Morgunblaðið - 30.09.2007, Side 16
16 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Þeir sinna því ansi víðum hópi, bæði
hvað varðar fjölda skjólstæðinga, þar
sem vandamálin geta verið stór, og
einnig landfræðilega, því margir
skjólstæðingar eru staðsettir úti á
landi. „Auðvitað væri betra ef við
værum fleiri,“ segir Anna Newton,
sálfræðingur hjá Fangelsismálastofn-
un. „En það er alveg skýrt, að ef við
fáum ábendingar frá aðstandendum,
samföngum eða starfsmönnum, þá
kippum við föngum inn samdægurs.
Og auðvitað hefur það oft áhrif á al-
menna biðtímann.“
Meðalbiðtími eftir viðtali hjá sál-
fræðingi, samkvæmt upplýsingum
Fangelsismálastofnunar, eru 12 til 14
dagar. Og Anna bendir á að ekki sé
alltaf æskilegt að viðtölin séu tíðari en
það. „Sumir þurfa að koma oft í viku,
ef þeir eru langt niðri, og heilbrigð-
isstarfsmenn og fangaverðir þurfa
jafnvel einnig að fylgjast með þeim.
En almennt líða tvær vikur á milli við-
tala, því skjólstæðingurinn þarf að
vinna í sínum málum þess á milli, svo
sem skrá svefntíma sinn, fylgjast með
virkni, hvað veitir ánægju, og hversu
oft hann reiðist á viku, dag eða jafnvel
klukkutíma.“
Í nágrannalöndunum vinna sál-
fræðingar oft beint fyrir fangelsin og
þurfa þá ekki að sinna öðrum skjól-
stæðingum. „Ég tel mikilvægt að
hvert fangelsi sé með eigin sálfræð-
inga og félagsráðgjafa,“ segir Bolli
Thoroddsen, „þeir séu hluti af fang-
elsissamfélaginu, fangar hafi greiðan
aðgang að þeim og treysti þeim.“
Valtýr Sigurðsson segist ekki efast
um þörfina á viðtölum sálfræðinga,
því fangar sé oft kvíðnir og þurfi á
persónulegri meðferð að halda. En
hann vill ná fangavörðum meira inn í
það hlutverk að ræða við fanga og
upplýsa þá. Einnig verði bráðum tveir
félagsráðgjafar starfandi hjá Fang-
elsismálastofnun, en enginn slíkur
hafi unnið hjá stofnuninni fyrir þrem-
ur árum.
„Sú þjónusta sem sálfræðingarnir
veita er að mestu við einstaklinga og
að því leyti stöndum við okkur betur
en mörg Norðurlönd, en það þýðir að
við erum í vandræðum með að sinna
hópmeðferðum, t.d. fyrir þá sem sitja
inni fyrir kynferðisbrot og ofbeldis-
brot. Við höfum haldið slík námskeið,
en of stopult að mínu mati.“
Á að skikka fanga í meðferð
Á tímabili var lagt mikið upp úr
hópmeðferðum með kynferðisbrota-
menn, en nú sýna rannsóknir erlendis
að til þess að ná árangri þurfi öfluga
einstaklingsmeðferð í bland við hóp-
meðferð, að sögn Önnu Newton.
„Vandinn sem við lendum í, af því
að við viljum gjarnan sinna þessum
hópi, er sá að það er ekki hægt að
skikka þessa einstaklinga til meðferð-
ar. Það má deila um hvort meðferðin
virkar, en rannsóknir sýna að hún
skilar betri árangri en ekki neitt. Og
eigum við þá ekki að reyna það?“
– Er ástæða til að skikka bæði kyn-
ferðis- og ofbeldisbrotamenn í með-
ferð?
„Ef þeir sjá sér ekki hag í því að
koma sjálfir, þá finnst mér að það eigi
að skikka þá til þess. Hreinlega út af
því að rannsóknir sýna að ef vel er
staðið að meðferðinni skilar það betri
en engum árangri í tilfelli kynferðis-
brotamanna og gefur góða raun hjá
ofbeldismönnum. Enda höfum við
meiri og lengri reynslu af því, líka er-
lendis frá. En við þyrftum að hafa bol-
magn til að standa undir þessu og það
gengi ekki með tvo sálfræðinga.“
– Hvað þyrfti marga?’
„Hvað sagði ég síðast, fjóra?“ spyr
Anna og hlær. „Ég stend við það.“
– Svo eru það hópmeðferðirnar!
„Við erum eftir á hvað það varðar,“
segir Anna. „Það er bara þannig.
Samt felst ákveðinn sparnaður í hóp-
meðferðum. En margir fangar eru lítt
hrifnir af hugmyndum um hópmeð-
ferðir, að hluta til af því að þeir vita
ekki um hvað þær snúast. En hóp-
meðferðir hafa marga kosti og ýmsa
galla. Ég held að draumaformúlan sé
að halda ákveðin námskeið, sem allir
taka þátt í, og svo fái einstaklingar
stuðning.“
Segja þeim að hætta öllu rugli
Lítið er um árekstra á milli fanga,
að sögn Jóns Sigurðssonar yfirfanga-
varðar á Litla-Hrauni. „Það er aðeins
einn hópur sem fangar lenda upp á
kant við – menn sem hafa framið kyn-
ferðisbrot á börnum. Sá hópur er í
lægsta þrepinu hjá öðrum föngum.“
Kynferðisafbrotamenn hafa kvart-
að undan verulegu einelti innan fang-
elsanna. „Það má draga úr því með
því að fangaverðir séu meira inni á
göngum og einnig með því að stýra
því að fangar séu ekki mikið að væfl-
ast á göngunum ef þeir eru ekki í
vinnu eða skóla,“ segir Margrét Frí-
mannsdóttir.
En verulega hefur dregið úr ein-
Maaaatur! Í nýju eldhúsi á Litla-Hrauni elda fangar ofan í sig og fá vikupeninga fyrir mat. Eldhús? Gangurinn er þröngur og þar hefur verið hróflað upp fátæklegri eldhúsinnréttingu.
Þ
egar blaðamann ber að
garði á Hraunbraut er
Margrét Frímannsdóttir
úti í garði að setja niður
lauka í einu beðinu. Í garðinum má
finna margvíslegar tegundir af
gróðri og enn má tína epli af trján-
um. Og það felst líka rækt í því hjá
Margréti, þótt það sé af öðrum
meiði, að stýra nefnd sem hefur til
skoðunar starfsemi í fangelsinu á
Litla-Hrauni með hliðsjón af þeim
byggingarframkvæmdum og
breytingum sem fyrirhugaðar eru.
Áætlað er að nefndin skili nið-
urstöðum um mánaðamótin. „Við
skoðum meðal annars starfs-
aðstöðu fangavarða og aðbúnað
fanga,“ segir Margrét.
Aðstaða starfsmanna bágborin
Nefndin skilaði áfangaskýrslu í
apríl, þar sem lagt var til að að-
staða starfsmanna yrði bætt. „Hún
er vægast sagt bágborin,“ segir
Margrét. „Það vantar alla aðstöðu
til að hittast, ef undan er skilið
herbergi á loftinu fyrir ofan verk-
stæðið, sem er illa loftræst og nán-
ast gluggalaust, auk þess sem lím-
lyktin og eiturgufurnar berast
upp. Hreinlætisaðstaða er afleit og
ekki gert ráð fyrir að bæði kyn
vinni á Litla-Hrauni. Nú þegar
liggja fyrir breytingar á teikn-
ingum í samræmi við okkar at-
hugasemdir.“
Í áfangaskýrslunni er lagt til að
allir sem komi í fangelsið fari í
gegnum aðkomu- og heimsókn-
arhús og þar verði leitað á öllum,
hvort sem það séu starfsmenn,
gestir eða aðrir sem eigi erindi á
Litla-Hraun. Í húsinu verður að-
staða fyrir fangaverði og heim-
sóknir til fanga.
„Til þess að Litla-Hraun standi
undir nafni sem öryggisfangelsi
teljum við algjört forgangsatriði
að laga aðkomuna að fangelsinu og
að þar verði bæði fíkniefna- og
málmleit,“ segir Margrét.
Vinnumál fanga hafa verið til
sérstakrar skoðunar af nefndinni,
sem telur að auka þurfi verulega
iðjuþjálfun innan fangelsisins. „Við
teljum að það eigi að vera regla að
hver sá sem fer inn á Litla-Hraun
hefji einhverskonar iðjuþjálfun.
Það á ekki að líðast að hluti fanga
hangi inni á göngum eða liggi í
rúminu allan daginn og stundi ekki
nám eða vinnu. En það verður líka
að bjóða upp á fjölbreyttari verk-
efni og einstaklingsbundna iðju-
þjálfun.“
– Er hægt að gera þessa kröfu
til fanga?
„Já, við teljum að gera þurfi
miklu stífari kröfu til þeirra um að
taka þátt í meðferð, ekki aðeins
áfengis- og vímuefnameðferð,
heldur einnig iðjuþjálfun.“
Margrét telur að umgjörð fanga
þurfi að vera einstaklingsmiðaðri
en nú er. „Önnur nefnd hefur
menntunarmál fanga til skoðunar,
en það er ljóst að margir sem
koma í fangelsið hafa ekki þann
grunn að þeir geti farið beint í
framhaldsnám heldur þurfa sér-
kennslu. Margir af þeim sem dvelja
í fangelsum eru með einhverskon-
ar athyglisbrest, lesblindu eða ann-
að sem hefur háð þeim, og hafa átt
við erfiðleika að stríða í námi, jafn-
vel orðið fyrir einelti og lent í
vandræðum. Þess vegna þarf að
sinna þeim vel og í þessari ein-
staklingsbundnu iðjuþjálfun felst
að þeir fái kennslu við hæfi.“
Heilbrigðisteymið á Litla-Hrauni
hefur náð góðum árangri, að sögn
Margrétar, meðal annars í barátt-
unni við læknadóp í fangelsinu.
„Það er ríkur vilji stórs hluta
fanga að tekið sé á eiturlyfjaneyslu
innan fangelsanna,“ segir hún.
„Það er nauðsynlegt að efla það
starf enn frekar og til þess þarf
meðal annars að fjölga sálfræð-
ingum. Það starfa aðeins tveir sál-
fræðingar hjá Fangelsismálastofn-
un og sinna öllum fangelsunum.
Þeir hafa aðeins beitt einstaklings-
meðferðum, en leggja áherslu á að
efla þurfi hópmeðferðir.“
Stunduðu störf í þorpunum
Lengi voru kýr, hestar og kind-
ur á Litla-Hrauni, en síðan lagðist
það af og nú er steypuskáli í gömlu
útihúsunum. „Það var bæði ræktun
og búskapur innan gæsalappa, sem
ég held að hafi gefið öllum mjög
mikið,“ segir Margrét. „En það var
andstaða við það af utanaðkom-
andi, auk þess sem breytingarnar
voru að byrja á þeim tíma og það
þótti gamaldags að vera með bú-
skap inni í fangelsi; það þyrfti önn-
ur úrræði og annarskonar vinnu.
Menn hafa einnig prófað að vera
með gróðurhús, en kannski var
það í of stuttan tíma.
Ég held að það gæti verið spenn-
andi verkefni að fara í samstarf við
sveitarfélögin, þannig að fangar
geti stundað vinnu utan veggja
fangelsanna og þá eru öll umhverf-
isverkefni æskileg, því þau eru
gefandi og draga alltaf fram það
besta í einstaklingnum. En það er
algjörlega ljóst að við verðum að
fjölga vinnutækifærum, vera með
meira framboð af vinnu sem er í
sátt við umhverfið, og það er verk-
efni sem er mjög brýnt á Litla-
Hrauni.“
– Mér er sagt að þú hafir nánast
alist upp á Litla-Hrauni?
„Það er svolítið til í því,“ segir
Margrét og hlær. „Pabbi var
fangavörður í áratugi og síðustu
árin yfirfangavörður á Litla-
Hrauni. Það hefur orðið gífurleg
breyting síðan þá. Þegar ég var að
alast upp unnu fangarnir gjarnan
fyrir utan fangelsið, til dæmis í
fiski á Eyrarbakka eða Stokkseyri
eða voru í girðingarvinnu. Þeir
fengu undir eftirliti að stunda störf
í þorpunum og ég held að þeir hafi
aldrei verið til vandræða.“
Hún segir að þetta sé nokkuð
sem horfa þurfi til, þó að komið
hafi verið á fót öryggisfangelsi.
„Það þarf að auka möguleika
fanga á því að starfa fyrir utan
fangelsið,“ segir hún. „Það er hluti
af endurhæfingu, ekki síst þeirra
sem fengið hafa langa dóma. Þeir
óttast oft og þurfa beinlínis aðstoð
við að fara út í lífið aftur. Það seg-
ir sig sjálft að það er erfitt fyrir
einstakling sem verið hefur í sjö ár
eða lengur inni í þessu lokaða um-
hverfi. Dvöl fanga á Sólheimum
hefur gefist vel, en við þurfum að
bæta við úrræðum og semja við
fyrirtæki sem eru beinlínis tilbúin
að taka einstaklinga í vinnu.“
Þörf er á nýju húsnæði, að sögn
Margrétar. „Vonandi standa menn
við fyrirhugaðar áætlanir á Hólms-
heiði og Litla-Hrauni. En það er
ekki nóg að vera bara með stein-
steypu. Það þarf að laga aðstöð-
una, setja fjármuni í starfsemina
og fjárfesta í framtíð þeirra ein-
staklinga sem þarna koma inn.
Sumum þykir það ef til vill ein-
kennilegt sjónarmið og jafnvel
ekki æskileg fjárfesting, en það
segir sjálft að ef einstaklingur
kemur út úr fangelsi og er tilbúinn
að taka fullan þátt í samfélaginu,
taka á því og bæta líf sitt, þá er
það mikill sigur – og það er mjög
mikils virði.“
Hún segir að stjórnmálamenn
þurfi að líta á þetta sem fjárfest-
ingu. „Það hefur lítil umræða farið
fram um fangelsismálin, en sem
betur fer er umræðan að opnast og
verða málefnalegri. Maður hefur
horft upp á stjórnmálamenn og al-
menning fara mikinn í því að fá
refsirammann víkkaðan og krefj-
ast þyngri dóma fyrir kynferð-
isbrot, fíkniefnabrot, ofbeldisbrot
og fleira. Dómarnir eru að þyngj-
ast, löggæslan að aukast og nú
verðum við að horfa lengra – hvað
á að gera við fólkið sem er tekið?“
Margrét segir frelsissviptingu
mjög harðan dóm. „Það hlýtur að
vera markmið að búa þannig um
hnútana að við skilum þeim ein-
staklingum sem mögulegt er betri
út í samfélagið aftur. Það hefur
ekki verið neitt samræmi í um-
ræðunni, annarsvegar um að herða
refsingar og hinsvegar að sýna
þeim markmiðum sem Fangels-
ismálastofnun hefur sett fram eng-
an áhuga – þar fást engir fjár-
munir. Það er sáralítil umræða á
þingi um stöðu fangelsismála,
hvorki þeirra sem þar dvelja vegna
afbrota né hinna sem vinna þar.
Markmið dómsmálaráðuneytisins
og Fangelsismálastofnunar liggja
fyrir. Nú er boltinn hjá Alþingi.“
Morgunblaðið/Golli
Í garðinum Margrét Frímannsdóttir segir að ef til vill hafi verið reynt í of
skamman tíma að vera með gróðurhús á Litla-Hrauni.
Betrun fanga
er fjárfesting
FANGELSI OG SAMFÉLAG