Morgunblaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ VEÐUR Hátt á annað þúsund athuga-semda bárust bæjarskipulagi Kópavogs vegna skipulagstillögu bæjarins á nýju og stærra hafn- arsvæði vestast á Kársnesi.     Margir íbúar í Kópavogi mót-mæltu með því að hengja upp áberandi borða við húsin sín sem sneru í átt að göngustígnum við sjávarsíðuna.     Nú hafa íbú-arnir fengið bandamann úr óvæntri átt. Gunnar Birg- isson bæjarstjóri í Kópavogi hefur kynnt sjálfstæð- ismönnum og fulltrúum íbúasamtaka í Kópavogi nýjar tillögur að skipulagi á Kárs- nesi. Þar hefur verið horfið frá stækkun hafnargarðs í Kópavogs- höfn. Og ekki verður hafnsækinn iðnaður á svæðinu heldur önnur starfsemi, svo sem verslun, skrif- stofur og veitingastaðir.     Til þess að mæta vaxandi umferð-arþunga er lagt til að setja Kársnesbraut í stokk, sem þýðir að hún yrði að húsagötu með aðkomu frá Hábraut. Í tillögunum er miðað við að brautin fari í stokk þegar umferð næði 14 til 15 þúsund bílum, hann yrði forsteyptur og því tæki ekki langan tíma að koma honum fyrir. Þá var Gunnar með dæmi um 380 íbúða og 660 íbúða byggð, en núverandi skipulag gerir ráð fyrir 845 íbúðum á Kársnesi.     Þetta er algjör kúvending hjábæjarstjóranum. Ef þetta verð- ur niðurstaðan, þá er það hvatning til íbúa að láta í sér heyra þegar skipulagsmál eru tekin fyrir í bæj- arfélaginu. Þeirra rödd heyrist.     Þetta sýnir auðvitað líka að Gunn-ar Birgisson er maður ákvarð- ana, jafnvel þegar kemur að því að endurskoða fyrri ákvarðanir. STAKSTEINAR Gunnar Birgisson Þegar mótmæli hafa áhrif FRÉTTIR                      ! " #$    %&'  (  )               *(!  + ,- .  & / 0    + -                12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                     !   :  *$;<                  !    "   #$%      *! $$ ; *! " #  $  #  %  & !'& =2 =! =2 =! =2 "%$  (  )*&+  $ -         /       &'  () #      =    87  * +     ,(  -  .     "     #$%   /+           '  +    '  $%    (  (         ,-  &..  &! / & !&(  3'45 >4 >*=5? @A *B./A=5? @A ,5C0B ).A 0 1 12 12  20   0     20     0 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Huld S. Ringsted | 17. september Hinn svarti dagur dómaranna Hvar stendur þjóð sem skynjar ekki réttlæti sitt og traust á þeim sem eiga að fylgja því eftir? ...Við erum með þögla yfirlýsingu ... Ég ætla að láta þessi nöfn og spurningu mína standa hér í dag með stórum svörtum stöfum. Ég vona að fleiri geri slíkt hið sama á sínum bloggsíðum undir yfirskrift- inni: Hinn svarti dagur dómaranna. Meira: ringarinn.blog.is Arnþór Helgason | 17. september Silfurtappinn skemmdur Undanfarið hefur verið útvarpað stuttum leik- þáttum eftir leikdóm- ara dagblaðanna frá árinu 1973. Í dag var komið að þætti Hall- dórs Þorsteinssonar sem hlaut Silfurtappann. Viðar Egg- ertsson bjó þættina til flutnings í þættinum Vítt og breitt og flutti skýringar. Í dag setti hann tónlist undir seinnihluta þáttarins, svo háa, að hún kæfði textann. Meira: arnthorhelgason.blog.is Ragnhildur Jónsdóttir | 17. september Fyndið og þó.... Daður á netinu endar með skilnaði... Frekar fyndið en þó um leið afar sorglegt. Þau gátu greinilega al- veg talað saman og verið sálufélagar, af hverju þurfti tölvu og nafnleynd á milli? Í staðinn fyrir að sitja t.d. heima í stofunni með kerti og kósí? Er þetta ekki týpískt að leita of langt yfir skammt, fólk gleymir því góða sem það á. Meira: ragjo.blog.is Dofri Hermannsson | 16. september Í tilefni Samgönguviku Miklu nær væri að grípa til heildstæðra aðgerða til að dreifa umferð betur um gatnakerfið og draga úr álagspunktum. Öskjuhlíðagöng myndu vinna að slíkum markmiðum og þau ásamt stokkalausnum á Miklubraut ættu skilyrðislaust að fá forgang umfram mislæg gatnamót á Miklu- braut-Kringlumýrarbraut. Því leggur Samfylkingin til:  Að nýtt aðalskipulag Reykjavíkur setji aukin lífgæði, gott umhverfi og minni umferð í forgang. Að felldur verði niður virðisaukaskattur af starfsemi Strætó bs  Að lagt verði fé í forgangsakrein- ar fyrir strætó á öllum helstu stofn- brautum höfuðborgarsvæðisins. Að sett verði fé í sérsakar hjólagötur á stofnbrautum samhliða uppbygg- ingu stofnstígakerfis fyrir hjólandi umferð sem geri hjólreiðar að hröð- um, öruggum og fullgildum ferða- máta. Að átak verði gert í að hindra að stórir vinnustaðir stefni öllu starfsfólki sínu til vinnu á sama tíma (fleytitíð)  Að kannaðir verði kostir þess að bílar með þremur einstaklingum eða fleiri geti einnig nýtt sér for- gangsakreinar  Að vinnuveitendum verði heimilt að greiða starfsfólki skattfrjálsan ferðastyrk óháð ferðamáta  Að tollum á bifreiðar verði hagað þannig að umhverfisvænir bílar verði ódýrari í innkaupum en þeir sem menga meira. Að álögum á elds- neyti verði hagað í réttu hlutfalli við mengun og útblástur  Að smáagnasía verði sett í alla nýja innflutta díselbíla s.s. reglur segja til um í flestum ríkjum Evr- ópusambandsins til að dragar úr svifryki  Að gerð verði heildarúttekt á kostnaði samfélagsins af notkun nagladekkja umfram notkun vetr- ardekkja  Að gerð verði heildarúttekt á kostnaði vegna umferðarmannvirkja með það í huga að bera saman hag- kvæmni þess að auka þjónustu með öflugum almenningssamgöngum og að halda áfram uppbyggingu gatna- kerfis sem fyrst og fremst þjónar einkabílnum. Meira: dofri.blog.is BLOG.IS BÆNDUR hafa ekki náð að skera nema lítið af korni hingað til vegna vætutíðar. Í þurrviðrinu á sunnudag var tækifærið notað og korn skorið á stórum akri á bænum Hvítárholti í Hrunamannahreppi. Allvíða í uppsveitum Árnessýslu hefur verið ræktað korn með góðum árangri um árabil. Í ár er korn ræktað á um 140 hekturum lands í Hrunamannahreppi. Bændur segja uppskeruhorfur góðar, en eitthvað fauk þó í illviðrinu á laugardag. Rækt- að er bæði tveggja og sex raða bygg, sem er ýmist súrsað eða þurrkað og þykir hið besta fóður. Morgunblaðið/ Sigurður Sigmundsson Kornskurður í Hvítárholti SJÖ merkilegustu mannvirki Vest- fjarða voru útnefnd á lokafundi dómnefndar sem haldinn var í Bjarkalundi í Reykhólasveit um helgina. Í sumar var í fjölmiðlum auglýst eftir tilnefningum frá al- menningi. Tillögur bárust um tæp- lega sjötíu mannvirki og hlutu sum þeirra margar tilnefningar. Í vinnu dómnefndar var ekki tekið tillit til fjölda tilnefninga um einstök mannvirki heldur reynt að leggja efnislegt mat á hvert þeirra fyrir sig. Til viðbótar komu nokkrar til- nefningar frá þeim sem sátu í dóm- nefndinni. Þar var ekki síst um að ræða mannvirki sem rétt þótti að hafa á heildarlistanum þó að ljóst mætti vera að þau kæmust ekki í hóp þeirra sjö útvöldu. Á næstu dögum verður gengið frá ítarlegri greinargerð um þau mannvirki sem valin voru og jafn- framt um starf dómnefndar og þær forsendur sem liggja að baki val- inu. Jafnframt verður gefinn út bæklingur um þessi mannvirki, sem væntanlega verður dreift ókeypis á helstu ferðamannastaði landsins eða eftir því sem fjárhagur dóm- nefndarfólks leyfir. Sparisjóður Vestfirðinga lagði fram styrk fyrir hluta af ferða- kostnaði dómnefndar. Fyrirtækið N1 lagði fram úttektarkort, hvert að verðmæti kr. 5.000, sem sjö af þeim sem sendu inn tilnefningar fá. Dregið verður úr nöfnum þeirra. Í valinu var miðað við Vest- fjarðakjálkann sem blasir við þegar litið er á kort: Mörkin eru þar sem næst liggur að kjálkinn skerist frá meginlandinu milli Gilsfjarðar að sunnan og Bitrufjarðar að norðan. Sjö merkilegustu mannvirkin vestra FRÉTTIR »Síldarverksmiðjan í Djúpavík. » Jarðgöngin á Arnarnesi viðÍsafjarðardjúp. »Gamla sjúkrahúsið (Safnahúsið)á Ísafirði. » Garðurinn Skrúður við Núp íDýrafirði. »Vegurinn út í Svalvoga (Kjar-ansbraut). » Mannvirki Samúels Jónssonar íSelárdal. » Þorpið í Flatey á Breiðafirði. Mannvirkin víða á Vestfjörðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.