Morgunblaðið - 30.09.2007, Síða 28

Morgunblaðið - 30.09.2007, Síða 28
lífshlaup 28 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ og hefur verið hans ær og kýr allar götur síðan. „Bræður mínir áttu grammófón og plötur og ég man eftir mínum fyrstu kynnum af kántrítónlistinni heima. Ég varð einhvern veginn svo und- arlega heillaður af þessari tónlist og á Vellinum bætti heldur um betur. Þar hljómaði kántríið dag og nótt. Johnny Cash, Jimmy Reeves og kó; það voru mínir menn.“ – Hvað var svona heillandi við kántríið? „Það er einfaldleikinn í hljómunum og léttleikinn, þetta er svo grípandi tónlist og svo er heilmikil saga á bak við hana og í textunum. Það er náttúrlega dauður maður sem dillar sér ekki við kántrí!“ Með náminu vann Hallbjörn í Björnsbakaríi og á Hótel Vík. Þetta voru oft langir dagar, en áhuginn og kappið lyftu undir. „Ég þurfti auðvitað að hafa píanó til að æfa mig á. Ég auglýsti og fékk nokkur tilboð. Mér leizt sérstaklega vel á gamalt píanó, sem var mikið út- skorið og fallegur gripur. Það hafði staðið ónotað í einhver ár. Ég þóttist hafa heilmikið vit á hlutunum og setti ýmislegt út á píanóið til að ná verðinu niður. Á endanum tókust samningar og ég sagðist myndu sækja píanóið daginn eftir. Nú voru góð ráð dýr. Ég átti öngva peninga og hafði satt að segja ekkert hugsað út í þá hlið málsins. Það varð ofan á hjá mér að leita á náðir Karls Kristinssonar, hótelstjóra á Hótel Vík, segja honum frá píanókaupunum og spyrja hvort ég gæti fengið pen- inga og unnið lánið af mér. Það var ekkert mál hjá Karli og ég stóð við að sækja píanóið daginn eftir.“ En Hótel Vík varð Hallbirni ör- lagavaldur að öðru og meira leyti en því að fá honum fé til píanókaupa. Þar kynntist hann eiginkonunni; Amy Evu Eymundsdóttur, sem er færeysk í báðar ættir, en móðir hennar var matráðskona á Hótel Vík. Bíó og bak við búðarborðið Ungu hjónin settust að á Skaga- strönd og eftir stutt sambýli við for- eldra Hallbjörns keyptu þau Amy húsið Brimnes. „Hvenær keyptum við Brimnes?“ kallar Hallbjörn til konu sinnar, sem situr við eldhús- borðið honum til halds og trausts, því minnið er svikult, beið afhroð í bíl- slysi í Reykjavík, þótt eitthvað hafi bráð af því síðan. „Við fluttum inn í ársbyrjun 1959,“ svarar hún. Í Brimnesi hafa þau búið alla tíð og eignast þrjú börn; Grétar Smára, Kenný Aðalheiði og Svenný Helenu. Barnabörnin eru 11 og barnabarnabörnin tvö. „Þetta er mik- ill fjársjóður,“ segir Hallbjörn og brosir glaður. Hallbjörn vann í fiski framan af og setti saman tónlistargrúppur til að spila á dansleikjum hingað og þang- að. „Þetta var eiginlega stanzlaust fjör,“ segir hann og brosir við end- urminningunni. „Það var ekkert gefið eftir, þótt sumar loturnar yrðu lang- ar. Þetta var svo gaman.“ En 1961 söðlaði hann um og brá sér bak við búðarborðið, stofnaði verzlunina Vík og fór að höndla í bílskúr föður síns. – Af hverju verzlun? „Ég veit það ekki. Ætli fiskvinnan hafi átt vel við mig. En það var ekki eins og Skagstrendinga vantaði ekk- ert annað en eina verzlunina í viðbót.“ Þeir sem fyrir voru tóku hraustlega á móti þessum nýliða með hörðu verð- stríði sem endaði með því að hann fór á hausinn og lokaði verzluninni eftir rúmt ár. „Þetta var rosalegt basl, en mér fannst gaman að verzla, þrátt fyrir allt.“ Og einhver kaupmaður hefur blundað í honum, þrátt fyrir gjaldþrotið, því Kaupfélag Skags- trendinga var ekki fyrr búið að syngja yfir moldum Víkur en það réð kaupmanninn til sín í pakkhúsið. – Var ekki erfitt að ganga óvininum á hönd? „Blessaður vertu. Maður hafði eng- in efni á einhverjum mannalátum. Ég þakkaði bara fyrir það sem bauðst.“ Þegar Kaupfélag Skagstrendinga mátti sjálft lúta í gras fyrir sam- keppninni, tók Kaupfélag Húnvetn- inga reksturinn yfir og pakkhúsmað- urinn var gerður að útibússtjóra. Hallbjörn starfaði hjá kaupfélaginu til 1974, en þá keypti hann verzlunina Fellskjör, sem rekin var í Andrés- arhúsi, og hóf þar rekstur Verzlunar Hallbjörns Hjartarsonar. 1959 stofnaði Hallbjörn Skaga- strandarbíó með bræðrum sínum og fleiri og var viðloðandi reksturinn í yfir tuttugu ár. „Ég fékk snemma áhuga á kvik- myndum. Það var ekki um auðugan garð að gresja, hér var MÍR, félag sem átti 16 millimetra sýningarvélar og sýndi áróðursmyndir frá Sov- étríkjunum. Ég lét þessi ósköp yfir mig ganga til þess að fá að vera sýn- ingarstjóri, en svo fékk ég nóg af áróðrinum. En bíóið sat í mér. Ég fór suður og lærði að vera sýningarstjóri og á Hvammstanga frétti ég af tveim- ur 35 millimetra vélum, sem ég svo keypti í félagi við bræður mína og vini.“ Þar með bauðst Skagstrendingum að sjá annað en Rússafilmur. Í hléinu bauð bíóstjórinn upp á uppáhalds- tónlistina sína.„Blessaður vertu. Ég spilaði kántrí í öllum hléum og líka áður en myndirnar byrjuðu. Þær byrjuðu nú ekki alltaf á slaginu, því stundum gat það ekki beðið fram í hlé að leyfa fólkinu að heyra þetta lagið eða hitt.“ Ég hef mína vit- leysu á þurru En hvorki bíóhléin né böllin dugðu Hallbirni til þess að fá útrás fyrir sína kántrítónlist. Hann var alltaf að syngja og semja. „Ég söng inn á mínu fyrstu plötu fyrir Svavar Gests. Hún heitir; Hall- björn syngur eigin lög. Þetta atvik- aðist þannig að Svavar auglýsti eftir efni í sambandi við afmæli útgáfu sinnar og ég sendi honum sýnishorn. Hann vildi ólmur fá efni á heila plötu og það varð úr. Þetta var ekki fullfrá- gengið frá minni hendi og Jón Sig- urðsson útsetti lögin í hefðbundnum stíl. Ég var of feiminn til þess að halda kántríinu til streitu, en það kom nú ekki fyrir aftur! En þar með var ég kominn á plötu- bragðið. Þegar ég bað Svavar að gefa út aðra plötu, færðist hann undan því og á endanum gaf ég hana út sjálfur. Þetta var Kántrý 1. Jón Sigurðsson útsetti lögin, en var nú ekki í neinum vafa um hvaða umgjörð hentaði þeim bezt; hann fann kántríbragðið af þeim. Og nú eru kántríplöturnar orðnar tíu.“ – Ný plata á leiðinni? „Nei, ætli það. Ég er búinn að koma öllum börnunum mínum upp og ætla ekki að framleiða fleiri.“ – Alveg viss? Það kemur hik á Hallbjörn. „Ég á kannski ekki að segja þetta svona 100%. Ég á nokkur börn niðri í skúffu, sem ég veit ekki hvort fá nokkurn tíma að standa í fæturna. En svo á ég börn sem mig langar að klæða í nýjan búning, ég gæli við þá hugmynd á hverjum degi að end- urgera lögin á fyrstu plötunni og færa þau alveg yfir í kántríið. Mér þætti gaman að sjá það ger- ast.“ Í kjölfar Kántrý 1 fór Hallbjörn vítt og breitt og skemmti lands- mönnum, kúrekaklæddur. Kúreki norðursins var bæði djarfur og hraustur, gladdist við góðar mót- tökur, en setti hausinn undir sig og hafði háð og spott að engu. „Mér fannst svo gaman að kúrekalífinu að ég lét ekkert skemma það fyrir mér. Þegar ég var búinn með Kántrí 1 fékk ég þá hugmynd að opna veit- ingastað með kántrísniði. Ég var ekk- ert að tvínóna við hlutina, en tók efri hæð verzlunarinnar, þar sem ég var með gjafavöru og leikföng, undir veit- ingastað, sem ég opnaði …??“ „1983,“ heyrist frá eldhúsborðinu. „Árið eftir hætti ég með matvör- una á neðri hæðinni og tók hana líka undir veitingareksturinn. Þar með lauk mínum kaupmannsferli og þetta var orðinn alvöru Kántríbær.“ Til er saga af því að útvegsbóndi á Skagaströnd hafi sagt við Hallbjörn, þegar hann var að hrinda Kántríbæ úr vör: Ertu nú endanlega orðinn geggjaður? Það getur vel verið, svar- aði Hallbjörn. En munurinn er þó sá að ég hef mína vitleysu á þurru en ekki þú! – Hvernig tóku Skagstrendingar kántrívæðingunni? „Margir töldu mig vitlausan, aðrir töldu einsýnt að ég myndi fara enn einn ganginn á hausinn með allt sam- an, en margir hvöttu mig áfram. Það skipti hins vegar ekki máli, hvaða hug menn báru til mín, ég hélt mínu striki. En mér fannst skipta máli að þeir fengju allir tækifæri til að hlusta á kántrímúsíkk og var viss um að þá myndu allir sjá þá möguleika, sem í tónlistinni fólust fyrir Skagaströnd.“ – Gekk það eftir? „Það var anzi þungt fyrir fæti svo ekki sé meira sagt. Ég hef átt marga vini, sem hafa reynzt mér vel, en hinir voru fleiri sem voru blindir á framtíð- ina og fljótir að ganga úr skaftinu. Þrátt fyrir allt mitt puð hefur Skagaströndin aldrei orðið sá kánt- rímiðpunktur, sem mig dreymdi um. En ég á margar ánægjulegar minn- ingar í pokahorninu. Ég held mig mest við þær núorðið.“ Vildu minnka siglinguna á mér Það vantaði ekki kraftinn í Hall- björn, þegar hann vann að útbreiðslu fagnaðarerindisins. 1984 gekkst hann fyrir fyrstu Kántríhátíð á Íslandi, sem Friðrik Þór kvikmyndaði. Þessi hátíð kom Skagaströnd á kántríkort- ið. Reyndar var margt í óvissu fram á síðustu stundu. Þarna átti að reka út- varpsstöð með linnulausri kántrí- tónlist, en Póstur og sími hafði allt á hornum sér og bar því meðal annars við, að stöðin myndi trufla veð- urskeytin í útvarpinu svo bændur í heyönnum gætu ekki fylgzt með veð- urspám. Og dýraverndunarsinnar mómæltu því að kálfar yrðu snaraðir mótsgestum til skemmtunar. Á end- anum fékkst útsendingarleyfi og fer engum sögum af því að bændur hafi misst af veðrinu fyrir vikið. Þá sagð- ist dýralæknir, sem var viðstaddur keppnina í að snara kálfa, hafa óttast meira um kúrekana en kálfana. Hallbjörn hlær dátt, þegar hann rifjar upp þessa fyrstu hátíð, en hon- um er allt annað en hlátur í hug þegar minnzt er á þá næstu að ekki sé talað um þá síðustu, hann er greinilega sár yfir þeim endalokum. Þegar kom að tíundu hátíðinni sumarið 2003 kippti Höfðahreppur að sér höndum og blés áform um hátíðina af. Sú skýring var gefin að hátíðin hefði verið orðin nokkuð kostnaðarsöm og menn viljað breyta til og stokka upp. Hallbjörn gefur lítið fyrir þetta. „Þetta var ekki spurning um peninga, þótt ég neiti því ekki að hátíðin hafi kostað sitt og löggæzlukostnaður vegið þungt. En við vorum komnir með næststærstu útihátíð landsins, á þá níundu komu langleiðina í 15 þúsund manns, Skagaströnd var orðin Mekka kántrí- tónlistar á Íslandi með kúreka norð- ursins, Kántrýbæ og Útvarp Kánt- rýbæ.“ – Hvað var þetta þá? „Það voru öfl hérna á staðnum, sem fannst ég orðinn einum of áber- andi, ég fékk mikla athygli fjölmiðla og var oft á tíðum anzi kjaftfor í sam- tölum við þá, lét það flakka sem ég þurfti að koma frá mér. Sumir kunnu mér litlar þakkir fyrir og vildu minnka siglinguna á mér með öllum tiltækum ráðum. Því miður urðu þessi öfl ofan á og þá urðu til sár, sem ekki eru gróin og munu aldrei gróa.“ Það verður nokkur þögn í stofunni í Brimnesi meðan þessi orð liggja í loftinu. En finnst Hallbirni það ekki nokkur huggun, að nú skuli sveit- ungar hans gangast fyrir sérstökum kántrídögum á Skagaströnd? „Ég leyfi þeim að nota nafnið, en kem að öðru leyti ekki við sögu. En ég neita því ekki að mér finnst þetta vera óbein viðurkenning á því að þeir sem stoppuðu mig af á sínum tíma hafi haft rangt fyrir sér. Það út af fyrir sig veldur mér engri gleði. Hins vegar gleðst ég yfir öllu sem gert er fyrir kántrítónlistina og þessir Ljósm: Ólafur Bernódusson Fjölskyldan Amy og Hallbjörn með „fjársjóðinn.“ Í öftustu röð: Benjamín M.Óskarsson, Mikael Örn Benjamínsson, Amy Ósk Ómarsdóttir, Katrín Inga Hólmsteinsdóttir, Viktor Benóný Benediktsson, Auður Valdís Grétarsdóttir, Ómar Ingi Ómarsson og Cornelia Boncales. Miðröðin: Svenny Hallbjörnsdóttir, María Gret Gunnarsdóttir, Hallbjörn Hjartarson, Amy Eva Eymundsdóttir og Gunnar Sveinn Halldórsson. Og fremst eru; Eva Dís Gunnarsdóttir, Eymundur Lórens Grétarsson, Alex Már Gunnarsson, Linda Rós Ómarsdóttir og Elmar Jóhann Grétarsson. Á myndina vantar Kenny, dóttur Amy og Hallbjörns og Ómar manninn hennar, sem eru í útlöndum og soninn Grétar Smára, sem er úti á sjó á Arnari HU. Í HNOTSKURN »Hallbjörn Hjartarson hefur sungið inn á ellefu plötur; samið um130 lög og fjölmarga texta. » Meðal laga hans má nefna: Sannur vinur, Kúreki norðursins,Lukku-Láki, Hann er vinsæll og veit af því, Hundurinn Húgó, Kötturinn Búlli að ógleymdum Kántrýbæ. »Fyrir fimm árum var gefin út plata til heiðurs Hallbirni, Kúrek-inn, þar sem ýmsir listamenn fluttu lög hans og texta »Fyrsta plata Hallbjarnar, Hallbjörn Hjartarson syngur eigin lög,kom út 1975. Kántrýlög kom 1981, Kántrý 2 1983, Kántrý 3 1984, Kántrý 4 – kúreki á suðurleið 1985, Kántrý 5 – með kveðju til þín 1988, Kántrý 6 – í Nashville, sem m.a. var tekin upp í Nashville, kom út 1990, Kántrý 7 - Það besta , úrval af fyrri plötum 1994, Kántrý 8 - Kóngur Kántrýsins 1997, Kántrý 9 – Golden Memories 1999 - önnur safnplata, Kántrý10 – Kötturinn Búlli 2003. »1984 kom út platan Kúrekar norðursins með lögum úr kvikmyndFriðriks Þórs Friðrikssonar. Þar var úrval af lögum Hallbjarnar og eitt sem hann samdi sérstaklega til plötunnar; Kántrýhátíð. »1990 gaf María, bókaforlag út bókina Hallbjörn – kúreki norðurs-ins eftir Pál Ásgeir Ásgeirsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.