Morgunblaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ásgeir Sigurðs-son, fæddist í
Reykjavík 29. nóv-
ember 1923. Hann
lést á öldrunardeild
Landspítalans í
Fossvogi mánudag-
inn 10. september
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Halldóra
Jónsdóttir, hús-
móðir frá Fljóts-
tungu í Hvítársíðu í
Mýrasýslu, f. 9.8.
1884, d. 17.12. 1947,
og Sigurður Ólafsson rakarameist-
ari frá Stóru-Fellsöxl í Skilmanna-
hreppi í Borgarfjarðarsýslu, f. 3.5.
1885, d. 18.4. 1969. Systkini Ás-
geirs eru Jón, f. 1913, látinn, Ás-
gerður, f. 1914, látin, Guðrún, f.
1916, látin, Páll, f. 1918, látinn,
Þorsteinn, f. 1920, látinn, Ólafía, f.
1922 og Sigríður, f. 1927, látin.
farmannaprófi frá Stýrimanna-
skólanum í Reykjavík. Ásgeir hóf
sjómennsku sumarið 1939 sem að-
stoðarmatsveinn á togaranum
Gylli frá Reykjavík. Næstu ár vann
hann ýmis störf til sjós þar til hann
réðst til Eimskipafélags Íslands ár-
ið 1947. Þar starfaði hann sem há-
seti, stýrimaður og síðan skipstjóri.
Ásgeir leysti af sem skipstjóri frá
1958 en árið 1965 varð hann fast-
ráðinn skipstjóri, fyrst á ms.
Bakkafossi síðan ms. Fjallfossi
1969 til 1973, ms. Skógafossi 1973
til 1976, ms. Dettifossi 1976 til 1981
og ms. Mánafossi 1981 til 1986, er
hann lét af störfum. Ásgeir starf-
aði fyrir Skipstjórafélag Íslands
um árabil. Hann sat í stjórn félags-
ins og samninganefnd og var for-
maður 1975 til 1979. Ásgeir var
gerður að heiðursfélaga Skipstjór-
afélags Íslands 28. desember 1985.
Á sjómannadaginn, hinn 6. júní ár-
ið 1999, var Ásgeir sæmdur heið-
ursmerki sjómannadagsráðs.
Úför Ásgeirs verður gerð frá
Neskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Ásgeir kvæntist
28.5. 1949 Krist-
björgu Oddnýju Ing-
unni Sigvaldadóttur,
f. í Hafnarfirði 8.4.
1927. Börn þeirra
eru: Sigvaldi skóg-
fræðingur, f. 10.3.
1950, maki Anibal
Ravelo, Halldór
grunnskólakennari
og skipstjóri, f. 16.4.
1951, Margrét, leik-
og grunnskólakenn-
ari, f. 15.9. 1954, og
Sigurður Gunnar
garðyrkjufræðingur, f. 20.5. 1960.
Dætur Sigurðar Gunnars og Elínar
Margrétar Hárlaugsdóttur eru
Ingunn Rut, f. 15.7. 1995, og Rakel
Rut, f. 22.3. 1997.
Ásgeir ólst upp á Brú við Skerja-
fjörð og á Lindargötu 42. Hann
gekk í Miðbæjarskólann og Ingi-
marsskólann. Árið 1947 lauk hann
Ásgeir Sigurðsson, þú varst glæsi-
legur maður drenglyndur, orðvar og
nærgætinn, en ákveðinn og þurftir
ekki mörg orð til þess að koma skoð-
unum þínum á framfæri. Þú hafðir
allt að bera til þess að vera góður
skipstjóri.
Ég kynnist þér best eftir að við fjöl-
skyldan fluttum í húsið ykkar Ingu
við Nesveg, þegar ég var 10 ára gam-
all. Það var okkur fjölskyldunni mikill
stuðningur að fá að alast upp með jafn
tryggum og góðum vinum og þið fjöl-
skyldan eruð og pabbi bar ætíð mikið
traust til þín sem bróður.
Fyrst eftir að við fluttum fannst
þér ég vera ærslafullur unglingur og
ekki alltaf hljótt umhverfis húsið þitt.
Breyting varð á eftir að þú bauðst
mér að koma með og aðstoða þig við
að byggja sumarbústaðinn við Þing-
vallavatn. Eftir það var samband okk-
ar einlægt, með virðingu hvor fyrir
öðrum.
Eftir að ég flutti að heiman fækkaði
fundum, þeir hefðu mátt vera fleiri.
Fyrir mér hefurðu verið góð fyrir-
mynd og mér liðið vel í návist þinni.
Ég vissi að það var erfitt fyrir þig
að þurfa að hætta að starfa sem skip-
stjóri, vegna veikinda, langt fyrir ald-
ur fram. En ekki gafstu upp, bátur
keyptur og siglinganna notið nokkur
ár í viðbót.
Það að sjá ykkur, alla fjölskylduna,
flytja að nýju, á Nesveg 4, eða Nes-
haga 4, var yndisleg tilfinning og
gaman að hitta ykkur öll á gömlu
heimaslóðunum. Þegar ég flutti einn-
ig á Nesveginn, að vísu í annað hús-
númer, gerði ég mér ferð til ykkar,
við öll kominn „heim“. Í sömu ferð var
ég einnig stoltur yfir því að geta sagt
þér, að ég væri einnig orðinn skip-
stjóri, búinn að taka réttindin og far-
inn að stunda sjóinn, eins og þú.
Inga, Valli, Margrét, Halldór og
Siggi, ég samhryggist ykkur. Góður
drengur hefur kvatt okkur, í bili, en
endurminningin um traustan og góð-
an vin mun aldrei hverfa, við söknum
öll Geira, ég veit að hann tekur vel á
móti okkur, þegar þar að kemur.
Mér finnst tilhlýðilegt að senda
þér, skipstjóranum, vísu úr kvæða-
safni Einars Benediktssona, úr
kvæðabálknum Útsær.
En stoltastur ertu og stærstur í roki á haustin.
Strandmölin grýtir landið. Þú seilist í naustin.
Skýin, þau hanga á himninum slitin í tötra. –
Það hriktir í bænum, eins og kippt sé í fjötra.
– Þá bryðurðu gaddinn við grúfandi bátastefnin.
Grunnsjórinn beljar um voginn, svo jarðirnar
nötra.
En hafáttin er húmi og blikum til skipta;
hún hleypir skammdegisbrúnum föl undir
svefninn.
Þá hamastu, tröllið. Í himininn viltu lyfta
hyljum þíns eigin dýpis og álögum svipta.
Fjölskyldan minnist þíns sem góðs
drengs.
Kolbeinn Pálsson.
Hörð er lundin hraust er mundin
hjartað gott sem undir slær.
(Örn Arnarson.)
Ásgeir átti bernsku sína og æsku í
nálægð sjávar. Hann lék sér við báta í
fjöru. Selta og sjávarniður barst að
vitum hans við Skerjafjörðinn og síð-
ar á Lindargötunni en á þeim slóðum
ól hann aldur sinn ungur í hópi 8
systkina sem eru nú öll horfin á vit
feðra sinna, utan ein systir.
Ungan dreymdi Ásgeir skip og sjó.
Hann valdi annað starf en systkini
hans mörg, sem lærðu og störfuðu við
þá iðn sem faðir þeirra starfaði við, en
faðirinn Sigurður Ólafsson rak um
áratugi þekktustu rakarastofu
Reykjavíkur í Eimskipafélagshúsinu.
Ásgeir var fyrst skráður á skip sem
togarasjómaður 15 ára gamall. Hann
stóðst með sóma það hark og þá harð-
neskju sem því starfi fylgdi. Hann
starfaði öll stríðsárin á togurum og
millilandaskipum og fylgdi gæfan
honum þau ár eins og síðar. Ásgeir
starfaði á millilandaskipinu Heklu,
sem var skotið í kaf 1941. Allir yf-
irmenn þess fórust, einnig maður sá
sem leysti Ásgeir af í þessari örlaga-
ferð, en Ásgeir hafði fengið leyfi eina
ferð. Ásgeir tók slysið mjög nærri sér,
hann horfði þar á eftir góðvinum sín-
um. Slysið varð til þess að hann hvarf
um tíma til starfa að Hausthúsum á
Snæfellsnesi og átti þar góða daga
sem hann var ætíð síðar þakklátur
fyrir.
Sjómannslífið kallaði hann samt
aftur til sín. Metnaður Ásgeirs stóð til
þess að stjórna sjálfur þeim fleyjum
sem báru hann um sjávarslóð. Hann
skráði sig þegar aldur og reynsla af
sjómennsku leyfði í Stýrimannaskól-
ann og lauk þaðan burtfararprófi
1947. Eftir það var stefnan mörkuð.
Ásgeir fékk starf á skipum Eimskipa-
félagsins sem aðstoðarmaður. En álit
hans og hróður óx hratt og hann fékk
fljótt starf stýrimanns og síðar skip-
stjóra á skipum félagsins, sem hann
starfaði síðan hjá allan sinn starfsfer-
il. Skipstjóri varð hann fyrst 1958 og
starfaði síðar sem slíkur allt þar til
hann lét af störfum árið 1986, er sjón
til skipstjórnar brást honum. Ásgeir
starfaði árum saman að félagsmálum
sjómanna.
Hlutverk Ásgeirs var eins og ann-
arra skipstjóra Eimskip að sigla um
heimsins höf, glíma við margs kyns
vanda í erlendum höfnum og stefna
fleyi sínu jafnt á sóldögum blíðum og
bálviðrum vetra að fósturjarðar
ströndum þar sem oft tók við hinn
mesti vandi að koma skipi að hafn-
arbakka ósködduðu þegar öldur hafs-
ins léku tröllaslag. Ásgeir reyndist
hinn mesti gæfumaður í hinu vanda-
sama starfi skipstjóra. Hann kom
skipi sínu og farmi ósködduðu til
hafna allan sinn starfsferil, leysti ætíð
þann mikla vanda sem er víða í höfn-
um Íslands í vondum veðrum að koma
stóru og háfermdu skipi að og frá
bryggju án skemmda og hefur þar
ráðið hæfni hans og reynsla sem skip-
stjórnarmanns og aðgæsla. Hann „sló
af lagi sérhvern sjó“.
Ásgeir giftist náinni frænku minni
Kristbjörgu Sigvaldadóttur 1949 og
hefur vinátta okkar Ásgeirs staðið frá
því að stofnað var til þess ráðahags.
Þau hafa allan sinn búskap átt fallegt
heimili, sem jafnan er opið ættmenn-
um og vinum. Í landlegum og eftir
starfslok var Ásgeir einstaklega
heimakær. Hann fylgdist náið með
innlendum og erlendum fréttum, las
að staðaldri erlend tímarit og var
fróður vel um alþjóðamálefni. Síðustu
ár hafa verið Ásgeiri og Kristbjörgu
erfið vegna veikinda hans, en börn
þeirra fjögur hafa stutt þau af ein-
stakri dyggð.
Vinur minn Geiri hefur nú leyst
landfestar hinsta sinni. Ástvinir hans
og þeir sem hann var tengdur kær-
leiksböndum eru þakklátir fyrir liðna
samverutíð og horfa nú eftir honum
þar sem hann siglir í beggja skauta
byr undir sólstöfum minninganna til
friðarhafnar.
Sveinbjörn Dagfinnsson.
Einu sinni enn hefur sorgin knúið
dyra í stórfjölskyldunni. Þann 10.
september s.l. kvaddi þessa jarðvist
hann Geiri, minn elskulegi móður-
bróðir. Geiri hét fullu nafni Ásgeir
Sigurðsson. Hann var sonur þeirra
mætu hjóna Sigurðar Ólafssonar,
rakarameistara og Halldóru Jóns-
dóttur, húsmóður. Þau eignuðust átta
börn og var Geiri næstyngstur þeirra
systkina. Þetta var stór og myndar-
legur barnahópur, en fyrst og fremst
afar vandað, trygglynt og gott fólk.
Ég átti því láni að fagna að fá að alast
upp á heimilinu með foreldrum mín-
um, afa og þremur móðursystkinum,
þeim Guðrúnu, Ásgeiri og Sigríði,
fyrsta eitt og hálft ár lífs míns. Strax á
fyrstu mánuðunum myndaðist mikill
kærleikur milli okkar Geira sem hélst
alla tíð.
Ég var mjög stolt af honum frænda
mínum. Daginn sem hann varð fast-
ráðinn stýrimaður kom hann í heim-
sókn á heimili foreldra minna. Ég fór
til dyra og gleymi aldrei þeirri sjón
sem við mér blasti. Þarna stóð hann,
ekki bara myndarlegur heldur stór-
glæsilegur, í einkennisbúningi sínum,
hvítri skyrtu, svörtum fötum með
fullt af gylltum hnöppum og borða.
Geiri brosti, undrunarsvipur minn og
stoltið fór ekki fram hjá honum. Geiri
gerði sjómennsku að sínu ævistarfi.
Árið 1965 var hann orðinn skipstjóri á
einu af skipum Eimskipafélags Ís-
lands. Hann var áræðinn að takast á
við þá miklu ábyrgð sem skipstjórn
fylgir og þykist ég vita að hann hafi
verið sanngjarn en ákveðinn og gert
kröfur til sín og sinna manna að
standa sig. Geiri var farsæll í sínu
starfi og stjórnaði sínum fleyjum
ávallt heilum í höfn.
Að vera sjómaður kostar miklar
fjarvistir frá fjölskyldunni en Geiri
var lánsamur í einkalífinu líka. Hann
var kvæntur glæsilegri og vandaðri
konu, henni Ingu, sem stjórnaði
heimili og börnum af miklum mynd-
arskap. Þau eignuðust fjögur börn,
þau Sigvalda, Halldór, Margréti og
Sigurð Gunnar sem öll eru búin sömu
góðu kostunum og foreldrarnir. Ég
hafði orð á því við Ingu mína um dag-
inn hversu vel hann móðurbróðir
minn hefði verið giftur og ekki stóð á
svari: „Það var ég líka“. Segir þetta
svar hennar allt sem segja þarf um
samband þeirra.
Það hefur verið skammt stóra
högga á milli í fjölskyldunni síðast-
liðna tæpa 11 mánuði. Þann 22. októ-
ber sl. lést Sigríður, móðursystir mín
og þann 1. júlí s.l. lést bróðursonur
þeirra systkina, hann Steingrímur,
aðeins 55 ára að aldri. Móðir mín er
nú orðin ein eftir þeirra átta systkina.
Það er erfitt að horfa á eftir systk-
inum sínum, hverju af öðru, og systk-
inabörnum líka, hverfa til æðri heim-
kynna, en svona er lífið.
Ég og fjölskylda mín vottum Ingu,
börnum þeirra Geira og sonardætr-
unum tveimur, okkar dýpstu samúð.
Elsku Geiri, þér vil ég þakka sam-
fylgdina, fyrir allt sem þú varst mér,
Andrési og börnunum okkar. Ég veit
að ykkur Ingu fannst þið eiga heil-
mikið í þeim líka.
Kærar kveðjur frá móður minni og
systkinum með þakklæti fyrir allt og
allt.
Við óskum þér Guðs blessunar í
nýjum heimkynnum. Þín
Halldóra (Dóra).
Ásgeir Sigurðsson
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Elskulegur unnusti minn, faðir okkar, sonur, bróðir
og mágur,
MARKÚS KRISTJÁNSSON,
sem varð bráðkvaddur miðvikudaginn 12. septem-
ber, verður jarðsunginn í Botne Kirke, Holmestrand
í Noregi föstudaginn 21. september kl. 11.00.
Nina Askerud,
Kristján Fannar Markússon,
Svanur Bergsteinn Markússon,
Eyjólfur Bragi Lárusson,
Kristján Þorkelsson, Sigríður Markúsdóttir,
Kristján Sigurður Kristjánsson, Súsanna Þorgrímsdóttir,
Rafn Áskell Kristjánsson, Sue Ellen Kristjánsson,
Alma Sif Kristjánsdóttir, Kristmundur Þór Ólafsson.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, systir,
amma og langamma,
MARGRÉT HALLGRÍMSDÓTTIR,
Aflagranda 40,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn
15. september.
Útförin fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn
26. september kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Blindrafélagið.
Óskar Guðmundsson,
Ríkharð Óskarsson,
Hrefna K. Óskarsdóttir, Georg Karonina,
Hallgrímur Óskarsson, Ágústa Ragnars,
Kristbjörg Hallgrímsdóttir Kane,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi,
tengdasonur, bróðir og mágur,
HENRÝ MÁR ÁSGRÍMSSON,
Lækjarvegi 7,
Þórshöfn,
sem varð bráðkvaddur á heimili sínu föstudaginn
14. september, verður jarðsunginn frá Þórshafnar-
kirkju fimmtudaginn 20. september kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeir
sem vilja minnast hans er bent á björgunarsveitina
Hafliða.
Guðrún Helgadóttir,
Helga Guðrún Henrýsdóttir, Hlynur Ingi Grétarsson,
Hörður Már Henrýsson, Auður Lorenzo,
Hildur Ása Henrýsdóttir, Drengur Óla Þorsteinsson,
Henrý Jarl Hlynsson,
Helgi Thorvaldsson
og aðrir aðstandendur.
✝
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR B. ÓLAFSSON,
fyrrv. forstjóri
Framkvæmdasjóðs Íslands,
Lálandi 6,
Reykjavík,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni aðfaranótt
föstudagsins 14. september, verður jarðsunginn
frá Dómkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 21. september, kl. 13.00.
Blóm eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem viljast minnast hins látna
er bent á Hjartavernd.
Hrefna Ásgeirsdóttir,
Hlynur Geir Guðmundsson, Sigrún Eysteinsdóttir,
Karólína Björk Guðmundsdóttir, Jóakim Johnson,
Ólafur Reynir Guðmundsson
og barnabörn.