Morgunblaðið - 18.09.2007, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 18.09.2007, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is „ORÐ eru til alls fyrst og svona samræða er nauðsynlegur undanfari þeirrar viðhorfsbreyt- ingar sem ég vildi gjarnan sjá eiga sér stað hér í miðborginni að næturlagi og sumpart að degi til,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgar- stjóri í setningarræðu miðborgarþings í gær- kvöld. Borgaryfirvöld, lögregla og fjöldi íbúa mið- borgarinnar leiddu þar saman hesta sína og var megináherslan lögð á sjónarhorn íbúa í mið- borginni í tengslum við umræðu sem gengið hef- ur fjöllunum hærra undanfarið um umgengni og hegðun gesta miðborgarinnar um helgar. Borgarstjóri var ómyrkur í máli í upphafi fundar. „Ég tel ástandið í miðborginni óásætt- anlegt eins og það hefur verið,“ sagði hann og uppskar mikið lófatak. Algjört grundvallaratriði væri að draga úr ofbeldi, drykkjulátum, sóða- skap og skemmdarverkum sem viðgangast í miðborginni um helgar. „Nú er lag að reyna með samstilltu átaki að bæta ástandið og öll sú um- ræða og viðhorfsbreyting sem orðið hefur að undanförnu gefur okkur tilefni til að ætla að við getum náð árangri. Við getum gert miðbæinn okkar að skemmtilegum og eftirsóknarverðum stað, hvort sem það er að nóttu eða degi til.“ Lausnin fólgin í styttri afgreiðslutíma? Borgarstjóri sagði að blikur væru á lofti í mál- efnum miðborgarinnar. Þannig gæfi samstarf lögreglu og borgaryfirvalda góð fyrirheit auk þess sem til skoðunar væri hvernig hægt er að nota ný lög og reglugerðir um veitingastaði og skemmtanahald í því augnamiði að ná tökum á þeim vandamálum sem skapast kringum veit- ingarekstur og skýra ábyrgð rekstraraðila veit- ingahúsa. „Nýtt embætti lögreglustjórans á höfuðborg- arsvæðinu hefur frá fyrsta degi unnið að því markmiði að efla og styrkja öryggi og öryggis- tilfinningu á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Stefán Eiríksson, lögreglustjóri. Í framsögu sinni fór hann yfir breyttar áherslur lögreglunnar sem meðal annars gætti með sýnilegri löggæslu, virkara fíkniefnaeftirliti og öflugra aðhaldi með rekstraraðilum skemmtistaða. Stefán sagði að frumkvæði lögreglu væri þó ekki nóg í þessum efnum heldur þyrftu fleiri að taka þátt í lausn vandans. „Ég segi það hér, hef sagt það áður og mun segja að það að þessum fundi loknum að við þurfum að velta fyrir okkur opnunartíma skemmtistaða, staðsetningu þeirra og gerð. Ég held að það verði að taka til skoðunar að færa þá skemmtistaði í burtu sem opnir eru lengur en til eitt eða tvö á nóttunni,“ sagði Stefán og fögnuðu flestir viðstaddra þeim hugmyndum með lófaklappi, þótt greina hafi mátt pú á stöku stað í salnum. Næst tók Fríða Björk Ingvarsdóttir, blaða- maður Morgunblaðsins, til máls, en hún sagðist aldrei hafa fengið jafnmikil viðbrögð við skrifum sínum og þegar hún festi á blað það sem fyrir augu bar í göngutúr sínum um miðborgina á menningarnótt. „Þó að það sé ekki langt síðan ég sagði frá þessum göngutúr um hverfið mitt, er staðreyndin sú að ýmislegt hefur breyst síðan þá til batnaðar. Hávaðinn hefur í það minnsta minnkað hjá mér, það heyrast mun minni brot- hljóð og öskur í hverfinu,“ sagði Fríða. „Mér finnst þetta sýna að það er ýmislegt hægt að gera, aðgerðir bera árangur þá loksins að þeim er beitt. Vandinn sem áður fyrr var gert lítið úr að mínu mati er nú tekinn alvarlega og þess sér strax stað.“ Þá fjallaði Fríða nokkuð um sjálfsmynd þjóð- arinnar, stærilæti hennar og minnimáttarkennd sem birtust meðal annars í því viðhorfi sem alið hefði verið á undanfarin ár að Ísland væri hömlulaust partíland, land sem útlendingar sækja heim til þess að gera það sem þeir mega ekki í sínu heimalandi. Þá greindi Árni Einarsson, íbúi miðborgar- innar til fjölda ára, frá sinni upplifun af ástand- inu og fjallaði um nýjar leiðir til að endurheimta virðingu miðborgarinnar. Síðastur í pontu var Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, doktorsnemi í borgarskipulagi og hagfræði, og greindi hann frá niðurstöðum rannsókna sinna um tengsl fegurðar miðborga og efnahagslegrar velgengni þeirra. „Ég tel ástandið í mið- borginni óásættanlegt“ Morgunblaðið/Kristinn Fjölmenni Margt fólk fylgdist með miðborgarþinginu í Ráðhúsinu í gær. AUKIN áhersla lögregl- unnar á höfuðborgarsvæð- inu á brot gegn lögreglu- samþykkt, svokölluð hegðunarbrot, hefur varla farið fram hjá neinum. Stef- án Eiríksson sagði að það sem af er ári hafi tæplega 300 mál af þessu tagi verið skráð í dagbók lögreglu, samanborið við um 60 mál undanfarin tvö ár. Meðal þess sem fellur í flokk hegðunarbrota er að henda rusli á göturnar, brjóta gler og kasta þvagi á almannafæri. Gríðarleg aukning PORTÚGALINN sem í síðustu viku var dæmdur í 3½ árs fangelsi fyrir nauðgun fór úr landi áður en Hæstiréttur kvað upp dóminn. Hann sagði lögmanni sem varði hann í héraði að hann væri að fara í frí en hygðist afplána dóminn hér á landi. Maðurinn, Americo Luis Da Silva Con- çalves, framdi nauðgunina í september í fyrra og var hann í kjölfarið úrskurðaður í farbann sem rann út í mars. Hæstiréttur kvað upp dóm á fimmtudaginn í liðinni viku, 13. september. Að sögn Guðmundar Ómars Hafsteinssonar hdl., sem var skip- aður verjandi hans þegar málið var rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, óskaði ríkissaksóknari ekki eftir að það yrði framlengt. Þá hafði hann ekki verið boð- aður til að mæta í fangelsi til að hefja af- plánun, samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun. Næsta skref væri að afhenda lögreglu upplýsingar um manninn og hún beðin um að birta honum dóminn. Frá boðun hafa fangar fjórar vikur til að gefa sig fram við fangelsisyf- irvöld. Fór úr landi áður en dómurinn féll LOKA varð bifreiðaskoðunarstöð Frum- herja í Skeifunni á föstudag eftir að kona, sem reiddist mjög þegar hún var rukkuð vegna endurskoðunar á bifreið sinni, braut gler í afgreiðsluklefa og réðst að starfsmanni fyrirtækisins. Gler- brotum rigndi yfir afgreiðslumanninn sem sat inni í klefanum og varð að sauma fjögur spor í vör hans. Samkvæmt upplýsingum frá Frum- herja sætti konan sig illa við að þurfa að borga reikning vegna endurskoðunar- innar en hann hljóðaði upp á 1.200 krón- ur. Að sögn Orra Vignis Hlöðverssonar, framkvæmdastjóra Frumherja, mun starfsmaðurinn hafa boðið konunni af- sláttarkjör en það dugði ekki til. Eftir það hafi hún lamið með hendinni í rúðuna á afgreiðsluklefanum þannig að rúðan mölbrotnaði með fyrrgreindum af- leiðingum. Auk þessa hafi hún kastað lausum munum að öðrum starfsmanni sem vildi tryggja að hún færi hvergi, a.m.k. ekki fyrr en lögregla væri komin á staðinn. Reiddist rukkun fyrir endurskoðun KARLMAÐUR var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Reykjavík í gær eftir að bifreið hans fór út af vegi og valt suðaustan við Klukkuberg í Reykhólasveit. Slysið varð á sjötta tím- anum í gærdag. Maðurinn er talinn mikið slasaður, en ökumaðurinn var einn í bílnum þegar slys- ið varð. Ekki er vitað um tildrög slyssins, en málið er í rannsókn. Mikið slasaður eftir bílveltu ÚTFÖR Ásgeirs Elíassonar var gerð frá Hallgríms- kirkju í gær. Séra Sigurður Jónsson jarðsöng, en kistuna báru úr kirkju Geir Þorsteinsson, Birkir Kristinsson, Theodór Guðmundsson, Sævar Sveinsson, Magnús Dan Bárðarson, Gunnar Sæmundsson, Vilhjálmur Sigur- geirsson og Ágúst Guðmundsson. Útför Ásgeirs Elíassonar Morgunblaðið/Árni Sæberg Í HNOTSKURN »Umræður um drykkjulæti og sóðaskap ímiðbænum hefur verið áberandi að und- anförnu. » Íbúar við Laugarveg og í næsta ná-grenni hafa ekki farið varhluta af ástandinu og telja þeir að málefni miðbæj- arins hafi verið afskipt um langt skeið. »Þeir íbúanna sem tóku til máls kváðu þómargt hafa breyst til batnaðar að und- anförnu og væri það til marks um að ástandið um helgar væri ekki óumflýj- anlegt. Borgarstjóri uppskar mikið lófatak fyrir orð sín á fjölmennu miðborgarþingi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.