Morgunblaðið - 18.09.2007, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2007 11
FRÉTTIR
EFNAHAGSUNDRIÐ ÍSLAND
MORGUNVERÐARFUNDUR GREININGAR GLITNIS
Greining Glitnis efnir til morgunverðarfundar miðvikudaginn 19. september
milli kl. 8.15 og 9.45 á Nordica Hotel þar sem fjallað verður um þróun
í íslensku efnahagslífi síðastliðin ár og horfur næstu misserin. Fundarstjóri
verður Gunnar Ólafur Haraldsson, aðjúnkt við Hagfræðiskor HÍ og forstöðu-
maður Hagfræðistofnunar HÍ.
Dagskrá:
Vinsamlega staðfestið þátttöku á www.glitnir.is/greiningarfundur – allir velkomnir.
FJÖRUTÍU og sex einstak-
lingar brutu gegn lögreglu-
samþykkt Reykjavíkurborg-
ar um helgina, að því er
lögreglan segir. Margir kusu
að ljúka málum sínum með
sektargreiðslu, en meðal
þess sem fólkið gerði af sér
var að kasta af sér þvagi á al-
mannafæri, fleygja rusli og
brjóta flöskur. Þá var einn
borgari tekinn fyrir að gyrða
niður um sig buxurnar og
bera á sér afturendann.
Alls tók lögreglan sextán
manns fyrir að brjóta lög-
reglusamþykkt aðfaranótt
laugardags og þrjátíu að-
faranótt sunnudags. Þetta
voru 43 karlar og 3 konur.
Karlarnir eru langflestir á
þrítugsaldri, eða 29, og sjö
eru undir tvítugu. Elsti karl-
inn er hins vegar sextugur.
Yngsta konan er 18 ára en sú
elsta á fimmtugsaldri.
Þótt 46 aðilar hafi verið
teknir fyrir ofangreindar
sakir voru málin alls 47. Einn
í hópnum, 18 ára piltur, var
tekinn tvívegis sömu nóttina
fyrir að brjóta gegn lög-
reglusamþykkt borgarinnar.
Laust eftir miðnætti að-
faranótt sunnudags var pilt-
urinn handtekinn fyrir að
trufla störf lögreglunnar og
hlýða ekki fyrirmælum.
Honum var síðan sleppt en
undir morgun sama dag var
pilturinn mættur aftur í mið-
borgina og hélt þá upptekn-
um hætti. Hann var því
handtekinn öðru sinni og
gisti fangageymslu.
Fjörutíu og sex manns
brutu lögreglusamþykkt
SAMFYLKINGIN vill öflugar al-
menningssamgöngur og forgang á
allar helstu stofnbrautir fyrir
strætó. Hún vill einnig stuðla að
styttri ferðatíma og vistvænum
samgöngum í nýju aðalskipulagi
Reykjavíkur. Að hjólreiðar verði
öruggur og skjótur samgöngumáti
með gerð stofnstíga meðfram
helstu samgönguæðum um allt
höfuðborgarsvæðið. Einnig að
Öskjuhlíðagöng verði gerð í stað
mislægra gatnamóta á Miklu-
braut/Kringlumýrarbraut. Þetta
kemur m.a. fram í ályktun borg-
arstjórnarflokks Samfylking-
arinnar í tilefni af samgönguviku.
Þá leggur Samfylkingin til að
nýtt aðalskipulag Reykjavíkur
setji aukin lífsgæði, gott umhverfi
og minni umferð í forgang. Að
felldur verði niður virðisauka-
skattur af starfsemi Strætó. Að
gert verði átak í að hindra að
stórir vinnustaðir stefni öllu
starfsfólki sínu til vinnu á sama
tíma. Kannaðir verði kostir þess
að bílar með þremur ein-
staklingum eða fleiri geti einnig
nýtt sér forgangsakreinar. Tollum
á bifreiðar verði hagað þannig að
umhverfisvænir bílar verði ódýr-
ari í innkaupum en þeir sem
menga meira og að álögur á elds-
neyti verði í réttu hlutfalli við
mengun og útblástur. Gerð verði
heildarúttekt á kostnaði sam-
félagsins af notkun nagladekkja
umfram notkun vetrardekkja. Þá
verði gerð heildarúttekt á kostn-
aði vegna umferðarmannvirkja
með í huga að bera saman hag-
kvæmni þess að auka þjónustu
með öflugum almennings-
samgöngum og að halda áfram
uppbyggingu gatnakerfis sem
fyrst og fremst þjónar einkabíln-
um.
Almennings-
samgöngur
verði efldar
ÍSLENSKI alpaklúbburinn, Ísalp,
boðar áhugasama byrjendur, þaul-
reyndar fjallageitur og alla aðra
áhugamenn um fjallamennsku á
kynningarkvöld klúbbsins sem hald-
ið verður annað kvöld, miðvikudags-
kvöld. Þar verður dagskrá vetrarins
kynnt nýjum og gömlum félögum.
Meðal þeirra sem sýna myndir og
kynna hinar ýmsu hliðar fjalla-
mennsku og klifurs eru hátindahöfð-
inginn Þorvaldur Þórsson, Páll
Sveinsson, ísklifrari með meiru og
Hjalti Rafn Guðmundsson, yf-
irþrautasetjari og rekstrarstjóri
Klifurhússins. Einnig munu Hlynur
Stefánsson og Brynja Magnúsdóttir
sýna myndir frá skíðaferðum sínum
upp og niður á fjallstinda. Kaffi og
með því. Aðgangur ókeypis og allir
eru velkomnir.
Kynningarkvöldið hefst klukkan
20 í félagsheimili klúbbsins á efri
hæð klifurhússins, Skútuvogi 1G
(gengið inn frá Barkarvogi).
Ísalp kynnir
vetrar-
dagskrána
LANDVERND telur ástæðu
til að Skipulagsstofnun meti
hvort endurskoða þurfi mats-
skýrslur vegna virkjana í neðri
hluta Þjórsár og eftir atvikum
endurtaki umhverfismat. Til-
efni þess er að frá því Skipu-
lagsstofnun úrskurðaði um
málið í ágúst 2003 hafi komið
fram ný gögn um jarðfræði
fyrirhugaðra virkjunarsvæða.
Telur Landvernd að þau kunni
að hafa breytt forsendum
matsins í verulegum mæli.
Landvernd hefur því farið
þess á leit við Skipulagsstofn-
un að hún kalli eftir jarðfræði-
gögnum Landsvirkjunar sem
aflað hefur verið á fyrirhuguð-
um virkjunarsvæðum Þjórsár
eftir að umhverfismat fyrir
virkjanirnar fór fram. Í bréfi
Landverndar til Skipulags-
stofnunar segir m.a.:
„Jarðfræði þess svæðis sem
um er að ræða er afar flókin.
Jarðskorpan er margsprungin
vegna jarðskjálfta sem rekja
má til landreks og flekaskila en
þar að auki eru þarna megin-
eldstöðvar, Stóra Laxáreld-
stöðin og Þjórsárdalseldstöðin,
með sínum sérstöku og flóknu
brotakerfum. Páll Einarsson
var aðalhöfundur jarðfræði-
skýrslunnar sem hafði það
hlutverk að skýra þessa flóknu
jarðfræði og kortleggja
sprungur í hrauninu. Ein af
megin niðurstöðum skýrslunn-
ar er að í hrauninu hafi fundist
fjölmargar sprungur meðan á
rannsóknum stóð og að telja
verði líklegt að enn sé þar að
finna ófundnar sprungur.“
Endurskoðun umhverfis-
mats verði athuguð