Morgunblaðið - 30.09.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.09.2007, Blaðsíða 36
tónlist 36 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ H ljómsveitin Jakobín- arína sló fyrst í gegn á Músíktilraunum árið 2005 þar sem hún bar sigur úr býtum. Þegar sveitin kom síðan fram á Airwaves-hátíðinni árið eftir vakti hún mikla athygli og enn meiri á sömu hátíð í fyrra. Meðal annars sagði sá þekkti álitsgjafi David Fricke í Rolling Stone- tímaritinu að Jakobínarína hefði vakið mesta athygli sína af öllu efni hátíðarinnar það ár. Tónlist sveit- arinnar, sem kannski má lýsa sem kröftugu en melódísku pönkrokki, hefur farið einkar vel í gagnrýn- endur bresku og bandarísku popp- pressunnar. Síðan hafa hlutirnir gerst hratt. Hljómsveitin hefur gert útgáfu- samning við Regal/Parlophone, sem er eitt af undirfyrirtækjum EMI- risans. Fyrsta breiðskífa sveit- arinnar, The First Crusade, kemur út á Íslandi mánudaginn 1. októ- ber. Útgefandi skífunnar hérlendis og á Norðurlöndum er 12 tónar í gegnum dótturfélag verslunarinnar í Kaupmannahöfn. Allt frá því að upptökum á plötunni lauk hefur sveitin verið á ferð og flugi erlend- is, einkum á Bretlandi, við tónleika- hald. Allt er þetta þó með þeim óvenjulegu formerkjum að með- limir sveitarinnar eru enn korn- ungir, 16 til 20 ára. Þegar verið var að ljúka vinnslu fyrstu breiðskíf- unnar úti þurfti til dæmis að hraða upptökum svo sumir meðlimir sveitarinnar kæmust heim til að ljúka samræmdu prófunum. Æ stærri staðir Hljómsveitin Jakobínarína er úr Hafnarfirði. Hún var stofnuð árið 2004 af nokkrum strákum sem lögðu saman gítara og trommusett sem þeir höfðu fengið í ferming- argjöf. Jakobínarínu skipa þeir Gunnar Bergmann Ragnarsson, sem syng- ur, Hallbergur Daði Hallbergsson, Ágúst Fannar Ásgeirsson, Sigurður Möller Sívertsen og Björgvin Ingi Pétursson. Morgunblaðið náði tali af söngv- ara hljómsveitarinnar, Gunnari Bergmann Ragnarssyni, úti í Lond- on og spurði hann tíðinda af reisu sveitarinnar og væntanlegri breið- skífu. „Við erum að túra núna með hljómsveti frá Liverpool sem heitir To My Boy. Þetta eru ekki stórir staðir sem við spilum á í þetta sinn. En við förum því næst til Banda- ríkjanna í tæpa viku og þegar við komum aftur til Bretlands spilum við á stærri stöðum með hljóm- sveitinni The Cribs sem er frekar stór hér. Þá komum við heim á Airwaves og förum eftir það á Evr- óputúr með Kaiser Chiefs sem er náttúrlega risastór og spilum þá á gífurlega stórum stöðum. Sú ferð tekur mánuð og stendur allt til nóvemberloka.“ Veggir úr melódíum, spilaðir hratt Að sögn Gunnars hafa viðtökur í Bretlandi verið mjög jákvæðar alls staðar, jafnt í fjölmiðlum sem hjá áhorfendum. – Einhvers staðar stóð í umsögn í bresku pressunni að þið væruð „að hóta því að skáka Bretunum á þeirra sérsviði“. „Já, það var í iD.“ – Er það kannski krossferðin sem nafnið á plötunni vísar í, The First Crusade? „Að vinna Bretana? Nei, ég held að hún sé nú bara sú að spila mjög góða tónlist. Við ætlum allavega að gera betri tónlist en flestar breskar hljómsveitir eru að gera núna, við höfum ekkert mikið álit á þeim þessa dagana. Þeir voru með frá- bærar hljómsveitir á 7., 8. og 9. áratugnum en eftir það hafa þær verið svolítið leiðinlegar.“ – Þannig að þið eruð svolítið að miða ykkur við það sem var gert þá? „Ja, það er allavega fyrsta mark- mið okkar. En við erum náttúrlega bara í þessu til að hafa gaman af því. Það er oft skrýtið að lesa í dómum og ódýrt hjá breskum blaðamönnum þegar þeir eru að líkja okkur við eitthvað sem gerðist fyrir einu ári í Bretlandi. En við hlustum líka á eitthvað nýtt, við hlustum á allt mögulegt.“ – Þegar menn eru að tala um hrátt, upprunalegt pönkrokk í sam- bandi við ykkur þá mislíkar ykkur það ekkert? Þið getið vel fellt ykk- ur við það? „Já, nema hvað ég myndi segja að við værum meira svona póst- pönkarar. Sérstaklega svona í við- horfum, attitúdi.“ – Og í kraftinum? „Já, já, það smellpassar allt við okkur.“ – Annars tekur maður strax eftir öðru sem einkennir tónlistina ykk- ar. Því þótt hún sé hrá og kröftug og gefi manni á kjaftinn eins og vera ber þá eru þetta um leið mjög melódísk lög. Þau standa mjög vel hvert og eitt sem músík. Einhver í bresku pressunni sagði líka að það hefði þess vegna verið hægt að gefa hvert og eitt lag út á smá- skífu. „Já, það er einmitt ætlunin held ég.“ – Er það eitthvað sem þið pælið í – að þetta sé melódískt? „Það er bara okkar náttúra að gera þetta svona. Við hlustum rosa mikið á melódíska tónlist sjálfir. Ég fíla sjálfur vel svona eighties- pop, poppslagara. Svo að þótt mús- íkin okkar sé hrá og hröð, hraðari en venjuleg tónlist, þá reynum við að nýta öll hljóðfærin vel til að koma einhverri melódíu inn í. Þetta eru kannski svona veggir af mel- ódíum, spilaðir rosa hratt.“ Þrír í sveitinni undir lögaldri Aldur hljómsveitarmeðlima hefur annars gefið landvinningum sveit- arinnar eilítið annan blæ en venjan er í þessum bransa. Til dæmis fóru tveir feður með sveitinni þegar Ekkert hálfkák Hljómsveitin Jakobín- arína hefur sprungið með látum framan í íslenska tónlistarbransann síðustu misserin. Hljómsveitina skipa kornungir lista- menn; Hallbergur Daði Hallbergsson, Ágúst Fannar Ásgeirsson, Sig- urður Möller Sívertsen, Björgvin Ingi Pétursson og Gunnar Bergmann Ragnarsson. Hallgrímur Helgi Helgason náði tali af þeim síðastnefnda úti í London og spurði hann tíðinda af reisu sveit- arinnar og væntanlegri breiðskífu. »Ef við hættum í þessari hljómsveit getum við alltaf farið aftur í skólann. En það er ekki svo gott hjá krökkum í öðrum löndum; ef þeir hætta í skóla geta þeir ekkert farið aftur í nám. Jakobínarína Hljómsveitarmeðlimir eru 16 til 20 ára og þurfti því að hraða upptökum fyrstu breiðskífunnar svo sumir næðu í samræmdu prófin. Ásgeir Magnús Ólafsson er faðir Ágústs Fannars Ásgeirssonar, hljóm- borðsleikara Jakobínarínu. Hann segir það óneitanlega sérstakt að standa álengdar sem foreldri og fylgjast með hröðum uppgangi hljómsveitar eins og Jakobínarínu. „Við fórum tveir pabbar með hljómsveitinni á tónlistarhátíðina South by Southwest í Texas í fyrra. Þetta var fyrsta ferðin mín með sveitinni en ég er búinn að fara fleiri til London og víðar. En nú erum við farnir að sleppa þeim lausum með ákveðnum skilyrðum. Þetta gerðist mjög bratt með Tex- as og ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég sá þá á aðaltónleikunum þar hvað umstangið var mikið í kringum þá. Ég er nú ekki mikið inni í þessum bransa og það var verið að pikka í mig og benda mér á hina og þessa sem væru frægir skríbentar, ritstjórar eða mógúlar í þessum bransa.“ Og það hafa verið viðbrigði frá því að hafa þá í bílskúrnum heima? „Já, allt í einu voru þeir komnir inn í einhverja hringiðu. Og það virðist vera mikill áhugi og stemning fyrir því sem þeir eru að gera.“ Þannig að þið foreldrarnir hafið þá haldið smásambandi ykkar í milli? „Já, við höfum gert það og kannski reynt að hittast reglulega, bæði for- eldrar sér og með strákunum að ræða dagskrána framundan og slíkt. Það er náttúrlega svo mikið að gerast hjá þeim núna. Maður reynir bara að vera álengdar og ef einhver þarf á okkur að halda eru allir tilbúnir í það. En annars reynum við að láta þá líka í friði. Það eru fagmenn í kringum þá. En við erum bara eins og aðrir foreldrar og reynum að veita stuðning.“ Hvað finnst þér þá um framhaldið? Hvert sýnist þér þetta stefna allt? „Ja, ég held að þetta snúist svolítið um vinnusemi. Þeir virðast hafa hæfi- leika til að gera ýmislegt og ef þeir eru agaðir og reglusamir þá geta þeir gert skemmtilega hluti. Ég held líka að þeir horfi mjög á það á að þeir eru þarna með sérstakt tækifæri sem þá langar til að nýta sér.“ Kom umstangið á óvart Morgunblaðið/Árni Sæberg Pabbi Ásgeir Magnús Ólafsson faðir Ágústs Fannars segir foreldrana standa álengdar, en reyna að veita stuðning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.