Morgunblaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2007 23
Visthæfar samgöngur eru ögrandiáskorun og til að ná árangri þurfa ríki,sveitarfélög, fyrirtæki og einstakling-ar að taka saman höndum, að mati
forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar.
Þetta kom fram í opnunarræðu hans á ráðstefn-
unni Driving Sustainability ’07 á Hilton Reykja-
vík Nordica í gærmorgun. Forsetinn telur að Ís-
land geti orðið í fararbroddi þjóða í þróun
visthæfra orkugjafa.
Á ráðstefnunni fjalla erlendir og innlendir sér-
fræðingar um orkugjafa framtíðarinnar og vist-
vænar lausnir í samgöngum. Einnig hvernig Ís-
lendingar geti alfarið skipt yfir í hreina orku.
Meðal ræðumanna eru sérfræðingar og stjórn-
málamenn frá Bandaríkjunum, Danmörku,
Frakklandi, Íslandi, Noregi, Sviss og Svíþjóð.
Þeir fjalla m.a. um framtíðarmöguleika orku-
gjafa á borð við etanól, metan, vetni og rafmagn.
Ráðstefnunni lýkur í dag.
Nýtt skattkerfi ökutækja og eldsneytis
Nýtt samræmt skattaumhverfi ökutækja og
eldsneytis á að hvetja til notkunar umhverfis-
vænna ökutækja, draga úr orkunotkun og út-
blæstri CO2 frá samgöngum, auka hlutfall inn-
lendra orkugjafa og að halda áfram að fjármagna
uppbyggingu og viðhald vegakerfisins og að skila
tekjum í ríkissjóð. Þetta kom m.a. fram í ræðu
Árna Mathiesen fjármálaráðherra á ráðstefn-
unni í gærmorgun. Hann sagði einnig æskilegt
að þessi markmið næðust án þess að auknar
byrðar yrðu lagðar á samgöngur í dreifbýli, að
skattlagningin kæmi ekki misjafnt niður á hinum
ýmsu hópum, að hún hefði ekki neikvæð áhrif á
samkeppnishæfni og yrði ekki of flókin.
Fjármálaráðherra skipaði starfshóp í maí sl.
sem er ætlað að leggja fram tillögur um sam-
ræmda skattlagningu ökutækja og eldsneytis
með fyrrgreindum markmiðum. Starfshópinn
skipa fulltrúar fjármálaráðuneytis, umhverfis-
ráðuneytis og samgönguráðuneytis og er stefnt
að því að hann skili tillögum fyrir 1. febrúar nk.
Framtíðarsýn visthæfra samgangna
Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og for-
stjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, fjallaði
um mögulega þróun eldsneytisnotkunar í sam-
göngum. Miðaði hann við hver staða mála gæti
orðið á árunum 2015, 2025 og 2035. Þorsteinn
gekk út frá nokkrum forsendum, m.a. að notkun
innlendra orkugjafa muni aukast, að afkolun
haldi áfram, sjálfbærni og efnahagslegri og um-
hverfislegri hagkvæmni.
Haldi uppbygging áliðnaðar hér á landi áfram
stefnir í að losun CO2 nálgist sex milljón tonn á
ári árið 2015. Á móti vegur betri nýting dísil- og
bensínvéla. Eins sér Þorsteinn fyrir sér aukna
notkun tvinnkerfa og flota ökutækja sem ýmist
verður knúinn metani, hythane (blanda metans
og vetnis) eða lífdísil, tengiltvinnbíla og bíla með
efnarafala.
Þorsteinn velti einnig fyrir sér framleiðslu
eldsneytis byggðu á samspili kolefnis, vetnis og
súrefnis. Vetnisframleiðsla kemur þar yfirleitt
við sögu. Eins miðaði hann við notkun endurnýj-
anlegra orkugjafa og að nýta útblástur gróður-
húsalofttegunda sem kolefnisuppsprettu.
Þorsteinn taldi ólíklegt að etanólnotkun verði
mikil hér á landi til lengri tíma litið, en hún skipti
þó máli í framtíðarsýninni. Hann taldi ólíklegt að
hægt yrði að framleiða etanól í miklu magni hér á
landi. Skortur á frumlífmassa stæði helst í vegi
fyrir því. Innflutningur á etanóli sé tæpast lang-
tímalausn fyrir land sem býr yfir svo mikilli orku
sem Ísland. Þá rifjaði Þorsteinn upp möguleika á
framleiðslu „kytotane“, sem er gervidísil-elds-
neyti framleitt úr kolefni frá útblæstri stóriðju
og vetni.
Þorsteinn sér fyrir sér að árið 2025 verði orðn-
ir algengir tengiltvinnbílar sem einnig nota líf-
dísil, hythane, kyotane og vetni og efnarafala til
að auka drægið. Skip og bátar verða þá í auknum
mæli knúin kyotane og „kyodísel“.
Þorsteinn kvaðst enn ekki hafa hitt þann bíla-
framleiðanda sem ekki vænti þess að vetnið verði
eldsneyti framtíðarinnar. Flestar sviðsmyndir
um framtíðarorkunotkun geri ráð fyrir notkun
vetnis.
Árið 2035 sér Þorsteinn fyrir sér að tengil-
tvinnbílar með vetnisefnarafala til að auka dræg-
ið verði algengir. Þungaflutningar og skip verði
þá líklega knúin kyotane og kyodísel sem mögu-
lega verði framleitt úr útblæstri gróðurhúsaloft-
tegunda og vetni. Þá sér hann fyrir sér að frá
samgöngum á Íslandi muni sleppa einungis
fjórðungur þess kolefnis sem nú fer út í and-
rúmsloftið frá þeirri uppsprettu.
Visthæfar samgöngur
eru ögrandi áskorun
Morgunblaðið/Frikki
Orkuráðstefna Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, setti orkuráðstefnuna í gær.
Í HNOTSKURN
»Á ráðstefnunni er greint frá örri þró-un í notkun visthæfra orkugjafa og
mismunandi sjónarmiðum um hvaða leiðir
séu vænlegastar.
»Þar er m.a. fjallað um tengiltvinnbíla.Þá eru rafgeymar þeirra hlaðnir frá
raforkukerfinu.
»Notkun lífetanóls, eða etanóls fram-leiddu úr lífmassa, hefur aukist hratt í
Svíþjóð.
»Þróuð hefur verið ný og ódýrari gerðlithium-rafhlaðna en áður voru fáan-
legar til notkunar í bílum. Eins tekur
skemmri tíma að fullhlaða þær en eldri
gerðir.
Ráðstefna um orku-
gjafa framtíðarinnar
og vistvænar lausnir
arfi um
megi ráð
sín á
rmlegum
tum,
réfum, þá
ngu sent
það
sé al-
dir í því
um
kinu víðs
5 tungu-
ort hann
ú þróun
geti haft
a sem
því neit-
skoð-
innumál
ð styrkja
i, en Ís-
áður tala
tíma.
hjá okk-
málið,“
starfs-
ins og
ekin sú
ækinu að
menn í
við erum
nsku. Við
kröfu
áttu
a sam-
n við
að
hjálpa þessu fólki að læra ís-
lensku,“ segir Svanur og bendir á
að í samstarfi við Alþjóðahúsið
standi Bónus fyrir námskeiðum í
vinnutengdri íslensku á vinnutíma.
Aðspurður segist Svanur telja að
íslenskan verði alltaf aðalvinnu-
málið í þjónustustörfum við al-
menning hérlendis.
Enskan er forsenda
alþjóðlegrar samkeppni
En það er ekki bara í atvinnulíf-
inu sem enskan hefur rutt sér til
rúms, því sífellt færist í vöxt að
enskan sé notuð sem kennslutæki
bæði á framhalds- og háskólastigi.
Að sögn Svöfu Grönfeldt, rektors
Háskólans í Reykjavík, hefur sú
stefna verið mörkuð að skólinn
verði tvítyngdur fyrir árið 2010.
„Ástæðan er sú að við þurfum að
tryggja að nemendur okkar hafi
alþjóðlega færni. Við getum ekki
keppt á alþjóðlegum vettvangi
nema kenna á ensku og þar erum
við að fylgja fordæmi annarra
þjóða,“ segir Svafa.
„Það er eitt að kenna tungumál.
Annað að þurfa að leysa viðfangs-
efni í hópi fólks frá ólíkum löndum
þar sem enskan er vinnumálið.
Við munum því auka framboðið á
ensku á næstu árum. Við leggjum
hins vegar mikla áherslu á að
skólinn sé tvítyngdur og að ís-
lenskan verði ávallt í hávegum
höfð. Við munum ekki gefa neinn
afslátt á íslenskunni,“ segir Svafa
og bendir á að það að skólinn sé
tvítyngdur þýði t.d. að tölvupóstar
og allar tilkynningar verði bæði á
íslensku og ensku.
„Íslenskan er kennslutungu-
málið við Háskóla Íslands,“ segir
Þórður Kristinsson, sviðsstjóri
kennslusviðs Háskóla Íslands.
Tekur hann fram að vissulega séu
í boði námskeið á ensku við skól-
ann, en þá sé yfirleitt um nám-
skeið sendikennara að ræða svo
og námskeið sem ætluð séu er-
lendum skiptistúdentum. Segir
hann námskeið sem kennd séu á
ensku yfirleitt vera á meistara-
stigi. Spurður hvort meira sé
kennt á ensku í viðskiptatengdum
greinum en öðrum segist Þórður
ekki telja svo vera.
hitt
endis?
ur marga Íslendinga
þörfum fyrirtækjanna
ar
tarf-
in
tofn-
í ís-
r
eita
m
gu og
a-
kta
krar
háskólastigi.
ÞEGAR forseti Íslands, Ólafur
Ragnar Grímsson, vígði fyrstu líf-
etanóldæluna hér á landi í gær,
hvatti hann til þjóðarátaks til að út-
rýma bensíni og dísilolíu sem orku-
gjöfum fyrir bíla hér á landi. Egill
Jóhannsson, forstjóri Brimborgar,
telur að eftir 1½-2 ár gæti innflutn-
ingur á bílum sem ganga fyrir líf-
etanóli numið um 10% af heildar-
innflutningi bifreiða.
Brimborg átti frumkvæðið að
þessu fyrsta skrefi til etanólvæð-
ingar bílaflotans en það var Olís
sem tók að sér innflutning á elds-
neytinu fyrir Brimborg og er dæl-
an, sem forsetinn opnaði formlega í
gær, við bensínstöð félagsins við
Álfheima í Reykjavík. Í fyrstu send-
ingunni voru einungis 2.000 lítrar
en þeir ættu þó að duga um sinn því
enn hafa einungis tveir bílar sem
ganga fyrir lífetanóli verið fluttir
til landsins; einn fjölskyldubíll af
gerðinni Ford C-Max og Volvo C30
sportbíll.
Unnið úr trjám
Nafnið á lífetanólinu er E85 sem
gefur til kynna hver hlutföll et-
anóls og bensíns eru, etanól er 85%
og bensín 15%. Eldsneytið var flutt
inn frá Svíþjóð en þar er það unnið
úr trjáafgöngum sem falla til í sjálf-
verðið gæti orðið mun lægra eða
um 100 krónur. Etanólið yrði að
vera ódýrara en bensín og dísilolía
því orkuinnihald etanólsins væri
lægra og eyðsla bílvéla því meiri.
Engin opinber gjöld eru lögð á líf-
etanólið og sagði Egill að vonandi
myndu íslensk stjórnvöld gera hið
sama og gert var í Svíþjóð, þ.e. að
aflétta gjöldum til 2013.
bærum trjáiðnaði, að því er segir í
tilkynningu frá Brimborg. Einn
lítri af etanóli kostar 190 krónur en
Egill sagði að ef innflutningurinn
væri meiri væri reiknað með að
Forsetinn vígði fyrstu etanóldæluna
Morgunblaðið/Frikki
Umhverfisvænn Forsetinn dælir á etanólbíl. Slíkur bíll losar 80% minna af kolefni en venjulegir bílar.