Morgunblaðið - 18.09.2007, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv.
Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
STARFSMENN á almennum
vinnumarkaði fá 20% hærri heild-
arlaun en ríkisstarfsmenn þegar
tekið hefur verið tillit til allra þátta
sem geta haft áhrif á laun, s.s.
menntunar, reynslu og þess háttar.
Munurinn á grunnlaunum er 34%.
Þetta kemur fram í nýrri launa-
könnun sem unnin var af SFR,
Stéttarfélagi í almannaþágu, og VR.
Samningar SFR við ríkið eru lausir
í apríl á næsta ári og sagði Árni
Stefán Jónsson, formaður SFR, að
mikið yrði stuðst við könnunina
þegar kæmi að því að móta kröfu-
gerð félagsins. „Ríkið verður að
hugsa málið til enda. Það getur ekki
gengið svona til lengdar að þessi
launamunur viðgangist á vinnu-
markaðnum,“ sagði hann. Með
þessu móti yrði ríkið alltaf undir í
baráttunni á vinnumarkaðnum. Þeir
sem hefðu séð niðurstöður könnun-
arinnar þyrftu því ekki að vera hissa
á því hversu illa gengi að ráða fólk í
störf í velferðarkerfinu.
Launakönnunin miðast við 1.
febrúar. Hún leiddi m.a. í ljós að
meðaltal grunnlauna var um
222.000 krónur hjá félagsmönnum í
SFR en 329.000 krónur hjá VR.
Þegar búið var að taka tillit til
vinnuframlags, reynslu o.s.frv. var
munurinn 34%. Þegar litið var til
heildarlauna var bilið 20%, meðaltal
heildarlauna hjá starfsmönnum í
SFR var 274.000 kr. en 363.000 kr.
hjá VR.
Ekki skýrt með réttindamálum
Árni Stefán sagði að þessi könnun
staðfesti það sem menn hefðu lengi
talið sig vita, að ríkisstarfsmenn
bæru mun minna úr býtum en
starfsbræður þeirra á almennum
markaði. Þessi
launamunur hefði
viðgengist lengi
og oft verið rétt-
lættur með því að
opinberir starfs-
menn hefðu meiri
og betri réttindi
en þeir á almenn-
um markaði.
Þessi skýring
ætti ekki við og
alls ekki um þessar mundir þar sem
réttindi starfsmanna á almennum
markaði hefðu aukist mjög á und-
anförnum árum. Þannig greiddu at-
vinnurekendur nú 8% í lífeyrissjóði í
stað 6% áður en framlag ríkisins
væri 11,5%. Í þessu væri mesti mun-
urinn fólginn. Varðandi veikinda-
réttindi sagði Árni Stefán að þótt
ríkisstarfsmenn hefðu meiri réttindi
gagnvart sínum vinnuveitanda væru
sjúkrasjóðir stéttarfélaga á almenn-
um markaði svo sterkir að þeir
gætu í raun boðið upp á sömu
greiðslur og ríkisstarfsmenn njóta í
veikindum. Þá skipti starfsöryggi
ríkisstarfsmanna hverfandi máli í
þessu samhengi enda nánast hvar-
vetna eftirspurn eftir starfsfólki. Þá
má nefna að ríkisstarfsmenn vinna
sér inn orlof í fæðingar- og foreldra-
orlofi, en ekki þeir sem eru á al-
mennum markaði. Árni Stefán taldi
þetta ekki skipta miklu máli varð-
andi heildarlaunakjör.
Hlunnindi jafna út réttindin
Árni sagði að þegar borin væru
saman réttindi þessara hópa yrði
um leið að líta til þess að könnunin
sýndi að mun algengara væri að
starfsmenn á almennum markaði
nytu hlunninda, fengju ókeypis far-
síma, nettengingu o.þ.h., í mun rík-
ari mæli en ríkisstarfsmenn. Þannig
nutu starfsmenn ríkisins einhverra
hlunninda í 57% tilvika en sambæri-
leg tala á almenna markaðnum var
75%. „Bara það vegur upp á móti
þessum aukna rétti sem ríkisstarfs-
menn búa við ennþá,“ sagði Árni
Stefán.
Hjá SFR hyggjast menn láta
reikna út hversu mikils virði, í pen-
ingum, aukin réttindi ríkisstarfs-
manna eru í raun og veru og verður
sá útreikningur, ásamt könnuninni,
vafalaust meðal mikilvægustu vopn-
anna í samningaviðræðum við ríkið
næsta vor.
Af niðurstöðum könnunarinnar
að dæma eru félagsmenn SFR síður
en svo ánægðir með sín kjör. Í
fréttatilkynningu SFR um könn-
unina kemur fram að 52,2% starfs-
manna á almenna markaðnum voru
ánægð með launin sín en aðeins 20%
starfsmanna ríkisins sögðu það
sama.
Þegar félagsmenn í SFR voru
spurðir hver væru sanngjörn laun
fyrir þeirra vinnu svöruðu þeir til að
þau þyrftu að hækka um 28,9% til að
geta talist sanngjörn. Þessi tala er
raunar áþekk þeim launamun sem
könnunin leiddi í ljós.
Ríkisstarfsmenn með 20%
lægri laun en félagsmenn í VR
Verður ekki skýrt með betri réttindum ríkisstarfsmanna, segir formaður SFR
Árni Stefán
Jónsson
! ""
# $
#%
& ! "#$% &&&
&'(
&)*
&+,
)--
)-,
&.,
&.&
)',
' (
/
0 %#$% &'(
.(,
&'+
&&-
&)1
&1'
&'-
&*)
&+'
' (
Í HNOTSKURN
» 33,1% ríkisstarfsmannahefur unnið í 15 ár eða
lengur í sama eða sambæri-
legu starfi, en 20,5% starfs-
manna á almennum markaði.
» Aðhvarfsgreining tekurtillit til vinnuframlags,
menntunar, reynslu o.fl.
» Starfsfólk á almennamarkaðnum vinnur að
jafnaði 45 stundir í viku en
ríkisstarfsmenn 44,1 stund.
» 52,2% starfsmanna á al-menna markaðnum eru
ánægð með laun sín en 20%
ríkisstarfsmanna.
FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, heldur í dag í opinbera
heimsókn til Rúmeníu. Heimsóknin
stendur dagana
19.-20. septem-
ber. Þetta er í
fyrsta skipti sem
forseti Íslands fer
í opinbera heim-
sókn til Rúmeníu.
Í fylgd með for-
seta verður m.a.
Björgvin G. Sig-
urðsson við-
skiptaráðherra,
auk fjölmennrar
viðskiptasendinefndar sem skipuð er
fulltrúum um 25 fyrirtækja.
Forsetinn mun m.a. eiga fund með
Traian Basescu, forseta Rúmeníu og
vera viðstaddur undirritun viljayfir-
lýsingar af hálfu Búkarest vegna
verkefnis í baráttu gegn fíkniefnavá í
evrópskum borgum. Á seinni degi
heimsóknarinnar mun forseti eiga
fund með Calin Popescu Tãriceanu,
forsætisráðherra landsins og opna
viðskiptaráðstefnu þar sem fjallað
verður um viðskipti landanna. Hluti
hennar er helgaður orkumálum og
hugsanlegu samstarfi þjóðanna á því
sviði.
Forseti
Íslands til
Rúmeníu
Ólafur Ragnar
Grímsson
GEIR H. Haarde
forsætisráðherra
fer í opinbera
heimsókn til
Svartfjallalands
dagana 17.-19.
september nk.
Þar mun hann
m.a. eiga fundi
með Filip Vujano-
vic, forseta lands-
ins, Zeljko Sturanovic forsætisráð-
herra, Milan Rocen utanríkis-
ráðherra, og Ranko Krivokapic,
forseta þjóðþingsins.
Ísland viðurkenndi fyrst ríkja
sjálfstæði Svartfjallalands 8. júní
2006 og stofnað var til stjórnmála-
sambands 26. september 2006.
Geir heim-
sækir Svart-
fjallaland
Geir H. Haarde
LÖGREGLA segir að legið hafi við
stórslysi er bílstjóri sofnaði undir
stýri við Markarfljótsbrúna í gær-
morgun. Sex voru í bílnum sem var
á leið í vesturátt og voru flestir í
bílnum sofandi er bílstjórinn dott-
aði og ók út af veginum. Fólkið
slapp að mestu ómeitt og var því
komið til síns heima.
Lá við stór-
slysi er bíl-
stjóri sofnaði
♦♦♦
♦♦♦
BÁTURINN Þjótandi, sem steytti á
skeri innst í Ísafjarðardjúpi í fyrra-
kvöld og leki kom að var dreginn til
hafnar á Ísafirði í fyrrinótt. Bát-
urinn var kominn á hliðina og mar-
aði í hálfu kafi þegar björg-
unarskipið Gunnar Friðriksson
kom að honum. Fjórum mönnum,
sem voru í bátnum þegar óhappið
varð, var bjargað um borð í Sóma-
bát frá Reykjanesi.
Báturinn Sædís ÍS, sem kom með
björgunarmenn frá Bolungarvík,
dró Þjótanda til hafnar á Ísafirði.
Þjótandi dreg-
inn til hafnar
Í GÆR tókst að koma tveimur andarnefjum,
sem vart varð við í höfninni í Vestmannaeyjum á
laugardag, á haf út. Þurfti til nokkurn flota und-
ir forystu Lóðsins og tók það um eina og hálfa
klukkustund.
Það var á laugardagsmorguninn sem fyrst
varð vart við tvo hvali í Friðarhöfn í Eyjum,
sem er innsti hluti hafnarinnar. Í ljós kom að
þarna voru á ferðinni andarnefjur sem yfirleitt
halda sig þar sem dýpi er mikið. Kafa þær
dýpra en aðrir hvalir og virðast missa áttir þeg-
ar þær lenda uppi á grynningum. Dæmi eru um
að þær hafi villst inn í hafnir hér við land.
Í gær var ekkert fararsnið á andarnefjunum
og var ákveðið að reyna að koma þeim út á
rúmsjó.
Lóðsinn, hafnsögubátur Vestmannaeyja-
hafnar, Björgunarbáturinn Þór, fjórir smábátar
og tuðra voru fengin til verksins og var það ekki
fyrr en eftir talsverða snúninga í Friðarhöfninni
að hvalirnir tóku stefnuna út úr höfninni. Að-
gerðin hófst um klukkan níu í gærmorgun og
var klukkan orðin hálfellefu þegar andarnefj-
urnar syntu út fyrir Klettsnef.
Andarnefjurnar vöktu talsverða athygli í Eyj-
um og gerðu margir sér ferð niður á bryggju til
að fylgjast með þeim. M.a. fóru nemendur í
Grunnskóla Vestmannaeyja í vettvangsferð nið-
ur að höfn og gátu fylgst með því þegar hval-
irnir voru reknir á haf út.
Ljósmynd/Sigurgeir Ljósmynd/Sigurgeir
Andarnefjum komið á haf út