Morgunblaðið - 18.09.2007, Page 14
EFTIRLÍKINGUM af sögufrægum
gullhornum í eigu danska þjóð-
minjasafnsins var stolið úr sýning-
arsal í Jelling í Danmörku í fyrri-
nótt. Safnið hafði lánað gullhornin
vegna sýningarinnar.
Upprunalegu gullhornin voru
talin á meðal mestu djásna í forn-
minjasafni Danakonungs og eru tal-
in vera frá fimmtu öld eftir Krist.
Þau fundust árið 1639 en týndust
og fundust aftur 1734. Þau hurfu
árið 1802 og í ljós kom að gjald-
þrota gullsmiður hafði stolið þeim í
þeim tilgangi að bræða gullhornin
og búa til úr þeim skartgripi og
gullpeninga. Eftirlíkingarnar voru
gerðar árið 1860.
Danska lögreglan lýsti í gær eftir
bíl sem talið er að þjófarnir hafi
notað. Sjónarvottar sögðu að far-
þegi í framsæti bílsins hefði haft
aðra höndina út um glugga og hald-
ið á 3,5 metra löngum álstiga. Talið
er að þjófarnir hafi notað sprengi-
efni til að gera gat á glerkassa þar
sem gullhornin voru geymd, að
sögn fréttavefjar danska rík-
isútvarpsins.
Forstöðumaður danska þjóð-
minjasafnsins sagði að eftirlíking-
arnar hefðu verið gerðar úr gylltu
silfri, þannig að þjófarnir bæru lítið
úr býtum ef þeir bræddu hornin.
Verðmæti hornanna lægi í menn-
ingarsögulegu gildi þeirra og mjög
erfitt yrði að selja þau.
Gullhornunum sögufrægu
stolið aftur í Danmörku
14 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ásgeir Sverrisson
asv@mbl.is
KOSTAS Karamanlis forsætisráð-
herra var í gær falið að mynda nýja
stjórn eftir sigur í þingkosningun-
um, sem fram fóru í Grikklandi á
sunnudag. Meirihluti Karamanlis og
íhaldsflokks hans, Nýtt lýðræði, á
þingi er á hinn bóginn naumur og lík-
ur eru á því að ólga einkenni grísk
stjórnmál á næstunni vegna um-
deildra áætlana forsætisráðherrans,
sem hann telur sig nú hafa fengið
umboð til að hrinda í framkvæmd.
Stóru flokkarnir tveir í grískum
stjórnmálum, Nýtt lýðræði og Sósí-
alistaflokkurinn, PASOK, urðu báðir
fyrir fylgistapi í kosningunum. Því
hafði verið spáð að kjósendur myndu
segja skilið við Karamanlis og flokk
hans sökum þess hversu ómarksviss
viðbrögð stjórnvalda þóttu við skóg-
areldunum ógurlegu, sem riðu yfir í
ágústmánuði og kostuðu meira en 60
manns lífið. Forsætisráðherrann
náði að sönnu seint vopnum sínum í
eldunum en náði þeim þó og bætur
sem hann hét að þeir fengju greiddar
sem urðu fyrir missi í náttúruham-
förunum hafa vegið þungt á síðustu
dögum kosningabaráttunnar.
Nýtt lýðræði fékk 41,8% greiddra
atkvæða og 152 menn kjörna til setu
á þingi þar sem 300 fulltrúar starfa.
Flokkurinn tapaði 13 mönnum og
vegur þar þyngst góður árangur hins
þjóðernissinnaða LAOS-flokks, sem
hlaut tíu menn kjörna. Flokkurinn
telst yst á hægri vængnum og hefur
ekki átt fulltrúa á þingi áður. Fylgi-
saukning hans er einkum til komin
sökum óánægju með hversu litlu
stjórn Karamanlis hefur fengið áork-
að í baráttu sinni gegn spillingu.
Þessu má jafna við að forsætisráð-
herrann hafi fengið „gula spjaldið“.
Mikið fylgistap PASOK-flokksins
vekur athygli. Flokkurinn hlaut
38,1% atkvæða og 102 menn kjörna,
tapaði 15 fulltrúum. George Papand-
reou, hinn 55 ára gamli leiðtogi
flokksins og sonur Andreas Papand-
reous, sem var tvívegis forsætisráð-
herra Grikklands á níunda og tíunda
áratugnum, neyddist til að viður-
kenna að hann hefði öðru sinni lotið í
lægra haldi fyrir Karamanlis og
íhaldsflokki hans. Papandreou boð-
aði að hann hygðist leita eftir end-
urnýjuðu umboði til að fara fyrir PA-
SOK. Vera kann að það fái
merkisberi Papandreou-ættarveld-
isins ekki; ýmsir munu halda því
fram að betra tækifæri til sigurs í
þingkosningum fái flokkurinn ekki.
Karamanlis, sem tilheyrir hinu
ættarveldinu í grískum stjórnmál-
um, hafði aldrei gegnt ráðherraemb-
ætti er hann hófst til valda í mars-
mánuði árið 2004. Hann hafði á hinn
bóginn náð ágætum tökum á flokki
sínum, sem þá hafði verið utan
stjórnar í ein ellefu ár.
Stjórn Karamanlis getur státað
sig af prýðilegum árangri á vettvangi
efnahagsmála. Hagvöxtur í Grikk-
landi hefur að jafnaði mælst um fjög-
ur prósent síðustu þrjú ár, sem er
með því mesta er þekkist innan Evr-
ópusambandsins, og tekist hefur að
draga verulega úr fjárlagahallanum.
Átakafælinn miðjumaður
Forsætisráðherrann, sem er 51
árs, þykir um margt heldur óhefð-
bundinn, grískur stjórnmálamaður.
Hann hefur staðsett sig á miðjunni
innan flokksins og þykir átakafæl-
inn. Honum hefur á hinn bóginn tek-
ist að setja niður deilur innan flokks-
ins þar sem ýmsir hópar höfðu
löngum iðkað að takast á um völdin.
Gagnrýnendur forsætisráðherrans
væna hann um leti og kveða hann
kosta kapps um að tengjast ekki erf-
iðum og óvinsælum málum; þeim vísi
hann til undirsáta sinna og geri þeim
að taka afleiðingunum.
Pólitískir hæfileikar Karamanlis
verða á hinn bóginn ekki dregnir í
efa og almenningur í Grikklandi
virðist kunna vel að meta heldur hóf-
sama framgöngu hans. Skoðana-
kannanir hafa ítrekað leitt í ljós að
hann nýtur meiri vinsælda en Pap-
andreou.
Karamanlis hefur nú fengið annað
tækifæri til að efna það heit sitt frá
árinu 2004 að takast á við spill-
inguna, sem almennt er talin helsta
meinsemd grísks þjóðlífs. Loforð
þetta náði eyrum kjósenda í kosning-
unum fyrir þremur árum en ekki leið
á löngu þar til flokkur Karamanlis
neyddist ítrekað til að leggjast í
nauðvörn á einmitt þessum vígstöðv-
um. Einna mesta athygli vakti mál
aðstoðarfjármálaráðherrans, sem
árið 2005 fór þess á leit við starfs-
menn tollgæslunnar að þeir „gættu
hófs “ er þeir krefðust þess að fá
greiddar mútur.
Karamanlis boðar að áfram verði
unnið að því að draga úr fjárlaga-
halla og atvinnuleysi. Fyrir kosning-
arnar hafði forsætisráðherrann
einnig sagt að hann þyrfti að fá skýrt
umboð til að knýja fram breytingar á
eftirlaunakerfinu, sem er óhemju
fjárfrekt og óskilvirkt. Þau áform
hafa mætt mikilli andstöðu sem og
áætlanir stjórnarinnar um djúp-
stæðar breytingar á sviði háskóla-
menntunnar, sem enn er að mestu í
höndum ríkisins. Naumur meirihluti
á þingi mun því að líkindum reynast
Karamanlis og stjórn hans erfiður.
Karamanlis fær annað tækifæri
Stjórnarflokkur íhaldsmanna heldur naumum meirihluta á þingi Grikklands eftir kosningarnar á
sunnudag og verður þess nú krafist að staðið verði við stóru orðin um herferð gegn spillingunni
Í HNOTSKURN
»Kostas Karamanlis fædd-ist 14. september 1956 í
Aþenu. Hann nam lögfræði
þar í borg og stundaði fram-
haldsnám í Bandaríkjunum.
»Karmanlis var kjörinn tilsetu á þingi Grikklands ár-
ið 1989. Hann var síðan kjör-
inn leiðtogi íhaldsflokksins,
Nýtt lýðræði, árið 1997.
»Frændi hans, KonstantinosKaramanlis, stofnaði Nýtt
lýðræði og var fjórum sinnum
forsætisráðherra Grikklands,
samtals í 14 ár. Hann var síðan
tvívegis kjörinn forseti lands-
ins, fyrst árið 1980.
Reuters
Endurnýjað umboð Kostas Karamanlis, forsætisráðherra Grikklands, og
eiginkona hans, Natasa, fagna sigri í þingkosningunum á sunnudag.
FRANSKI for-
sætisráðherrann
Francois Fillon
fylgdi ummælum
sem Bernard
Kouchner utan-
ríkisráðherra lét
falla í fyrrakvöld
eftir í gær með
því að lýsa
spennu í sam-
skiptum við írönsk stjórnvöld sem
„svakalegri“. Telja Frakkar tíma-
bært að Evrópusambandið taki
höndum saman með Bandaríkja-
stjórn og beiti Íran viðskiptaþving-
unum; þ.e. ef ekki næst samstaða á
vettvangi öryggisráðs SÞ um slíkt.
Kouchner sagði að veröldin yrði að
búa sig undir hið versta, þ.e. stríð,
enda væri mikil ógn fólgin í því að
Íran kæmist yfir kjarnavopn. Um-
mælin mæltust vægast sagt illa fyr-
ir í Teheran.
„Svakaleg“
spenna
Bernard Kouchner
ÍRÖSK stjórnvöld hafa ógilt starfs-
leyfi Blackwater USA eftir að
málaliðar þess urðu valdir að dauða
átta óbreyttra borgara í Bagdad í
eftir árás á sunnudag. Blackwater
hefur m.a. séð um lífvörslu skv.
samningi við Bandaríkjaher.
Blackwater út
GEORGE W. Bush Bandaríkja-
forseti tilnefndi Michael Mukasey,
fyrrverandi dómara, í embætti
dómsmálaráðherra í gær. Mukasey
á að taka við af Alberto Gonzales
sem sagði af sér í síðasta mánuði
eftir að hafa sætt harðri gagnrýni.
Mukasey tilnefndur
LEIÐTOGI stjórnarandstöðunnar í
Síerra Leóne, Ernest Koroma, var
kjörinn forseti landsins í kosning-
um fyrr í mánuðinum, að sögn yfir-
kjörstjórnar landsins í gær. Ko-
roma fékk 54,6% atkvæðanna en
fráfarandi varaforseti Síerra
Leóne, Solomon Berewa, 45,4%.
Koroma forseti
LECH Kaczynski, forseti Póllands,
fór í fyrstu opinberu heimsókn sína
til Rússlands í gær, en þó ekki til að
ræða við rússneska ráðamenn held-
ur til að minnast þúsunda Pólverja
sem sovéska leyniþjónustan myrti í
síðari heimsstyrjöldinni. Kaczynski
krýpur hér við kross við grafreit
um Pólverjana í Katyn. Heimsóknin
þótti endurspegla spennu sem hef-
ur verið í samskiptum landanna
tveggja frá hruni kommúnismans.
AP
Myrtra Pólverja minnst í Katyn
PERVEZ Musharraf, forseti Pakist-
ans, hyggst segja af sér sem yfir-
hershöfðingi ekki síðar en 15. nóv-
ember, að sögn Mushahids Hussains
Sayeds, framkvæmdastjóra flokks
forsetans.
Musharraf hefur haldið stöðu
sinni sem yfirhershöfðingi frá valda-
ráni hans árið 1999. Líklegt er að lit-
ið verði á ákvörðun hans sem sigur
fyrir Benazir Bhutto, fyrrverandi
forsætisráðherra, sem hefur sett það
skilyrði fyrir samkomulagi um að
þau deili með sér völdunum að hann
segi af sér sem
hershöfðingi og
verði borgaraleg-
ur forseti. Bhutto
skýrði frá því á
föstudaginn var
að hún hygðist
snúa aftur til
Pakistans 18.
október eftir átta
ára útlegð.
Frá því að Pakistan varð sjálf-
stætt ríki fyrir 60 árum hafa hers-
höfðingjar verið við völd í rúman
helming þess tíma. Sayed sagði í gær
að Musharraf hygðist sækjast eftir
því að fráfarandi þing Pakistans kysi
hann forseta til fimm ára í viðbót
ekki síðar en 15. október. Þingkosn-
ingar fara fram um miðjan janúar.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar
hafa hótað að segja af sér þing-
mennsku hætti Musharraf ekki við
þessi áform.
Hæstiréttur Pakistans hefur tekið
fyrir beiðnir stjórnarandstöðunnar
um að framboð Musharrafs verði úr-
skurðað ólöglegt.
Ætlar að hætta í hernum
Pervez Musharraf