleiri boðuðu bæjarstjóra Árborgar, Ragnheiði Hergeirsdóttur. til fund- ar við sig á gangstígnum í Fagra- skógi í gærkvöldi. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Lóð á göngustígnum Elísabet Helga Harð- ardóttir bendir á merkingu fyrir nýrri lóð sem nær inn á göngustíginn í Fagraskógi. Sjáum mikið eftir Fagraskógi LANDIÐ lagðist Sandgerðisbær gegn há- spennulínum um land sitt. Var þá ákveðið að leggja línuna til Helguvík- ur í jarðstreng í gegn um Reykja- nesbæ. Í umsögn sem samþykkt var á fundi skipulags- og bygginganefndar Grindavíkur í síðustu viku er nýrri línuleið frá Trölladyngju til Rauða- mels hafnað og tekið fram að engar loftlínur verði samþykktar nema meðfram þeim háspennulínum sem fyrir eru í sveitarfélaginu. Samþykkt var tiltekin útfærsla á tengingu út frá Suðurnesjalínu, með þeim skilyrðum að lagnirnar færu í jörðu. Á fundi full- trúa Landsnets og Grindavíkurbæjar í gær kom svo í ljós að skipulags- nefndin hafði ekki fengið rétta út- færslu af þriðja valkosti Landsnets og telur Sigurður Ágústsson, formaður bygginganefndarinnar, að nefndin hefði getað fellt sig við hana, enda snertir hún lítið land Grindavíkur. Í þeirri útfærslu er gert ráð fyrir lagn- ingu tveggja nýrra háspennulína frá Hafnarfirði til Rauðamels, við hlið Suðurnesjalínu. Sigurður segir að nefndin komi saman næstkomandi mánudag og þá verði umsögn hennar endurskoðuð í ljósi þessara upplýs- inga. Vara við jarðraski Sveitarfélagið Vogar á eftir að taka efnislega afstöðu til tillagna Lands- nets. Bæjarstjórn gerir ráð fyrir jarð- strengjum í vinnu við aðalskipulag sveitarfélagsins og hefur óskað eftir því að þeir möguleikar séu teknir með í reikninginn, áður en umsögn sé veitt. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri segir að von sé á nýjum tillögum Landsnets á næstunni. Verði ákveðið að leggja báðar há- spennulínurnar meðfram Suðurnes- FRÉTTASKÝRING Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is SKIPULAGS- og byggingarnefnd Grindavíkur fundar nk. mánudag til að endurskoða umsögn sína um til- lögur Landsnets um endurbætur á flutningskerfi raforku á Suðurnesj- um, vegna nýrra virkjana og álvers í Helguvík. Meginhluti línukerfisins liggur um land Sveitarfélagsins Voga og mun bæjarstjórnin þar taka af- stöðu til valkosta þegar Landsnet leggur fram ítarlegri upplýsingar, meðal annars um möguleika á lagn- ingu háspennulína í jörðu. Afstaða bæjarstjórnarinnar ræður mestu um niðurstöðu málsins og væntanlega einnig um afdrif hugmynda um álver við Helguvík. Landsnet annast flutning rafork- unnar frá virkjunum Hitaveitu Suð- urnesja og Orkuveitu Reykjavíkur til fyrirhugaðs álvers Norðuráls í Helguvík. Reiknað er með nýjum virkjunum í Trölladyngju, Sandfelli og Seltúni, auk stækkunar Reykja- nesvirkjunar. Í umhverfismatsvinnu sem sveitarfélögin hafa nú til um- sagnar eru sýndir þrír kostir. Í tveim- ur þeirra er gert ráð fyrir hringteng- ingu um Suðurnesin með því að lögð verði ný 220 kílóvolta lína frá spenni- stöðinni á Rauðamel, suður fyrir Keili, að Sandfelli og Trölladyngju og þaðan í nýja spennistöð við álverið í Straumsvík. Jafnframt verði ný 220 kV lína lögð við hliðina á núverandi Suðurnesjalínu við Reykjanesbraut- ina, frá Njarðvíkurfitjum í Hafnar- fjörð. Vilja frekar jarðstrengi Álverið verður í landi Garðs og Reykjanesbæjar en flutningsmann- virkin eru að mestu leyti á landi hinna sveitarfélaganna á Suðurnesjum og þau fara með skipulagsvaldið. Sveit- arfélögin eru treg til að heimila lagn- ingu nýrra háspennulína. Þannig jalínu þarf að tengja nýju virkjanirn- ar í Trölladyngju, Seltúni og Sandfelli við kerfið. Það yrði þá gert með tvö- faldri línu frá Reykjanesbraut við Kúagerði að Trölladyngju en virkjan- irnar við Sandfell og Seltún tengdar með jarðstrengjum til Trölladyngju. Landvernd hefur sérstaklega varað við því raski sem slíkir jarðstrengir valdi, sérstaklega á leiðinni frá Selt- úni. Þar sé um viðkvæmt svæði að fara, Sveifluháls og Núpshlíðarháls. Bergur Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Landverndar, telur að það væri betri kostur að flytja orkuna frá Selt- úni með jarðstreng meðfram vegin- um til Grindavíkur, eins og gert sé ráð fyrir í einni af tillögum Landsnets. Þórður Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Landsnets, segir of snemmt að segja til um niðurstöðu þeirrar vinnu sem fram fari. Beðið sé umsagna fleiri aðila. Vogar ráða úrslitum         #$  % !                        &'$           <   < /  = >  ! :@  (  (  !"#$ :   76?: % + /    7=       %  &  '   &(           !   )*+$ # , # #  $ - +  .  $ + /    $   ' - + $ &' 0 1 $ !   = 7$ 0 3 7$ 0   ).& &&+ 3   ).& &&+ 3 =   ).& &&+ ?   @ 7$ 0 3 B    4 Grindavík | Bæjarstjórn Grindavík- ur lýsir yfir undrun og óánægju með „svokallaðar“ mótvægisaðgerðir rík- isstjórnarinnar vegna aflaskerðing- ar á þorski. Kemur þetta fram í ályktun sem bæjarstjórnin sam- þykkti samhljóða á aukafundi sem boðað var til vegna málsins í gær. Bæjarráð Grindavíkur fór á fund Árna Mathiesen fjármálaráðherra í gær til að leita skýringa á því að Grindavík væri höfð útundan við ákvarðanir um mótvægisaðgerðir. Grindavík missti mest allra plássa við niðurskurð þorskkvótans í haust, eða tæp 6.000 tonn, en það er meira en allir Vestfirðir misstu, sam- kvæmt upplýsingum Ólafs Arnar Ólafssonar bæjarstjóra. „Það vekur furðu að ríkisvaldið skuli ekki koma til móts við íbúa í Grindavík, fyrirtæki og einstaklinga sem munu verða fyrir tekjumissi og missa vinnu næsta vor. Margir ein- yrkjar munu ekki geta haldið áfram rekstri við núverandi aðstæður. Ekkert tillit er tekið til tekjusam- dráttar sjómanna eða landverka- fólks,“ segir í ályktun bæjarstjórn- ar. Bæjarstjórnin lýsir óánægju með að ekki skuli hafa verið haft samráð við þau sveitarfélög sem mest hafi orðið fyrir barðinu á niðurskurði þorskkvótans. Telur bæjarstjórn að byggðasjónarmið hafi ráðið aðgerð- um ríkisstjórnarinnar en ekki mót- vægi vegna aflasamdráttar og þar hafi jafnræðis ekki verið gætt á milli byggðarlaga. „Bæjarstjórn Grindavíkur lýsir fullri ábyrgð á hendur ríkisvaldinu á þeim áföllum sem skella munu á íbú- um bæjarins næsta vor þegar skip, bátar og vinnslustöðvar stöðvast vegna skerðingarinnar,“ segir í sam- þykkt bæjarstjórnar. Ríkisvald- ið ber ábyrgðina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.