Morgunblaðið - 18.09.2007, Page 20
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
join@mbl.is
Sjáðu, Michael, hvað litlakirkjan er krúttleg. Mikið erég spennt,“ sagði MeredithArthur við tilvonandi eigin-
mann sinn þegar hún kom auga á
torfkirkjuna í Árbæjarsafni síðastlið-
inn fimmtudag eftir langt og strangt
ferðalag alla leið frá San Fransiskó í
Kaliforníu, þar sem þau skötuhjúin
búa og starfa. Meredith hefur nefni-
lega alltaf verið harðákveðin í því að
fara að dæmi foreldra sinna þegar
hún fyndi sinn „rétta“ mann til að
deila lífinu með og gifta sig í Silfra-
staðakirkju, torfkirkjunni, sem kúrir
á túni Árbæjarsafns.
Sagan endurtekur sig á Íslandi
Óhætt er að segja að sagan hafi þar
með endurtekið sig síðastliðinn föstu-
dag þegar þau Meredith og Michael
Skrzypek mættu bæði hvítklædd og
glerfín í litlu íslensku torfkirkjuna til
að gifta sig að viðstöddum nánustu
fjölskyldumeðlimum, sem flugu yfir
hafið til að samfagna brúðhjónunum.
Foreldrar Meredith, þau Rodney
og Nancy Arthur frá Toledo í Ohio-
ríki, sem nú eru komin á eftirlaun,
gengu í heilagt hjónaband í sömu
kirkju 7. ágúst árið 1969 eða fyrir
tæpum 38 árum síðan. Þá var Rodney
nýútskrifaður lögfræðingur og dvaldi
hér á landi í átta vikur ásamt fjórum
öðrum ungum mönnum á styrk frá
Rotary-hreyfingunni. Rodney stóð í
daglegum bréfaskrifum við unnustu
sína og lýsti hrifningu sinni á landinu.
Í loftinu lá brúðkaup án þess að þau
væru búin að ákveða stað eða stund,
en það varð úr að Rodney sendi eftir
unnustu sinni vestur um haf og þau
giftu sig í Silfrastaðakirkju.
Erlendur heitinn Einarsson, fyrr-
verandi forstjóri SÍF, sá um að undir-
búa brúðkaupið, var svaramaður
brúðgumans og hélt brúðhjónunum
svo veislu heima hjá sér, en Erlendur
hafði verið fyrsti gestgjafi Rodneys á
ferðum hans um landið. Séra Óskar J.
Þorláksson gaf brúðhjónin saman.
Þau Rodney og Nancy heimsóttu
Ísland næst á tuttugu ára brúðkaups-
afmælinu sínu árið 1989, þá með
börnin sín þrjú meðferðis, Meredith,
sem þá var 14 ára, og eineggja tvíbur-
ana Matthew og John, sem þá voru 10
ára gamlir og fetað hafa í fótspor föð-
ur síns og gerst lögfræðingar. Fjöl-
skyldan leigði sér sömu svítu á Hótel
Sögu og hjónin höfðu varið brúð-
kaupsnóttinni í og þau buðu öllum ís-
lensku vinunum, sem höfðu gert dag-
inn þeirra eftirminnilegan, til veislu á
Hótel Sögu.
Tilgangurinn með ferðalaginu var
líka sá að sýna börnunum landið
fagra, sem þau sjálf heilluðust svo af,
enda sögðu þau í samtali við Morg-
unblaðið í heimsókninni árið 1989 að
krakkarnir væru ákaflega hrifin af
landinu og stefndu líka að því að gifta
sig hér.
Leidd á blint stefnumót
„Og nú er ég að standa við stóru
orðin og ég er svo heppin að Michael
var sko meira en til í þetta, enda er
Ísland svo sannarlega komið á kortið
yfir vinsæla staði sem vert er að
heimsækja. Ég þurfti því ekkert mik-
ið að ganga á eftir honum, hafandi al-
ið þennan draum í öll þessi ár,“ segir
Meredith.
Þegar forvitnast er um hvernig
kynni þeirra hafi borið að, líta þau
brosandi hvort á annað og segja að
fyrir um ári síðan hafi þau einfaldlega
verið leidd saman af samstarfskonu
Meredith. „Michael, sem annars
starfar við að aðstoða lögfræðinga við
að setja fram sönnunargögn í rétt-
arhöldum, var módel í einu mynd-
broti, sem ég var að vinna að fyrir
vefsíðuna www.chow.com, sem fjallar
um mat og matargerð. Það var þó
ekki fyrr en á þriðja hittingi að vart
varð einhverrar ástar á milli okkar en
hún hefur svo bara magnast upp síð-
an.“
Bítlalög og hveitibrauðsdagar
Foreldrar Meredith voru að vonum
viðstaddir brúðkaup dóttur sinnar,
sem og tvíburabræðurnir og þeirra
kærustur. Foreldrar brúðgumans
voru líka með í för og sá móðir brúð-
gumans um sjálfa athöfnina, sem þau
vildu að væri ekki trúarlegs eðlis þar
sem þau væru ekki sjálf mjög trúuð.
Brúðhjónin klæddust bæði hvítu
við athöfnina, „eins og Yoko og John
Lennon,“ segir brúðguminn og lögin
tvö sem spiluð voru við athöfnina
voru að vonum sótt í smiðju Bítlana,
annars vegar lagið „Black Bird“ af
hvíta albúminu og hinsvegar „In my
life“ af Revolverplötunni. „Ég elska
nefnilega Bítlana, sér í lagi John Len-
non, og Meredith var ákaflega sátt
við lagavalið.“ Að athöfn lokinni fóru
brúðhjónin ásamt fjölskyldu í Sjáv-
arkjallarann og nýgiftu hjónin hyggj-
ast taka viku í hveitibrauðsdaga á Ís-
landi áður en haldið verður af stað
heim á ný þar sem haldin verður
veisla fyrir vini og kunningja vestra.
„Svo komum við til Íslands til að
halda upp á brúðkaupsafmælin okkar
og þá kannski með fullt af börnum í
farteskinu,“ segja nýgiftu hjónin
hlæjandi.
Brúðhjónin Meredith og Michael Skrzypek hvítklædd og glerfín við Silfrastaðakirkju, torfkirkjuna sem kúrir á túni Árbæjarsafns. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Athöfnin Brúðhjónin ásamt nánustu fjölskyldum fyrir framan Silfrastaða-
kirkju. Lengst til vinstri eru foreldrar brúðarinnar, þau Nancy og Rodney
Arthur, sem giftu sig í sömu kirkju fyrir 38 árum.
Brúðkaupsafmælið Hjónin Nancy og Rodney Arthur heimsóttu Ísland á
20 ára brúðkaupsafmælinu sínu ásamt börnunum, Meredith og tvíbura-
strákunum Matthew og John. Fjölskyldan bjó þá í sömu svítu á Hótel Sögu
og þau Nancy og Rodney vörðu brúðkaupsnóttinni í.
Endurtók leik
foreldranna í
torfkirkjunni
Svo komum við til Íslands
til að halda upp á brúð-
kaupsafmælin okkar og þá
kannski með fullt af börn-
um í farteskinu
daglegt líf
20 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Reuters
Við vatnið Danssýningar fara fram úti sem inni. Undirbúningur Hin 17 ára Xiao Yu undirbýr sig fyrir sýningu.
Dansað af
lífi og sál
ÞAÐ vill oft loða við dansara
að því smærri og léttari sem
þeir eru því betra sé það fyrir
dansinn.
Félagar í kínverska dans-
hópnum Feitar og flottar láta
slíkar klisjur þó sem vind um
eyru þjóta. Danshópurinn,
sem er starfræktur í borginni
Nanjing í austurhluta Kína,
sýnir víða opinberlega. En
hann samanstendur af sjö kon-
um á aldrinum 17 til 24 ára
sem allar eiga það sameig-
inlegt að vega yfir 100 kg.