Morgunblaðið - 18.09.2007, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2007 17
AKUREYRI
MENNING
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
ATHYGLI vekur að í úrslitaleik
Visa-bikarkeppni KSÍ í 2. aldurs-
flokki karla, sem fram fer í dag,
mætast Akureyrarliðin, KA og Þór.
Gengi meistaraflokka félaganna í
knattspyrnu hefur ekki verið til að
hrópa húrra fyrir í sumar, og hávær-
ar raddir þar af leiðandi heyrst að
staða íþróttarinnar í höfuðstað
Norðurlands sé bágborin. Þjálfarar
karlaliða Þórs og KA eru þeim ekki
sammála og segja bjart framundan.
Mjög öflugir yngri flokkar
Pétur Ólafsson tók við þjálfun
meistaraflokks KA þegar nokkuð
var liðið á keppnistímabilið og þjálf-
ar auk þess 3. flokk félagsins, en KA-
menn urðu einmitt Íslandsmeistarar
í þeim flokki á dögunum. „Ég held
að nú sé það að gerast, eins og ég
og fleiri höfum spáð undanfarin ár,
að margir mjög frambærilegir knatt-
spyrnumenn komi fram á Akureyri,“
sagði Pétur við Morgunblaðið. „Það
að KA og Þór leiki til úrslita í bik-
arkeppninni segir sína sögu og að í
þriðja flokki eigi KA og Þór tvö af
þremur bestu liðum landsins.“
Pétur nefnir einnig að í 5. flokki
kvenna varð Þór Íslandsmeistari,
KA átt lið í úrslitaleik Íslandsmóts-
ins í sama aldursflokki stráka og
fleiri flokkar hafi staðið sig vel.
Bæði Lárus Orri og Pétur segja
augljóst að æfingaaðstaðan í Bogan-
um, fjölnota húsinu sem tekið var í
notkun fyrir nokkrum árum, sé farin
að skila sér en þar æfa allir flokkar
félaganna inni yfir vetrartímann.
„Boginn er tvímælalaust að skila
árangri; það þarf ekki annað en að
líta á yngri flokkana okkar og félaga
hér í kringum Akureyri. Sumir
þeirra flokka voru ámóta fyrir
nokkrum árum en okkar eru nú
miklu betri. Það tekur auðvitað þó
nokkur ár að aðstaða eins og Boginn
fari að skila sér, en nú erum við farn-
ir að sjá það,“ segir Lárus Orri.
En ekkert er gefið í framhaldinu;
Lárus Orri leggur áherslu á að þegar
leikmenn koma upp í meistaraflokka
þurfi að gefa þeim tíma til að öðlast
reynslu og halda vel utan um þá.
Pétur segir að huga þurfi að
rekstri félaganna, þegar litið er til
framtíðar. „Það er erfitt, og kannski
ómögulegt, að keppa við það fjár-
magn sem er fyrir hendi í Reykjavík
og það er slæmt að þegar leikmenn
eru orðnir góðir 18, 19 eða 20 ára eru
þeir keyptir suður - frá KA, Þór, Völ-
sungi eða öðrum liðum á svæðinu.
En með tilkomu Bogans verða til
miklu fleiri góðir leikmenn þannig að
það skiptir ekki eins miklu máli og
áður þótt einhverjir fari.“
Pétur er sannfærður um að bjart
sé framundan í knattspyrnunni á
Akureyri, ef vel verði haldið á spil-
unum. „Ég nefni sem dæmi að í 3.
flokki KA eru rúmlega 40 iðkendur
og eitthvað svipað hjá Þór, en ég veit
að mörg liðin fyrir sunnan eru í basli
með að halda úti einu liði.“ Og Pétur
nefnir gott dæmi um hve íþróttir séu
góð forvörn: „Af öllum þessum
strákum í 3. flokki KA hefur ekki
einn einasti smakkað áfengi eða tób-
ak. Það er frábært.“
Þolinmæði
Lárus Orri tók við þjálfun meist-
araflokks karla hjá Þór fyrir tveimur
árum. „Ég vissi að fólk yrði óþolin-
mótt, en við fórum samt strax í það
að skera niður fjárhagslega og
ákváðum að byggja á heimamönn-
um. Nú eru mjög spennandi árgang-
ar að koma upp, t.d. 3. flokkurinn
sem fór í undanúrslit Íslandsmótsins
og 2. flokkurinn sem leikur til bik-
arúrslita [í dag]. Við höfum notað
mikið af þessum strákum í meistara-
flokknum í sumar.“
Þórsþjálfarinn segist að sjálf-
sögðu ekki hafa áhuga á að þjálfa hjá
félagi sem ekki vill ná árangri en það
verði að fara rétt að hlutunum. „Mér
gremst því þegar harðir Þórsarar
gagnrýna okkur án þess að vilja taka
þátt í starfinu. Ég væri alveg til í að
fá símanúmerið hjá þessum mönnum
og biðja þá um að hjálpa til þegar við
förum í næstu fjáröflun. Mér finnst
ótrúlega margir sýna okkur skilning,
en þeir sem gagnrýna mest ættu
a.m.k. að koma og kynna sér hvað við
erum að gera; hver stefnan er og
auðvitað að leggja hönd á plóg.“
Úrslitaleikur bikarkeppni 2. flokki
hefst á Akureyrarvelli kl. 17 í dag.
Bjart framundan í knattspyrnunni
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Bestir Íslandsmeistarar KA í 3. flokki. Þeir sigruðu Fjölni í úrslitaleik en lögðu nágranna sína í Þór í undan-
úrslitaleik, í bráðabana í vítaspyrnukeppni. Þjálfarar liðsins eru Pétur Ólafsson og Steingrímur Eiðsson.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Bestar Stelpurnar í 5. flokki Þórs sigruðu á öllum mótum sumarsins; m.a.
Íslandsmótinu, Gullmótinu og Pæjumótinu. Þjálfari er Jón Stefán Jónsson.
BARNALEIKRITIÐ Óvitar var
fyrst sýnt fyrir nánast þrjátíu ár-
um í Þjóðleikhúsinu og samkvæmt
því sem Guðrún Helgadóttir segir
var þetta hennar frumraun við
leikritasmíð. Síðan var leikritið
sett upp aftur leikárið 1988-9,
einnig í Þjóðleikhúsinu, og nú í
þriðja sinn hjá Leikfélagi Ak-
ureyrar. Það er óhætt að segja að
stykkið hafi elst ágætlega en leik-
stjóri verksins hefur samt sem áð-
ur valið að uppfæra hitt og þetta
til að það passi betur við nú-
tímann. Efnið sjálft (mismunur á
heimum barna og fullorðinna) er
sígilt og aðalhugmyndin bak við
söguna er sú að börn vaxa „niður“
fremur en upp og því eru foreldrar
helmingi minni en börnin en auð-
vitað miklu vitrari. Þetta gerir
leikritið sérstakt vegna þess að
flestar persónurnar eru leiknar af
börnum. Sagan snýst um tvo
stráka, Guðmund og Finn, sem
kannski ekki sanngjarnt heldur.
Greinilega fannst öllum gaman að
vera á sviði, sýna hæfileika sína í
söng- og dansatriðum og ekki síð-
ur að klæða sig í gervi fullorð-
inna. Það er heldur ekki oft að
maður upplifi svo mikla stemn-
ingu áður en gengið er í salinn,
en langflestir áhorfendur voru
náskyldir börnunum á sviðinu og
réðu sér varla fyrir tilhlökkun og
spennu.
Sigurði Sigurjónssyni tekst að
ná sem mestu úr leikendunum en
flestir þeirra hafa sennilega aldr-
ei leikið áður nema á skólasýn-
ingum. Söngtextar Davíðs Þórs
Jónssonar voru mjög skemmti-
legir og tónlistin í öruggum hönd-
um Jóns Ólafssonar. Hvort
tveggja er þetta fáanlegt á diski
gefnum út af Leikfélagi Akureyr-
ar. Nokkur atriði notast við
tækni en mest heillandi eru þau
sem eru framkvæmd með einföld-
um hætti, t.d. þegar Finnur treð-
ur sér fyrst í ruslatunnu og
seinna í lítinn skáp í herbergi
Guðmundar eða þegar hann felur
sig undir teppi á miðju sviðinu.
Ég las í blaðinu í gærmorgun
að sérstök barnabókaverðlaun
hafi verið stofnuð til heiðurs Guð-
rúnu og að hún hafi sjálf hlotið
fyrstu viðurkenningu við litla at-
höfn sem fór fram rétt eftir
frumsýningu. Ég var sjálfur
löngu farinn heim úr leikhúsi
þegar þetta gerðist en mér finnst
það alveg viðeigandi fyrir höfund
sem hefur sérhæft sig í að sýna
okkur heim barna, oftast í gegn-
um augu þeirra sjálfra. Kannski
er þetta ekki kassastykki en samt
sem áður góð afþreying sem mun
gleðja marga og vonandi oftar en
á tíu til tuttugu ára fresti.
verða vinir þegar Finnur strýkur
að heiman og vill fá hjálp Guð-
mundar til að fela sig. Það kemur
fljótlega í ljós að Finnur vill vera
„horfinn“ eins og hann kallar það
vegna þess að foreldrar hans eru
alltaf að rífast.
Guðjón Davíð Karlsson, sem
leikur Guðmund, og Hallgrímur
Ólafsson, sem leikur Finn, eru
báðir mjög færir í hlutverkum sín-
um en Guðjón stelur senunni af
Hallgrími oftar en einu sinni að-
allega með því að tala hærra og
gretta sig meira. Kristín Þóra
Haraldsdóttir, sem fer með hlut-
verk táningssystur Guðmundar,
stendur sig mjög vel í öllu. Erfitt
er að gera upp á milli barnanna og
Galdur einfalds leikhúss
LEIKLIST
Leikfélag Akureyrar
Höfundur: Guðrún Helgadóttir. Leikstjórn:
Sigurður Sigurjónsson. Söngtextar: Davíð
Þór Jónsson. Tónlist og tónlistarstjórn:
Jón Ólafsson. Leikmynd: Finnur Arnar Arn-
arsson. Búningar: María Ólafsdóttir. Lýs-
ing: Björn Bergsteinn Guðmundsson.
Hreyfingar: Ástrós Gunnarsdóttir. Gervi:
Ragna Fossberg. Hljóðhönnun: Gunnar
Sigurbjörnsson.
Leikarar: Guðjón Davíð Karlsson, Hall-
grímur Ólafsson, Kristín Þóra Haralds-
dóttir, Þráinn Karlsson, Alda Ólína Arnars-
dóttir, Arna Ýr Karelsdóttir, Arnar Þór
Fylkisson, Bjarklind Ásta Brynjólfsdóttir,
Elmar Blær Arnarsson, Fjölnir Brynj-
arsson, Friðrik Karlsson, Gyða Jóhann-
esdóttir, Jóhanna Þorgilsdóttir, Kristín
Alfa Arnórsdóttir, Magnús Ingi Birkisson,
My Adina Lottisdóttir, Ólafur Göran Grós
Ólafsson, Ólafur Ingi Sigurðarson, Rán
Ringsted, Sólrún Svava Kjartansdóttir og
Valentína Björk Hauksdóttir.
Óvitar
Óvitar „Góð afþreying sem mun gleðja marga og vonandi oftar en á tíu til tuttugu ára fresti.“
Martin Regal