Morgunblaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2007 29 ✝ Knútur ReynirEinarsson (Knut Broberg Larsen) fæddist í Danmörku 5. maí 1937. Hann lést á Landspítala við Hringbraut 9. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Gudrun Thom- sen Larsen og Lars Broberg Larsen og stjúpfaðir Karl Erik Andersen. Knútur átti sjö systkini. Á lífi eru Egon Lar- sen, bakari í Bandaríkjunum, og Rut Fredriksen, húsmóðir í Dan- mörku. Knútur fluttist til Íslands 1957. Sam- býlismaður hans frá þeim tíma var Ein- ar G. Eggertsson verslunarmaður, f. 5.8. 1921, d. 9.9. 2006. Knútur stundaði ýmis verslunarstörf um ævina en síð- ustu starfsárin vann hann við umönnun á Dal- braut 27 í Reykja- vík. Knútur verður jarðsunginn frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elskulegur vinur okkar, Knútur Reynir Einarsson, er látinn eftir stutt en erfið veikindi. Knútur var fæddur í Danmörku, en kom til Íslands 1957 og ætlaði að vera hér í viku en sú dvöl varð lengri og hefur hann verið hér síðan. Hann bjó með Einari Eggertssyni föður- bróður okkar sem lést 9. september 2006, þannig að eitt ár var á milli frá- falla þeirra. Að leiðarlokum viljum við þakka allar góðar samverustundir. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi. ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Hvíl í friði Halldóra (Gógó), Guðbjörg (Didda) og fjölskyldur. Ég á mér draum um betra líf. Ég á mér draum um betri heim. Þar sem allir eru virtir, hver á sínum stað, í sinni stétt og stöðu. Þar sem allir eru mettir gæðum sannleikans. Þar sem allir fá að lifa í réttlæti og friði. Þar sem sjúkdómar, áhyggjur og sorgir eru ekki til. Og dauðinn aðeins upphaf að betri tíð. (Sigurbjörn Þorkelsson) Í dag kveðjum við mætan vin sem við kynntumst í gegnum störf okkar. Knút hittum við fyrst fyrir þremur árum þegar Einar sambýlismaður hans flutti á Skjól. Það kom fljótt í ljós hvern mann hann hafði að geyma. Umhyggja, heiðarleiki og fórnfýsi var það sem einkenndi hann og nutum við starfs- fólk og heimilisfólk þess svo sann- arlega. Hann hélt uppi félagsstarfi í húsinu og eftir andlát Einars hélt hann áfram tryggð við okkur. Hann var sannkallaður Skjólsvinur. Hann fór til Spánar þegar hann varð sjö- tugur 5. maí sl. og kom heim brúnn og sællegur. Fljótlega eftir heim- komuna varð ljóst að hann gekk ekki heill til skógar. Stríðið tók fljótt af. Það verður sjónarsviptir að hon- um og munum við öll sakna hans. Guð geymi þig kæri Knútur. Starfsfólk 4. hæðar Skjóli. Knútur Reynir Einarsson Legsteinar og fylgihlutir MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk sími 587 1960 www.mosaik.is • Mikið úrval • Yfir 40 ára reynsla • Sendum myndalista ✝ Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, sonur, tengdasonur, bróðir, mágur, svili og barnabarn, SIGMAR ÞÓR EÐVARÐSON verslunarstjóri Bónus Hraunbæ, Sílakvísl 13, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn 20. september kl 13.00. Þeir sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð til styrktar sambýliskonu og dætrum hans, Landsbanka austurbæ : 0111 05 272900 kt. 160872-5519. Margrét Friðriksdóttir, Aðalheiður María Sigmarsdóttir, Emelía Rán Sigmarsdóttir, Svanhildur María Ólafsdóttir, Eðvarð Ingólfsson, Aðalheiður Gréta Guðmundsdóttir, Friðrik Jónsson, Ólafur Páll Eðvarðsson, Ásta Friðriksdóttir, Bjarki Traustason, Auður Gunnarssdóttir, Sigríður U. Ottósdóttir, Vigdís Ámundadóttir. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU INDRIÐADÓTTUR, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Indriði M. Albertsson, Helga St. Sveinbjörnsdóttir, Ingibjörg Sólmundardóttir, Rósa Kristín Albertsdóttir, Gunnar Hafsteinsson, Helga Þórný Albertsdóttir, Sturlaugur L. Gíslason og ömmubörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, GUÐRÚNU NIKOLÍNU JÓNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga fyrir góða umönnun. Jón Gunnar Sigurjónsson, Sigríður Sigurjónsdóttir, Sigurjón Sigurjónsson, Magnús Sigurjónsson og fjölskyldur. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför JÓHÖNNU Á. H. JÓHANNSDÓTTUR, blaðamanns. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks göngudeilda krabbameinslækninga á Landspítala og Heilsu- stofnunar Suðurlands á Selfossi. Brahim Boutarhroucht, Helgi Idder Boutarhroucht, Alda og Jóhanna. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir og amma, KRISTVEIG SVEINSDÓTTIR, lést laugardaginn 15. september á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Benedikt Þormóðsson, börn og barnabörn. ✝ PÁLL SIGURÐSSON, fyrrverandi skrifstofumaður, Hæðargarði 35, Reykjavík, lést sunnudaginn 16. september. Útför hans fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 21. september kl. 13.00. Þorsteinn Pálsson, Ingibjörg Rafnar, Valgeir Pálsson, Margrét Magnúsdóttir. ✝ Ástkær systir okkar og frænka, ÁGÚSTA ÓLAFSDÓTTIR, Hörðaland 20, Reykjavík, lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut laugardaginn 15. september. Jarðaförin auglýst síðar. Garðar Ólafsson, Jón Ólafsson, Ingigerður Eggertsdóttir, Magnús Garðarsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Sigríður Garðarsdóttir, Þormóður Jónsson, Ólafur H. Garðarsson, Sigrún Óladóttir, Garðar Garðarsson, Anna M. Garðarsdóttir, Jón Axel Tómasson, Einar Garðarsson, Karen Ó. Óskarsdóttir, Lára G. Jónsdóttir, Guðmundur Ingi Skúlason, Ásta S. Jónsdóttir, Pétur M. Jónsson og börn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR VALUR GUÐMUNDSSON verslunarmaður, Safamýri 13, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtudaginn 13. september. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 20. september kl. 11.00. Vilhelmína K. Magnúsdóttir, Magnús Már Guðmundsson, Sigurbjörg Sigurðardóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Kjartan Ingvason, Níels Rafn Guðmundsson, Sigrún Arnardóttir, Njáll Hákon Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hve- nær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvað- an útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á mynda- móttöku: pix@mbl.is og láta um- sjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.