Morgunblaðið - 18.09.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2007 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
Suðurlandsbraut 24 • 108 Reykjavík • Sími 569 0900
Fax 569 0909 • lifbank@lifbank.is • www.lifbank.is
Framhaldsársfundur
Framhaldsársfundur Lífeyrissjóðs bankamanna verður haldinn
fimmtudaginn 20. september nk. kl. 20.00.
Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel í Reykjavík, Sigtúni 38.
Dagskrá:
Tillögur stjórnar til breytinga á samþykktum.
Varðar aldurstengingu réttinda sjóðfélaga í Stigadeild.
Umræddar tillögur til breytinga á samþykktum liggja frammi á
skrifstofu sjóðsins, Suðurlandsbraut 24, sími 569 0900.
Einnig má nálgast tillögurnar á heimasíðu sjóðsins
www.lifbank.is.
Athugið breyttan fundarstað
Stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna
ÞETTA HELST ...
● HLUTABRÉF lækkuðu í verði í
Kauphöll Íslands í gær. Úrvals-
vísitalan lækkaði um 2,42% og var
7.583 stig við lokun markaða. Bréf
Atlantic Petrolium hækkuðu um
4,21% og bréf Century Aluminium
um 1,69%. Bréf Exista lækkuðu um
3,84% og bréf Straums-Burðaráss
um 3,41%.
Krónan veiktist um 0,78% í gær,
en velta á millibankamarkaði nam
14,4 milljörðum króna. Gengi Banda-
ríkjadollars var við lokun markaða
65,24 krónur en gengi evrunnar
90,43 krónur.
Töluverð lækkun
● HAGNAÐUR
Norvik Banka á
fyrri helmingi
þessa árs nam
rúmum 4,6 millj-
ónum lettneskra
lata, um 680 millj-
ónum íslenskra
króna á núvirði.
Norvik Banka er
lettneskur banki í
meirihlutaeigu
Jóns Helga Guðmundssonar, sem
kenndur er við BYKO.
Jókst hagnaður bankans um ein
372% frá sama tímabili í fyrra, þegar
hagnaðurinn nam 985 þúsund lötum.
Rekstrartekjur jukust um 41,9% milli
ára í 13,1 milljón lata en rekstr-
arkostnaður jókst um 19,5% í 7,9
milljónir.
Stóraukinn hagnaður
Norvik Banka
Jón Helgi
Guðmundsson
● LME, eignarhaldsfélag í eigu Mar-
el Food Systems, Landsbankans og
Eyris Invest, hefur náð tökum á hol-
lenska iðnfyrirtækinu Stork eftir að
breska fjárfestingafélagið Candover
dró yfirtökutilboð sitt til baka. Mikil
andstaða hefur verið við tilboð Bret-
anna og hafa viðræður staðið yfir
milli fulltrúa Candover og LME, sem
á ríflega 43% hlut í Stork. Tilboð
Candover átti að renna út í dag en
það hljóðaði upp á 1,5 milljarða
evra, jafnvirði um 130 milljarða
króna. Viðræður um framtíð Stork
munu halda áfram, samkvæmt til-
kynningu Candover.
Candover dregur til
baka tilboð í Stork
Árni Mathiesen fagnaði sömuleið-
is tillögum ráðsins og þá sérstaklega
í skattamálum og lífeyrismál. Hins
vegar segist hann vera á móti íviln-
unum líkt og lagt sé til í skattahluta
tillagna Viðskiptaráðs. Einfalda eigi
hlutina.
En þótt Árna líki vel við skatta-
hlutann þá segir hann eitt standa
upp úr. Það er tillaga um að minnka
umsvif ríkisins um fimmtung. Við-
skiptalífið hafi sýnt það og sannað að
slíkt eigi að vera framkvæmanlegt.
Segir að stefna beri
að flötu skattkerfi
Viðskiptaráð með tillögur að bættri samkeppnishæfni Íslands
Morgunblaðið/Golli
Ráðherrar Björgvin G. Sigurðsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og
Árni M. Mathiesen ræddu við Finn Oddsson, framkvæmdastjóra Við-
skiptaráðs, um tillögur ráðsins á afmælishátíðinni í gær.
FLATUR skattur er það sem ber að
stefna að í framtíðinni að mati Björg-
vins G. Sigurðssonar, viðskiptaráð-
herra, en hann lét þessi orð falla á 90
ára afmælishátíð Viðskiptaráðs í
gær. Í tilefni afmælisins hefur Við-
skiptaráð tekið saman lista yfir 90
tillögur til stjórnvalda sem miða eiga
að því að bæta samkeppnishæfni,
viðskiptaumhverfi og framtíðarhorf-
ur Íslands. Meðal þess sem ráðið
leggur til er að settur verði flatur
skattur með almennum lágum skatti.
Þannig verði tekjuskattur einstak-
linga, fyrirtækja og virðisaukaskatt-
ur samræmdur.
Bætti Björgvin því við að leggja
beri niður samkeppnishamlandi
gjöld svo sem vöru- og stympilgjöld.
Þá tók hann undir þau orð Erlends
Hjaltasonar, formanns Viðskipta-
ráðs, að stærsta einstaka ákvörðunin
sem stjórnvöld standi frammi fyrir
snúi að gjaldmiðlinum.
Frelsið er leiðarljós
Á hátíðinni var viðskiptaráðherra,
ásamt Þorgerði Katrínu Gunnars-
dóttur, menntamálaráðherra, og
Árna M. Mathiesen, fjármálaráð-
herra, afhentur bæklingur með til-
lögum ráðsins og í kjölfarið fór fram
stutt pallborðsumræða með ráðherr-
unum um efni tillagnanna. Þorgerð-
ur Katrín sagðist lítast vel á margar
tillögur Viðskiptaráðs. Tillögur ráðs-
ins væru oft djarfar en um leið mik-
ilvægar inn í umræðuna.
„Frelsið er okkar leiðarljós í upp-
byggingu háskólamenntunar,“ sagði
Þorgerður Katrín. Hún sagðist telja
að Ísland sé vel í stakk búið í sam-
keppni á sviði háskólamenntunar á
alþjóðavísu, en ráðið leggur m.a. til
að einkaframkvæmd verði nýtt í
auknum mæli á öllum skólastigum.
FL Group hefur eignast rétt tæp-
lega 84% hlut í Tryggingamiðstöð-
inni (TM) og er stefnt að afskráningu
félagsins úr OMX á Íslandi.
FL Group hefur gengið frá samn-
ingum um kaup á 46,2% hlut sem var
í eigu Glitnis, Hnotskurnar og Sam-
herja en fyrir viðskiptin átti FL Gro-
up 37,6% í TM. Kaupverðið í þessum
viðskiptum er 47 krónur á hlut eða
samtals tæplega 24 milljarðar króna.
Þá upphæð mun FL Group greiða að
fullu með útgáfu nýs hlutafjár, fáist
til þess samþykki hlutahafa á hlut-
hafa fundi sem haldinn verður 25.
september.
Að því fengnu hyggst FL Group
gera öðrum hluthöfum í TM yfir-
tökutilboð og afskrá félagið.
Gengið á bréfum FL Group í við-
skiptunum er 24,3 krónur á hlut sem
var dagslokaverð á föstudaginn. Eft-
ir þessi viðskipti og önnur viðskipti
sem tilkynnt var um í gær verður
eignarhluti Glitnis í FL Group um
9% en fram kemur að Glitnir stefni
að sölu allra hluta sinna í FL Group
til fjárfesta.
TM afskráð
BRESKA rík-
isstjórnin til-
kynnti í gær að
hún myndi
tryggja allar
innistæður við-
skiptavina
breska bankans
Northern Rock.
Viðskiptavinir
bankans hafa flykkst til að taka út
innistæður sínar eftir að stjórn-
endur hans viðurkenndu síðastlið-
inn fimmtudag að bankinn ætti
við mikinn lausafjárskort að
stríða.
Lækka lánshæfismat
Alistair Darling, fjármálaráðherra
Bretlands, sagði í gær að fólki
væri frjálst að taka eignir sínar
úr bankanum, en að ef þeir kysu
að geyma féð áfram í bankanum
þá væri eignin tryggð af hinu op-
inbera.
Enn jukust vandamál breska
bankans Northern Rock í gær
þegar alþjóðlega matsfyrirtækið
Moody’s lækkaði lánshæfiseinkunn
bankans fyrir fjárhagslegan styrk
en matsfyrirtækin Standard & Po-
or’s og Fitch lækkuðu lánshæf-
iseinkunn breska bankans á föstu-
dag. Gengi bréfa Northern Rock
féll um 35% í viðskiptum í kaup-
höllinni í Lundúnum í gær en á
föstudag lækkuðu bréfin um 32%.
Ríkið trygg-
ir innistæð-
ur bankans
!""
)
*+ ,
- )
./."012"312
.45"/31"04.
361"0.3"533
056"/65"0..
."053"026"/27
6"32/"735
52"/51"7/3
.".50"302"020
."/24"0.7"502
2"52."4.0
75.".5/"625
.//"365".22
22"070"/65
."57/"///
342"33.
55"4.0"732
5/"136"056
0"714"/71
66/"735
53"353"106
.54"/.6"5//
6."163"///
1!44
2/!4/
54!6/
57!5/
52!1/
31!7/
50!7/
./30!//
34!40
.4!3/
0!17
14!6/
5!72
2!55
.3./!//
207!//
.!7.
5.5!//
0!42
16!1/
5.!0/
72!7/
511/!//
./!0/
1!41
2.!0/
54!4/
57!3/
56!//
31!40
50!2/
./7/!//
34!1/
.4!7/
2!/5
11!6/
5!71
2!54
.324!//
22/!//
.!73
5.6!//
0!17
14!3/
5.!1/
72!6/
1!//
3/3/!//
.5!0/
2!00
8 )
3
5.
42
72
04
3
0
.51
27
.
01
53
.0
.
5
2/
.2
.2
0
6
7
4
9
"
.6"1"5//6
.6"1"5//6
.6"1"5//6
.6"1"5//6
.6"1"5//6
.6"1"5//6
.6"1"5//6
.6"1"5//6
.6"1"5//6
.7"1"5//6
.6"1"5//6
.6"1"5//6
.6"1"5//6
.6"1"5//6
.6"1"5//6
.6"1"5//6
.6"1"5//6
.3"1"5//6
.6"1"5//6
.6"1"5//6
.6"1"5//6
.3"1"5//6
.6"1"5//6
55"4"5//6
.6"1"5//6
6"1"5//6
0"1"5//6
34 $
) "
:8 ) "
;< "
# ) "
+ "
" ;) = >? ) "
- )& + "
# + = "
(? "
: @ @ "+" "
*% "
A "
54
6
320 "
? "
? B BC
; :
) "
D % :
>? ? ) "
( "
EF "
* % 8 "
' 8 "
3
7 8 0
G %
G"
: "
) "
H(I H(I
J
J
H(I : :I
J
J
9K L EM
J
J
*
;
9
I
J
J
H(I ;.0
H(I 77/
J
J
● EVRÓPUDÓMSTÓLL samkeppn-
ismála staðfesti í morgun þann úr-
skurð framkvæmdastjórnar Evrópu-
sambandsins frá árinu 2004, að
bandaríski hugbúnaðarframleiðand-
inn Microsoft hafi misnotað mark-
aðsráðandi stöðu sína á einka-
tölvumarkaði í Evrópu. Staðfesti
dómstóllinn einnig, að Microsoft
skuli greiða tæplega hálfan milljarð
evra í sekt fyrir brot sitt.
Dómur yfir Microsoft
staðfestur í Evrópu