Morgunblaðið - 18.09.2007, Side 15

Morgunblaðið - 18.09.2007, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2007 15 ÚR VERINU bmvalla.is Söludeild :: Breiðhöfða 3 :: Sími: 412 5050 Opið mánudaga til föstudaga 8–18 og laugardaga 9–14. Veranda Uppspretta af hugmyndum fyrir sælureitinn þinn! Nýja handbókin er komin Handbókin okkar kveikir ótal nýjar hugmyndir. Landslagsarkitekt okkar í Fornalundi aðstoðar þig síðan við að breyta garðinum þínum í sannkallaðan sælureit. Hringdu í síma 412 5050 og fáðu tíma í ráðgjöf. Pantaðu handbókina í síma 800 5050 eða á bmvalla.is ar gu s 0 7 -0 4 7 1 Hluthafafundur FL Group hf. 25. SEPTEMBER 2007 Stjórn FL Group hf. boðar hér með til hluthafafundar í félaginu sem haldinn verður á Nordica Hotel þriðjudaginn 25. september 2007, kl. 8.30. DAGSKRÁ: 1. Tillaga stjórnar FL Group hf. um hækkun hlutafjár í félaginu með útgáfu og sölu nýrra hluta að nafnverði allt að kr. 1.316.476.938 til að fjármagna kaup á hlutum í Tryggingamiðstöðinni hf. Hluthafar hafa ekki forgangsrétt að hinum nýju hlutum. Stjórn félagsins ákveður sölugengi hlutanna, áskriftarfrest og greiðslukjör og heimilt er að greiða hina nýju hluti með hlutum í Tryggingamiðstöðinni hf. 2. Tillaga stjórnar FL Group hf. um að heimild stjórnar félagsins til útgáfu nýs hlutafjár í félaginu verði að fjárhæð kr. 2.000.000.000, þar af verði heimilt að gefa út nýja hluti án forgangsrétt- ar hluthafa kr. 1.500.000.000 að nafnverði og heimild til að gefa út hlutafé háð forgangsrétti hluthafa verði að fjárhæð kr. 500.000.000. Heimildin gildi í fimm ár frá 25. september 2007 að telja og skal heimilt að greiða aukningarhluti með öðru en reiðufé. Framangreindar tillögur leiða til breytinga á 4. gr. samþykkta félagsins nái þær fram að ganga. Hluthöfum gefst kostur á að greiða atkvæði um tillögurnar bréflega. Atkvæðaseðlar eru fyrirliggjandi á skrifstofu félagsins frá og með fimmtudeginum 20. september n.k. og þar er ennfremur hægt að greiða atkvæði. Þeir hluthafar sem þess óska skriflega fyrir fimmtudaginn 20. september geta fengið atkvæða- seðla senda. Bréfleg atkvæði skulu berast á skrif- stofu félagsins eigi síðar en kl. 16.00 mánudaginn 24. september eða afhendast á hluthafafundinum sjálfum. Atkvæði verða talin á hluthafafundinum þann 25. september og verða einungis atkvæði þeirra hluthafa sem þá eru skráðir í hlutaskrá tekin með í atkvæðagreiðslunni. Fundargögn, þ.m.t. tillaga stjórnar ásamt greinar- gerð, eru til sýnis á skrifstofu FL Group hf. frá og með þriðjudeginum 18. september og verða send þeim hluthöfum sem þess óska. Gögnin eru ennfremur aðgengileg á heimasíðu félagsins, www.flgroup.is. Reykjavík 16. september 2007 Stjórn FL Group hf. Grundarfjörður | Þar sem áður var sjór rís nú hver byggingin af ann- ari á landfyllingunni hér í Grund- arfirði sem fengið hefur nafnið Norðurgarður. Snæfrost hefur í sumar byggt Frystihótel sem að sögn Ólafs Guðmundssonar stjórn- armanns verður að öllum líkindum gangsett í næstu viku. Við þá byggingu hefur Nesbyggð unnið við alla jarðvinnu og und- irstöður og frágang að utan sem og innréttingar innan húss. En Límtré – Vírnet reisti burðarvirki og sá um að koma yleiningum fyrir. Fyrir- tækið Frostmark sér um uppsetn- ingu á kælibúnaði en Kristmundur Harðarson um rafmagnsvinnuna. Undanfarna daga hefur síðan önnur bygging risið á svæðinu. Það er fyrirtækið Saltkaup hf í Hafna- firði sem reisir þar saltgeymslu. Burðarvirkið er stálgrind en á hana verður strekktur PVC dúkur og síðan er gengið frá klæðningu að innan til að halda að saltbingnum. Að sögn Jóns Rúnars Halldórsson- ar hjá Saltkaupum er gert ráð fyrir að húsnæðið verði tilbúið um næstu mánaðamót og þá fljótlega komi fyrsta saltflutningaskipið með birgðir af salti sem skipað verður upp lausu og keyrt til geymslunn- ar. Jón sagði að búast mætti við 3 skipum á ári en geymslan mun taka um 4.500 tonn af salti. Jón sagði að síðustu árin hefðu þeir hjá Salt- kaupum keyrt um 7000 tonn af salti á ári frá Hafnarfirði á Snæfells- nesið. Ein bygging til viðbótar mun síð- an rísa á svæðinu innan tíðar en það er húsnæði sem Djúpiklettur og Fiskmarkaður Íslands munu reisa undir sína starfsemi. Sem sagt engan bilbug á mönnum að finna þótt yfir dynji tímabundnar þrengingar í kvótakerfinu. Enda eru menn því vanir hér í Grund- arfirði að það hægi aftur eftir storminn. Stórhýsi rísa á uppfyll- ingunni á Grundarfirði Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Stálgrindin rís Þrjár byggingar eru nú að rísa af grunni á uppfyllingu við höfnina á Grundarfirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.