Morgunblaðið - 30.09.2007, Síða 6

Morgunblaðið - 30.09.2007, Síða 6
6 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mundus vult decipi. Þetta er latína, rómverskur málsháttur forn, þýðir: Heimurinn vill láta blekkjast. Rómverjar fornu lifðu og skópu mikla sögu. Þeir voru raunsæir og rökvísir og tunga þeirra heið og skýr. Það sem þá skorti á trúarlega og heimspekilega djúphyggju og skáldleg tilþrif unnu þeir upp með hag- nýtri raunhyggju, verksviti, sjálfsaga og hernaðarlist. Og þeir komust æði langt með það að leggja heiminn undir sig, þann heim, sem á veldistíma þeirra var inn- an sjónhrings á því svæði jarðar, þar sem menning Vesturlanda óx úr grasi. Tunga þeirra, latínan, varð þjál og prúð þerna þeirra hugsana, sem eru veigurinn í þeirri menningu. Spakmæli á þeirri tungu voru mörgum munntöm á fyrri tíð. Aðrar tungur eiga líka orðskviði, sem eru til vitnis um reynslu, athygli, vitsmuni og fagurt tungutak, enda til orðnir á tímum, þegar menn höfðu eirð í sér til þess að hugsa og kveða að orðum en drekktu ekki sjálfum sér í linnulausri óðamælgi. Heimurinn, maðurinn, vill vera blekktur. Er þessi staðhæfing spakmæli? Það virðist helst vera andvarp. Margar hliðstæður má finna á öðrum tungum, sams konar dapurlega úrskurði um mannlegt eðlisfar. Þeir dómar virðast sprottnir af biturri reynslu. Ellegar af raunsærri mannþekkingu? Eða var það ekki frægur tignarmaður, gáfaður vel, sem sagði: „Því betur sem ég kynnist mönnunum, því meira met ég hundinn minn“? Alkunn er ádrepa Þorsteins Erlingssonar: Þrælslund aldrei þrýtur mann, þar er að taka af nógu, hann gerði allt, sem hundur kann, hefði’ hann aðeins rófu. Sigurbjörn Einarsson Hvað viltu, veröld? (1) ALLIR þurfa þak yfir höfuðið en á það að vera flatt eða hallandi? „Flötu“ þökin okkar svonefndu eru í reynd næstum öll með örlitlum halla sem á að duga til að vatnið renni af þeim. Vandinn er að það gerist ekki alltaf eins og sumir húseigendur hafa verið minntir á þegar hausta tekur og slag- viðri fara að herja. Eitt eru menn sammála um: það verður að vanda til verka þegar smíðuð eru flöt þök, ann- ars getur farið illa – en oft koma af- leiðingarnar ekki í ljós fyrr en eftir nokkur ár. Hafi t.d. mistekist að hafa réttan halla og hann orðið allt of lítill getur farið að leka. Við fyrstu sýn virðist leikmanni að rökréttast sé í landi hinna eilífu um- hleypinga að tryggja að vatnið renni af húsþakinu með því að nota lögmál þyngdaraflsins: hafa halla á þakinu. Síðustu sex til átta árin hefur flötu þökunum aftur vaxið ásmegin, þau eru nú mjög algeng í nýbyggingum, vafalaust er ein ástæðan að þau eru að jafnaði talin heldur ódýrari þó að það fari mjög eftir útfærslu. Þótt erfitt sé að fá traustar upplýsingar um gengi nýju, flötu þakanna virðist sem flest þeirra haldi ágætlega vatni, að minnsta kosti ennþá. „Skeggbroddar á andliti fagurrar konu“ Lekavandamál vegna rangra vinnubragða og almennt fúsk í húsa- gerð eru ekki úr sögunni, þrátt fyrir allar framfarir. Sigurður H. Guðjóns- son, formaður Húseigendafélagsins, staðfestir það og rifjar upp að deil- urnar um rétta gerð þaka komi upp öðru hverju. Sigurður segir að það hafi orðið hálfgert slys á sjöunda ára- tugnum og er ekki hrifinn af flötu þökunum. Hann minnir á vandamál í Árbæn- um á sjöunda áratugnum. „Þarna var byggt mikið af húsum með svona þök- um og þau reyndust leka, þetta voru margra bala þök,“ segir hann. „Þar urðu málaferli en meginreglan er auð- vitað sú að ný hús eiga að halda vatni. Annars eru þau gölluð. Hönnunin á þessum þökum í Árbænum var dönsk, hún var flutt hingað hrá og menn tóku ekki mið af þessu skávatnsveðri sem hér geisar stundum. Í framhaldinu brúkuðu menn ekki mikið flöt þök þangað til að fór að fenna í sporin. Þá byrjuðu menn aftur og sögðust vera komnir með einhverja nýja dúka og önnur ný efni sem vatnið myndi ekki vinna á. En alltaf sigrar vatnið að lokum. Líklega snýst þetta um kostn- að, um krónur og aura.“ – Hvernig á fólk að forðast slysin þegar það kaupir ný hús? „Það er náttúrulega brýnt að skoða þetta vel og fá fagmenn til að kíkja á þetta, spyrja seljandann miskunnar- laust. Og ef taka þarf þakið á blokk í gegn er það sameiginlegt verkefni íbúanna, ekki dugar að kaupa bara íbúð neðarlega í húsinu. Fólk verður að fá upplýsingar frá húsfélaginu um það sem hefur verið gert eða ekki gert, fá úttektir ef þær liggja fyrir og svo framvegis. Það kemur mikið af gallamálum inn á okkar borð, sérstaklega út af nýjum eignum, ekki endilega út af þakleka. En birtingarmynd flestra galla er hins vegar vatn. Síðan geta orsakir lekans verið af mismunandi toga. Draumurinn breytist í martröð. Allt lítur vel út í upphafi en svo kemur lek- inn eins og skeggbroddur á andliti fagurrar konu.“ Sigurður hefur eftir aðilum í byggingariðnaði að helsta or- sök aukinnar tíðni galla í nýbygging- um sé of mikill framkvæmdahraði. En einnig geti verið að erlendir starfs- menn í greininni þekki ekki nógu vel aðstæður hér eða íslenska staðla. Blaðamaður spurði fjölmarga aðila í byggingariðnaði álits á þökunum og lekavandamálum, núna eða í framtíð- inni. Verktakar reyndust margir tregir til að tjá sig undir nafni og vildu greinilega ekki rugga bátnum, voru smeykir um að allt sem þeir segðu gæti verið mistúlkað. „Þessi flötu þök eru orðin svona vinsæl út af funkis- stílnum,“ sagði einn þeirra. „Þetta er ekki vegna þess að þetta sé ódýrara, þetta er spurning um útlit hússins og hæðarkvótar eru samkvæmt deili- skipulagi. Lofthæð í íbúðum hefur aukist, aðallega í einbýlishúsum og þá er komið til móts við deiliskipulagið með því að hafa flöt þök, heildarhæðin verður þá minni en ella. Einbýlishús getur verið með fjögurra metra loft- hæð, steypta loftplötu og flatt þak. Þá fæst meiri rýmd inni í húsinu. Ég get fullvissað þig um að það er ekkert mál að búa til flatt þak, þ.e. þak með halla sem er ekki nema ca tveir sentimetrar á metra, þannig að þau séu jafn góð og hin þökin.“ – En nú eru mörg dæmi um að þetta hefur mistekist... „Þá er bara um að kenna vinnu- brögðunum. Það er ekki efninu að kenna, menn vanda ekki nógu vel til verka.“ Spurning um útlit hússins og rýmd En hver ákveður hvernig þak skuli vera á húsi? Byggingasvið Borgar- skipulags í Reykjavík setur oft ákveðnar reglur í deiliskipulagi um þakgerð til að hafa ákveðið svipmót á hverfinu, einnig þarf að tryggja að skuggavarp sé ekki með þeim hætti að valdi nágrönnum vanda. Þá er auð- vitað best að þakið skagi ekki of hátt upp í loftið yfir næstu hús og þess vegna er stundum ákvæði um að nota skuli „flöt“ þök. Þórarinn Þórarinsson arkitekt hjá byggingarsviði Borgarskipulags seg- ir að menn kunni betur til verka núna við flötu þökin en áður. „Gömlu, góðu þökin dugðu ágæt- lega,“ segir hann. „En þá var heilmik- il súð og húsin voru svolítið djúp og þykk. Þetta gengur ágætlega þegar húsin eru lítil en ef húsið er stórt um sig verður þakið mjög mikið um sig, eins og við sjáum á myndum frá Bæj- aralandi þar sem þakið er margar hæðir! Þá er þetta orðið mjög dýrt, þarf að búa til glugga á þetta og fleira sem verður dýrt.“ Ef bárujárnsþak hallar meira en 15 gráður eru líkur á að vatnsdropi sem kemst í gegnum járnið renni niður bárujárnið að innanverðu vegna við- loðunar. Ef hallinn er kominn niður í 12 gráður eru líkur til þess að dropinn losni frá járninu og detti beint niður, segir Þórarinn. Hann segir margt valda því að flötu þökin séu komin aft- ur. „Í nútímaarkitektúr er alls konar fólk að fást við þetta. Þar er fólk sem vill byggja draumahúsið sitt, bygg- ingameistarar ráða yfir ákveðnum mótum og búnaði, uppi í Borgarfirði er forsteypufyrirtæki sem framleiðir einingar með tilliti til ákveðinna for- sendna og svo framvegis. Þetta er flókið samspil, engin ein skýring, en svo má ekki gleyma tískustraumum sem ráða kannski mestu. Það er hægt að búa til „flöt“ þök sem leka ekki neitt. En það krefst verkkunnáttu, menn þurfa að vita hvað þeir eru að gera. Ef eitthvað klikkar fer vatnið náttúrulega beint niður.“ Allir að flýta sér ... – En er ekki vandasamara að smíða þak með örlitlum halla en hefðbundin þök með 15 gráða halla eða meira? „Jú, það þarf að gera þetta rétt og nota efnin rétt til þess að þakið verði örugglega vatnsþétt. Stundum er þetta ekki rétt hannað, smiðirnir eru ekki með rétta fyrirmynd en svo get- ur líka verið að smiðurinn kunni ekki vinnubrögðin. Og hann getur hafa flýtt sér of mikið. Hann kann þetta en lætur slag standa og lokar einhverju sem hann veit að er ekki nógu gott. Svo kemur gallinn ekki í ljós fyrr en eftir nokkur ár. Byggingameistararnir eru að flýta sér, hönnuðirnir eru að flýta sér. Það eru allir að flýta sér og það fyrsta sem þá er fórnað er verkkunnáttan, vand- virknin. Þetta á við um allt sem við gerum.“ Að búa í margra bala húsi – eða húsi sem lekur ekki neitt Í HNOTSKURN » Tvær aðferðir eru helst notaðar við að gera „flöt“ þök. Annarsvegar eru lögð tvö lög af tjörupappa ofan á steyptu þakplötuna og þau límd föst með tjöru, ofan á pappann kemur síðan sérstök gerð af plasteinangrun úr mjög þéttu efni sem þolir raka til langs tíma. Ofan á einangrunina kemur síudúkur úr trefjum til að hlífa einangruninni og loks þarf að fergja þetta með möl eða steinhellum. Kosturinn við þessa aðferð er einkum að auðvelt er að finna leka ef hann kemur upp og gera við hann. »Hin aðferðin er að leggja einangrunina á steyptu plötuna og síðandúk ofan á hana, venjulega úr pvc-gerviefni. Ókosturinn er að komi gat á dúkinn getur bleyta farið út um alla steinplötuna og því erfiðara að finna leka og gera við. Þeir sem vanda til verka gæta þess að slípa mjög vandlega steyptu plötuna til að draga úr hættunni á að arða eða misfella í steypunni geri gat á dúkinn. Nú er farið að nota pvc-dúk sem þolir sólarljós og því ekki hætta á að hann verði stökkur og endist illa, jafnvel þótt hann sé ekki varinn með blikki eða öðrum hætti. Fréttaskýring | Deilan um „flöt“ þök eða hall- andi stendur enn yfir. Kristján Jónsson ræddi við sérfróða sem flestir segja að hægt sé að smíða vatnsheld, flöt þök. En menn verði að kunna það. Morgunblaðið/ÞÖK Engar burstir „Flöt“ þök eru ekki alveg flöt en hallinn er mun minni en tíðkast á hefðbundnu gerðinni þar sem reist er bygging úr timbri og járni/áli ofan á steinplötuna. Loftmyndin er af nýju hverfi við Elliðavatn. kjon@mbl.is ATORKA Group hefur eignast um 20% hlut í kínverska félaginu Shanghai Century Acquistion Corp (SHA) sem skráð er á AMEX-hluta- bréfamarkaðnum í New York. Heild- arverð kaupanna er um tveir millj- arðar króna og samkvæmt tilkynningu til kauphallar hafa kaup- in átt sér stað á undanförnum vikum. SHA er félag sem er stofnað sér- staklega í þeim tilgangi að sameinast öðru félagi og hefur það samið um kaup á kínverska lyfjafyrirtækinu Sichuan Kelun Pharmceutical, eða Kelun, með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda í Kína. Kelun mun vera leiðandi fyrirtæki í framleiðslu og dreifingu á vökva í æð í Kína. Fyrirtækið rekur 13 verk- smiðjur í Kína, starfrækir þar 53 söluskrifstofur og er með um 6.800 starfsmenn. Kelun framleiðir um 90 tegundir af vökvum og er heildar- framleiðslugeta félagsins um 1,4 milljarðar skammta á ári. Í tilkynningu Atorku segir að framundan sé mikill vöxtur í heil- brigðisgeiranum í Kína og Kelun sé með sterka stöðu til að taka þátt í þeim vexti. Atorka hefur einnig á undanförnum mánuðum keypt kaup- rétti í félaginu, sem eru nýtanlegir þegar kaupin á Kelun eru gengin í gegn. Atorka kaupir í kínversku félagi Heildarverð um tveir milljarðar króna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.