Morgunblaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
LISTAVERKASAFN í eigu selló-
leikarans heimsfræga Mstislavs
Rostropovitsj og eiginkonu hans
stórsöngkonunnar Galínu Visnévs-
kaju hefur verið keypt í heilu lagi og
verður flutt til Rússlands. Til stóð
að bjóða safnið upp í dag í Sothebys
í London. Gert var ráð fyrir að fyrir
listmuni hjónanna fengist andvirði
tveggja og hálfs milljarðs íslenskra
króna. Sothebys-uppboðshúsið
sendi frá sér tilkynningu í gærmorg-
un um að einkaaðili hefði keypt allt
safnið í heilu lagi fyrir ótilgreinda
upphæð, sem var umtalsvert hærri
en bestu vonir seljenda gerðu ráð
fyrir. Síðar í gær barst svo önnur til-
kynning frá uppboðshúsinu um að
kaupandinn væri rússneski kaup-
sýslumaðurinn Alisher Usmanov, en
eigur hans eru taldar nema andvirði
ríflega 700 milljarða íslenskra
króna, en Usmanov komst í frétt-
irnar fyrir skömmu er hann keypti
stóran hlut í fótboltaliðinu Arsenal.
Sothebys hefur boðað til blaða-
mannafundar í Moskvu í dag, þar
sem greint verður nánar frá þessum
óvenjulegu viðskiptum og því hvar
og hvernig kaupandinn hyggst koma
safninu fyrir. Munirnir verða þó enn
um sinn til sýnis í sölum Sothebys.
Merkast rússneskra einkasafna
Listmunasafn Rostropovitsj og
Visnévskaju var metið merkasta
safn rússneskra listmuna í einka-
eigu einstaklings. Listaverkunum
söfnuðu tónlistarhjónin á þeim þrjá-
tíu árum sem liðin eru frá því þau
voru rekin frá Sovétríkjunum. Rost-
ropovitsj lést í apríl á þessu ári, og
fyrir andlát hans var ákveðið að
selja safnið. Þá hugðu hjónin enn-
fremur á að flytja aftur heim til
Rússlands.
Jo Vickery sérfræðingur Sothe-
bys í rússneskri list sagði í gær að
safn hjónanna hefði borið listrænu
auga hjónanna og smekk gott vitni –
þau hefðu safnað list af alvöru.
Postulín og olíumálverk
Meðal verka er mikið postulíns-
safn Visnévskaju, sem telur fágæta
gamla glermuni; olíumálverk eftir
Boris Grigoriev sem eitt og sér var
metið á andvirði 250 milljóna króna.
Málverkið heitir Andlit Rússlands,
og um það sagði listfræðingurinn
Clare Sheridan að þar væri stór-
brotnasta listaverk sem komið hefði
frá Rússlandi allt frá byltingunni
1917. Grigoriev var einn mesti mál-
ari Rússa um sína daga. Málverkið
sýnir svölu og andlit rússnesks
sveitaalmúga, um það bil sem borg-
arastríð var að brjótast út fyrir bylt-
ingu.
Galína Visnévskaja sagði frá því í
æviminningum sínum að þegar þau
hjónin yfirgáfu Rússland hafi þau
ekki átt bót fyrir boruna á sér. Það
eina sem þau áttu þegar þau lentu
ríkisfangslaus í nýjum heimi var
sellóið hans Slava, hundurinn Kuzya
og tvær ferðatöskur með fötum á
börnin tvö og þau sjálf.
Listasafn
Slava og
Galínu selt
Rússneskur auðjöfur
greiddi umtalsvert
meira en Sothebys
gerði ráð fyrir að fá
Andlit Rússlands Brot úr málverki
Boris Grigorievs.
BÓKAÚTGÁFAN Hólar hefur
gefið út ljóðabækurnar Önnur
Davíðsbók eftir Davíð Hjálmar
Haraldsson og Hananú – fugla-
limrur eftir Pál Jónasson í
Hlíð. Þetta er önnur ljóðabók
Davíðs, sem þekktur er fyrir
kveðskap af léttara taginu.
Önnur Davíðsbók er um menn
og málefni á líðandi stund.
Hananú – fuglalimrur eru eftir Pál Jónasson í
Hlíð og er þetta fyrsta ljóðabók hans. Hún geymir
150 limrur sem allar fjalla um fugla á misalvar-
legan og -vísindalegan hátt; ástir og örlög, vonir
og þrár og sýna okkur mönnum að að margt er
líkt með óskyldum.
Bókmenntir
Limrur og ljóð til
gleði og gamans
Í KVÖLD sýnir Kvikmynda-
safnið, í Hafnarfjarðarbíói,
Þögnina eftir Ingmar Berg-
man. Systurnar Anna og Ester
eru á ferðalagi ásamt syni
Önnu, þegar þau neyðast til að
stöðva för sína í ókunnu landi.
Þessi þriðja mynd í Guðs-
trílógíu Bergmans um fjarveru
Guðs, þögn hans og áhrif þess
á tilfinningar og tengsl fólks,
var ein af umdeildustu myndunum sem hann
gerði, og viðbrögð við sýningu hennar hér á sínum
tíma sterk. Fólk tókst á um það hvort myndin
fjallaði um guðlausan og kærleikslausan heim eða
einberan sorann.
Kvikmyndir
Guðlaus kærleikur
eða einber sori
Ingmar Bergman
LJÓÐ eru sterkur þráður í
nýju hefti Tímarits Máls og
menningar. Linda Vilhjálms-
dóttir segir frá ferð á Ljóðahá-
tíðina stóru í Medellin í Kól-
umbíu, og Þorleifur Hauksson
lítur um öxl til ljóðársins 2006.
Að vanda eru frumbirt ljóð í
tímaritinu, en einnig smásaga
Guðmundar Ólafssonar sem
fékk smásagnaverðlaun TMM og MENOR í sum-
ar. Bubbi Morthens segir frá því þegar hégóminn
hafði af honum stórlax og Þórdís Björnsdóttir
segir sögu af bláu sumri. Ritstjóri Tímarits Máls
og menningar er Silja Aðalsteinsdóttir. Nánar á
tmm.is.
Bókmenntir
Ljóð í Kólumbíu
og blátt sumar
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
FJÓRIR íslenskir rithöfundar taka
þátt í viðamikilli dagskrá Bókastefn-
unnar í Gautaborg, en þessi árlega
stórhátíð bókafólks í norðrinu verð-
ur haldin dagana 27. – 30. sept-
ember. Þetta eru þau Brynhildur
Þórarinsdóttir, Andri Snær Magna-
son, Auður Jónsdóttir og Kristín
Steinsdóttir. Þær Brynhildur og
Kristín verða í sviðsljósinu strax í
fyrstu málstofu stefnunnar fimmtu-
daginn 27. september, þar sem talað
verður um barnabókmenntir á Norð-
urlöndunum og lestraráhuga barna.
Í tilefni af norrænni bókasafnsviku í
nóvember, þar sem sjónum verður
beint að konum á Norðurlöndunum,
verður efnt til málstofu á laugardag
með þátttöku skáldkvennanna Auð-
ar Jónsdóttur, Önnu B. Ragde frá
Noregi og Astrid Saalbach frá Dan-
mörku. Útgangspunktur í samræðu
þeirra verður trílógía Sigrid Undset
um Kristínu Lavransdóttur. Andri
Snær Magnason stígur svo í pontu
síðar sama dag og segir frá bók sinni
Draumalandinu í máli og myndum
og þeim feiknaviðbrögðum sem hún
hlaut.
Tvítugföld stækkun
Fyrst var efnt til Bókastefnu í
Gautaborg árið 1985, og var hún þá
eingöngu hugsuð sem vettvangur
bókasafnsfólks til að kynnast nýjum
bókum. Næsta ár tóku útgefendur
þátt í hátíðinni, og hún hefur stækk-
að ríflega tvítugfalt á rúmum 20 ár-
um ef mið er tekið af aðsókn og um-
fangi.
Anna Einarsdóttir hefur verið
framkvæmdastjóri þátttöku okkar
Íslendinga í stefnunni frá því við vor-
um fyrst með árið 1989. „Svavar
Gestsson menntamálaráðherra setti
peninga í þetta á sínum tíma og skip-
aði nefnd. Ég var formaður hennar,
en auk mín voru í henni Sigrún Val-
bergsdóttir frá menntamálaráðu-
neytinu og Lars Åke Engblom frá
Norræna húsinu. Þá fóru um 200
manns út,“ segir Anna og rifjar upp
að í föruneytinu þá voru Óperan,
hluti af Sinfóníuhljómsveitinni, 25
rithöfundar og fleiri. „Þetta var heil-
mikið húllumhæ, það hafa aldrei far-
ið jafn margir, og eins gott að flug-
vélin hrapaði ekki.“
Íslendingar hafa að jafnaði tekið
þátt í dagskrá hátíðarinnar og segir
Anna að alla jafna séu Íslendingar
þátttakendur í þremur dag-
skrárliðum, en fleiri þau ár er Ísland
er í sérstökum brennidepli. Það
gerðist árið 1994 og aftur 1999.
Anna segir að íslenski básinn nú
verði svipaður því sem verið hefur.
Þarna verði nýjustu bækur, verð-
launabækurnar frá því í fyrra og
fleira. Ef Anna veit af nýjum nor-
rænum þýðingum á verkum ís-
lenskra höfunda, þá reynir hún að
taka þá með á stefnuna til að koma
fram.
„Annars hefur aukist mjög mikið
síðustu ár hve mikið er þýtt af ís-
lenskum bókmenntum á sænsku. Ég
þakka kynningunni á Gautaborg-
arstefnunni það. En auðvitað fer líka
fram kynning á íslenskum bók-
menntum á Bókastefnunni í Frank-
furt, sem ég býst við að sé sú stærsta
í heiminum. Réttindastofur Eddu og
JPV eru líka orðnar mun öflugri
undanfarin ár að kynna og selja sína
höfunda forlögum og þýðendum.“
Fyrri dagana tvo er stefnan ein-
ungis opin bókasafnsfólki og kemur
það hvaðanæva úr Svíþjóð, en einnig
af hinum Norðurlöndunum. Síðla
föstudags er svo opnað fyrir almenn-
ing.
Ekki sama báknið og Frankfurt
Anna segir að galdurinn við það
hversu vel hafi gengið að byggja upp
Gautaborgarstefnuna sé fyrst og
fremst sá að hún sé persónuleg og
ekki of stór. „Hún er ekki það óskap-
lega bákn sem Frankfurtarstefnan
er. Þegar farið er þangað þurum við
að vera búin að bóka hvern einasta
fund fyrirfram, og það eru engar
bókabúðir reknar í tengslum við
hana. Í Gautaborg er endalaus dag-
skrá. Þú getur ráfað inn hér og
hlustað á nokkur ljóð og svo farið og
hlustað á eitthvað allt annað. Þú get-
ur skoðað vel hvað útgefendur hafa
upp á að bjóða, og síðast en ekki síst
eru bókabúðir á svæðinu með sér-
stök tilboð. Það er fullt út úr dyrum
allan daginn. Almenningur hefur
gríðarmikinn áhuga á bókastefn-
unni, og maður hugsar með sér þeg-
ar maður sér fólk rogast út í dagslok
með fulla poka af bókum: „Bókin er
sko ekki dauð og áhuginn á henni er
sannarlega enn fyrir hendi.““
Þegar Anna er beðin að leggja
mat á gagnsemi þátttöku okkar í
Bókastefnunni í Gautaborg, segir
hún hana hafa aukið áhuga á íslensk-
um bókmenntum almennt. „Það er
líka Gautaborgarstefnunni að þakka,
að það hafa verið þýddar fleiri bæk-
ur yfir á norræn tungumál en
nokkru sinni. Við tókum saman lista
’94, og þá var búið að þýða 50 bækur
frá því við fórum að taka þátt í stefn-
unni og það jafnaðist á við fimmtíu
árin næst á undan. Nú bíð ég spennt
eftir nýjum lista sem ég fæ þegar ég
kem til Gautaborgar núna. Nær allir
okkar rithöfundar hafa verið kynntir
á þessum vettvangi.“
Bókin er sko ekki dauð
Gautaborgarstefnunni að þakka, að fleiri bækur eru nú þýddar á norræn mál
Morgunblaðið/Ásdís
Bókastefnan Anna Einarsdóttir hefur stýrt þátttöku okkar frá upphafi.
Í HNOTSKURN
» Árið 1985 var fyrst efnt tilbókastefnu í Gautaborg,
og sóttu hana 5.000 manns.
» Í dag er stefnan stærstslíkra viðburða á Norð-
urlöndum og hana sækja meir
en 100 þúsund manns árlega.
» Um 800 höfundafyr-irlestrar eru á stefnunni, á
þriðja þúsund dagskráratriði
alls, en tæplega 40 þjóðlönd
kynna þar bókmenntir sínar.
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
ALLAR íslenskar glæpasögur liggja
nú undir grun um að geta orðið Blóð-
dropanum að bráð. Hið íslenska
glæpafélag hefur nefnilega stofnað til
Íslensku glæpasagnaverðlaunanna,
sem sterk vísbending er um – ef ekki
rökstuddur grunur – að veitt verði í
fyrsta sinn á sunnudaginn í bókabúð-
inni Iðu í Lækjargötu og hefst at-
höfnin klukkan 17 stundvíslega. Þá
hefur spurst að Glæpafélagið hafi lát-
ið útbúa verðlaunagrip sem kallaður
er Blóðdropinn.
Bókin sem hreppir Blóðdropann
verður jafnframt framlag Íslands til
norrænu glæpasagnaverðlaunanna
Glerlykilsins sem næst verður veittur
í vor.
Foringi Glæpafélagsins, Eiríkur
Brynjólfsson, segir félagið hafa verið
stofnað 1999 af glæpasagnahöfundum
og aðdáendum glæpasögunnar, og
hafi strax fengið það hlutverk að til-
nefna bók til norrænu verðlaunanna,
Glerlykilsins, sem tvívegis hefur
hlotnast Arnaldi Indriðasyni. „Það
sem vakir fyrir okkur er að í stað þess
að tilnefna eina bók eins og venjulega
og tilkynna höfundinum það, þá efn-
um við til þessara verðlauna, og verð-
launabókin fer áfram í keppnina.“
Þriggja manna dómnefnd skipuð af
stjórn Glæpafélagsins velur verð-
launabókina. Eiríkur segir að árlega
komi út milli sex og átta glæpasögur
á Íslandi. „Þetta er orðin nokkuð
stöðug tala og gríðarleg framför frá
því sem áður var þegar þeir fáu sem
skrifuðu glæpasögur gerðu það undir
dulnefni. Það er á síðustu fimmtán ár-
um sem vöxturinn hleypur í glæpa-
sagnaritun hér,“ segir Eiríkur Brynj-
ólfsson glæpaforingi, en tekur fram
að Hið íslenska glæpafélag starfi í
friði og spekt.
Blóðdropinn seytlar Í HNOTSKURNTilnefndar bækur í ár:» Farþeginn eftir Árna Þór-arinsson og Pál Kristin
Pálsson.
» Hið stórfenglega leynd-armál heimsins eftir Stein-
ar Braga.
» Konungsbók eftir ArnaldIndriðason.
» Morðið í Rockville eftirStellu Blómkvist.
» Sá yðar sem syndlaus ereftir Ævar Örn Jósepsson.
» Sér grefur gröf Yrsu Sig-urðardóttur.
» Skipið eftir Stefán Mána.» Skuldadagar eftir JökulValsson.
Átta bækur tilnefndar til nýrra glæpasagnaverðlauna