Morgunblaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞEGAR margir af sterkustu
skákmönnum landsins mættu á
Reykjavíkurflugvöll sl. laugardag í
roki og rigningu rifjaðist án efa upp
fyrir mörgum að á síðasta ári hafði
verið hætt við Stórmót Kaupþings
og Sparisjóðs Bolungarvíkur –
Hraðskákmót Íslands vegna
slæmra horfa um að hægt væri að
fljúga til baka. Nú hins vegar varð
ekki aftur snúið þar sem stórmótið
átti að fara fram og vera um leið
Hraðskákmót Íslands árið 2007.
Flugferð skákmannanna vestur
var rykkjótt þar sem vélin hristist
mikið í lofttaki og vegna sterkra
vinda á Ísafirði skilaði vélin farþeg-
um ekki þangað heldur á Þingeyri.
Ólánið hélt áfram að leika sam-
göngutæki sunnanmanna grátt þar
sem í miðjum Vestfjarðagöngunum
sprakk eitt af dekkjum rútunnar.
Eins og eitilhörðum Vestfirðingi
sæmir lét bílstjórinn þetta ekki á
sig fá og á þrem heilum dekkjum
kom hann farþegum að lokum til
Bolungarvíkur þar sem höfðinglega
var tekið móti þeim. Íbúðir að-
komumanna voru vel búnar og
þægilegar og húsfreyjan og rekstr-
araðili veitingastaðarins Kjallarans
bauð ferðalúnum skákmönnum upp
á ljúffenga súpu áður en farið var í
íþróttamiðstöð Bolungarvíkur þar
sem hið 20 umferða mót var haldið.
Soffía Vagnsdóttir, forseti bæj-
arstjórnar Bolungavíkur, setti mót-
ið og lék fyrsta leiknum eftir að
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, for-
seti Skáksambandsins og Arnaldur
Loftsson, fulltrúi Kaupþings banka,
höfðu flutt ræður. Alþjóðlegi meist-
arinn Arnar E. Gunnarsson hóf
keppni af krafti en þurfti svo að
lúta í lægra haldi gegn stórmeist-
aranum Þresti Þórhallssyni. Þröst-
ur náði svo forystunni að loknum
átta umferðum en glutraði henni
niður með tveim ósigrum og frá
miðbiki mótsins leiddi greinarhöf-
undur það þar til að þrjár umferðir
voru eftir. Þá mætti hann Guð-
mundi Halldórssyni sem tókst að
véla af honum peð í upphafi tafls og
knúði síðan fram sigur þegar tími
stórmeistarans rann út. Þetta
þýddi að alþjóðlegi meistarinn Arn-
ar E. Gunnarsson náði forystunni
og í síðustu tveim skákunum gerði
hann engin mistök og tryggði sér
sigur. Lokastaða efstu manna varð
þessi.
1. Arnar E. Gunnarsson (2439) 17½ v. af 20
mögulegum.
2.-3. Þröstur Þórhallsson (2461) og Helgi
Áss Grétarsson (2462) 17 v.
4. Davíð Kjartansson (2325) 16½ v.
5. Jón Viktor Gunnarsson (2427) 16 v.
6. Ingvar Þór Jóhannesson (2344) 13½ v.
7.-8. Sigurbjörn Björnsson (2290) og Ró-
bert Harðarson (2315) 12½ v.
9.-10. Halldór G. Einarsson (2272) og Dag-
ur Arngrímsson (2316) 12 v.
Á mótinu var fjöldi aukaverð-
launa í boði. Halldór G. Einarsson
fékk verðlaun fyrir bestan árangur
Bolvíkinga og heimamaðurinn
Magnús Sigurjónsson náði bestum
árangri þeirra sem voru eldri en 50
ára, Sigurður J. Hafberg náði best-
um árangri stigalausra, Unnsteinn
Sigurjónsson náði bestum árangri
þeirra sem voru undir 2100 stigum
en Ólafur Ásgrímsson náði bestum
árangri þeirra sem voru undir 1800
stigum. Svanberg Pálsson fékk
unglingaverðlaun og Guðfríður
Lilja kvennaverðlaun. Fjölmörg
bolvísk börn og ungmenni tóku þátt
í mótinu og voru þau leyst út með
gjöfum. Keppendur voru 56 talsins
og skákstjóri þess, Gunnar Björns-
son, stýrði því af röggsemi.
Þegar skákveislunni var lokið tók
annars konar veisla við á Kjallaran-
um. Skákmenn snæddu dýrindis
þriggja rétta máltíð og að því loknu
var farið niður í kjallara þar sem
ölveigar voru í boði í bland við ljúfa
og góða lifandi tónlist. Þeir skák-
menn sem hafa fengið bakteríu fyr-
ir golfi vöknuðu snemma á sunnu-
dagsmorgninum og spiluðu á
sérstöku golfmóti á meðan aðrir
tóku fyrsta flug frá höfuðstað Vest-
fjarða og héldu heim á leið til
Reykjavíkur. Ánægjulegri ferð var
lokið og sjálfsagt eru vonir ófárra
skákmanna bundnar við að þetta
mót verði að föstum lið í hinni
fornu skákverstöð, Bolungarvík, en
þangað hafa margir öflugir skák-
menn átt rætur sínar að rekja.
Arnar Íslandsmeistari í hraðskák
Sigurvegarinn Arnar E. Gunnarsson, t.v., varð efstur í Bolungarvík.
Bæjarstjórahjónin í Bolungarvík Grímur Atlason, og kona hans, Helga
Vala, tefldu saman í Hraðskákmótinu.
Helgi Áss Grétarsson
daggi@internet.is
SKÁK
Íþróttamiðstöðin í Bolungarvík
STÓRMÓT KAUPÞINGS OG SPARISTJÓÐS
BOLUNGARVÍKUR – HRAÐSKÁKMÓT ÍS-
LANDS 2007
15. september 2007
✝ Jón Eyjólfssonfæddist á Fiski-
læk 28. janúar 1929.
Hann lést á Dval-
arheimili aldraðra í
Borgarnesi 10. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Eyjólfur Sig-
urðsson bóndi á
Fiskilæk og kona
hans Sigríður Böðv-
arsdóttir. Jón var
yngstur sex systk-
ina en hin eru: Unn-
ur, Sigurður, Guð-
rún, Böðvar og Halla. Guðrún er
sú eina sem lifir.
Jón bjó á Fiskilæk allt sitt líf ef
frá er skilið síðasta rúma árið,
sem hann dvaldi á Dvalarheimili
aldraðra í Borgarnesi. Hann bjó
ásamt systkinum sínum Sigurði
og Höllu á Fiskilæk, fyrst í félagi
við foreldra sína en
síðan bjuggu þau
þrjú ásamt eig-
inmanni Höllu, Har-
aldi Hákonarsyni.
Jón var mikill
íþróttamaður og
var í fremstu röð
borgfirskra frjáls-
íþróttamanna á sín-
um yngri árum.
Hann sat um árabil
í hreppsnefnd Leir-
ár- og Melahrepps
og var leitar- og
réttarstjóri um ára-
tugaskeið. Hann sinnti einnig
grenjavinnslu í sveitarfélaginu í
meira en 40 ár.
Útför Jóns verður gerð frá
Hallgrímskirkju í Saurbæ í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
Jarðsett verður í heimagrafreit á
Fiskilæk.
Upp er runninn réttardagur í
Núparétt í Melasveit, bjartur og
fallegur dagur eftir votviðrasamar
smalamennskur daginn áður. Í
réttina er mættur eins og ævinlega
áður Jón á Fiskilæk. Hann stendur
við hliðið inn í Skorholtsdilkinn og
opnar þegar verið er að draga
kindur þangað. Margir gamlir
sveitungar hitta hann og margt er
spjallað. Eins og hans er von og
vísa hefur hann fylgst með þeim úr
fjarska og veit hvað þeir hafa haft
fyrir stafni.
Eftir að réttarstörfum lýkur fer
hann aftur á Dvalarheimilið í Borg-
arnesi þar sem hann hefur búið í á
annað ár. Þar sofnar hann um
kvöldið en í þetta sinn vaknar hann
ekki aftur. Í minningu allra sem
hittu hann í réttinni er þakklæti
fyrir að hafa upplifað þennan dag
með honum og fullvissa um að eftir
þennan fallega dag hafi hann farið
sáttur, þrotinn að kröftum líkam-
lega en hugurinn í góðu lagi.
Við fjölskyldan í Skorholti minn-
umst hans með þakklæti fyrir allt í
gegnum tíðina.
Baldvin Björnsson.
Jón á Fiskilæk hefur kvatt þennan
heim. Jón ólst upp í sveit við fjárbú-
skap og var mikið náttúrubarn.
Hann bjó á Fiskilæk ásamt foreldr-
um sínum og síðar systkinum og var
með stórt fjárbú. Einhverju sinni
spurði ég hann hvað hann ætti marg-
ar kindur, en hann sagðist aldrei
hafa talið þær.
Þegar ég var ungur drengur var
Jón okkur systkinunum eins og
þriðji afinn. Hann kom oft í heim-
sókn til okkar í Vogatungu. Jón hafði
mikinn áhuga á öllu sem við vorum
að gera, hvort sem það var lærdóm-
urinn eða íþróttirnar. Ég man að
einu sinni var ég að lesa undir próf í
mannkynssögu í 10. bekk og Jón fór
að spyrja mig út úr efninu. Mér
fannst mjög skrýtið að hann lagði frá
sér bókina og kunni allt efnið, enda
var Jón mjög vel að sér í mörgu og
las mikið. Oft var líka tekið í spil og
spiluð félagsvist við eldhúsborðið.
Jón hafði mikinn áhuga á íþrótt-
um, sérstaklega frjálsum íþróttum.
Hann var meðlimur í ungmenna-
félaginu og æfði kúluvarp og
kringlukast. Hann sagði mér frá
þessu þegar ég var kaupamaður hjá
honum tvö sumur sem unglingur.
Þegar við Hrafn bróðir vorum að
hjálpa honum að tína grjót úr mel-
stykkinu sem hann ræktaði við
Fiskilækjavatn, kenndi hann okkur
að henda flötum steinum eins og
kringlukastari. Það var mikil keppni
um það hver kastaði lengst. Jón
fylgdist með okkur og spurði út úr
hvernig gengi á frjálsíþróttaæfing-
unum sem við sóttum í Borgarnes á
sumrin. Þegar ég fermdist kom hann
færandi hendi og gaf mér spjót svo
ég gæti æft mig heima að kasta
spjóti.
Það var gott að vera í sveit hjá
Jóni. Okkur kom mjög vel saman.
Það var heldur ekki erfitt að láta sér
lynda við Jón, því hann var mikið
ljúfmenni og gott var að vera með
honum. Hann kenndi mér t.d. að
keyra bíl. Þá var sætið sett í fremstu
stöðu á Lödunni og svo var ekið sem
leið lá upp mel. Það var mjög þægi-
legt að hægt var að fara niður tún og
yfir veginn á einum stað, svo ekki
þurfti að hafa áhyggjur af bílaum-
ferðinni. Oft var verið að gá að kind-
um, sérstaklega á vorin þegar sauð-
burður stóð sem hæst. Eins var
mikið að gera við heyskap og bag-
gatínslan reyndi oft á. Þá var gott að
setjast í Löduna og fá sér kók og
súkkulaði. Einnig fékk ég kennslu í
að skjóta úr haglabyssu, en Jón hafði
mjög gaman af alls kyns veiði-
mennsku og skaut oft gæs og rjúpu
og lá á greni og skaut refi.
Jón var mjög frændrækinn maður
og kom oft færandi hendi. Fyrir hver
jól kom hann með gjafir handa öllum
og bíllinn hans var alltaf fullur af
konfekti sem hann keyrði út á bæi í
sveitinni. Við áttum líka sama af-
mælisdag og kom hann alltaf heim
þann 28. janúar ár hvert með afmæl-
isgjöf. Jón átti það líka til að koma
heim með bunka af happaþrennum
sem hann fékk sendar þegar hann
var umboðsmaður Happdrættis Há-
skólans í sveitinni. Það var enginn
smá spenningur í kring um það
hvort einhver fengi stóra vinninginn.
Ég þakka þér, Jón minn, fyrir
þann tíma sem áttum saman og fyrir
allt það sem þú gerðir fyrir mig og
vona að þér líði vel á nýjum stað.
Þinn frændi
Kristmundur.
Jón Eyjólfsson
FRÉTTIR
Á 20 ÁRA afmælishátíð Háskólans á
Akureyri undirrituðu forstjóri Eim-
skipafélags Íslands og fram-
kvæmdastjóri orkusviðs Glitnis, að
viðstöddum menntamálaráðherra,
samninga við rektor Háskólans á
Akureyri um samstarf á sviði mál-
efna norðurskautssvæðisins. Félög-
in gerast aðalstyrktaraðilar Rann-
sóknaþings norðursins og leggja
hvort um sig fram tuttugu milljónir
króna á fjórum árum.
Meginmarkmið samningsins er að
styrkja forystuhlutverk Háskólans á
Akureyri á sviði norðurslóðafræða,
einkum í tengslum við umsjón með
Rannsóknaþingi norðursins (Nort-
hern Research Forum, NRF) í sam-
starfi við Stofnun Vilhjálms Stefáns-
sonar og alþjóðlega samstarfsaðila.
Rannsóknaþing norðursins, sem
haldið er annað hvert ár í aðildar-
ríkjum Norðurskautsráðsins, vinnur
að því að skapa umræður og auka
samráð milli vísindamanna og hags-
munaaðila á norðurslóðum.
Fjármunirnir nýtast til að reka
skrifstofu NRF og undirbúa og
halda fimmta Rannsóknaþing norð-
ursins í Anchorage í Alaska haustið
2008 og sjötta Rannsóknaþing norð-
ursins í Noregi haustið 2010.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, er formaður heiðursráðs
Rannsóknaþings norðursins en
hann kom fyrstur fram með hug-
mynd um Rannsóknaþingið sem síð-
an var stofnað haustið 1999 með
myndun fjölþjóðlegrar stjórnar-
nefndar. Háskólinn á Akureyri og
Stofnun Vilhjálms Stefánssonar
tóku að sér að reka skrifstofu þings-
ins.
Þátttakendur í Rannsóknaþinginu
eru þjóðhöfðingjar, stjórnmála-
menn, stjórnendur fyrirtækja, vís-
indamenn, háskólakennarar, nem-
endur, embættismenn,
sveitarstjórnarmenn, fulltrúar
frumbyggja og frjálsra félagasam-
taka og þeir sem stjórna auðlindum
eða nýta þær.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Samstarf Árni Magnússon frá Glitni og Baldur Guðnason forstjóri undirrit-
uðu samninga við Háskólann á Akureyri. Halldór Jóhannsson, framkvæmda-
stjóri KEA, til hægri, staðfesti einnig samning um eflingu Háskólasjóðs KEA.
Eimskip og
Glitnir styðja HA