Morgunblaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2007 33 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofan opin kl. 9-16.30. Jóga kl. 9 og kl. 19. Postulínsmálun kl. 13. Leshópur kl. 13.30. Árskógar 4 | Kl. 9.30 bað. kl. 8-16 handavinna, kl. 9-16.30 smíði/útskurður, kl. 9 leikfimi kl. 9.45 boccia. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, vefnaðar- námskeið, almenn handavinna, fótaaðgerð, morgunkaffi/dagblöð, hádegisverður, vefnaðar- námskeið, línudansinn, kaffi. Upplýsingar í síma 535-2760. Dalbraut 18-20 | Opin vinnustofa kl. 9-12. Dalbraut 18-20 | Félagsvist alla þriðjudaga kl. 14. Allir velkomnir. Ferðaklúbbur eldri borgara | 21 sept. Haustlitaferð Þingvöllur-Uxahryggir-Lundarreykjadalur-Reyk- holt-Húsafellsskógur-Hvítársíða. Kvöldverður, skemmtiatriði og dans, eldri borgarar velkomnir. Upplýsingar og skráning í síma 892-3011. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák kl. 13. Félags- vist kl. 20. Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.05 og 9.55. Gler- og postulínsmálun kl. 9.30. Handavinna kl. 10, leiðbeinandi við til 17. Jóga kl. 10.50. Róleg leikfimi kl. 13. Ganga kl. 14. Stólajóga kl. 17. Jóga á dýnum kl. 17.50. Fræðsluerindi Glóðar kl. 20. Ragnheiður Davíðsdóttir flytur erindi um fyrstu hjálp og for- varnarstarf á vegum VÍS. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Línudans í Kirkjuhvoli kl. 12 fyrir báða hópa, trésmíði/tré- skurður í K.hvoli kl. 13.30. Karlaleikfimi í Mýri kl. 13. Boccia kl. 14. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12, spilað þar kl. 13. Lokað í Garðabergi. Hraunbær 105 | Kl. 9 handavinna. Kl. 9 glerskurð- ur. Kl. 9 hjúkrunarfræðingur. Kl. 10 boccia. Kl. 11 leik- fimi. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 12.15 Bónusbíllinn. Kl. 15 kaffi. Hraunbær 105 | Kl. 9-16.30 handavinna. Kl. 9-12 glerskurður. Kl. 9-11 hjúkrunarfræðingur. Kl. 10-11 boccia. Kl. 11-12 leikfimi. Kl. 12-12.30 hádegismatur. Kl. 13-16 glerbræðsla. Kl. 12.15 Bónusbíllinn. Kl. 15- 15.30 kaffi. Hraunsel | Myndmennt kl. 10. og 13. Leikfimi í Bjarkarhúsinu kl. 11. Bridge kl. 13. Hvassaleiti 56-58 | Bútasaumur kl. 9-13, Sigrún. Jóga kl. 9-11, Björg F. Helgistund kl. 13.30 í umsjón séra Ólafs Jóhannssonar. Námskeið í myndlist hjá Ágústu kl. 13.30-16.30. Böðun fyrir hádegi. Hádegisverður kl. 11.30. Blöðin liggja frammi. Allir velkomnir að líta við og sjá hvað er í boði. Kvenfélag Kópavogs | Fyrsti fundur vetrarins verð- veitingar gegn vægu gjaldi kl. 12.30 í safnaðar- heimili. Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Hallgrímskirkja | Starf fyrir eldri borgara þriðju- daga og föstudaga kl. 11-14. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Hveragerðiskirkja | Mömmumorgnar í Hveragerð- iskirkju eru alla þriðjudagsmorgna kl. 10 og byrjuðu mjög glæsilega í ágústlok eftir sumarhlé. Mömmu- morgnar eru samverustundir mæðra og feðra, sem eru heima með börn undir leikskólaaldri og eru gott tilefni til að hitta aðra í sömu sporum og deila ráð- um og reynslu. Langholtskirkja | Kl. 10-12 er opið hús fyrir for- eldra ungra barna og verðandi mæður. Spjall og kaffisopi. Umsjón hefur Lóa Maja Stefánsdóttir. Verið hjartanlega velkomin. Leitið upplýsinga í síma 520-1300. Laugarneskirkja | Kl. 20 Kvöldsöngur. Þorvaldur Halldórsson leiðir sönginn og sóknarprestur flytur guðsorð og bæn. Kl. 20.30 12 sporahópar og trú- fræðsla sr. Bjarna sem á þessu hausti ber yfirskrift- ina „Gæði náinna tengsla“ um grunngildi kristinnar kynlífssiðfræði. Öllum er frjáls þátttaka. Njarðvíkurkirkja | Spilakvöld verður í safnaðar- heimilinu við Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 18. sept- ember kl. 20. Húsið opnað kl. 19.30. Umsjón hafa konur úr Systrafélagi Njarðvíkurkirku. Óháði söfnuðurinn | Alfa-námskeið 1 hefst klukkan 19 með sameiginlegu borðhaldi og svo verður fræðsla á eftir. Lýkur kl. 22. Allir velkomnir á Há- teigsveg 56. Selfosskirkja | Kirkjuskóli í Félagsmiðstöðinni við Tryggvagötu kl. 14. Tíu til tólf ára starf í Selfoss- kirkju kl. 15. Selfosskirkja | Kirkjuskóli í Félagsmiðstöðinni við Tryggvagötu kl. 14. Tíu til tólf ára starf í Selfoss- kirkju kl. 15. Vídalínskirkja Garðasókn | Kyrrðastund í Vídalíns- kirkju kl. 12 hvern þriðjudag. Tónlist leikin og ritn- ingartextar lesnir frá kl. 12.10. Súpa og brauð kl. 12.30 á 400 kr. Allir velkomnir. Vídalínskirkja Garðasókn | Ath.: Vetrardagskráin er hafin. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12. Súpa og brauð á vægu verði kl. 12.30. Opið fyrir alla. Spilað frá kl. 13 til 16, vist, brids og lomber, púttgræjur á staðnum. Kaffi kl. 14.45. Akstur fyrir þá sem vilja, uppl. í s. 895-0169. Allir velkomnir. Ytri-Njarðvíkurkirkja | Foreldramorgunn þriðju- daginn 17. september kl. 10.30. Umsjón hefur Þor- björg Kristín Þorgrímsdóttir. Kaffi, djús og smákök- ur. ur haldinn miðvikud. 19. þ.m. og hefst kl. 20 í sal fé- lagsins, Hamraborg 10, inngangur baka til. Una María Óskarsdóttir, varaforseti KÍ, mætir. Félags- konur fjölmennið. Gestir velkomnir. Norðurbrún 1 | Myndlist kl. 9-12, postulín kl. 13-16, opin handavinnustofa kl. 13-16. Opin smíðastofa kl. 9-16. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu | Bingó í kvöld í Hátúni 12. Allir velkomnir. Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9-16 myndmennt. Kl. 10.15-11.45 enska. Kl. 11.45- 12.45 hádegisverður. Kl. 13.30-14.30 leshópur. Kl. 13-14 spurt og spjallað /myndbandasýning. Kl. 13-16 bútasaumur. Kl. 13-16 frjáls spil. Kl. 14.30-15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, handa- vinna kl. 9, hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofur opna kl. 9, morgunstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10, upplestur kl. 12.30, félagsvist kl. 14. Allir velkomnir, óháð aldri. Erum að skrá í námskeið, uppl. í síma 411-9450. Þórðarsveigur 3 | Kl. 10 bænastund og samvera, kl. 12 Bónusbíllinn, Kl. 16.45 bókabíllinn. Kirkjustarf Árbæjarkirkja. | Foreldramorgunn kl. 10-12. Sam- vera foreldra með ung börn. Spjall, fræðsla og sam- vera. STN (starf með 6-9 ára börnum) kl. 15-16. TTT (starf með 10-12 ára börnum) kl. 16-17. Breiðholtskirkja | Bænaguðsþjónusta kl. 17.30. Digraneskirkja | KFUM & K fyrir 10 12 ára kl. 17- 18.15. Æskulýðsstarf Meme fyrir 9.-10. bekk kl. 19.30 -21.30. Haustferð kirkjustarfs aldraðra verð- ur farin að Odda á Rangárvöllum á morgun, 19. sept. Farið frá kirkjunni kl. 10.30 stundvíslega. Skráning í síma 554-1620. Fella- og Hólakirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Kirkju- starf eldri borgara kl. 13-16. Dagskráin er fræðandi og skemmtileg. Þriðjudaginn 18. sept. segja Sví- þjóðarfarar frá ferð sinni til Svíþjóðar í sumar. Boð- ið er upp á kaffi og meðlæti. Helgistund í kirkjunni. Verið velkomin. Fríkirkjan Kefas | Almenn bænastund kl. 20.30. Beðið verður m.a. fyrir innsendum bænarefnum sem hægt er að senda á kefas@kefas.is eða með því að hringja í síma kirkjunnar. Allir velkomnir. Grafarvogskirkja | Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30-16. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Kaffiveitingar og alltaf eitthvað gott með kaffinu. Grafarvogskirkja | í Grafarvogskirkju kl. 13.30. Helgistund, handavinna, spilað og spjallað. Kaffi og veitingar. Grensáskirkja | Kyrrðarstund kl. 12-12.30. Léttar 50ára afmæli. Í dag 18.september, verður Gunnlaug Ottesen fimmtug. Hún er að heiman á afmælis- daginn, en fagnar tímamót- unum með fjölskyldu og vin- um um næstu helgi. MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúðkaup, ættar- mót og fleira lesendum sínum að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælis- tilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. dagbók Í dag er þriðjudagur 18. september, 261. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða. (Matt. 7, 7.) Skaftafellsþjóðgarður, HáskóliÍslands og sendiráð Kanada áÍslandi efna til fyrirlestrarnæstkomandi miðvikudag, 19. september, kl. 12.15 í Norræna húsinu. Þar mun David Murray flytja erindi um þjóðgarða í N-Kanada: Spectacular Wilderness, Vital Habitat and Traditio- nal lands: Canada’s Northern National Parks, en hann er aðalumsjónarmaður skipulags þjóðgarða við Þjóðgarða- stofnun Kanada og er hingað kominn í boði sendiráðs Kanada á Íslandi og Umhverfisstofnunar. David hélt áður fyrirlestur um þjóðgarða í Kanada í 40 ára afmælisfagnaði Skaftafellsþjóð- garðs 15. september sl. „Á fyrirlestrinum sýni ég myndir frá þjóðgörðum í Norður-Kanada, og fjalla um þá þætti sem ráða vali á svæðum sem gerð eru að þjóðgörðum, og m.a. um hlutverk svæðisyfirvalda og heima- manna í ferlinu,“ segir David. „Fyrir- lesturinn er um leið hálfgerð kennslu- stund í landafræði Kanada, því ég segi frá hverjum garði fyrir sig, og þeirri fjölbreyttu náttúru sem er að finna í víðáttum landsins.“ David segir að mörgu að hyggja þeg- ar landsvæði er afmarkað sem þjóð- garður: „Margskonar hagsmunir eru í húfi, og þarf m.a. að vega og meta hvernig landið verður sem best nýtt,“ segir hann. „Hluti af því er að fram fara ítarlegar rannsóknir á auðlindum í jarðvegi, s.s. hvort þar finnast góð- málmar, eðalsteinar eða olía.“ Ólíkt flestum íslenskum þjóðgörðum fer hins vegar lítil vinna í að auðvelda aðgengi og byggja upp þjónustu við gesti í þjóðgörðum Kanada: „Þetta eru mikil og villt víðflæmi fjarri almanna- leið, og raunar aðeins tveir af tólf þjóð- görðum sem eru tengdir vegakerfinu – aðra þjóðgarða er ekki hægt að heim- sækja nema flugleiðis, og eru gestir á ári hverju ekki nema frá nokkrum hundruðum og upp í tvö þúsund þar sem mest er,“ segir David. „En þeim mun meiri áhersla er lögð á verndun dýralífs á svæðinu, umhverfisrann- sóknir og samstarf við samfélög í og við garðinn til að varðveita ekki aðeins náttúru garðsins heldur einnig menn- ingu svæðisins.“ Heimasíða Umhverfisstofnunar er á slóðinni www.ust.is. Fyrirlestur mið- vikudagsins er öllum opinn og aðgang- ur ókeypis. Náttúra | Fyrirlestur um skipulag og starf þjóðgarða í Norður-Kanada Náttúra og menning  David Murray fæddist í Montreal 1956. Hann lauk BS-gráðu í landa- fræði frá McGill- háskóla 1979 og meistaragráðu frá Carlton-háskóla í Ottawa 2002. Hann hefur starfað við þjóðgarða og landvernd í tæpa þrjá áratugi og hóf árið 1990 störf hjá Þjóðgarðastofnun Kanada. Eiginkona Davids er Cathleen Bergquist landa- fræðingur og eiga þau þrjár dætur. Myndlist Art-Iceland | Eyjólfur Bjartur Eyjólfsson er sjálfmenntaður listamaður sem opnaði sína fyrstu einkasýningu í Art-Iceland þann 15. september. Sýningin stendur til 21. sept. og saman- stendur af teikningum, vatns- litamyndum og akrílmyndum. Opnunartími Art-Iceland er 12-18 virka daga og 12-16 laugardaga. Ráðhús Reykjavíkur | Skáldað í tréhandverkshefð í hönnun 15.- 30. september. Í Tjarnarsal Ráð- hússins í Reykjavík. Rennd tré- listaverk, þversnið af trérenni- smíði á Íslandi. Þetta er í þriðja sinn sem skáldað er í tré í Ráð- húsinu en fimmta sinn alls. Opið daginn 18. september kl. 11-17. All- ir velkomnir. Útivist og íþróttir Íþróttahúsið Mýrin | Vatnsleik- fimi 3x í viku milli kl. 7-8 fyrir há- degi. Tilvalin hreyfing fyrir vinnu eða skóla. Skráning í síma 691- 5508. Kennari er Anna Día íþróttafræðingur. Skógræktarfélag Íslands | Skóg- ræktarfélag Íslands efnir til ferð- ar í Bæjarstaðaskóg í þjóðgarð- inum í Skaftafelli, en 40 ár eru frá stofnun hans. Lagt verður af stað frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík kl. 8 laugardagsmorg- uninn. Skráning er á skog@skog.- is eða í síma 551-8150. Nánari upplýsingar á www.skog.is. frá kl. 12 til 18 alla dagana. Rennið við í ráðhúsinu! Fyrirlestrar og fundir Kópavogur | Power talk Inter- national. Fundur Fífu er miðviku- daginn 19. september kl. 20.15- 22.15 í sal Safnaðarheimilis Hjalla- kirkju að Álfaheiði 17, Kópavogi. Fífa býður þjálfun í öflugum mál- flutningi, stjórnun og góðum upp- byggjandi samskiptum. Allir áhugasamir velkomnir. Uppl. gefur Guðrún í síma 698-0144. gudrun- sv@simnet.is www.simnet.is/itc www.powertalkinternational.com. Fréttir og tilkynningar Blóðbankinn | Blóðbankabíllinn verður við Skagfirðingabúð þriðju- FRÉTTIR Reuters Drulla Árlega sækja um 25 þúsund ferðamenn Tyrkland heim til þess eins að taka þátt í árlegu leðjubaði, sem sagt er draga úr streitu og stuðla að annarri vellíðan.  INGIBJÖRG G. Jónsdóttir líf- fræðingur varði doktorsritgerð sína: Stock structure, spawning stock orig- in and the cont- ribution of the different spawn- ing groups to the mixed stock fis- hery of cod (Ga- dus morhua L.) in Icelandic waters við raunvís- indadeild Há- skóla Íslands 7. september sl. Þekking á stofngerð og samsetn- ingu nytjastofna er ákaflega mik- ilvæg. Ef fiskistofn er samsettur úr mörgum undirstofnum þarf að gera ráð fyrir því í stofnmati og veiðiráð- gjöf þar sem líklegt er að undirstofn- arnir þoli veiðiálag misvel. Markmið verkefnisins voru þrjú. Í fyrsta lagi að aðgreina á milli hrygningarhópa þorsks umhverfis Ísland. Í öðru lagi að meta hlut aðskildra hrygning- arhópa í veiðistofni á tveimur aðal fæðusvæðum þorsks við Ísland. Í þriðja lagi að kanna vöxt ungviðis og reyna að meta hvort seiði frá ákveðnum svæðum leiti aftur inn á sömu svæði til að hrygna þegar þau ná kynþroska. Til að svara þessum spurningum var notuð efnafræði og lögun kvarna. Kvörnum var safnað úr hrygnandi þorski allt í kringum land- ið vorin 2002 og 2003. Að hausti þessi sömu ár var kvörnum einnig safnað á tveimur aðal fæðusvæðunum út af Norðvestur- og Austurlandi. Að auki var kvörnum úr ungviðum safnað haustin 1996 og 1997. Lögun kvarn- anna var mæld, þær vigtaðar, leystar upp og fimm frumefni mæld. Með lögun og efnafræði kvarna var hægt að aðgreina þorska sem hrygndu við Norðvestur- og Norðurland frá þorskum sem hrygndu við suður- ströndina. Að auki var hægt að að- greina milli þorska sem hrygndu á mismunandi dýpi við suðurströndina. Haustin 2002 og 2003 voru flestir þorskar á fæðuslóð vestur og austur af landinu álitnir vera af hrygning- arsvæðum út af Norðurlandi en einn- ig frá dýpri hrygningarsvæðum við suðurströndina. Hins vegar voru eng- ir þorskar á þessum fæðuslóðum álitnir vera frá grynnri hrygningar- stöðvum við suðurströndina. Fram- lag einstakra hrygningarsvæða til eftirlifandi seiða að hausti er ákaflega breytilegt. Rek lirfa frá aðalhrygn- ingarsvæðunum við suðurströndina inn á megin uppeldissvæðin út af Norðurlandi er mismikið og sum ár virðist rekið misfarast með öllu. Rannsóknir á efnasamsetningu kvarna úr seiðum bentu til að blönd- un seiða frá Suður-, Vestur- og Norð- urlandi væri mismikið á uppeldis- svæðunum út af Norðurlandi og var blöndunin háð styrk innflæðis Atl- antshafssjávar inn á svæðið. Verkefnið var unnið undir hand- leiðslu dr. Guðrúnar Marteinsdóttur prófessors við Háskóla Íslands og dr. Stevens E. Campana sviðstjóra við Bedford Institute of Oceanography í Dartmouth Kanada. Ásamt þeim sat dr. Sigurður S. Snorrason prófessor við Háskóla Íslands í doktorsnefnd- inni. Ingibjörg fæddist árið 1972. Hún lauk stúdentsprófi af náttúrufræði- braut frá Fjölbrautaskólanum við Ár- múla árið 1993, BS-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1996 og cand.scient.-prófi í sjávarlíffræði við Kaupmannahafnarháskóla árið 2000. Hún innritaðist í doktorsnám við Há- skóla Íslands árið 2002 og hefur unnið að doktorsritgerðinni við líffræðiskor Háskóla Íslands í samvinnu við Haf- rannsóknastofnun. Verkefnið var styrkt af Rannsóknasjóði Íslands, Hafrannsóknastofnuninni, Rann- sóknasjóði Háskóla Íslands, minning- arsjóði Helgu Jónsdóttur og Sig- urliða Kristjánssonar, Landsbanka Íslands, raunvísindadeild Háskóla Ís- lands og Evrópusambandinu, en doktorsverkefnið var hluti af EB- verkefninu METACOD. Sambýlis- maður Ingibjargar er Hlynur Snæ- land Lárusson. Þau eiga dótturina Selmu Fönn Doktor í líffræði Ingibjörg G. Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.