Morgunblaðið - 18.09.2007, Síða 37

Morgunblaðið - 18.09.2007, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2007 37 NIMROD Antal, leikstjóri kvik- myndarinnar Laust herbergi (Vac- ancy), er Bandaríkjamaður sem fluttist til Ungverjalands snemma á tíunda áratugnum og hefur búið þar og starfað síðan. Fyrir fjórum árum sendi hann frá sér grín-spennu- ástarsöguna Kontroll sem á sér stað í neðanjarðarlestakerfinu í Búda- pest. Þótt sú kvikmynd hafi verið gölluð er nýjasta mynd leikstjórans stórt skref niður á við. Í fyrstu virð- ist hér vera á ferðinni athyglisverð endurvinnsla á sígildu verki Hitch- cocks, Psycho, en skemmtilegir taktar fyrsta hálftímann víkja síðar fyrir klisjukenndum og holóttum söguþræði. Í myndinni segir af hjónunum Amy og David sem lenda í bílavandræðum á afskekktum sveitavegi og leita sér skjóls á ein- kennilegu hóteli þar sem af- greiðslumaðurinn lítur út fyrir að vera nokkurs konar grínútgáfa af Norman Bates úr Psycho. Áhrifa- ríkasta atriði myndarinnar (enda óspart notað í sýnishornunum) er þegar hjónin hafa komið sér fyrir í herberginu og finna vídeóspólu sem þau skella í tækið. Í ljós kemur snöff-mynd (þ.e. kvikmynd sem sýnir raunverulegt morð) sem greinilega er tekin upp í herberginu sem þau eru stödd í. Með því að rekja sjónarhornin á spólunni finna þau myndavélarnar sem vakta her- bergið, en þær eru greinilega í gangi. Hér birtist okkur gægjuþörf- in úr Psycho, nútímavædd fyrir stafræna öld, en í myndinni er lögð áhersla á sams konar vangaveltur og mátti greina hjá Hitchcock um siðferðilegar hliðar áhorfs á ofbeld- ismyndir. Hvað er svona spennandi við það að horfa upp á ógn, dauða og ofbeldi, er snöff-myndin e.t.v. fullkomin útrás hvatanna sem þar liggja að baki? Í þessu sambandi má velta fyrir sér hvort meðvituð ákvörðun leikstjórans um að sneiða fram hjá splatter-tilþrifum sé ákveðin viðbrögð við slíkum spurn- ingum. Þau áhugaverðu tilþrif, sem vissulega er að finna í upphafi myndarinnar, duga hins vegar ekki til þess að hífa hana upp úr með- almennskunni, til þess er hún of fyrirsjáanleg og leiðigjörn þegar fram í sækir. Vinsamlegast truflið KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn, Sam- bíóin Akureyri Leikstjórn: Nimrod Antal. Aðalhlutverk: Kate Beckinsale, Luke Wilson, Frank Whaley. Bandaríkin, 80 mín. Laust herbergi (Vacancy) Heiða Jóhannsdóttir Slöpp „Áhrifaríkasta atriði mynd- arinnar...er þegar hjónin hafa kom- ið sér fyrir í herberginu og finna vídeóspólu sem þau skella í tækið. “ Leikhúsin í landinu www.mbl.is/mm/folk/leikh/ Vertu fyrstur! Má bjóða þér forskot á fimm spennandi sýningar: Óhapp! eftir Bjarna Jónsson Konan áður eftir Roland Schimmelpfennig Baðstofan eftir Hugleik Dagsson Vígaguðinn eftir Yasminu Reza Sá ljóti eftir Marius von Mayenburg Miðasala og sala áskriftarkorta á www.leikhusid.is og í síma 551 1200 Uppselt á forsýningar á Óhappi! Frumsýning á föstudag! Fimm miða r á forsýning ar á 5000 kr. MIÐASALA Í SÍMA 4 600 200 MIÐASALA LA ER OPIN FRÁ KL. 13-17 W.LEIKFELWW AG.IS ALA@LEIKFELAGMIDAS .IS Óvitar! Aukasýningar í sölu núna! Kortasala í fullum gangi! Fim 20/9 kl. 20 3.kortas. UPPSELT Fös 21/9 kl. 20 4.kortas. UPPSELT Lau 22/9 kl. 20 5.kortas. UPPSELT Sun 23/9 kl. 16 AUKASÝN laus sæti! Fim 27/9 kl. 20 6.kortas. UPPSELT Fös 28/9 kl. 20 7.kortas. UPPSELT Lau 29/9 kl.16 AUKASÝN í sölu núna! Lau 29/9 kl. 20 8.kortas. UPPSELT Sun 30/9 kl. 20 AUKASÝN örfá sæti laus Fim 4/10 kl. 20 9.kortas. UPPSELT Fös 5/10 kl. 20 10.kortas. UPPSELT Lau 6/10 kl. 20 11.kortas. UPPSELT Sun 7/10 kl. 20 AUKASÝN í sölu núna! Fim 11/10 kl. 20 AUKASÝN í sölu núna! Fös 12/10 kl. 20 12.kortas. UPPSELT Næstu sýn: 19., 20., 26., 27. október SEX and the City -leikarinn með glansskallann, Evan Handler, mun leika í Sex and the City-kvikmyndinni sem tökur hefjast á í þessari viku. Handler lék eiginmann Charlotte, Harry Goldenblatt, í sjónvarpsþáttunum. Hann hefur nú staðfest það að hann muni koma fram í kvikmyndinni en verði ekki einn af aðal- persónunum. Handler, sem er 46 ára, hefur neitað að tjá sig um hlutverk sitt eða kvikmyndahandritið. Hann er ekki eina kunnuglega andlitið sem mun sjást í myndinni ásamt Söru Jessicu Parker, Kim Cattrall, Cynthiu Nixon og Kristin Davis. Chris Noth mun leika Mr. Big og Óskarsverðlauna- hafinn Jennifer Hudson mun leika aðstoðarmann Carrie í kvikmyndinni sem á að koma í bíóhús 30. maí á næsta ári. Harry verður með

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.