Morgunblaðið - 18.09.2007, Side 36
Hvað er svona spenn-
andi við það að horfa
upp á ógn, dauða og of-
beldi?… 37
»
reykjavíkreykjavík
Heyrst hefur
að Ólöf Rún
Skúladóttir
fréttakona Rík-
isútvarpsins hafi
sagt upp störfum.
Ólöf hefur lengi
fært lands-
mönnum fréttir með sinni ljúfu
röddu en áður en hún fór í útvarpið
gladdi hún augað í Sjónvarpinu.
Ekki er vitað hvenær Ólöf hættir
störfum eða hvað hún ætlar að taka
sér fyrir hendur.
Ólöf yfirgefur útvarpið
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í
Reykjavík stóð fyrir stutt-
myndahátíð á MySpace svæði sínu í
samvinnu við MySpace í Englandi.
Dómnefnd hefur nú legið yfir inn-
sendum myndum og valið fimm
myndir sem netnotendur geta kosið
á milli fram á föstudag. Vinsælustu
myndunum verður boðið hingað til
lands og þær sýndar á sérstakri
sýningu í Tjarnarbíói á hátíðinni.
Myndirnar er allar hægt að sjá á
MySpace síðu Alþjóðlegrar kvik-
myndahátíðar: www.myspace.com/
goldenpuffin.
Kosið á MySpace
Hljómsveitinni Sign hefur verið
boðið að hita upp fyrir Skid Row á
tónleikaferð sveitarinnar um Bret-
landseyjar í nóvember.
Alls er um að ræða 12 tónleika
víðsvegar um Bretland dagana 13.
til 25. nóvember.
Liðsmenn Sign eru að sögn mikl-
ir aðdáendur Skid Row og gerðu
meðal annars lag þeirra, „Youth
Gone Wild“, að sínu á safndiski á
vegum tímaritsins Kerrang!.
Íslendingar geta hlýtt á Sign á
Iceland Airwaves sem hefst í næsta
mánuði.
Sign með Skid Row
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
HLJÓMSVEITIN Hellvar leggur land undir fót í
lok mánaðarins þegar hún fer til Bandaríkjanna
og spilar þar á þrennum tónleikum og kemur
fram í einum útvarpsþætti.
„Í fyrra fórum við í tónleikaferð til Berlínar
ásamt hljómsveitinni Zahnarzt, en hún er skipuð
amerískum krökkum sem við kynntumst þegar
við bjuggum í Berlín. Eftir þá ferð ákváðum við
að fara árlega í tónleikaferð til útlanda og nú er
komið að Bandaríkjunum, þar sem við munum
líka leika með Zahnarzt,“ segir Heiða Eiríks-
dóttir sem stofnaði Hellvar árið 2004 ásamt Elv-
ari Sævarssyni eiginmanni sínum.
Heiða er sannfærð um það að Bandaríkjamenn
eigi eftir að fíla tónlistina þeirra vel. „Við erum
búin að prufukeyra prógrammið hérna heima og
fengum frábærar viðtökur og ég get ekki ímynd-
að mér annað en Bandaríkjamenn muni fíla
þetta líka.“
Rob reddaði málunum
Hellvar og Zahnarzt leika á tónleikum í Alb-
any í New York-fylki 26. september, í Chatham
þann 27. og Troy 28. september.
„Tom söngvari hljómsveitarinnar Zahnarzt
bókaði tónleikana og líka annar maður, Rob, sem
ég kynntist í búð í sumar,“ segir Heiða og skýrir
kynni þeirra nánar; „Ég er að vinna í Skífunni í
Fríhöfninni og hann kom í búðina og fór að
kjafta við mig og það tókust kynni með okkur.
Þegar hann frétti að við værum á leiðinni til
Bandaríkjanna vildi hann endilega fá að taka
þátt í þessu og skipulagði eina tónleika í
heimabæ sínum, Chatham, þar sem hann á hljóð-
færa- og plötubúð.“ Auk þessara þrennra tón-
leika kemur Hellvar fram í útvarpsþætti í Alb-
any þann 25. september. „Vinur Rob er með þátt
sem næst í sjö fylkjum og í honum spila tónlist-
armenn sem eru að koma fram á svæðinu á milli
þess sem spjallað er við þá. Kynni mín af Rob
hafa komið sér vel því við gistum hjá dóttur hans
í New York og síðan bauðst hann til að keyra
okkur á milli tónleikastaðanna og lána okkur
magnara,“ segir Heiða og bætir við að allir í
bandinu séu orðnir mjög spenntir fyrir ferðinni.
Heiða og Elvar hafa verið einu meðlimir Hell-
var þangað til nýlega þegar gítarleikarinn Alex-
andra Sigurðardóttir og bassaleikarinn Sverrir
Ásmundsson bættust við bandið. Fyrir utan
Bandaríkjaferðina er m.a framundan hjá Hell-
var að koma út plötu sem hljómsveitin hefur ver-
ið að vinna að undanfarin tvö ár og að spila á
Airwaves tónlistarhátíðinni.
Hellvar í víking
Koma fram á þrennum tónleikum í New York-fylki og leika í útvarpsþætti
Ljósmynd/Þorgils Völundarson
Hellvar Sverrir, Heiða, Alexandra og Elvar eiga eflaust eftir að gleðja Bandaríkjamenn með rafrokki og flottri sviðsframkomu.
www.myspace.com/hellvarmusic
www.hellvar.blogspot.com
Í GÆR var gert opinbert hvaða níu
myndir keppa um kvikmyndaverð-
laun Norðurlandaráðs þetta árið, en
tvær þeirra eru frá Íslandi, Börn og
Mýrin.
Auk þeirra eru tilnefndar frá Dan-
mörku Kunsten at græde i kor og
AFR, frá Noregi myndirnar Reprise
og Sønner, frá Finnlandi Miehen työ
og frá Svíþjóð Farväl Falkenberg og
Darling.
Norrænu kvikmyndaverðlaunin
nema 4,2 milljónum íslenskra króna
líkt og önnur verðlaun Norð-
urlandaráðs á borð við bókmennta-
verðlaunin, umhverfisverðlaunin og
tónlistarverðlaunin. Kvikmynda-
verðlaunin skiptast jafnt á milli
handritshöfundar, leikstjóra og
framleiðanda. Í fyrra hlaut sænska
kvikmyndin Zozo verðlaunin.
Tilkynnt verður um hver hlýtur
kvikmyndaverðlaunin þann 9. októ-
ber og verðlaunin verða afhent á
Norðurlandaráðsþinginu þann 31.
október.
Ragnar Bragason Baltasar Kormákur
Börn og Mýrin framlag Íslands
Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs veitt 9. október
ÞRIÐJA þáttaröð fréttaskýringaþátt-
arins Kompáss hefur göngu sína í
kvöld.
Umsjónarmaður þáttarins, Jóhann-
es Kr. Kristjánsson, segir von á fersk-
um og beittum þáttum í vetur, en
Kompás hefur haft það að leiðarljósi
að þeim sé ekkert óviðkomandi.
„Við höfum fengið mikið af ábend-
ingum frá fólkinu í landinu um mál
sem vert er að vekja athygli á. Það
þykir okkur mjög mikilvægt við
vinnslu þáttanna og við óskum hrein-
lega eftir fleiri ábendingum,“ sagði
Jóhannes í samtali við Morgunblaðið í
gær.
Auk nýrra mála sem tekin verða til
umfjöllunar sagði Jóhannes þátta-
stjórnendur ætla að fylgja eftir ein-
hverju sem þeir
vöktu fyrstir máls á
í þjóðfélaginu, til
dæmis málefni
barnaníðings sem
þeir komu upp um
með hjálp tábeitu
sem og Byrgis-
málið svokallaða.
Í þættinum í
kvöld verður sjón-
um beint að málum
hátt setts manns sem er ákærður
fyrir alvarleg kynferðisbrot gagn-
vart unglingsstúlkum.
Óskum eftir
ábendingum
Jóhannes Kr.
Kristjánsson
Kompás er á dagskrá Stöðvar 2 í
kvöld klukkan 21.45.