Morgunblaðið - 18.09.2007, Side 19

Morgunblaðið - 18.09.2007, Side 19
|þriðjudagur|18. 9. 2007| mbl.is daglegtlíf Meredith Skrzypek fylgdi í fót- spor foreldra sinna þegar hún gifti sig í Silfrastaðakirkju á föstudag. »20 daglegt Íbúðahverfið í Vallarheiði er jafnan nefnt í daglegu tali Völl- urinn og verður sjálfsagt áfram kallað því nafni. »21 bæjarlífið 91, 105 og 130 hö. ÓDÝRIR OG GÓÐIR DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI · SÍMI 568 6411 WWW.RAFVORUR.IS · RAFVORUR@RAFVORUR.IS Sérsniðin fyrir þig.. * tveggja hásinka * Ný & betri beisli * galvanseruð * burðageta 750 kg. * extra löng 430 x 150 cm Taktu félagann með ! Nú kemurðu tveimur fullvöxnum hjólum á kerruna ! Fjórhjólamenn ATH ! Topdrive.is Smiðjuvellir 3, Reykjanesbær 422-7722 Lengd 430 cm ! Verð frá 185.500 - Ég veit ekki hvaðan þessisköpunarþörf kemur enég hef alltaf haftánægju af því að búa eitthvað til og teikna og mála. Afi minn Ragnar Hermannsson er al- þýðulistamaður á Akureyri og kannski hef ég þetta frá honum. Ég hef alltaf verið heilluð af mannshöfðinu og öllu sem við- kemur að skreyta það, hvort sem það eru skartgripir, andlitsmálning eða hárskraut. Mér finnst gaman að setja hluti í nýtt samhengi og búa til dæmis til höfuðskraut úr gömlum peningum eða tökkum af tölvum. Ég fer reglulega að gramsa í Kolaportinu og sé eitt- hvað út úr því sem er drasl fyrir öðrum. Ég er svolítill Hrafn Gunn- laugsson í mér, ég hendi aldrei neinu og finnst gaman að breyta einum hlut í annan,“ segir Elísabet Ómarsdóttir sem kaupir plasthár- spangir og hárkamba frá Taílandi og klæðir með leðri eða rúskinni og formar á skraut úr leðri. „Ég er alltaf að búa til eitthvað hárskraut fyrir sjálfa mig af því að mér finnst gaman að vera með eitthvað sem er öðruvísi. Fólk spyr iðulega hvar ég hafi keypt það og þegar það kemst að því að ég bý þetta til sjálf þá hefur það beðið mig um að búa til fyrir sig. Þannig byrjaði þetta ævintýri, ég fór að búa til hárskraut fyrir vini og kunningja. Síðan fór ég að búa til hárkamba með skrauti úr leðri sem ég hef selt hér í Kristu um nokkurn tíma og núna hef ég bætt við spöngum og ég næ varla að anna eftirspurn,“ segir Beta sem býr líka til skartgripi, bæði úr perlum, steinum og leðri. „Þó leðr- ið sé svolítið óþjált í vinnslu þá finnst mér það henta vel í hár- skraut af því það er svo auðvelt að þrífa það. Ef maður notar til dæm- is mikið af hárvörum þá er hægt að strjúka af því með blautri tusku. Leðrið fæ ég úr ýmsum átt- um, til dæmis úr gömlum leð- urjökkum og ég fékk einn poka með leðurafgöngum frá bólstrara sem var að hætta með verkstæðið sitt.“ Beta segist fyrst og fremst gera þetta fyrir ánægjuna og hún notar stundirnar eftir vinnu til sköpunar. „Þetta er svolítil handavinna og ég þarf stundum að mýkja leðrið upp til að geta mótað það eins og ég vil, þá set ég það í heitt vatn. Þetta er í raun gömul listgrein og í Danmörku og Rússlandi hef ég til dæmis séð eldgamlar hattagerð- arkonur og karla búa til hár- spangir og annað hárskraut.“ Elísabet er verslunarstjóri hjá snyrtivöruversluninni Mac á Ís- landi og þarf því oft að fara til út- landa og sitja fundi og hitta fólk í snyrtivörubransanum. „Þá er ég oft með eitthvert hárskraut sem ég hef búið til á höfðinu og það vekur ævinlega athygli. Stundum hefur fólk falað af mér það sem ég ber á höfðinu þannig að þetta hefur bor- ist til útlanda með þessum skemmtilega hætti. Mér finnst líka mjög gaman að sinna sérpönt- unum. Til dæmis kom til mín kona um daginn sem var að fara í brúð- kaup og hún lét mig fá efnisbút sem var úr sama efni og kjóllinn hennar og hún vildi fá hárskraut í stíl.“ Allt er hárskrautið hennar Betu handgert og engin hlutur er eins og það er aðeins selt á hársnyrti- stofunni Kristu í Kringlunni. Höfuðprýði Brúni leðurlit- urinn fer vel við ljósa hárið. Hattur? Ekki svo ólíkt hatti þegar á höfuð er komið. Stelpulegt Með risaslaufu í hárinu. Morgunblaðið/G.Rúnar Sjálfmenntaður hönnuður Beta mátar eina spöngina sína. Svolítill Hrafn Gunnlaugsson í mér

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.