Morgunblaðið - 18.09.2007, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fararstjórn erlendis
Meðal námsefnis:
• Mannleg samskipti.
• Helstu áfangastaðir
erlendis í máli og myndum.
• Mismunandi trúarbrögð.
• Saga landsins, menning
og listir.
• Frumbyggjar og saga
staðarins.
• Þjóðlegir siðir og hefðir.
• Leiðsögutækni og ræðumennska.
Ferðalandafræði: Evrópa, Asía, Afríka og Bandaríkin.
Námið fer fram í formi fyrirlestra og reynslu
fararstjóra í leiðsögn á erlendri grund.
Meðal leiðbeinenda er Kjartan Trausti sem er vel þekktur
á meðal Íslendinga og hefur áratuga reynslu í starfi.
Ferðamálaskóli Íslands • www.menntun.is • Sími 567 1466
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
„ÞETTA slær tóninn fyrir framtíðina
og gerir okkur kleift að byggja innra
starfið upp samhliða uppbygging-
unni á húsnæði skólans, sem annars
væri ekki hægt. Þetta gefur okkur í
rauninni vængi,“ segir Svafa Grön-
feldt, rektor Háskólans í Reykjavík,
en skólanum berst nú hátt í tveggja
milljarða króna fjárstreymi frá ein-
staklingum og fyrirtækjum í formi
aukins hlutafjár og framlaga í nýjan
Þróunarsjóð skólans. Hlutafé verður
aukið og stofnupphæð í Þróunar-
sjóðnum verður nálægt 1.500 millj-
ónum. Féð á að nýta til styrkingar á
akademískri stöðu skólans, eflingu í
rannsóknum og auknu samstarfi við
erlenda skóla. Svafa kveður þetta
einnig lið í því að bjóða upp á nám á
heimsmælikvarða án þess að velta
kostnaðinum yfir á nemendur með
skólagjöldum, en þau hafa hækkað
nokkuð á undanförnum árum við
skólann.
Spurð að því hvort HR sé með
þessu að stinga hina háskólana af í
samkeppni segist Svafa þegar telja
skólann fyrsta valkostinn hérlendis á
sínum sviðum, en allir skólar hafi
sama markmið, „sem er að auka sam-
keppnishæfni og lífsgæði þjóðarinn-
ar. Ég lít ekki svo á að við séum að
stinga neinn af, heldur er þetta leið
til þess að þjóna samfélaginu betur.“
Fyrst og fremst
Róbert Wessman, forstjóri Acta-
vis, fer fremstur í flokki þeirra sem
setja fé í skólann að þessu sinni og
hefur hann þegar tekið ákvörðun um
að leggja einn milljarð króna í hlutafé
og þróunarsjóð. Hann gerir ráð fyrir
því að taka sæti í Háskólaráði og seg-
ir sitt hlutverk þar verða að styðja
við bakið á stjórnendum skólans. „Ég
tel HR hafa sýnt það með frumkvæði
sínu og metnaði að þetta er skóli sem
vill ná langt. Það að komast í fremstu
röð þýðir að menn þurfa að hafa að-
gengi að peningum. Mér leist mjög
vel á að slá til og styrkja skólann og
held að það sé raunhæft að byggja
hér upp myndarlegt alþjóðlegt há-
skólasamfélag og að HR og jafnvel
Háskóli Íslands skipi sér í fremstu
röð þegar fram í sækir,“ segir Ró-
bert. Hann telur mikilvægt að skól-
arnir skili nemendum út í atvinnulífið
tilbúnum til að takast strax á við flók-
in viðfangsefni.
Dagurinn markar tímamót
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra segist undan-
farið hafa kallað eftir fjármagni frá
einkageiranum. „Þessi dagur markar
tímamót því við erum að fá með nýj-
um og óhefðbundnum hætti verulega
aukið fjármagn inn í háskólasamfé-
lagið. Það eru takmörk fyrir því
hversu mikið fjármagn ríkisvaldið
getur sett í háskólana án þess að leita
til almennings með hækkun skatta,“
segir hún og telur að Þróunarsjóður
eins og sá sem nú verður stofnaður í
HR sé fjármögnunarleið sem eigi að
skoða með opnum huga við Háskóla
Íslands.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fjármögnun Hlutafé skólans verður aukið um 250 milljónir króna og nýr Þróunarsjóður stofnaður með um 1.500
milljóna framlagi. Róbert Wessman mun persónulega leggja til um einn milljarð króna til uppbyggingar skólans.
Einkaaðilar fjármagna
uppbyggingu innan HR
„Gefur okkur vængi,“ segir Svafa Grönfeldt, rektor skólans
Í HNOTSKURN
»Eftir hlutafjáraukningunamun Viðskiptaráð eiga
51%. Samtök iðnaðarins og
Samtök atvinnulífsins munu
eiga 5% en en nýir hluthafar
munu fara með 44% hlutafjár.
»Róbert Wessman gefurmilljarð til skólans og tek-
ur sæti í Háskólaráði.
»Fjármögnunin gerir skól-anum kleift að byggja upp
innra starf samhliða nýju hús-
næði, að sögn rektors.
ARNA Harðar-
dóttir, formaður
samtakanna
Betri byggð á
Kársnesi, segir að
ánægja ríki með
að bæjaryfirvöld í
Kópavogi séu
hætt við að lengja
hafnarkant í
Kópavogshöfn og
að þar komi hafnsækin starfsemi, en
það kom fram á fundi á laugardaginn
var.
Arna sagði að á fundinum með
sjálfstæðismönnum á laugardag hafi
Gunnar Birgisson bæjarstjóri kynnt
vinnutillögur að skipulagi á Kársnesi
sem ekki hafa verið kynntar íbúum.
Samtökin Betri byggð á Kársnesi
eigi hins vegar ekki von á öðru en að
þau verði kölluð til viðræðna og sam-
ráðs varðandi framhaldið.
Arna sagði að það væri spor í rétta
átt að bæjaryfirvöld hefðu tekið
ákvörðun um að hætta við stækkun
hafnarinnar og hafnsækna starfsemi
á svæðinu. „Svo er allt í raun og veru
óljóst varðandi framhaldið á þessu
stigi og það á alveg eftir að fara í þá
vinnu. Við vorum búin að sjá fyrir
okkur að þar yrði um að ræða sam-
vinnu á milli íbúa og bæjarins,“ sagði
Arna.
Hún sagðist líta svo á að þær hug-
myndir sem Gunnar hefði kynnt á
fundinum væru innanhússvinnu-
plögg hjá bæjaryfirvöldum.
Arna sagði að samtökin væru
mjög ánægð með þá niðurstöðu að
hætt sé við stækkun hafnarinnar.
„Það er áfangasigur og umræðu-
grundvöllur er þar með kominn fyrir
frekari hugmyndavinnu varðandi
nýtingu á svæðinu,“ sagði Arna.
Hún sagði að það hefði alltaf verið
skoðun samtakanna að best væri að
nýta svæðið undir íbúðabyggð, en
þau hefðu alltaf verið opin fyrir um-
ræðu um nýtingu fyrir starfsemi
sem tengdist þjónustu við íbúana eða
atvinnustarfsemi sem hentaði í sam-
býli við íbúðabyggð.
Hún sagði að það væri nú þegar
orðið nauðsynlegt að setja Kársnes-
brautina í stokk miðað við þær
skipulagsbreytingar sem þegar væri
búið að samþykkja.
Áfangasigur að
hætta við stækkun
Íbúasamtök á Kársnesi ánægð með að
hætt skuli við stækkun Kópavogshafnar
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur vísað frá bótakröfu útgerðar-
félagsins Dala-Rafns í Vestmanneyj-
um á hendur Keri og Olís, vegna
ólöglegs samráðs félaganna við sölu
á eldsneyti. Ekki er hins vegar vísað
frá máli Dala-Rafns gegn Skeljungi.
Dala-Rafn taldi að olíufélögin þrjú
bæru ábyrgð á tjóni, sem útgerðin
hefði orðið fyrir á árunum 1996-2001
vegna missis hagnaðar. Segir í
dómnum, að grundvöllur málatilbún-
aðarins sé nægilega skýr að því leyti
að ljóst er að hann byggi á því að með
ólögmætu samráði, sem náð hafi til
alls olíumarkaðarins á Íslandi, hafi
olíufélögunum tekist að halda olíu-
verði hærra en ef eðlilegar sam-
keppnisaðstæður og verðmyndun
hefði ríkt á olíumarkaðinum á Ís-
landi.
Aðalbótakrafa Dala-Rafns hljóð-
aði upp á tæplega 8,4 milljónir króna
og byggðist á samanburði við olíu-
markaðinn í Færeyjum. Dómurinn
segir, að engin gögn liggi fyrir um
verð eða aðstæður í Færeyjum en úr
því kunni að verða bætt við meðferð
málsins.
Til vara krafðist Dala-Rafn 2,4
milljóna króna í bætur og byggðist
sú krafa á sömu kostnaðar- eða
framlegðaraðferð og samkeppnisráð
notaði við ákvörðun stjórnvaldssekta
sem olíufélögin voru beitt.
Dómurinn segir að kröfur Dala-
Rafns séu rökstuddar með útreikn-
ingum sem miði við kaup félagsins
og verð hjá Skeljungi. Fyrirtækið
hafi átt viðskipti við olíufélögin öll en
mismikil að fjárhæðum og eftir teg-
undum eldsneytis. Ætti að vera unnt
að aðgreina viðskiptin og þá hugs-
anlegt tjón.
Þá segir dómurinn að ekkert liggi
fyrir um að tjón fyrirtækisins hefði
orðið það sama hvort sem það hefði
verið í viðskiptum við Skeljung eða
hin félögin. Því sé óljóst af málatil-
búnaði Dala-Rafns hvort fyrir hendi
sé skilyrði sameiginlegrar ábyrgðar
af hálfu olíufélaganna þriggja um að
þau hafi valdið sama tjóni og Skelj-
ungur þannig að um óskipta ábyrgð
þeirra gæti verið að ræða. Er kröf-
um á hendur Keri og Olís því vísað
frá vegna vanreifunar.
Kröfum Dala-Rafns vegna
ólöglegs samráðs vísað frá
Í HNOTSKURN
»Samkeppnisyfirvöld gerðihúsleit hjá olíufélögunum
seint á árinu 2001 vegna gruns
um ólögmæt samráð þeirra
sem er brot á samkeppn-
islögum.
»Síðan þá hefur málið veriðtil meðferðar hjá sam-
keppnisyfirvöldum fyrst og
síðan dómstólum.
MORGUNUMFERÐIN gekk betur í síðustu viku en vikuna þar á undan og
er það í takt við reynslu síðustu ára að umferðartafir eru mestar fyrst eftir
að skólar hefja göngu sína á haustin, en það jafnar sig þegar frá líður þeg-
ar vegfarendur finna taktinn. Þetta kemur fram í tölum frá fram-
kvæmdasviði Reykjavíkurborgar, en umferðartafir í síðustu viku voru 20-
40 mínútum styttri í síðustu viku en vikunni þar á undan. Hins vegar vekur
athygli að þær byrja alltaf á sama tíma á morgnana; klukkan 7.40.
Umferðartafir minni
Morgunblaðið/Ómar