Morgunblaðið - 18.09.2007, Síða 44
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
UM síðustu helgi tókst 22 Íslend-
ingar að klífa hæsta tind Afríku, Kil-
imanjaro, en fjórir urðu frá að
hverfa sökum háfjallaveiki eða ann-
arra kvilla. Fimmtán manna hópur
Íslendinga til viðbótar er nú kominn
langleiðina upp hlíðar fjallsins og er
gert ráð fyrir að hann nái tindinum í
dag eða á morgun. Nái þeir allir á
tindinn hefur 41 Íslendingur staðið
þar á rúmlega einni viku. Er næsta
víst að aldrei hafi svo margir Íslend-
ingar klifið fjallið á svo stuttum
tíma.
Íslendingarnir sem klifu fjallið um
liðna helgi voru í tveimur hópum. Í
stærri hópnum voru 17 manns á veg-
um Ferðafélags Íslands og var far-
arstjóri Haraldur Örn Ólafsson, pól-
fari með meiru. Hinn hópurinn
samanstóð af vinnufélögum Ásgeirs
„járnkarls“ Jónssonar og vinum
þeirra en þeir skiptu við ferðaskrif-
stofuna Afrika.is. Níu Íslendingar
voru í hópnum og einn Breti.
Téður Ásgeir stefnir á að ná að
klífa hæstu tinda hverrar heimsálfu,
hlaupa þrjú ofurmaraþon og ljúka
þremur Ironman-þríþrautarkeppn-
um fyrir árið 2013, eins og greint var
frá í Morgunblaðinu fyrir skemmstu.
Hausverkur og uppsölur
Hæsti tindur Kilimanjaro heitir
Uhuru og er 5.892 metra hár. Í þess-
ari hæð er loftið mun þynnra, þ.e.a.s.
súrefnissnauðara, en niðri á jafn-
sléttu og þegar menn ganga í svo
þunnu lofti eiga þeir á hættu að fá
háfjallaveiki. Einkenni hennar eru
m.a. andstyggileg uppköst, svæsinn
höfuðverkur, hósti, svimi og skert
meðvitund og er þá ekki allt upp tal-
ið. Alls veiktust fjórir, tveir í hvorum
hópi, og neyddust þeir til að hætta
göngu og snúa við þegar þeir áttu til-
tölulega skammt eftir upp. Yfirleitt
tekur um fimm daga að ganga upp
fjallið og tvo daga að fara niður.
Íslandsvika á Kilimanjaro
Um 40 Íslendingar ganga á hæsta fjall Afríku, Kilimanjaro, á rúmlega einni
viku Þegar hafa 22 náð hátindinum Fjórir sneru við vegna háfjallaveiki
Ljósmynd/James
Þolraun Hóparnir tveir voru ekki samferða á tind Kilimanjaro en þeir hittust á leiðinni og urðu þá fagnaðarfund-
ir. Samkvæmt upplýsingum frá Afrika.is munu alls tæplega 50 Íslendingar ganga á fjallið í september.
ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 261. DAGUR ÁRSINS 2007
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Dugar veðið?
HÆTT er við að fasteignaveð
þeirra sem eru að taka erlend lán
dugi ekki fyrir skuldum ef nið-
ursveifla verður í efnahagslífinu á
sama tíma og gengi krónunnar fell-
ur, að mati Gylfa Magnússonar, dós-
ents í hagfræði við Háskóla Íslands,
en um 20% af öllum nýjum fast-
eignalánum eru gengisbundin. » 8
Gefur 1,5 milljarða
Róbert Wessman, forstjóri Actav-
is, hefur ákveðið að leggja einn millj-
arð króna í hlutafé og nýjan þróun-
arsjóð Háskólans í Reykjavík, en
skólanum berast nú hátt í tveir millj-
arðar króna frá einstaklingum og
fyrirtækjum. » 6
20% launamunur
Starfsmenn á almennum vinnu-
markaði eru með 20% hærri heild-
arlaun en ríkisstarfsmenn þegar
tekið hefur verið tillit til allra þátta
sem geta haft áhrif á laun, svo sem
hvað varðar menntun, reynslu og
slíkt og munurinn verður ekki
skýrður með betri réttindum rík-
isstarfsmanna, segir formaður SFR.
» 2
Flatur skattur
Stefna ber að því að koma á flöt-
um skatti á einstaklinga og fyrirtæki
að mati Björgvins G. Sigurðssonar
viðskiptaráðherra. » 13
SKOÐANIR»
Staksteinar: Þegar mótmæli hafa …
Forystugreinar: Lyftistöng fyrir
Háskólann í Reykjavík | Íslenska
eða enska?
Ljósvaki: Allt í svörtu og hvítu
UMRÆÐAN»
Jafngildir 200 milljarða tekjutapi …
Af vondum hugmyndum
Opið bréf til Geirs og Ingibjargar
Hvert er hlutverk ríkissjónvarps?
1
1
1 12 1 1 1 3
4"
+ (
5
20
. + 2
1 1 12
12 1 1 1 12 * 6 &. "
1 12
1
12 1 122
1 7899:;<
"=>;9<?5"@A?7
6:?:7:7899:;<
7B?"66;C?:
?8;"66;C?:
"D?"66;C?:
"/<""?0E;:?6<
F:@:?"6=F>?
"7;
>/;:
5>?5<"/("<=:9:
Heitast 12°C | Kaldast 5°C
Suðvestan 8-13 m á
sekúndu og skúrir vest-
an til en 5-10 austan
lands og léttir til. Hlýj-
ast á Norðausturlandi. » 10
Mikið var um dýrðir
að vanda þegar
Emmy-verðlaunin
voru veitt sjónvarps-
fólki í Bandaríkj-
unum í fyrrinótt. » 38
FÓLK»
Emmy-
verðlaunin
KVIKMYND»
Astrópía heldur velli á ís-
lenska bíólistanum. » 41
Fréttaskýringaþátt-
urinn Kompás hefur
göngu sína á ný í
kvöld en umsjónar-
mönnum er ekkert
óviðkomandi. » 36
SJÓNVARP»
Kompás í
þriðja sinn
FÓLK»
Harry verður með í Beð-
málum í borginni. » 37
TÓNLIST»
Tónleikar Jethro Tull
þóttu sígild snilld. » 40
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Fannst meðvitundarlaus …
2. Daður á netinu endar með …
3.Valur og ÍA skildu jöfn …
4. Lá við slysi er bílstjóri sofnaði …
Rafrokkhljómsveitin
Hellvar heldur í tón-
leikaferð til Bandaríkj-
anna í lok mánaðarins
og spilar þar á þrenn-
um tónleikum og kem-
ur fram í einum út-
varpsþætti í Albany.
Að sögn Heiðu Ei-
ríksdóttur, söngkonu
og annars stofnanda
sveitarinnar, munu þau
koma fram ásamt am-
erísku tilrauna-
rokkhljómsveitinni Za-
hnarzt sem þau spiluðu
með á tónleika-
ferðalagi í Berlín á
seinasta ári.
Heiða segir Hellvar
nú vera að vinna að
sinni fyrstu plötu. | 36
Hellvar fer
vestur um haf
Rokkað Heiða á
tónleikum Hellvars.
VALSKONUR gulltryggðu sér í gærkvöld Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu annað árið í röð og í
þriðja skiptið á fjórum árum. Þær unnu stórsigur á Þór/KA, 10:0, í lokaumferð Landsbankadeildarinnar
og unnu fimmtán af sextán leikjum sínum á tímabilinu. Margrét Lára Viðarsdóttir, sem hér fagnar sigr-
inum í leikslok, bætti enn markamet sitt og skoraði samtals 38 mörk í deildinni í sumar. | Íþróttir
Valskonur Íslandsmeistarar
Morgunblaðið/Golli