Morgunblaðið - 30.09.2007, Síða 22
22 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Freystein Jóhannsson
freysteinn@mbl.is
Nú skal segja frá tveimurbókum, sem ómissandier að hafa kynnzt, spekihöfundar litla prinsins
og svo gullakistu bókaorms.
Handbók fyrir fullorðna með vís-
dómi úr verkum Antoine de Saint-
Exupéry (A Guide for Grown-ups -
essential wisdom from the collected
works of Antoine de Saint-Ecu-
péry), geymir mörg gullkorn úr
verkum höfundar Litla prinsins.
Ég hef einhvern tímann áður
fjallað um dálæti mitt á Litla prins-
inum, sem er í þeim þrönga hópi
bóka, sem ég þreytist aldrei á að
glugga í. Ég kynntist honum fyrst í
frönskunámi í menntaskóla og lengi
vel var hann eini textinn sem ég las
og skildi á því máli. Nú er íslenzk
þýðing Þórarins Björnssonar mér
nauðsyn til að halda við kynnum
mínum af litla prinsinum. En það er
ekki tungumálið sem skiptir máli
heldur hitt að meðtaka bernsku
litla prinsins, sem er þegar á allt er
litið hin dýpsta speki. Það var litli
prinsinn sem sagði að við ættum að
beita hjartanu af því að augun eru
blind.
Fyrir þá sem eiga Antoine de Sa-
int-Exupéry gott upp að unna er
þessi bók sannkallaður hvalreki. Og
hún er líka góð kynning þeim sem
ekki þekkja til hans fyrir.
Í þessari bók eru öll verk Saint-
Exupéry undir; Southern Mail,
Night Flight, Wind, Sand and
Stars, Flight to Arras, Litli prins-
inn, The Wisdom of the Sands og
Wartime Writings 1939-1944, en sú
bók kom ekki út fyrr en fjörutíu ár
voru liðin frá því Saint-Exupéry
týndist í könnunarflugi yfir Mið-
jarðarhafi.
„Vinur er sá hluti mannsins sem
heyrir þér til og opnar þér dyr sem
eru öðrum luktar. Sá vinur er sann-
ur og allt sem hann segir er satt og
hann elskar þig, þótt aðrir hlutar
hjarta hans séu þér andsnúnir.
(The Wisdom of the Sands)“
Hin bókin, sem ég geri að um-
talsefni í þessum Vikuspegli er
Gullakista bókaormsins (A Book
addict́s treasury) og hafa þær Julie
Rugg og Lynda Murphy safnað til
hennar ummælum um bækur og
Tvær góðar í
farangurinn
Spakmælin í bókum Antoine de Saint-Exupéry og Gulla-
kista bókaormsins eru ómissandi öllum bókaunnendum
Gullakista Litli prinsinn með bókaveizlu í farangrinum.
BÆKUR»
Auður Jónsdóttir og Þórarinn Leifsson
audur@jonsdottir.com og totil@totil.com
J
æja, sagði Þórarinn með-
an þau biðu eftir tösku á
flugvellinum í Gauta-
borg; flugferðin gekk
betur en hjá rússneska
drengnum sem jp.dk
fjallaði um í gær. Það var 15 ára
snáði, Andrej Shtjerbakov, sem flúði
átök í fjölskyldu sinni frá borginni
Perm, vestan við Úral-fjöll. Hann
faldi sig í hjólalegunni á flugvél og
barst þannig 1.400 kílómetra til
Moskvu. Starfsmenn flugvallarins
fundu hann stokkfrosinn og áttu í
verulegum erfiðleikum með að ná af
honum flíkunum. Það þykir krafta-
verk að drengurinn missti aðeins
nokkra putta en ekkilífið.
Þetta minnir mig á einhvern at-
burð í Meistaranum og Margarítu,
sagði Auður. Hugsi greip Þórarinn
tösku af færibandinu: Mig rámar í
að hinn kvikindislegi herra Woland
hafi á örskotsstundu galdrað mann
þvert yfir Sovétríkin. Maðurinn fékk
að halda fingrunum en missti vitið –
ef mig minnir rétt.
Fyrr en varði svifu þau inn á
stjörnuhótel þar sem dvöldu flestir
erlendu gestanna á hinni víðfræga
bókmenntahátíð í Gautaborg. Þór-
arinn stormaði í átt að mótttökunni
en Auður hengslaðist á eftir og
skrækti: Sástu hann?
Hvern? Er Egill Kiljan Helgason
á bókmenntahátíðinni?
Nei, másaði Auður. Desmond
Tutu var þarna, alveg skælbrosandi.
Hérna brosa allir, fullyrti Þór-
arinn. Þetta er alvöru hótel með pí-
anóleikara sem vælir bítlalög í hálf-
rökkri og veitingastað á tuttugustu
og þriðju hæð.
Stuttu síðar gæddu þau sér á
rækjubrauðsneiðum á himinháa
veitingastaðnum. Með þeim var
Anna Einarsdóttir bóksalakempa
sem oft er kennd við bókabúð Máls
og menningar á Laugaveginum – en
hún hefur borið hitann og þungann
af því að kynna íslenskar bækur á
bókmenntahátíðinni í Gautaborg í
tuttugu ár. Hjónin veltu fyrir sér
hvers vegna ekki hafði verið minnst
einu orði á bókmenntahátíðina í
Gautaborg í bókmenntaþættinum
Kiljan sem þau höfðu séð kvöldinu
áður á ruv.is. Á hverju hausti vekur
hún athygli í Norður-Evrópu, enda
er þetta bókmenntahátíð rithöfunda
og almennings, ólíkt Frankfurt-
messunni þar sem forleggjarar
kaupa og selja varning sinn. Þarna
má sjá og heyra marga af þeim sem
hæst ber í bókmenntum og heims-
umræðunni: Rithöfunda, fræðimenn
og mannréttindafrömuði.
Ég hefði kannski átt að láta hann
vita af þessu, blessaðan drenginn,
sagði Anna. Þórarinn tók undir það:
Sendiherrarnir
FÖST Í FRÉTTANETI»
Egill hefði sennilega
verið ellefu eða tólf ára
þegar hann keypti
kommúnistaávarpið
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
Victoria Beckham er flutt tilHollívúdd og áhugibresku slúðurpressunnará Nancy Dell’Olio hefur
dvínað eftir að Sven-Göran Eriksson
lét af starfi landsliðsþjálfara. Sviðið
stóð aftur á móti ekki lengi autt – inn
er stigin Tzofit, eiginkona hins ný-
bakaða knattspyrnustjóra Chelsea,
Avrams Grant. Götublöðin – og
virðulegri blöð raunar líka – hafa
þegar tekið ástfóstri við þessa litríku
konu sem virðist vera hrópleg and-
stæða bónda síns sem leggur áherslu
á að hann sé ósköp venjulegur mað-
ur. Ekki „útvalinn“ eins og forveri
hans, José Mourinho. Frúin er á
hinn bóginn ekki líkleg til að halda
sig á hliðarlínunni.
Drakk þvag sitt í beinni
Tzofit Grant er leikkona sem sleg-
ið hefur í gegn í sjónvarpi í heima-
landi sínu, Ísrael. Fyrst vakti hún at-
hygli í morgunþætti sínum,
„Mjólkurhristingi“, þar sem hún
greip oft og tíðum til undarlegra
uppátækja að hætti okkar ástsælu
Audda og Sveppa. Drakk meðal ann-
ars eigið þvag úr viskíglasi með góðri
lyst í beinni útsendingu til að kanna
hvort það hefði jákvæð áhrif á heils-
una. Eftir fyrsta sopann setti hún
stút á varirnar og tilkynnti áhorf-
endum að það gula væri eins og
Dauðahafið á bragðið. Hætt er við að
kornflexið hafi staðið í siðprúðum
Ísraelum þennan morgun, einkum
þeim eldri, en Dauðahafið er vinsæll
baðstaður fyrir gigtveika.
Ekki nóg með það. Tzofit hefur
líka laugað sig við annan mann í
spaghettíi og tómatsósu og hulið lík-
ama sinn í mjúku súkkulaði þar sem
það ku vera hollt fyrir húðina.
Á endanum ákváðu framleiðendur
að þetta væri ekki á ísraelsku þjóð-
ina leggjandi á fastandi maga og
færðu kerlu yfir á kvölddagskrána.
Þar var henni úthlutað spjallþættin-
um „Hver er hræddur við Tzofit
Grant?“ Einmitt það.
Hún hefur líka notið lýðhylli á
þeim vettvangi með allskonar uppá-
tækjum enda þótt henni hafi verið
legið á hálsi fyrir að hleypa viðmæl-
endum sínum helst ekki að. „Hún
nennir ekki að hlusta á neinn nema
sjálfa sig. Þátturinn ætti með réttu
að heita „Grant um Grant“,“ sagði
geðstirður gagnrýnandi.
Í einum þættinum fékk Tzofit til
liðs við sig mann með kvala- og
sjálfspíslarhvöt og lét hann flengja
sig. Að launum bað kappinn hana að
lemja sig á lúðurinn. Þegar Tzofit
tvísteig sagði „kvalurinn“ henni bara
að hugsa um Avram. Það dugði.
Í öðrum þætti kvaðst hún hafa
orðið vitni að kraftaverki þegar lam-
aður maður reis á fætur og gekk
óstuddur eftir meðferð hjá heilara.
Síðar neyddist hún til að viðurkenna
að það hefði verið gabb.
Tzofit Grant er 43 ára, níu árum
yngri en spúsi hennar. Hún hefur
verið kölluð „ógeðsleg“, „kyntákn“
og allt þar á milli á skrautlegum ferli
en seint verður sagt að hún skelfist
sviðsljósið. Að sögn kunnugra er hún
metnaðargjörn nútímakona, sem
veigrar sér ekki við að taka börnin
með í vinnuna. Vinir hennar nota
orðin „hjátrúarfull, hávær og brjál-
æðislega tilfinningarík“ til að lýsa
persónuleika hennar.
Tzofit varð fyrir áfalli í æsku en
nágranni fjölskyldunnar mun hafa
áreitt hana kynferðislega þegar hún
var níu ára og hefur hún verið ófeim-
in að greina frá þeirri reynslu sinni
opinberlega. Hún hefur líka rætt
fullum stöfum um bróður sinn í sjón-
varpi en hann á við geðklofa að stríða
og hefur m.a. haldið því fram að hann
sé sjálfur Messías.
Þegar Avram Grant, sem áður var
landsliðsþjálfari Ísraela, flutti bú-
ferlum til Englands til að taka við
ráðgjafastarfi hjá Portsmouth á suð-
urströndinni varð Tzofit eftir í Ísrael
en þegar hann flutti sig yfir til
Chelsea í sumar tók hún hatt sinn og
staf og stefndi skónum til Englands.
Ótrúleg orðkynngi
Kunnugir segja hana aðeins hafa
eitt í huga – að hasla sér völl í bresku
sjónvarpi. Það hægir að vísu á henni
að hún talar ekki sérlega góða ensku
en það stendur til bóta. Slíka smá-
muni lætur Tzofit ekki stöðva sig.
Einnig er reiknað með því að hún
verði fastagestur á leikjum Chelsea
á næstunni en hún er fræg fyrir að
láta tilfinningarnar bera sig ofurliði
á pöllunum. Gildir þá einu hvort vel
gengur eða illa. Og hún er víst hvergi
smeyk að lesa yfir hausamótunum á
bónda sínum – með orðkynngi sem
fengi hraustustu sjómenn til að
roðna niður í tær.
Enda þótt Tzofit Grant eigi ugg-
laust eftir að hneyksla bresku þjóð-
ina á komandi misserum fullyrða
kunnugir að það verði ekki á vett-
vangi hjónabandsins. Þær stoðir séu
traustar. „Það er engum vafa undir-
orpið að þau eru hamingjusöm,“ seg-
ir ísraelskur sparkskýrandi en parið
hefur verið gift í fimmtán ár og á tvö
börn, þrettán ára son og tíu ára dótt-
ur. „Það verða engin kynlífshneyksli
eins og hjá Sven og Nancy.“
Hress Hin umdeilda Tzofit Grant kallar ekki allt ömmu sína.
Voguð valkyrja
ENDEMI»
Tzofit, eiginkona Avrams Grant hjá
Chelsea, er skrautleg sjónvarpskona
Eftir fyrsta sopann setti
hún stút á varirnar og til-
kynnti áhorfendum að það
gula væri eins og Dauða-
hafið á bragðið.