Morgunblaðið - 18.09.2007, Síða 21
Stjórnendum Þróunarfélags Kefla-
víkurflugvallar hefur gengið ótrúlega
vel við það verkefni sitt að koma
varnarliðssvæðinu á Keflavíkur-
flugvelli í borgaraleg not. Ekki er lið-
inn langur tími frá því varnarliðið fór
með allt sitt hafurtask, það sem það á
annað borð komst með, og Þróun-
arfélagið fékk eignirnar afhentar.
Ekki er annað hægt að segja en að þá
hafi svæðið verið í niðurníðslu.
Sagt er að nú séu um 700 íbúar
komnir í blokkirnar í háskólahverfi
fræðslumiðstöðvarinnar Keilis, bæði
nemendur og starfsmenn Keilis og
háskólanemar af höfuðborgarsvæð-
inu. Íbúunum mun fjölga á næstu
mánuðum því Þróunarfélagið er byrj-
að að taka fleiri blokkir í gegn. Hverf-
ið tekur smám saman á sig mynd. Bú-
ið er að opna leikskóla og grunnskóla
fyrir yngstu börnin. Matvöruverslun
verður opnuð síðar í mánuðinum og
svo kemur hárgreiðslustofa, banka-
útibú og fleira. Ekki hefur verið opn-
uð sjoppa sem nauðsynleg er fyrir há-
skólahverfi þótt nóg sé til af húsnæði.
Væri ekki varðskýlið við gamla að-
alhliðið upplagt sem söluturn með
bílalúgum og öllu?
Vonir eru bundnar við uppbyggingu
atvinnu á svæðinu, að þangað takist
að laða að fyrirtæki. Fyrir voru verk-
takar og fleiri með töluverða starf-
semi og nú hafa nokkur fyrirtæki
bæst í hópinn. Hópur fyrirtækja hef-
ur keypt eignir þar sem fyrirhugað er
að koma upp margvíslegri starfsemi í
svokölluðum Tæknivöllum. Enn er
beðið eftir tíðindum af stórum samn-
ingum, svo sem um starfsrækslu net-
þjónabús eða aðra slíka starfsemi.
Formlegt heiti vallarsvæðisins hefur
verið Keflavíkurflugvöllur þótt það sé
í þremur sveitarfélögum. Nú er búið
að skilja flugvöllinn og varnarsvæðið
frá íbúða- og atvinnusvæðinu og fer
að verða óþægilegt að tala um há-
skólasvæðið á Keflavíkurflugvelli þar
sem það er orðið eins og hvert annað
hverfi í Reykjanesbæ og án tengsla
við flugstarfsemina. Svæðið hefur í
daglegu tali verið nefnt Völlurinn og
verður svo sjálfsagt áfram. Bæjaryf-
irvöld í Reykjanesbæ eru farin að tala
um íbúðahverfið í Vallarheiði, rótin er
væntanlega Völlurinn í Miðnesheiði.
Völlurinn hefur haft sérstakt póst-
númer, 235 Keflavíkurflugvöllur. Svo
verður áfram þótt verið sé að breyta
því í 235 Reykjanesbær. Virðist það
eiga að ná yfir allt svæðið, eins og
gamla póstnúmerið, meðal annars
flugstöðvarsvæðið. Við það hafa Sand-
gerðingar gert þá athugasemd að
Flugstöðin og atvinnusvæðið þar sé í
Sandgerðisbæ ásamt meginhluta flug-
brautanna og eðlilegt sé að nota 245
Sandgerði um póst sem þangað fer.
VÖLLURINN
Eftir Helga Bjarnason
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Alþjóðlegt Göturnar eru enn með amerískun nöfnum á Vallarheiði og
stærsta fyrirtækið skilgreinir sig á erlendu tungumáli.
úr bæjarlífinu
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2007 21
Bryndís H. Bjartmarsdóttirlagði leið sína um síðustu
helgi í miðbæ Reykjavíkur og
blöskraði, „ekki bara rigningin
heldur ekki síður umgengni
reykingamanna og bjórsvelgja“.
Hún yrkir:
Rignir í sveit og rignir í borg,
rignir á sjó og landi.
Rignir stubbum á reykvísk torg,
rignir á göturnar hlandi.
Rúnar Kristjánsson á Skaga-
strönd er þeirrar skoðunar að
flækingur ráðamanna út um heim
sé oft til lítils gagns og stundum
óþarfur kostnaður fyrir lands-
menn. Varð honum að orði nýlega
eftir eina slíka ferð:
Ingibjörg um Austurlönd
æddi í krafti framans.
Þótti líkt og Andrés önd
ýmsum þar til gamans.
Ferðin stækkun ferilsins
fráleitt af sér leiddi.
Allan kostnað erilsins
almenningur greiddi.
Og Rúnar yrkir meira um
pólitík, að þessu sinni um forseta
Bandaríkjanna:
George Bush yngri er víst,
eftir því sem ég heyri,
fjarri greind og fer víst
framhjá kostum meiri.
Með sér beitt hann ber víst
brotaviljans keyri,
sitthvað illa sér víst
en svo er nú með fleiri!
Og nokkuð finnst Rúnari hafa
verið hamast gegn Steingrími J. í
„Stökum Steinum“:
Sjá má það að Stakir Steinar
Steingrím skalla eltast við.
Útmálandi á allar greinar
allt að kunnum Gróu sið.
Augljóslega á að jarð́ann,
ef það tekst á þennan hátt,
Mogginn skaffar minnisvarðann,
mun þar efnið grýti blátt!
pebl@mbl.is
VÍSNAHORNIÐ
Af rigningu
og Reykjavík
staka samúð með auð-
mönnum og kærir sig
kollóttan þótt hluta-
bréfaverð sé á hraðri
niðurleið þessa dagana.
Þessir menn mega al-
veg við því að tapa ein-
um og einum milljarði.
Þeir verða þá bara að
hlaupa hraðar.
x x x
Hver á að búa ogvinna í öllum
þessum húsum sem
rísa eins og gorkúlur
úti um allt? Hver á að
versla í öllum þessum
stórmörkuðum? Þann-
ig spurði kunningi Víkverja á dög-
unum sem var að flytja heim til Ís-
lands eftir nokkurra ára fjarveru.
Er nema von að maðurinn spyrji. Nú
er t.d. enn einn stórmarkaðurinn að
bætast við í Holtagörðum, þar sem
Hagkaup eru að opna fljótlega. Vík-
verji veit ekki betur en að þetta sé
hrein viðbót við markaðinn, og það
er nú ekki eins og að ný íbúabyggð
hafi fundist í nágrenni Holtagarða.
Einhvern tímann hlýtur þessi þróun
að taka enda. Okkur Íslendingum
fjölgar varla það mikið og einhvern
tímann hlýtur buddan að tæmast.
Þegar það gerist verður Víkverji
vonandi flúinn land.
Víkverji er bók-staflega löngu
hættur að skilja upp
eða niður í neyslu-
hyggju og græðgis-
væðingu þjóðfélagsins.
Í annars slökum fyrsta
þætti Spaugstofunnar
um helgina var besta
atriðið þegar móður og
másandi milljarða-
mæringur á hlaupum
bankaði upp á og vildi
kaupa einbýlishúsið –
bara til að rífa það og
byggja nýtt. Þarna
voru Spaugstofumenn í
raun ekki svo mikið að
grínast því Víkverji
veit til þess að þetta hefur gerst „í
alvörunni“.
Til er orðin stétt manna í þessu
þjóðfélagi sem veit ekki aura sinna
tal, menn kaupa þyrlur til að
skreppa bæjarleiðir, taka heimsins
dýrustu vín með sér í laxveiðitúrana,
reisa sumarhallir í sveitum landsins,
kaupa upp jarðir og rífa næstu hús
til að fá betra útsýni út á sundin blá.
Á meðan halda Víkverji og aðrir
meðaljónar áfram að puða til að eiga
í sig og á. Greiðsluseðlarnir streyma
inn um lúguna, yfirdrátturinn í botni
og bankarnir græða á öllu saman,
ekki síst á FIT-kostnaðinum. Eitt er
þó víst að Víkverji hefur enga sér-
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
MARGIR hugsa eflaust sem svo að
með því að kaupa vatn á flöskum séu
þeir að sneiða hjá vondu vatni í krön-
um, í það minnsta er það oft svo í út-
landinu þar sem kranavatn er mjög
misjafnt að gæðum. Fólk telur sig með
öðrum orðum öruggara með flösku-
vatnið en kranavatnið. En nú hefur
hið gagnstæða komið í ljós, samkvæmt
niðurstöðum rannsókna sem greint er
frá á norska netmiðlinum gronn-
hverdag og í Aftonbladet í Svíþjóð.
Flöskuvatnið reyndist innihalda mun
meira af bakteríum en venjulegt
kranavatn. Í rannsókninni kom
franska flöskuvatnið verst út, en í því
mældust hvorki meira né minna en
5.000 bakteríur í hverjum millilítra
eftir aðeins þriggja sólarhringa rækt-
un. Til samanburðar má geta þess að
leyfilegt hámark fyrir kranavatn er
100 bakteríur.
Vert er að taka fram að tilkallaðir
sérfræðingar bentu á að þetta væru
ekki sjúkdómsvaldandi örverur og
ógnuðu því lítið sem ekkert heilsu
fólks. En lykt og bragð vatnsins gæti
aftur á móti breyst við allan þennan
fjölda baktería. Annað sem mælir að
sjálfsögðu gegn því að fólk kaupi og
drekki flöskuvatn er sú staðreynd
hversu slæmt það er fyrir umhverfið
af þeirri ástæðu að það þarf 1.500
sinnum meiri orku til að framleiða og
flytja flöskuvatn heldur en sama magn
af kranavatni. Og öllu þessu fylgir los-
un gróðurhúsalofttegunda. Þeir sem
velja og drekka kranavatn í stað
flöskuvatns spara auk þess með því
heilmikil peningaútlát.
Fleiri bakteríur í flöskuvatni en kranavatni
Morgunblaðið/Kristinn
Kranavatn Oft besti drykkurinn.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Er skiptinemadvöl eitthva› fyrir flig?
Fjölmörg lönd í bo›i. Ársdvöl, hálfsársdvöl,
3 mána›a dvöl og 4-6 vikna dvöl. Haf›u samband!