Morgunblaðið - 30.09.2007, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 37
henni var boðið að taka þátt í tón-
listarhátíðinni South by Southwest
í Austin í Texas í fyrra. – Fylgja
foreldrarnir sveitinni kannski enn á
ferðum hennar?
„Nei, þeir geta það ekki lengur.
Við erum líka svo lengi úti núna.
En við erum í fínu sambandi við
þá. Það eru líka þrír í hljómsveit-
inni ennþá undir lögaldri, sem er
18 ár. Við erum allir búnir með
grunnskólapróf, fjórir okkar af sex
byrjuðu svo í menntaskóla en urðu
að taka hlé vegna spilamennsk-
unnar. Við erum bara svo heppnir
að vera frá Íslandi. Ef við hættum
í þessari hljómsveit getum við allt-
af farið aftur í skólann. En það er
ekki svo gott hjá krökkum í öðrum
löndum; ef þeir hætta í skóla geta
þeir ekkert farið aftur í nám. Svo
það er mun auðveldari ákvörðun
hjá okkur að skella okkur í tónlist.“
– Og þið passið ykkur að
minnsta kosti á að vera góðir við
þessa í sveitinni sem eru undir lög-
aldri?
„Já, já.“
– En finnst áhorfendum þið
kannski vera dálítið ungir?
„Jú, jú, það vantar ekki. Sér-
staklega ef við segjum frá því hvað
við erum gamlir, fólk býst alltaf við
að við séum aðeins eldri. En til
dæmis í sumar túruðum við með
hljómsveit á svipuðum aldri. Og
hljómsveitarmeðlimir fóru síðan
bara í skóla núna fyrr í mán-
uðinum. Þeir hafa fengið mikla at-
hygli hér í Bretlandi fyrir að þurfa
að vera að klára skólann. Það er
svolítið fyndið. En þess vegna býst
líka fólk við því að við séum eldri.“
Þýðir ekkert að
standa í hálfkáki
– Eruð þið með einhvern sér-
stakan músíkbakgrunn eða mennt-
un?
„Nei, við erum allir sjálflærðir.
Nema hljómborðsleikarinn. Hann
lærði á gítar. Það hefur annars
enginn lært á hljóðfærið sitt. Þetta
er bara pönkstíllinn.“
– Ég hef heyrt einhverja segja
að þið séuð svolítið hrokafullir.
„Ha, hver sagði það?“
– Bara einhverjir krakkar sem
ég heyrði í.
„Já, þetta er kannski spurning
um muninn á að vera hrokafullur
og sjálfsöruggur. Það er kannski
ekki nógu algengt að ungt fólk sé
sjálfsöruggt. En það þýðir auðvitað
ekki annað ef maður er að túra og
halda tónleika um allt. Maður verð-
ur að trúa 100 prósent á tónlistina
sína. Það þýðir ekkert að standa í
einhverju hálfkáki.“
Þið virðist annars snemma hafa
verið með fæturna á jörðinni við-
skiptalega. Þið voruð til dæmis í
samstarfi við Símann í fyrra. En í
texta við eitt laganna á nýju plöt-
unni, This is an advertisement, tal-
ið þið um að lagið sé bara auglýs-
ing, þið séuð á mála hjá
lögfræðifyrirtæki úti í bæ og svona.
– Hvernig ber að skilja það?
„Þegar við sömdum þetta lag
vorum við að pæla í því af hverju
allir væru svona rosalega uppteknir
af því hvort tónlistarmenn væru
heiðarlegir eða ekki. Ég myndi
ekki segja að við værum eitthvað
heiðarlegri en aðrir, við erum bara
rosalega hreinskilnir. Þetta er svo-
lítið fyndið, því fólk sem hlustar á
okkur er svo fljótt að gagnrýna
okkur en svo er þetta fólk kannski
ekkert heiðarlegra sjálft. En það
vill halda sér heiðarlegu með því að
hlusta á heiðarlega tónlist. Alla-
vega virkar það þannig eins og það
segi að menn eigi ekki að vera að
selja sig en svo er það bara að
gera það sjálft. Þetta er svolítið
fyndið. Þetta var meira svona pæl-
ing um það af hverju allir væru
svona uppteknir af þessu.“
Gunnar segir að tónleikaflandrið
og hinn nýi lífsmáti hljómsveit-
armeðlimanna sé ekkert farinn að
reyna á innviði sveitarinnar ennþá.
„Við erum bara það heppnir að
vera rosalega góðir vinir. Eiga
sömu drauma og sömu skoðanir.
Svo þetta gengur bara ágætlega.
Þetta er kannski ekkert ólíkt því
að vera á sjó. Langan tíma gerir
maður ekki neitt, er bara að bíða.
Svo vinnum við kannski á fullu í
nokkra klukkutíma. Við erum nátt-
úrlega bara í 7-8 manna hóp allan
tímann, bara með hljóðmann og bíl-
stjóra. Svo maður hefur ekkert
samband við annað fólk. Þetta er
dálítið sérstakt en þetta er bara
það gaman, þess vegna erum við að
þessu. Svo veit maður ekkert hvað
þetta endist lengi. En við búumst
allavega alveg við að gera nokkrar
plötur.“
Námskeið
fyrir aðstandendur geðklofasjúklinga
Námskeið fyrir aðstandendur geðklofasjúklinga verður haldið við Endurhæfingarmiðstöð
geðsviðs LSH að Kleppi og hefst námskeiðið miðvikudaginn 17. október 2007.
Námskeiðið verður á miðvikudögum frá kl. 13-16 í samkomusal í húsi iðjuþjálfunar að Kleppi.
Dagskrá námskeiðsins verður svohljóðandi:
Miðvikudaginn 17. október 2007
Einkenni og meðferð geðklofa Nanna Briem sérfr. í geðlækningum
Miðvikudaginn 24. október 2007
Líðan fjölskyldu þegar einstaklingur veikist Minerva Sveinsdóttir og
Stefanía Sæmundsdóttir geðhjúkr.fr.
Um nauðungarvistanir og sjálfræðissviptingar Kristófer Þorleifsson sérfr. í geðlækningum
Miðvikudaginn 31. október 2007
Meðferðarúrræði fyrir geðklofasjúklinga á geðsviði LSH: Kristófer Þorleifsson sérfr.
Bráðameðferð - Endurhæfing- Eftirfylgd í geðlækningum
Hugræn aðferlismeðferð og samskipti við geðklofasjúklinga Brynjar Halldórsson sálfræðingur
Miðvikudaginn 7. nóvember 2007
Félagsleg þjónusta fyrir geðfatlaða Þóra St. Pétursd. félagsráðgj.
Virkni í daglegu lífi Fanney Bj. Karlsd. iðjuþjálfi
Miðvikudaginn 14. nóvember 2007
Listmeðferð sem meðferðarúrræði á geðdeild: Anna Gréta Hrafnsdóttir og
Sköpun - tjáning- meðvitund Sólveig Katrín Jónsdóttir
Fyrirlestur og "Workshop" listmeðferðarfræðingar
Sjúkraþjálfun: Hreyfing - yoga og hugleiðsla Martha Ernstdóttir sjúkraþj.
Miðvikudaginn 21. nóvember 2007
Eftirfylgd og umræður
Þátttaka tilkynnist fyrir 15. október í síma 543-4200 virka daga á milli kl. 9-16 eða með tölvupósti á
netfangið kristoth@landspitali.is. Reiknað er með að fjöldi þátttakenda verði ekki umfram 25.
Námskeiðið er ókeypis.Mb
l 9
15
67
7
Lögfræðingafélag Íslands, Álftamýri 9, 108 Reykjavík,
sími: 568 0887, fax: 568 7057.
Lögfræðingafélag Íslands
efnir til málþings um
Lögfræðingafélag
Íslands
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
2
2
9
16
1
Í Súlnasal Hótel Sögu, föstudaginn 5. október 2007
Fjallað verður um helstu atriði fasteignaréttar. Meðal annars
verður sérstaklega vikið að lögum um fasteignakaup auk þess
sem fjallað verður um réttindi og skyldur fasteignasala,
skipulags- og byggingalög og um landskrá fasteigna.
FASTEIGNIR
12.00 Hádegisverður
13.00 Setning
13.15 Inngangur
Karl Axelsson, hrl. og lektor við lagadeild Háskóla Íslands, fjallar
um fasteignir í íslenskum rétti, að fornu og nýju, og þær reglur
sem að þeim lúta. Þá verður sjónum beint að þeirri miklu
þýðingu sem fasteignir hafa í efnahagslífinu og því lykilhlut-
verki sem þær gegna í eignarréttarskipan okkar.
13.40 Nýjar reglur í nýjum fasteignakaupalögum.
Hvernig er þeim beitt af dómstólum?
Viðar Már Matthíasson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands,
fjallar um helstu nýjungar sem lögfestar voru með lögum um
fasteignakaup, nr. 40/2002, og gerir grein fyrir því hvernig
dómstólar hafa túlkað hinar nýju reglur. Meðal annars er um
að ræða reglur um kaupsamninga sem bundnir eru fyrirvara,
reglur um forkaupsrétt og nýtt gallahugtak sem er þrengra en
áður gilti og um hafa gengið nokkrir athyglisverðir dómar. Þá
verður getið nýrra reglna um vanefndaúrræði, bæði
endurbótarétt og -skyldu, skaðabótareglur og fleira.
14.25 Ábyrgð fasteignasala
Eiríkur Jónsson, hdl. hjá Landslögum – lögfræðistofu, fjallar
stuttlega um helstu skyldur löggiltra fasteignasala við sölu
fasteigna og ábyrgð þeirra á störfum sínum. Einkum verður
einblínt á nýlega réttarþróun að því er varðar skaðabótaábyrgð
fasteignasala.
14.45 Skipulags- og byggingalöggjöf
Ívar Pálsson, hdl. hjá Landslögum – lögfræðistofu, fjallar
almennt um skipulags- og byggingalög og heimildir til
breytinga á skipulagsáætlunum.
15.05 Kaffi
15.20 Landskrá fasteigna
Margrét Hauksdóttir, aðstoðarforstjóri Fasteignamats ríkisins,
fjallar um Landskrá fasteigna og lagagrundvöll hennar. Gerð
verður grein fyrir skráningaraðilum og hlutverki þeirra og farið
yfir með hvaða hætti upplýsingum úr skránni er miðlað. Að
lokum verður kynnt evrópskt samstarfsverkefni sem ber heitið
EULIS (European Land Information System).
15.55 Margt býr í grenndinni
Sigurður Helgi Guðjónsson, hrl. formaður Húseigendafélagsins,
fjallar um nábýlisrétt og hvort þörf sé á löggjöf um grennd.
16.15 Umræður og fyrirspurnir
17.00 Móttaka í boði Fasteignamats ríkisins
Málþingsstjórn: Kristín Edwald, hrl. hjá Lex lögmannsstofu.
Málþingið er öllum opið en þátttaka tilkynnist í síma 568 0887
kl. 13-15 alla virka daga eða í tölvupósti á netfangið: logfr@logfr.is
Síðasti skráningardagur er þriðjudagur 2. október.
Þátttökugjald er 13.000 kr. en 9.500 kr. fyrir félaga í Lögfræðingafélagi
Íslands
maður lifandi
Maður lifandi, Borgartúni 24, sími 58 58 700, www.madurlifandi.is
Langar þig að breyta um lífsstíl?
11. október kl. 18–21 Matreiðslunámskeið
hjá Maður lifandi í Borgartúni 24.
Leiðbeint verður um grunn að góðu mataræði og heilsufæði.
Lögð verður áhersla á að kenna fólki hvernig unnt er að matreiða hollan
og góðan mat án mikillar fyrirhafnar.
Allir sem sækja námskeiðið fá afslátt í verslunum Maður lifandi.
Kynntu þér samspil heilsu og mataræðis.
Meistarakokkar
sjá um námskeiðið
Helga Mogensen
Patricia Brizuela
Auður Konráðsdóttir
Nánari upplýsingar og skráning
helgamog@madurlifandi.is
Verð 4.500 kr.
Heilsukostur
matreiðslunámskeið
Maður lifandi
18. október kl. 18–21 Kökur og eftirréttir
25. október kl. 18–21 Matreiðslunámskeið