Morgunblaðið - 18.09.2007, Side 25

Morgunblaðið - 18.09.2007, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2007 25 MERKILEG voru ummæli út- varpsstjóra í frétt Morgunblaðsins í síðustu viku. Þar var gerður að umtalsefni sá óþol- andi siður ríkissjón- varpsins að umbylta dagskrá sjónvarpsins fyrir beinar útsend- ingar frá íþrótta- viðburðum. Sér- staklega vöktu athygli mína ummæli hans sem voru end- ursögð í fréttinni á þessa leið: „Páll seg- ist vel geta skilið að fólk verði óánægt þegar beinar íþrótta- útsendingar taki heilu kvöldin en segir það skyldu RÚV að sýna efni þótt það hafi ekki stóra skírskotun.“ Síðan er haft eftir Páli: „Við sýnum t.d. á kjör- tíma á kvöldin heimildamyndir sem við vitum að hafa ekki gríð- arlega mikla skírskotun, kannski með 15% áhorf, og það gildir um margt efni sem við erum með.“ Fyrir marga sjónvarpsáhorf- endur er þetta athyglisvert. Ég veit svo sem ekki hvort margt sjónvarpsefni hefur gríðarlega mikla skírskotun, en er ein þeirra sem hafa lítinn sem engan áhuga á íþróttafréttum, útsendingum frá leikjum og þáttum um íþrótt- ir, efni sem greinilega hefur sér- stakan forgang á RÚV. Ég hafði þó ályktað sem svo að þessi mikla áhersla RÚV á íþróttir í dagskrá sinni endurspeglaði vitneskju þeirra um áhuga sjónvarpsáhorfenda og því bæri að sinna. En semsé, þetta er eitt þeirra efna sem RÚV telur sig skyld- ugt til að sýna þótt það hafi lítið áhorf. Í þessu sambandi get ég bent á að ég hefði áhuga á að sjá út- sendingar frá klass- ískum tónleikum, frá tónlistarkeppnum, upptökum af leik- húsverkum, listdansi, viðtölum við erlenda listamenn og fræðimenn svo dæmi séu nefnd. Efni sem nánast aldrei sést í ís- lensku sjónvarpi. Á þetta efni sér engan talsmann á RÚV? Til að nefna dæmi um forgang íþrótta í sjónvarpinu veit ég að sjónvarpið lét stytta beina út- sendingu frá afhendingu tónlist- arverðlaunanna í fyrra með því að taka út atriði sem hefði lengt útsendinguna um örfáar mínútur, allt vegna þess að ekki mátti seinka 10-fréttum um eina sek- úndu. Þegar íþróttaefni er annars vegar má ekki bara seinka 10- fréttum, heldur aðalfréttatímanum kl. 7 og öllu öðru efni, og þá ekki bara um nokkrar mínútur heldur heilu klukkustundirnar. Líklega er einsdæmi að aðalfréttatíma sjónvarpsstöðvar, nokkuð sem margir vilja ekki missa af, sé breytt af eins litlu tilefni og tíðk- ast á RÚV. Þjónkun sjónvarpsins við íþróttaefni á kostnað menningar og lista er ekki aðeins hvimleið okkur sem lítinn áhuga höfum á þessu efni, heldur grefur undan því viðhorfi að ríkið eigi að reka sjónvarpsstöð. Ég hef hingað til verið einlægur stuðningsmaður ríkissjónvarpsins, en á síðustu misserum eru farnar að renna á mig tvær grímur – því miður. Hvert er hlutverk ríkissjónvarps? Salvör Nordal er óánægð með að umbylta dagskrá fyrir bein- ar útsendingar af íþrótta- viðburðum í ríkissjónvarpinu »Ég hef hingað til ver-ið einlægur stuðn- ingsmaður ríkissjón- varpsins, en á síðustu misserum eru farnar að renna á mig tvær grím- ur – því miður. Salvör Nordal Höfundur er heimspekingur og sjón- varpsáhorfandi. Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali NÝLEGA ákvaðst þú, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem utan- ríkisráðherra lands okkar, að kalla heim eina Íslendinginn sem var starfandi í Írak á vegum hernámsliðsins, hálfum mánuði áður en viðkomandi átti að snúa heim. Það var gott framtak af þinni hálfu. En ekki nóg. Innrásarliðið í Írak starfar nú í nafni NATÓ. Þú, Geir H. Haarde, forsætisráð- herra, sagðir að þú hefðir fyrir þitt leyti ekki kallað Íslending- inn heim ef þú hefðir ráðið, vegna samstöðu með NATÓ. Um það segist þið þó vera sam- mála: Að okkur beri að sýna samstöðu með NATÓ. Þú lýstir því yfir ný- lega Ingibjörg, að við ættum að axla ábyrgð innan bandalagsins, hætta að vera bara „þiggjendur“ einsog þú kall- aðir það (sbr. Mbl. 30. ágúst). Þetta botnaðir þú síðan með því að stinga upp á því að framlag Íslands til NATÓ ætti meðal annars að vera að lána landið okkar undir heræfingar aðildarríkja bandalagsins ( sbr. Blaðið 8. sept.). Þið eruð líka sam- mála, ef ég skil ykkur rétt, að Ísland eigi ekki að hafa her. Það samræm- ist ekki hefðum okkar og viðhorfum að bera vopn. Þarna eruð þið sam- stiga, forsætisráðherrann og utan- ríkisráðherrann, sem jafnframt er- uð oddvitar ykkar flokka. Opið bréf mitt til ykkar snýr að þessu. Það sem vefst fyrir mér er sið- ferðið í afstöðu ykkar. Þið viljið vera í hernaðarbandalagi, hafið stutt árásarstríð og hersetu á vegum NATÓ (sbr. Afganistan) og þið hafið ekki gagnrýnt þær áherslubreyt- ingar á stefnu og starfsháttum bandalagsins á undanförnum árum, sem byggjast á því m.a., að árás- arstríð sé réttlætanlegt sem „fyr- irbyggjandi aðgerð“. Ykkar fyr- irvari er sá einn að Íslendingar taki ekki sjálfir þátt í hernaðinum með beinum hætti. Skömmu eftir árásina á Írak sagði ráðherra í þáverandi rík- isstjórn Íslands að hann þakkaði guði fyrir að hann þyrfti ekki að taka ákvörðun um að senda íslensk ungmenni í stríðið í Írak. Stríðs- reksturinn styddi hann engu að síð- ur: „Ég dáist hins vegar að mönnum eins og Tony Blair sem geta tekið slíkar ákvarðanir með yfirveguðum hætti.“ Þetta sagði talsmaður ís- lenskrar ríkisstjórnar í viðtali við DV 16. apríl árið 2003. Látum liggja á milli hluta hversu yfirvegaðar ákvarðanir forsætisráð- herra Breta hafi verið þegar hann sendi bresk ungmenni til árásar á Írak og síðan til að standa þar her- námsvaktina. Hitt hlýtur að vera hið mikla álitamál fyrir íslenska þjóð, hversu stórmannlegt það er að styðja hernaðarbandalag, ofbeldi og yf- irgang á þess vegum; styðja að ungmenni annarra þjóða séu send inn á blóði drifinn árás- arvígvöll, en skreyta síðan sjálfa sig fjöðrum friðardúfu? Spurning mín til ykk- ar, oddvita þessarar rík- isstjórnar, sem bæði tal- ið máli hernaðarbandalagsins NATÓ, er þessi: Á ekki þjóð sem ekki vill senda eigin ungmenni á víg- völlinn að vera sjálfri sér samkvæm gagnvart öllum ungmennum? Á hún ekki að standa utan hernaðarbandalags, sem stefnir ungu fólki til árása á aðrar þjóðir? Eða er réttlætanlegt að styðja hernaðarbanda- lag, sem fer með ung- menni á þann hátt sem við teljum óverjandi gagnvart okkar eigin fólki – okkar drengjum og okkar stúlkum? Opið bréf til Geirs og Ingibjargar Ögmundur Jónasson skrifar op- ið bréf til ráðherra Ögmundur Jónasson » Á ekki þjóðsem ekki vill senda eigin ung- menni á vígvöll- inn að vera sjálfri sér sam- kvæm gagnvart öllum ungmenn- um? Höfundur er alþingismaður. fiú fær› 154 flúsund á mánu›i Mx12 er n‡r hávaxtareikningur Kaupflings flar sem vextirnir eru greiddir mána›arlega í sta› árlega. fiú getur rá›stafa› vöxtunum a› vild inn á hva›a reikning sem er. Hver innlögn er bundin í sjö daga en sí›an laus til úttektar. Vextir eru stighækkandi eftir tíma og fjárhæ›. Lágmarksinnstæ›a er 1 milljón kr. Mx12 er óver›trygg›ur innlánsreikningur og ársávöxtun er frá 12,55% - 13,60%. Nánari uppl‡singar í síma 444 7000, í næsta útibúi Kaupflings e›a á kaupthing.is ef flú leggur 15 milljónir inn á Mx12 hjá Kaupflingi. Mx12 – vi› borgum flér vextina mána›arlega E N N E M M / S ÍA / N M 2 9 5 17 * Fyrir fjármagnstekjuskatt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.