Morgunblaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Fasteignasalar frá Eignamiðlun verða á staðnum. Glæsilegar íbúðir á frábærum stað við sjávarsíðuna með einstöku útsýni. Húsið er teiknað af Birni Ólafs. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. NORÐURBAKKI 23-25 – HF OPIÐ HÚS Í DAG KL. 17-18 Opið hús í dag! ÞAÐ er alveg klárt og kvitt að þær mótvægisaðgerðir sem rík- isstjórnin hefur boðað í tengslum við kvóta- skerðingu á þorski eru ekki boðlegar og þær eru því miður nánast dónaskapur og lítils- virðing við stærstan hluta landsbyggð- arinnar. Stokka verður spilin upp á nýtt og gera úttekt á málinu í samráði við sveit- arfélögin, útvegsmenn og verkafólk. Það duga engin vett- lingatök í þessum efn- um eða úthlutun á einhverjum ruð- um til sveitarfélaga, nánast með geðþóttaákvörðunum eins og virðist vera. Menn verða að gera sér grein fyrir því að málið er það alvarleg- asta sem komið hefur upp á Íslandi í manna minnum. Samsvarar 200 milljarða tekjuskerðingu Menn verða að gera sér grein fyrir því að skerðing í þessum dúr aðeins í Grindavík, Vestmanna- eyjum og Höfn í Hornafirði þýðir það sama og um væri að ræða um 200 milljarða tekjuskerðingu á höf- uðborgarsvæðinu á næstu þremur árum. Aðeins í þremur kvótahæstu verstöðvunum í þorski í Suður- kjördæmi, sem um leið eru í hópi 6 efstu verstöðva yfir landið, þá nem- ur skerðing í 3 ár yfir 10 millj- örðum króna í tekjum og drift á ári og margfeldisáhrifin í sjávarpláss- unum eru margfalt meiri til hins verra en í umhverfi höfuðborg- arinnar vegna fábreytni í atvinnu. Gríðarlegur nið- urskurður en aug- unum lokað Þá er ótrúleg lítils- virðing til dæmis við Grindavík að taka ekki á þróun þar af festu og myndarskap. Maður er nú orðinn all- langþreyttur á Vest- fjarðaþulunni í þessu kvótadæmi öllu, að engir þjáist nema þeir. Vestfirðingar eiga allt gott skilið, en það eru fleiri sjávarþorp á Íslandi en á Vestfjörðum en það er óboðlegt að setja til að mynda 600 milljónir króna í atvinnuuppbyggingu á Vest- fjörðum en jafnvirði tyggi- gúmmípakka til Grindavíkur þó ekki væri nema í ljósi þess að 6000 tonna niðurskurður á þorskkvóta Grindvíkinga , úr 18.300 tonnum í 12.300, slagar upp í allan þorsk sem Vestfirðingar veiða á ári, ég undir- strika, bara að niðurskurðurinn hjá Grindvíkingum er svona mikill, og tekjumissir Grindavíkur á þremur árum og efnahagsleg áhrif verða nær 15 milljörðum króna, 15 millj- örðum króna og svo eru menn að útdeila þeim einhverjum milljónum í umslagi í stað þess að taka upp viðræður um það hvað sé til ráða. Grindvíkingar hafa ýmsar hug- myndir bæði í nýsköpun, heilsu- gæslu og fleiri þáttum. Boðaðar mótvægisaðgerðir eru ekki einu sinni vasaútgáfa af því sem þarf að gera. Hið sama á við um mörg sjávarpláss á landinu, því áfallið dynur yfir í febrúar – mars þegar bátarnir koma til hafnar kvótalaus- ir og verða bundnir unnvörpum fram á haust og tugir útgerð- armanna munu hætta. Til dæmis þetta atriði hefur ekkert verið skoðað. Svo dettur mönnum í hug að halda veiðileyfagjaldinu til streitu, gegn öllum mótrökum því veiðileyfagjaldið er hengingaról fyrir landsbyggðina fyrst og fremst, halda áfram ruglinu með byggðakvótann og ég veit ekki hvað og hvað. Það er eins og menn haldi að bátaeign landsmanna sé skuldlaus. Skuldirnar eru gríð- arlegar. Það myndi eitthvað hvína í höfuðborgarbúum ef þeir sætu uppi með 70 milljarða tekjuskerð- ingu á einu ári. Þarna liggur alvara málsins. Bullandi skakkaföll Í Vestmannaeyjum nemur nið- urskurðurinn um 4.000 tonnum með meðafla þannig að skerðingin þar og efnahagsleg áhrif eru um 10 milljarðar króna. Af 79 sveit- arfélögum á landinu öllu eru Vest- mannaeyjar kvótaríkasta sveitarfé- lagið þegar horft er til heildarkvóta í þorskígildum. Bæj- arstjórn Vestmannaeyja reið á vað- ið og bauð stjórnvöldum viðræður um möguleika og aðgerðir til að bregðast við, en svarið var tölvu- póstur upp á nokkrar millur, brand- ari miðað við eðli málsins. Í Höfn í Hornafirði er skerðingin um 2.500 tonn en varanlegur kvóti í stað 2000 tonna myndi kosta um 6 milljarða. Heildaráhrifin á Höfn eru því um 5-6 milljarðar í heild á þremur árum, gríðarlegt áfall fyrir um 2000 manna byggð og ljóst að þeir þurfa að draga saman, líklega með fækkun báta. Það þarf miklu meira en stuðning við Vatnajök- ulsþjóðgarð til að bregðast við þar og það þarf að byrja á því að ræða við heimamenn í fullri alvöru. Það eru skerðingar í Þorlákshöfn og Sandgerði og í Garðinum er skerð- ingin hátt í 2000 tonn og þar af 1400 tonn aðeins hjá Nesfiski þann- ig að heildarskerðingin er 4-5 millj- arðar á þremur árum ef menn bæta ekki ráð sitt með nýjum ákvörð- unum. Höfuðvandamálið er að módel Hafrannsóknastofnunar er mjög götótt og þess vegna þarf að setja nýjan hrygg í málið. Ríkisstjórnin á að hafa fulla burði til þess. Jafngildir 200 milljarða tekjutapi á höfuðborgarsvæðinu Árni Johnsen skrifar um þorsk- veiðaskerðingu og mótvæg- isaðgerðir ríkisstjórnarinnar »Módel Hafrann-sóknastofnunar er mjög götótt og þess vegna þarf að setja nýj- an hrygg í málið. Árni Johnsen Höfundur er alþingismaður Sjálf- stæðisflokksins í Suðurkjördæmi. hugmyndir í þá veru að hægt sé að varpa ábyrgð á rekstri leikskóla yfir á fyrirtækin í landinu. Málflutningurinn er í raun með ólíkindum. Formaður leikskólaráðs sagði í viðtali í Kastljósi í liðinni viku „að hið markaðsdrifna hagkerfi muni alltaf sigra opinbera kerfið“. Hún hefur greinilega ekki hugmynd um að á Íslandi búum við í blönd- uðu hagkerfi; opinberu hagkerfi sem heldur úti velferðarþjónustu og svo er hér almennur vinnumark- aður sem lýtur lögmálum mark- aðarins. Um það hefur ríkt almenn sátt. Börn og umönnun þeirra á ekki að lúta lögmálum markaðarins. Hugmyndir Þor- bjargar Helgu um að fyrirtæki fái úthlutað leikskólum frá borg- aryfirvöldum til að reka fyrir börn sinna starfsmanna er ein- kennileg fyrir margra hluta sakir. Nokkur nei við fyr- irtækjareknum leik- skólum Í fyrsta lagi sést, ef við skoðum nánar grundvöll sjálfstætt rekinna leikskóla í dag, að þeir eru fjármagnaðir að mestu með fjármagni frá borginni, líkt og þeir sem eru borgarreknir, auk framlaga frá foreldrum. Í öðru lagi eru sjálfstætt reknir leikskólar í Reykjavík reknir í krafti hugsjónastarfs framsækinna aðila sem leggja áherslu á fjöl- breyttar stefnur í uppeldi barna. Fyrirtækjareknir leikskólar hljóta að starfa vegna þess að það er hag- kvæmt fyrir fyrirtækið – þessu tvennu er ekki saman að jafna. Í þriðja lagi leggur Þorbjörg Helga til að meiri þjónusta verði í boði fyrir starfsmenn ákveðinna fyrirtækja, ekki aðra borgarbúa. Tillaga hennar mun því í raun fækka leikskólaplássum sem standa öllum borgarbúum til boða. Í fjórða lagi hlýtur barn sem fær pláss á fyrirtækjareknum leikskóla að vera þar upp á náð og miskunn fyrirtækisins og fengi uppsagn- arbréf um leið og foreldrið. Það er vont fyrir alla aðila; barn, foreldra þess og atvinnurekanda að svo sé í pottinn búið að starfsmaður þurfi að meta það hvort hann sé tilbúinn að leggja það á barn sitt að skipta um leikskóla vilji hann skipta um starf. Í fimmta lagi er yfirlýst stefna borgarinnar að barn geti sótt leik- skóla í sínu hverfi svo það geti kynnst börnum í nágrenninu. Sá mikilvægi félagslegi þáttur fer væntanlega forgörðum ef barn á að LEIKSKÓLAR borgarinnar eru ekki að fullu starfhæfir vegna lágra launa og álags í starfi. Formaður leikskólaráðs, Þorbjörg Helga Vig- fúsdóttir, hefur undanfarna daga geyst fram völlinn með rang- elta vinnustað foreldris. Í sjötta lagi hlýtur fyrirtækið, sem eigandi leikskóla, að geta hag- rætt í rekstri þegar harðnar í ári og dregið úr þessari „þjónustu“ við starfsmenn sína eins og í öðrum deildum fyrirtækisins. Í sjöunda lagi eru stéttskiptir leikskólar, þar sem börn banka- starfsmanna dvelja saman og börn fisk- vinnslufólks saman, einfaldlega vond hug- mynd. Hver er þá hvatinn á bak við hugmyndir Þorbjargar Helgu um fyrirtækjarekna leik- skóla? Er hagur barnsins og metnaður fyrir góðum og metnaðarfullum skólum fyrir alla smáfætta borgara í fyrirrúmi? Standa undir ábyrgðinni Vandinn felst í því að leikskóla- kennarar og annað starfsfólk leik- skóla fær greidd of lág laun. Til þess að skólarnir geti haldið úti gæðaþjónustu á leikskólunum verð- um við að horfast í augu við vand- ann. Tilraunir Þorbjargar Helgu til að kasta frá sér ábyrgðinni sem felst í því að reka leikskólana í borginni eru henni ekki til sóma. Þorbjörgu Helgu væri nær að líta til félaga okkar í ríkisstjórninni og sérstaklega til Jóhönnu Sigurð- ardóttur félagsmálaráðherra sem setti af stað aðgerðaáætlun til hækkunar launa þeirra hefðbundnu kvennastétta sem halda uppi vel- ferðarkerfinu. Hlutverk leikskólaráðs er að sjá til þess að starf leikskólanna ein- kennist af góðri menntun og í mik- illi sátt við starfsfólk, foreldra og ekki síst börnin. Það gerum við með því að viðurkenna mikilvægi þeirra starfa sem unnin eru á leikskólum borgarinnar og með því að borga fyrir þau sómasamleg laun. Ekki með því að falbjóða börnin til fyr- irtækjanna. Af vondum hugmyndum Vandinn er að starfsfólk leik- skólanna fær greidd of lág laun segir Bryndís Ísfold Hlöðvers- dóttir Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir » Þá hlýtur barn semfær pláss á fyr- irtækjareknum leik- skóla að vera þar upp á náð og miskunn fyr- irtækisins og fengi upp- sagnarbréf um leið og foreldrið. Höfundur er fulltrúi Samfylking- arinnar í leikskólaráði Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.