Morgunblaðið - 18.09.2007, Side 22

Morgunblaðið - 18.09.2007, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. LYFTISTÖNG FYRIR HÁSKÓLANN Í REYKJAVÍK Staða Háskólans í Reykjavík ger-breyttist nánast með einupennastriki í gær þegar skrifað var undir samkomulag, sem hefur í för með sér að hátt í tveir milljarðar króna munu nú berast skólanum frá einstaklingum og fyrirtækjum í formi aukins hlutafjár og framlaga í nýjan Þróunarsjóð skólans. Stofnupphæð Þróunarsjóðsins verður tæplega 1,5 milljarðar króna og er honum ætlað að styrkja akademíska stöðu skólans, rannsóknir og samstarf við erlenda háskóla. Róbert Wessman, forstjóri Actavis, er stórtækastur þeirra, sem nú setja fé í skólans og leggur hann persónu- lega til einn milljarð. Hann rökstuddi framlag sitt þannig að hann teldi að HR hefði sýnt með frumkvæði og metnaði að skólinn vildi ná langt: „Mér leist mjög vel á að slá til og styrkja skólann og held að það sé raunhæft að byggja hér upp myndar- legt alþjóðlegt háskólasamfélag og að HR og jafnvel Háskóli Íslands skipi sér í fremstu röð þegar fram í sækir.“ Ferill Róberts í viðskiptalífinu hef- ur verið glæsilegur og Actavis er nú eitt stærsta samheitalyfjafyrirtæki heims. Hann hefur látið til sín taka í samfélagsmálum og hefur Actavis verið helsti bakhjarl forvarnarverk- efnis gegn fíkniefnaneyslu unglinga, sem tengir saman borgir í Evrópu, þar á meðal Reykjavík, Ósló, Hels- inki, Sofiu og Vilnius. Róbert gerir sér augljóslega grein fyrir því að góð menntun er grunnurinn að öflugu at- vinnulífi og ber framlag hans og fjár- festing í Háskólanum í Reykjavík því vitni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði þegar gengið var frá samkomulaginu í gær að dagurinn markaði tímamót „því við erum að fá með nýjum og óhefðbundn- um hætti verulega aukið fjármagn inn í háskólasamfélagið“. Hún sagði að takmörk væru fyrir því hvað ríkið gæti sett mikla peninga í háskólana án þess að hækka skatta og bætti við að þróunarsjóður eins og sá, sem nú hefði verið stofnaður í HR, væri fjár- mögnunarleið, sem ætti að skoða með opnum huga við Háskóla Íslands. Þetta er rétt hjá menntamálaráð- herra. Mikill metnaður er í háskóla- starfi á Íslandi um þessar mundir. Það getur orðið erfitt að ná þeim markmiðum, sem sett hafa verið, án stuðnings utan frá. Rætt hefur verið að taka upp skólagjöld við skóla á há- skólastigi. Skólagjöld yrðu nemend- um áreiðanlega hvatning til að leggja sig fram, en það er ekki hægt að búast við því að þau verði lykill að því að bæta akademíska stöðu háskólanna, ekki síst vegna þess að takmörk eru fyrir því hvað þau geta verið há. Þróunarsjóðir eru háskólum víða erlendis gríðarlega mikilvægir. Þró- unarsjóðir tíu stærstu háskólanna í Bandaríkjunum eiga hundruð millj- arða króna. Forskot bandarískra há- skóla á breska háskóla hefur meðal annars verið rakið til sjóða banda- rísku skólanna. Það getur kostað gríð- arlegar fjárhæðir að halda háskóla í fremstu röð, ekki síst í vísindum þar sem þarf að vera hægt að stunda rannsóknir með aðstoð nýjustu tækni. Háskólinn í Reykjavík er nú kominn í góða stöðu og ljóst að aðrir háskólar munu horfa til þeirrar leiðar, sem nú er verið að fara þar. ÍSLENSKA EÐA ENSKA? Er íslenska ónothæft tungumál?Er kominn tími til að hætta að rembast við að halda uppi sérstöku tungumáli í þjóðfélagi nokkur hundr- uð þúsund manna? Er íslenska orðin dragbítur á velgengni íslenskra fyr- irtækja? Er íslenska orðin íslensku þjóðinni til trafala? Eða er hið gagn- stæða raunin: um leið og íslenskan glatast hverfa öll sérkenni íslensku þjóðarinnar og hún hverfur í þjóða- hafið, eins og það var orðað í leiðara í Morgunblaðinu fyrir nokkrum árum. Í frétt í Morgunblaðinu í gær segir frá því að Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, telji að það kunni að reynast óhjákvæmilegt fyrir íslensk fjármálafyrirtæki í útrás að taka upp ensku sem vinnumál í höf- uðstöðvum sínum á Íslandi. Það veld- ur bönkunum erfiðleikum hversu lítið atvinnuleysi er nú á Íslandi og hefur reynst vandkvæðum bundið að fá hæft fólk til starfa. Enska er sennilega meira töluð á Íslandi nú en nokkru sinni áður. Hún er notuð við kennslu víða í háskólum og mikið notuð í fyrirtækjum eins og kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Staða íslenskunnar er sterk um þess- ar mundir, en tungan myndi fljótt láta undan síga ef hún yrði annars flokks. Í Morgunblaðinu í dag er rætt við Þórarin Eldjárn, rithöfund og vara- formann Íslenskrar málnefndar, sem segir að þróunin hérlendis sé sú að lit- ið sé á ensku sem annað opinbera málið á Íslandi. „Þetta teljum við í málnefndinni að sé meðal þess sem kunni að vera hvað háskalegast ís- lenskri tungu,“ segir Þórarinn og bætir við að verði farið að líta á það sem sjálfsagðan hlut að allt sem ein- hverju máli skipti í atvinnulífi og við- skiptum geti ekki farið fram á ís- lensku endi tungan sem „heima- brúksmál“ og muni þá standa höllum fæti. Það er rangt að líta svo á að í ensku felist einhver allsherjarlausn og sennilega myndi það auka möguleika íslenskra fyrirtækja ef lögð væri áhersla á það í íslensku menntakerfi að kenna fleiri tungumál en færri. Og þá má ekki gleyma að góð íslensku- kunnátta er grunnurinn að því að læra önnur tungumál. Íslensk tunga er undirstaða ís- lenskrar menningar. Sú menning er jarðvegur og undirstaða þeirrar vel- megunar, sem nú ríkir á Íslandi. Fremur en að ráðast til atlögu gegn tungunni á að hefja sókn í hennar þágu. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Sitt sýnist hverjum um þaðsjónarmið Sigurjóns Þ.Árnasonar, bankastjóraLandsbankans, að reynst geti óhjákvæmilegt fyrir íslensk fjármálafyrirtæki í útrás að taka upp ensku sem vinnumál í höf- uðstöðvum sínum á Íslandi. Raun- ar er langt því frá óþekkt að fyr- irtæki hérlendis, hvort heldur er innan fjármálageirans, tölvugeir- ans eða á sviði vísinda, séu tví- tyngd eða notist meira við ensk- una sem vinnumál á vinnustaðnum. Að mati Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra Samtaka at- vinnulífsins, hlýtur vinnumál hvers fyrirtækis að taka mið af þörfum fyrirtækjanna sjálfra. Þannig þurfi fyrirtæki sem starfi á alþjóðavett- vangi eða þurfi að ráða til sín er- lenda sérfræðinga að geta valið enskuna sem sitt annað tungumál eða aðal vinnumál. Segir hann ljóst að íslenskt samfélag þurfi í framtíðinni að laga sig að þeirri staðreynd að í landinu sé fjöldi fólks sem hvorki tali né skilji ís- lensku. Segir hann mikilvægt að þeir einstaklingar geti eftir sem áður notað þá þjónustu sem í boði sé og viti af henni. Að sögn Þórarins Eldjárn, rit- höfundar og varaformanns Ís- lenskrar málnefndar, virðist þró- unin hérlendis vera sú að litið sé á enskuna sem annað opinbera tungumálið á Íslandi. „Þetta telj- um við í málnefndinni að sé meðal þess sem kunni að vera hvað háskalegast íslenskri tungu,“ segir Þórarinn og tekur fram að þessi þróun sé reglulega rædd á fund- um nefndarinnar. „Ef farið er að líta á það sem sjálfsagðan hlut að allt sem skipti einhverju megin- máli í atvinnulífi og stofnunum geti ekki farið fram á íslensku þá mun það á endanum leiða til þess að íslenskan verði eingöngu heimabrúksmál sem stendur mjög höllum fæti og þykir ekki gjald- geng í þessu ytra samhengi,“ seg- ir Þórarinn og veltir upp þeirri spurningu af hverju flestir gefi fyrirtækisins hérlendis sta 600 Íslendingar og gera m fyrir að þeir tali íslensku milli, en þegar komi að for samskiptum, þ.e. tölvupós fundargerðum og fréttabr sé allt slíkt efni einvörðun út á ensku. Segir Halldór helgast af því að Actavis s þjóðlegt fyrirtæki og bend samhengi á að alls starfi u 10.500 manns hjá fyrirtæk vegar um heiminn á um 1 málasvæðum. Spurður hvo hafi áhyggjur af því að sú að enskan verði vinnumál neikvæð áhrif á íslenskuna móðurmál svarar Halldór andi. Segist hann þeirrar unar að með ensku sem vi sé fyrst og fremst verið að fólk í sínu öðru tungumáli lendingar muni eftir sem á sitt móðurmál utan vinnut „Það er ekki á borðinu ur að enskan verði vinnum segir Svanur Valgeirsson, mannastjóri Bónuss, en ei kunnugt er var fyrir ári te stefnubreyting hjá fyrirtæ ráða fleira erlenda starfsm laus störf. „Það fólk sem v að ráða talar ekki góða en reynum auðvitað að gera k um einhverja enskukunná þannig að hægt sé að eiga skipti við útlendingana. E leggjum meira upp úr því sér að enskan sé besta málið þeg- ar komi að útrásarmöguleikum. Segist hann telja að það skýrist af því sjónarmiði margra að enska sé það sama og útlenska, þ.e. eina gjaldgenga tungumálið. „Hvað með frönskuna, þýskuna, rúss- neskuna, spænskuna? Nú eða Norðurlandatungumálin? Ef við legðum rækt við að kunna annað Norðurlandatungumál þá væri með auðveldum hætti hægt að koma okkur í beint málsamband við 20 milljónir manna af þjóðum sem eru mjög skyldar okkur.“ Þórarinn bendir á að Íslend- ingar upp til hópa séu gríðarlega lélegir í tungumálum og ofmeti kunnáttu sína og færni í enskri tungu. Segir hann einu leiðina til að sporna við þessu að stórauka bæði íslenskukennslu og aðra tungumálakennslu á öllum skóla- stigum. „Það sem við fáum í stað- inn fyrir að tala almennilega ís- lensku, ef þessi þróun heldur áfram, er mjög vond enska.“ Að- spurður segist Þórarinn vel skilja að það sé fyrirtækjum mikilvægt að tungumálaþekking sé mikil og að starfsmenn þess geti átt sam- skipti á ótal tungumálum. „En ef vinnumálið á allt að færast yfir í þessa sömu aðskotaensku þá sé ég bara engan ávinning af því.“ Enskan sem vinnumál styrkir annað tungumál fólks deCode er eitt þeirra fyrirtækja þar sem enska er vinnumálið, að sögn Berglindar Ólafsdóttur, upp- lýsingafulltrúa deCode. Öll vinnuskjöl innan deCode eru á ensku en í upplýsingamiðlun til starfsmanna er notuð enska jafnt sem íslenska. Segir Berglind það skýrast af því að 10-15% starfs- manna fyrirtækisins hafa annað mál en íslensku sem móðurmál. Aðspurð segir Berglind enskuna notaða á fundum ef einhver fund- armanna er erlendur, en á fundum þar sem allir viðstaddir eru ís- lenskir er íslenskan notuð. Að sögn Halldórs Kristmanns- sonar, framkvæmdastjóra innri og ytri samskipta hjá Actavis, er enskan vinnumálið hjá Actavis. Bendir hann á að í höfuðstöðvum Er enskan að verða opinbera málið hérle  Verður íslenskan eingöngu heimabrúksmál?  Telu ofmeta enskukunnáttu sína  Vinnumálið taki mið af Í HNOTSKURN »Íslensk málnefnd vastofnuð 1964. Hún s ar nú samkvæmt 9. gre laga nr. 40/2006, um St un Árna Magnússonar í lenskum fræðum. »Hlutverk Íslenskrarmálnefndar er að ve stjórnvöldum ráðgjöf um málefni íslenskrar tung gera tillögur til mennta málaráðherra um mál- stefnu, auk þess að ályk árlega um stöðu íslensk tungu. Nýtt sem kennslutæki Enska er í vaxandi mæli nýtt sem kennslutæki, bæði í skólum á framhalds- og h

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.