Morgunblaðið - 18.09.2007, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2007 35
Krossgáta
Lárétt | 1 frumkvöðull, 8
ganga, 9 lítils skips, 10
mánuður, 11 aflaga, 13
hroki, 15 manns, 18
borða, 21 greip, 22 spjald,
23 styrkir, 24 ruslaralýðs.
Lóðrétt | 2 angist, 3
ákæra, 4 læsir, 5 af-
kvæmum, 6 hestur, 7 fjall,
12 háttur, 14 bókstafur,
15 pest, 16 hamingju, 17
vínglas, 18 áfall, 19 hald-
ið, 20 arga.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 skarf, 4 fákum, 7 jurta, 8 ákúra, 9 ger, 11 túða,
13 hana, 14 kamar, 15 þaka, 17 áköf, 20 orm, 22 alger, 23
jakar, 24 tíðni, 25 reiði.
Lóðrétt: 1 skjót, 2 afræð, 3 flag, 4 fjár, 5 krúna, 6 móana,
10 eimur, 12 aka, 13 hrá, 15 þraut, 16 kúgað, 18 kekki, 19
forði, 20 orði, 21 mjór.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Framfarir! Loks ertu farinn að
skilja. Kannski af því að tilgangur þinn er
hreinni nú – þú gerir þetta bara fyrir
sjálfan þig, ekki „þau hin“.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Varúð! Þú ert í hættulega alvarlegu
skapi. Reyndu að koma auga á það sem
er fáránlega fyndið við aðstöðu þína. Það
verður ekki erfitt.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú ert vanur að geyma ótrúlegt
magn upplýsinga í heilanum, en nú er
nóg komið. Þú verður að skrifa þær niður
svo þú hafir pláss fyrir nýjar.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Velgengni þín byggist á und-
irbúningi. Þú notar mikinn sjálfsaga við
undirbúning sýningarinnar. Þannig ertu
alveg frjáls á meðan á henni stendur.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þú ert foringinn í dag. Ekki op-
inberlega, en þú drífur hlutina áfram á
þinn hárfína og snilldarlega hátt. Kvöldið
verður rólegt, sérstaklega með vog.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Það er ekki það sem þú segir eða
hvernig þú segir það sem skiptir máli.
Tíminn stendur með þér, líka í peninga-
málum. Stilltu þig inn á það.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þú ert hundeltur út af borgun –
þetta gætu verið peningar eða greiði sem
tekur tíma. Hvort sem er skaltu hætta að
flýja og taka á málunum strax.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þú þarft að komast yfir
þörfina fyrir að koma vel fyrir. Þú getur
ekki stjórnað því hvernig fólk sér þig, en
þú getur hætt að láta það skipta þig máli.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú ert töff þegar þú þarf á að
halda, og miskunnsamur þegar það á við.
Þú gætir fengið kauphækkun fyrir að
gera það sem þörf er á.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Lengsta ferð sem þú hefur
farið í, er ekkert á móts við þá ferð sem
bíður þín. Þú mátt búast við töfum í byrj-
un, en þær hjálpa þér við að verða tilbú-
inn.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú horfir inn á við og mætir
mörgum lífsgátunum. Já, það er skrýtið
að vera fullorðinn og enn að pæla í hvað
maður vill verða þegar maður verður
stór.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Tímanum er ætlað að koma í veg
fyrir að allt gerist í einu, en í dag stendur
hann sig ekki. Skiptir engu. Þú kemur
öllu í verk sem þú vilt.
stjörnuspá
Holiday Mathis
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6
5. Rc3 g6 6. Be3 Bg7 7. f3 O-O 8. Dd2
Rc6 9. Bc4 Bd7 10. O-O-O Db8 11. Bb3
Hc8 12. h4 b5 13. h5 a5 14. hxg6 hxg6
15. Bh6 Bh8
Staðan kom upp í Skákþingi Íslands,
landsliðsflokki, sem lauk fyrir skömmu
í Skákhöllinni í Faxafeni 12 í Reykja-
vík. Íslandsmeistarinn og stórmeist-
arinn, Hannes Hlífar Stefánsson
(2568) hafði hvítt gegn Davíð Kjart-
anssyni (2324). 16. Dg5! Re5 17. Bf8!
Rh7 svartur hefði einnig orðið óverj-
andi mát eftir 17... Hxf8 18. Hxh8+!
Kxh8 19. Dh6+ Kg8 20. Rd5!. 18.
Hxh7! Bf6 19. Bxf7+ Kxf8 20. Dh6+
og svartur gafst upp enda mát í næsta
leik.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Hvítur á leik.
Drepa eða dúkka?
Norður
♠65
♥D865
♦ÁK4
♣ÁD86
Vestur Austur
♠KDG93 ♠842
♥K92 ♥G103
♦D32 ♦G1098
♣53 ♣1094
Suður
♠Á107
♥Á74
♦875
♣KG72
Suður spilar 3G.
Eftir opnun vesturs á spaða kemur
hann út með spaðakóng gegn 3G.
Sagnhafi telur upp í átta slagi og sér
hjartadrottninguna sem efnivið í þann
níunda. Hugmyndin er þá að senda
vestur inn á spaða og neyða hann til að
spila frá hjartakóng. En byrjum á
byrjuninni – á sagnhafi taka fyrsta
slaginn eða dúkka?
Segjum að sagnhafi dúkki einu sinni.
Hann spilar svo laufi fjórum sinnum og
vestur hendir fyrst hjarta, svo tígli. Nú
þarf sagnhafi að taka ÁK í tígli til að
loka útgönguleið vesturs þar, en þá
endar hann inni í borði þar sem enginn
spaði er til. Og taki sagnhafi ÁK í tígli
of fljótt, afblokkerar vestur og heldur í
þriðja tígulinn. Sem sagt, í þeim stöð-
um þegar vestur er með þrjá eða fleiri
tígla er nauðsynlegt að taka fyrsta
slaginn.
Nokkuð lúmskt.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
1 Stofnaður hefur verið verðlaunasjóður barnabóka-höfunda sem ber nafn Guðrúnar Helgadóttur. Hver
fékk fyrstu viðurkenninguna?
2 Hver er nýr formaður Sambands ungra sjálfstæð-ismanna?
3 Færeyingar hafa opnað hér sendiskrifstofu og varlögmaður þeirra hér á landi af því tilefni. Hver er
hann?
4 Jónas Grani Garðarsson skoraði sitt 11. mark úr úr-valsdeildinni og náði þar með Helga Sigurðssyni í
Val, a.m.k. tímabundið. Í hvaða félagi er Jónas?
Svör við spurningum gær-
dagsins:
1. Það er mat formanns Far-
manna- og fiskimanna-
sambandsins að sjómenn
séu afskiptir í mótvæg-
isaðgerðum stjórnvalda. Hver
er formaður FFSÍ? Svar: Árni
Bjarnason er formaður FFSÍ.
2. Eftir harða baráttu við KR er
nokkuð ljóst hvaða lið sigrar í
Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu. Hvaða lið er um að ræða.
Svar: Valsstúlkur stefna hraðbyri að meistaratitli. 3. Hversu mikið
hækkuðu heildarlaun félagsmanna í VR milli áranna 2006 og
2007? Svar: Heildarlaun VR-fólks hækkuðu um 12%. 4. Hver var í
liðinni viku skipaður formaður Þjóðleikhúsráðs? Svar: Ingimundur
Sigfússon er nýr formaður Þjóðleikhúsráðs.
Spurter… ritstjorn@mbl.is
dagbók|dægradvöl
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi frá Frumtökum, sam-
tökum framleiðenda frumlyfja:
Enn á ný hefur umræða um lyfja-
verð farið af stað í fjölmiðlum og á
opinberum vettvangi. Því miður er
margt sagt sem ekki stenst fyllilega
skoðun og jafnvel settar fram full-
yrðingar sem ekki eiga við rök að
styðjast. Fyrst nokkrar staðreyndir
(allar hagtölur eru frá Hagstofu Ís-
lands). Það er staðreynd að:
hlutfall lyfja af opinberum heil-
brigðisútgjöldum hefur lækkað
jafnt og þétt undanfarin ár, var
9,13% árið 2000 en 7,65% árið 2005
(2006 tölur ekki komnar)
kostnaður hins opinbera vegna
lyfja sem hlutfall af vergri lands-
framleiðslu hefur lækkað jafnt og
þétt undanfarin ár á meðan opinber
heilbrigðisútgjöld sem hlutfall af
vergri landsframleiðslu hafa vaxið.
lyf og lækningavörur eru í dag
1,2% af útgjöldum heimilanna og
hefur farið lækkandi undanfarin ár
á meðan t.d. húsnæði, hiti, rafmagn,
póstur og sími hefur allt farið hækk-
andi. Eitt er víst, að heildsöluverð
frumlyfja hér á landi er að meðaltali
hið sama og í þeim samanburðar-
löndum sem hið opinbera hefur til
viðmiðunar, þ.e. í Danmörku, Nor-
egi og Svíþjóð. Tal um að lyfjaverð
hér á landi sé miklum mun hærra en
í löndunum í kringum okkur er
rangt. Verð frumlyfja í heildsölu er
ekki hærra, heldur hið sama og í
samanburðarlöndunum. Verðið er
samþykkt og reglulega er fylgst
með því af nefnd á vegum heilbrigð-
isráðuneytisins, lyfjagreiðslunefnd
og þar er hægt að fá staðfest að um
sama verð er að ræða hér á landi og í
samanburðarlöndunum og að í gildi
er samkomulag frá árinu 2004 milli
heilbrigðisyfirvalda og framleið-
enda frumlyfja sem gerir ráð fyrir
sama verði hér á landi og í sam-
anburðarlöndunum. Þá má geta
þess að samanburður á íslensku og
dönsku verðskránum leiðir í ljós að
frumlyf á markaði hér á landi eru
ódýrari en í Danmörku.
Heilbrigðiskerfið samanstendur
af fjórum meginstoðum, þ.e. Land-
spítala, heilsugæslustöðvum, öldr-
unar- og hjúkrunarheimilum og loks
lyfjum og apótekum. Almenningur
hefur þrýst mikið á að koma mál-
efnum öldrunar- og hjúkrunarheim-
ila í viðunandi horf og virðist nú
unnið markvisst að því. Heilsu-
gæslustöðvum hefur verið fjölgað
en enn er oft langur biðtími eftir að
komast að hjá eigin lækni og fjöl-
margir eru án heimilislækna. Stóra
vandamálið í rekstri heilbrigðiskerf-
isins er Landspítalinn. Sjúklingar
liggja á göngum, sem er brot á op-
inberum reglum, t.d. varðandi
brunavarnir, spítalinn skuldar
birgjum u.þ.b. 900 milljónir kr. og
greiðir að líkindum á þriðja hundrað
milljóna kr. í vanskilagjöld á þessu
ári og biðlistar eftir aðgerðum eru
langir.
Vandamálin í heilbrigðiskerfinu
eru því stór og erfið viðureignar en
lúta síst að verði lyfja, þó hæst sé
um þau fjallað. Höfðinu er stungið í
sandinn gagnvart öðru. Til viðbótar
við mikinn árangur við að lækka
lyfjaverð má benda á að sennilega
drægi úr lyfjanotkun í landinu ef
ekki væri jafn löng bið eftir aðgerð-
um, t.d. bæklunaraðgerðum. Það
sama væri tilfellið ef fyrirbyggjandi
meðferð væri varðandi sálgæslu.
Hér eru lyfin ódýrasti valkosturinn
fyrir heilbrigðiskerfið og verða því
fyrir valinu. Hið opinbera hefur náð
fram verulegri lækkun á lyfjakostn-
aði í landinu, en er ekki orðið tíma-
bært að spyrja hvað yfirvöld telji
eðlilegan kostnað við að halda uppi
núverandi þjónustu- og öryggisstigi
varðandi lyf? Hvað með eflingu upp-
lýsingagjafar um lyf, bætta notkun
og meðferðarheldni sem dregur úr
sóun lyfja? Eins og málum er háttað
er lyfjaverði og sölu lyfja ætlað að
standa undir öllum þessum þáttum
sem og rekstri Lyfjastofnunar.
Að lokum, varðandi umræðu um
útsöluverð lyfja er vert að minna á,
að íslensk stjórnvöld hafa kosið að
leggja 24,5% virðisaukaskatt á lyf á
meðan t.d. í Svíþjóð er sambærileg
skattheimta 0%. Á sama tíma bera
gosdrykkir, svo dæmi sé tekið, að-
eins 7% virðisaukaskatt á Íslandi.
Lyfjakostnaður hins opinbera lækkar