Morgunblaðið - 18.09.2007, Side 27

Morgunblaðið - 18.09.2007, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2007 27 Það verður mikill sjónarsviptir að Ás- geiri Elíassyni eða Geira El eins og hann var gjarnan kallaður. Geiri var mikill hæfileikamaður þegar kom að íþróttum. Hann átti landsleiki í þremur íþróttagreinum, fótbolta, handbolta og blaki . Hann var þó þekktastur sem fótboltamaður og ég kynntist því bæði að spila gegn honum og sællar minningar með honum þegar hann lék sem eldri maður í U-21 landsliði Íslands í knattspyrnu árið 1984. Ég kynntist Geira hvað best þeg- ar hann tók við landsliðinu árið 1991. Auðvitað stóðst hann ekki mátið og spilaði gjarnan með okkur á æfingum og gaf okkur lítið eftir. Hæfileikarnir voru augljósir. Geiri var einstakur íþróttamaður sem hafði svo margt til að bera sem hann síðan heimfærði yfir í þjálf- unina. Hann hafði náð að skapa eitt besta fótboltalið sem Ísland hefur átt á sínu fyrra tímabili með Fram og hann náði líka frábærum ár- angri með landsliðið. Þar var ein- staklega eftirminnilegt að vinna með honum. Geiri kom með sína hugmyndafræði og sjálfstraust sem þjálfari til leiks og vildi að liðið sitt spilaði „góðan bolta“ Aldrei hitti maður hann illa fyrir kallaðan. Geiri hafði hlýja og góða nærveru, það var stutt í brosið og húmorinn var alltaf til staðar. Geiri var alltaf jákvæður og uppbyggilegur sem þjálfari. Hann var líka mikill keppnismaður en hann fór fínt með það, kallinn. Það var líka gaman að takast á við hann í skákinni og einnig átti hann það til að kasta á okkur gátum á ferðalögum til þess að fá okkur til þess að nota kollinn eins og hann lagði áherslu á við okkur í sinni þjálfun. Þrátt fyrir að Geiri hafi náð svo langt sem leikmaður og síðar þjálf- ari þá fann maður aldrei fyrir sjálf- umgleði eða stærilæti í fari hans. Hann hreykti sér aldrei af árangri sínum eða kenndi öðrum um þegar illa gekk. Geiri átti líka góðan sam- herja í henni Deddu sem var aldrei langt undan. Missir hennar er mik- ill. Þegar maður hugsar nú til baka þá eru það einmitt allir þessir mannkostir, sem Geiri var gæddur, sem við eigum eftir að sakna. Hann var einn besti þjálfari ef ekki sá besti sem við höfum átt en fyrst og síðast var hann góður félagi og vin- ur sem við munum sakna sárt úr fótboltanum. Minningin um Ásgeir mun lifa með okkur um ókomna tíð. Við Ella sendum Deddu og fjöl- skyldunni okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Hugur okkar er hjá ykkur. Guðni Bergsson. Er ég fékk símtal sunnudags- morguninn 9. september trúði ég Ásgeir Elíasson ✝ Ásgeir Elíassonfæddist í Reykjavík 22. nóv- ember 1949. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnu- daginn 9. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hallgrímskirkju 17. september. ekki mínum eigin eyr- um, að Geiri El væri fallinn frá. Þetta var svo ótrúlegt að ég settist á stól og hugs- aði af hverju, og hverju mátti þetta sæta að taka svona góða manneskju frá fjölskyldunni, svona snöggt og þetta snemma? Þetta fær mann til að hugsa að hver dagur er ekki sjálfgefinn og hlutirn- ir gerast oft fljótt. Geiri El hafði hvað mest áhrif á mitt lífshlaup á mínum yngri árum. Konan hans Soffía eða Dedda eins og við í vina- og félagahópnum köll- um hana, kenndi mér í Laugarnes- skóla og vissi ég strax að þar var frábær og góð kona á ferð. Ekki vissi ég þá að ég ætti eftir að spila knattspyrnu með manninum henn- ar og að hann yrði þjálfari minn á einu mesta velgengnistímabili í sögu Knattspyrnufélagsins FRAM þar sem margir titlar unnust. Það voru forréttindi að kynnast og starfa með Geira. Hann hafði alltaf svo hlýtt viðmót og góða nærveru og samdi aldrei illa við nokkurn mann. Þó svo að erfiðar ákvarðanir þyrfti að taka var heiðarleikinn alltaf til staðar. Brosmildur var hann og glettinn og fullur af húm- or. Alls staðar þar sem hann kom var jákvæðni og gleði. Það þarf engum blöðum um það að fletta hversu hæfileikaríkur Geiri var í íþróttum og það eru ekki margir sem afreka það að leika landsleiki í einni grein hvað þá þremur. Bolti var eitthvað sem hann hafði dálæti á og ég er viss um að ef litlir boltar væru á skákborðinu í stað tafl- manna, hefði hann orðið stórmeist- ari í skák. Mér er sérstaklega minnistæður leikur, sem var minn fyrsti meistaraflokksleikur í Ís- landsmóti en þá lékum við á gamla Melavellinum. Ég fékk þann heiður að spila með honum á miðjunni í þessum leik og hann var heilinn í liðinu á bak við allt. Hann stjórnaði mér á miðjunni og við sigruðum í þessum leik. Urðum við bikarmeist- arar þetta sama ár. Nokkrum árum síðar er hann tók við þjálfun liðsins 1985 var ég ekki í vafa um að við yrðum sigursælt lið og með þessari þekkingu og útsjónarsemi ásamt frábærum hóp yrði þetta engu líkt. Hann sagði strax við mig að ég skyldi vera fremst og ætti að skora mörkin. Skilaboðin voru skýr frá honum og ég vissi að hann gaf mér traust og tiltrú á því sem ég var að gera. Hvar sem Geiri tók að sér verkefni sýndi hann starfi sína svo mikinn áhuga að sumum þótti nú mikið til koma þegar hann skoðaði myndbönd aftur og aftur ef um það var að ræða og gjarnan vildi hann ræða atriði sem hann sá og túlkaði á sinn hátt. Hann var hjartað í vel- gengni margra liða sem hann lék með og þjálfaði og skemmst er að minnast árangurs Fram og lands- liðs Íslands. Nú þegar hjartað í honum er hætt að slá mun minning hans lifa um ókomna framtíð. Við höfum lært mikið af Geira sem þekktum hann af brosmildi, góð- mennsku, áræðni,vinnusemi og krafti ásamt því að fara ótroðnar slóðir, en það er einmitt slíkt sem býr til framúrskarandi einstaklinga og hann var svo sannarlega einn af þeim. Geiri, þín er sárt saknað. Dedda, Mummi, Doddi og fjöl- skylda, okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Guðmundur Torfason og fjölskylda. Ég átti því láni að fagna fyrir um 30 árum síðan að kynnast Ásgeiri og Soffíu þegar þau bjuggu í Sörla- skjólinu. Við Ásgeir lékum knatt- spyrnu saman og síðar þjálfaði hann mig í meistaraflokki Fram. Ásgeir var á margan hátt einstakur persónuleiki. Hann var glaðvær með einstakan húmor, raungóður og frábær vinur. Hans metnaður var að láta gott af sér leiða og við sem þekktum hann og umgengumst nutum góðs af návist hans í ríkum mæli. Ásgeir var metnaðarfullur og kappsamur en honum fannst skipta máli hvernig árangrinum var náð. Í íþróttum er hægt að ná árangri með því að pakka í vörn og sæta síðan lagi með að ná einstöku hraðaupphlaupum og, ef heppnin er með, að skora eitt til tvö mörk. Ás- geir gerði meiri kröfur og sá fót- boltann með öðrum augum og er sá aðili sem hefur lagt einna mest af mörkum við að þróa íslenska knatt- spyrnu frá því að vera varnarsinn- uð í að verða sóknarsinnuð þar sem tækni og leikskilningur leikmanna fær að njóta sín. Við Ásgeir áttum margar stundir saman þar sem við ræddum um knattspyrnu og kom þar í ljós brennandi áhugi hans og ástríða fyrir knattspyrnunni. Við ræddum einnig um framtíð okkar kæra félags og mismunandi leiðir til þess efla og þróa félagið. Hans sjónarmið voru að með því að hafa fleiri félög þá myndu fleiri knatt- spyrnumenn fá tækifæri til þess að stunda knattspyrnu í efstu deildum og starfsemi félagana yrði kröft- ugri með óbreyttu ástandi. Hann þekkti vel forvarnargildi knatt- spyrnunnar og mikilvægi þess að ungir knattspyrnumenn ættu sér góðar fyrirmyndir í þeim félögum sem þeir æfðu og kepptu fyrir. Ár hvert höfum við félagarnir í Fram haldið golfmót saman og núna síðast stuttu eftir fráfall Ás- geirs. Hugur okkar stóð til þess að hittast þrátt fyrir þessi hörmulegu tíðindi og eiga þannig stund saman til þess að minnast Ásgeirs sem var okkur öllum frábær félagi og vinur. Söknuður okkar er mikill en hugur minn er hjá Soffíu eiginkonu hans sem hefur reynst mér ekki síður góður vinur á lífsleiðinni. Dedda mín, harmur og missir þinn er mik- ill og á þessum erfiða tíma sendi ég þér mínar bestu og innilegustu hugsanir um leið og ég kveð kæran vin. Rafn Benedikt Rafnsson. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Minningargreinar REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Fallegir legsteinar á góðu verði Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Sendum myndalista ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma, og langalangamma, GUÐBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR sjúkraliði, lést á Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, föstudaginn 14. september. Útför hennar verður auglýst síðar. Daníel Jónasson, Ase Johanne Jónasson, Dóra Mirjam Jónasdóttir, Ernst Olsson, Guðjón Jónasson, Þóra Jenný Hendriksdóttir, Ríkarður Bergstað Jónasson, María Árnadóttir, Rebekka Jónasdóttir, Yngvi Guðnason, Guðný Ragnhildur Jónasdóttir, Hinrik Þorsteinsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, amma og langamma, KATRÍN K. RÓSMUNDSDÓTTIR, lést á Sjúkrahúsinu á Neskaupstað fimmtudaginn 13. september. Fyrir hönd aðstandenda, Halldór Hinriksson. ✝ Hjartkær bróðir okkar, KRISTJÁN ARI GUÐMUNDSSON, Grandavegi 37, lést mánudaginn 10. september. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Systkini hins látna. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HAUKUR ÞORSTEINSSON, Dalatanga 17, Mosfellsbæ, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 11. september. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 24. september kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Júlía Guðmundsdóttir, Sesselja Hauksdóttir, Þorsteinn Hauksson, Lilja Finnbogadóttir, Guðmundur Hauksson, Eydís Indriðadóttir, Sigurður Hauksson, Vigdís Helga Jónsdóttir, Margrét Hauksdóttir, afabörn og makar og langafabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SÆMUNDUR ÓSKARSSON, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 20. september kl.15.00. Guðrún Sæmundsdóttir, Göran Andersson, Helga Sæmundsdóttir, Guðni Ingi Johnsen, Óskar Sæmundsson, Torfildur Silja Siguðardóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Elskulegur bróðir minn og frændi okkar, JÓN PÁLMAR ÓLAFSSON, Naustahlein 25, Garðabæ, lést á heimili sínu laugardaginn 8. september. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Vilhjálmur Jónsson, Guðlaug Sigmarsdóttir, Hörður Vilhjálmur Sigmarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.