Morgunblaðið - 18.09.2007, Page 40

Morgunblaðið - 18.09.2007, Page 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FORTÍÐARÞRÁ, eða svokölluð „nostalgía“, eru hughrif sem gjarn- an sækja á fólk á miðjum aldri, en í slíku hugarástandi sjá menn fortíð- ina í hillingum og þrá að endur- upplifa liðna „dýrðartíma“. Hljóm- sveitin Jethro Tull vekur sannarlega upp slíkar tilfinningar og gömlum hippum því ekki til set- unnar boðið þegar goðsögn á borð við höfuðpaurinn, Ian Anderson, rekur á fjörur landsmanna. Á tvenn- um tónleikum í Háskólabíói um liðna helgi mætti hann til leiks, ásamt valinkunnum tónlist- armönnum, og má segja að þeir fé- lagar hafi staðið fyllilega undir væntingum. Sterkur andi Jethro Tull sveif yfir vötnum og Anderson, sem stendur á sextugu og er nýorð- inn afi, sannaði að hann er enn í standi til að gefa áheyrendum frá- bæra skemmtun og upplifun í tón- um og tjáningu. Hann er nefnilega ekki bara góður tónlistarmaður heldur ekki síður afburðasviðs- maður og skemmtikraftur, enda í sérflokki sem „performer“ í leik- rænni tjáningu. Allt frá fyrsta þver- flaututóninum, til hins síðasta, og með lipurlegri framgöngu sinni á sviðinu gerði Anderson sitt til að halda lífinu í gömlu þjóðsögunni um sérvitringinn Jethro Tull, en sá maður mun hafa unnið það sér til frægðar að hafa fundið upp tæki til að sá fræjum á 18. öld. Hljómsveitin Jethro Tull var stofnuð í London 1968 og skipaði sér þegar á bekk með svokölluðum neðanjarðarsveitum, sem þá voru að hasla sér völl í breskri popptónlist, á því tímaskeiði tónlistarsögunnar sem kennt er við „hippatímabilið“. Fyrsta breiðskífan „This Was“ kom út þetta ár og fór beint á vinsælda- lista, en þar mátti greina blús- kennda rokktónlist úr smiðju gít- arleikarans Mick Abrahams. Upphafsstef tónleikanna í Há- skólabíói voru einmitt blúsfrasar af þessari plötu. Abrahams sagði skilið við Jethro Tull árið 1969 og þar með hurfu blúsárhifin, en hinn höfuðpaur sveitarinnar, söngvarinn og flautu- og gítarleikarinn Ian Andersson, fékk þar með frjálsar hendur til að móta hljómsveitina eftir eigin höfði. Anderson þróaði afar sérstæða tón- listarstefnu sem átti sterkar rætur í „traditional“ breskri þjóðlagatónlist, með djössuðu rokkívafi, auk þess sem kryddað var með barokktónlist frá 17. og 18. öld og gætti þar eink- um áhrifa frá J.S. Bach. Með ann- arri breiðskífunni, Stand Up, sem kom út 1969, ásamt nokkrum tveggja laga plötum sem út komu þetta ár, náði Jethro Tull traustri fótfestu í þeim geira poppbransans sem flokkaðist undir það sem kallað var „framúrstefnutónlist“, og með útgáfu fjórðu breiðskífunnar, Aqual- ung, árið 1971, má segja að tónlist Ian Anderson hafi náð almennri við- urkenningu á alþjóðavísu. Á tónleikunum í Háskólabíói var rakinn tónlistarferill Jethro Tull og strax í þriðja laginu, Living In The Past, fór maður að kannast við sig. Síðan fylgdi Jack In The Green með sínum sterku þjóðlagaáhrifum og skömmu síðar smellurinn Thick As A Brick, í styttri útgáfu. Í laginu Pastime With Good Company, (King Henrýs Madrigal), mátti heyra greinileg áhrif barokk- tímabilsins, sem og í síðasta laginu fyrir hlé, einum þekktasta smelli Jethro Tull, Bourée, þar sem byggt er á stefi eftir J.S.Bach. Á þeim tímapunkti tónleikanna helltist „nostalgían“ yfir mann og hugurinn leitaði ósjálfsrátt aftur í gömlu kvistíbúðina við Bergþórugötu. Tónlistarveislan hélt svo áfram eftir hlé með lögum á borð við Birn- am Wood to Dunsinane, þar sem byggt er á gamalli þjóðsögu, en það er meðal annars aðalsmerki Ian Anderson, að í textunum er hann sí- fellt að segja áhugaverða sögu. Í kjölfarið fylgdi svo Sweet Dream, einn af fyrstu smellum sveitarinnar. Á seinni tónleikunum, á laugardags- kvöldið, var það lag reyndar tekið fyrir hlé. Hápunktur tónleikanna að mínum dómi var nýstárleg útgáfa af þekktasta tónverki Anderson, Aqualung, snilldarverki sem er ein af sígildum perlum rokktónlist- arsögunnar. Á eftir fylgdi svo syrpa af lögum, sem að sögn Anderson var eins konar óður til Ameríku og byggð á útsetningu orgelleikarans Keith Emmerson og hljómsveit- arinnar Nice á laginu America, úr söngleiknum West Side Story. Það var svo vel við hæfi að enda tón- leikana á Locomotive Breath, sem sameinar snilldarlega fléttu í tón- smíðum og hljóðfæraleik. Skylt er að geta frammistöðu tón- listarmannanna sem komu fram á tónleikunum með Jethro Tull í Há- skólabíói. Sjálfsagt hafa einhverjir saknað gítarleikarans Martin Barre, sem lengi hefur starfað með And- erson, en afleysingamaður hans í þessari tónleikaferð, hinn kornungi Florian Opahle, fæddur 1984, af bæ- verskum ættum, sannaði að þar er framtíðarmaður á ferð. Hann átti snilldartakta, einkum þegar kom að rokkþrungnum gítarsólóum. Aðrir liðsmenn sveitarinnar stóðu sig einnig með ágætum, trommuleik- arinn Doane Perry, ungur hljóm- borðsleikari frá Bristol, John O’H- ara, og bassaleikarinn David Goodier, sem er á svipuðum aldri og Anderson, en hann er greinilega lúmskur húmoristi og skemmti tón- leikagestum oft á tíðum með skondnu látbragði á sviðinu. Ef eitt- hvað má finna að frammistöðu Jethro Tull á þessum tónleikum er það helst að rödd Andersons virðist aðeins vera farin að gefa sig, sem ef til vill skrifast á þann reikning að hann hefur nú verið á löngu tón- leikaferðalagi um Evrópu og því viðbúið að sextugur barkinn þoli ekki álagið eins og áður? Þrátt fyrir það hefur hann enn margt fram að færa, bæði sem tónlistarmaður og skemmtikraftur og tónsmíðarnar, einar og sér, flokkast að mínum dómi undir sígilda snilld. Ian Anderson og félögum tókst að koma þessum tónverkum vel til skila og vekja réttu hughrifin og þótt eflaust hafi mátt heyra ein- hverja hnökra í samanburði við framgöngu Jethro Tull þegar best lét á hátindi ferilsins hygg ég að flestir tónleikagestir hafi verið bærilega sáttir þegar upp var stað- ið. Það er nefnilega ekki á hverjum degi sem maður fær að upplifa slíka tónlistarveislu og tækifæri til að berja augum lifandi goðsögn. Sígild snilld Morgunblaðið/Eggert Ian Andersson „Hann er nefnilega ekki bara góður tónlistarmaður heldur ekki síður afburðasviðsmaður og skemmtikraftur, enda í sérflokki sem „performer“ í leikrænni tjáningu.“ TÓNLIST Tónleikar Jethro Tull  Háskólabíó Sveinn Guðjónsson WWW.SAMBIO.IS SAMBÍÓIN - EINA BÍÓKEÐJAN Á ÍSLANDIVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á MR. BROOKS kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára BRATZ kl. 5:30 - 8 LEYFÐ ASTRÓPÍA kl. 6 LEYFÐ LICENSE TO WED kl. 6 - 8 B.i. 7 ára THE BOURNE ULTIMATUM kl. 10 B.i. 14 ára THE TRANSFORMERS kl. 10:30 B.i. 10 ára DIGITAL / KRINGLUNNI MR. BROOKS kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16.ára MR. BROOKS kl. 8 - 10:30 B.i.16.ára LÚXUS VIP BRATZ kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ KNOCKED UP kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i.14.ára DISTURBIA kl. 8 - 10:30 B.i.14.ára ASTRÓPÍA kl. 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ ASTRÓPÍA LÚXUS VIP kl. 6 LEYFÐ RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 5:30 LEYFÐ / ÁLFABAKKA frábær íslensk afþreying - SVALI, FM 957 4 VIKUR Á TOPPNUM eeee - JIS, FILM.IS eeee - A.S, MBL eeee - RÁS 2 VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA ALLIR EIGA SÍN LEYNDARMÁL. ÓVÆNTASTI SÁLFRÆÐI- TRYLLIR ÁRSINS eeeee - LIB, TOPP5.IS eeee - S.V, MBL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.