Morgunblaðið - 30.09.2007, Side 40

Morgunblaðið - 30.09.2007, Side 40
bækur 40 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ S umir sjá alls konar myndir út úr skýjum, stokkum og steinum. Ef ímynd- unaraflinu er gefinn laus taumurinn geta fyrirbæri þessi tekið á sig mannsmynd með augu, nef og munn, jafnvel búk og útlimi. Víða á Íslandi er lands- lagið þó hrikalegra en svo að mannsmyndin sé í nokkru samræmi við stærð venjulegra, dauðlegra manna. Kon- urnar tvær í klettunum þar sem Grímsá fellur í Tröllafossa, sem blasa við Steinari Berg Ísleifssyni þegar hann situr á verönd veitinga- húss síns í Fossatúni í Borgarfirði, eru að minnsta kosti fullstór- skornar fyrir meintan smekk karla um þessar mundir. Enda eru þær tröllkonur, önnur sýnu stærri en hin. „Sú er einkar góðleg á svip og brosir svo fallega. Ég hef verið hugfanginn af henni allar götur frá því ég gaf henni og stöllu hennar fyrst gaum um jóla- leytið 2005,“ viðurkennir Steinar. Til þess að fyrirbyggja mögu- legan misskilning skal tekið fram að hann er hamingjusamlega kvæntur Ingibjörgu Pálsdóttur og hefur engin áform um að gera breytingar á högum sínum og heim- ilishaldi. Saman hafa þau hjónin í nokkur ár rekið veitingahúsið Tím- ann og vatnið, og einbeitt sér að ferðaþjónustu í Borgarfirði, en þangað fluttust þau búferlum frá Reykjavík fyrir nokkrum árum eft- ir að Steinar dró úr umsvifum sín- um í tónlistarútgáfu, sem hann hafði lifað og hrærst í frá unga aldri. Í allri sinni dýrð Fyrrgreint ár á aðventunni þegar þau stóðu fyrir jólahlaðborði á veit- ingahúsi sínu ákváðu þau til hátíða- brigða að lýsa upp fossana fyrir neðan. „Frá ákveðnu sjónarhorni birtust þá tröllkonurnar í allri sinni dýrð og vöktu mikla hrifningu gesta. Ég hafði oft velt fyrir mér nafngiftunum Tröllafossar og Skessuhorn, sem er fjallatindur á Skarðsheiði og gnæfir yfir Borg- arfjörð, og þarna gat skýringin ver- ið komin. Ég fór að grúska í alls konar heimildum og þjóðsögum, en fann ekki staf um tilurð Tröllafossa. Hins vegar sagði Bjarni Guðmunds- son, prófessor á Hvanneyri, mér sögu um Skessuhorn. Mér fannst nauðsynlegt að saga tröllskessanna yrði sögð, þótt ég hefði ekki endi- lega hug á að gera það alfarið sjálf- ur. Í því skyni talaði ég við ritfæran og staðkunnugan Vestlending um að koma að verkefninu með mér, en hann rataði aldrei hingað í Fossa- tún,“ segir Steinar, sem þá ákvað að segja sjálfur frá uppruna og af- drifum tröllkonunnar Drífu, eins og hann kallaði hana, og samtímatrölla hennar og samskiptum þeirra við mannfólkið. Sagan gerist rétt áður en tröllin á Íslandi lutu í lægra haldi fyrir mannasiðum og urðu að steini. Drífa og Gríma svartálfur voru þau síðustu. Raunar er minni „tröllkonan“, Gríma, álfur eins og nafnið bendir til, en hún er jafn- framt hamskiptingur, sem varð að steini til að geta fylgt vinkonu sinni í sögulok. Ritdeilur, tinnitus og tröll Sagan er væntanleg í útgáfu hjá JPV og nefnist Tryggðatröll, og er hún prýdd teikningum Brians Pilk- ingtons og ljósmyndum útgefand- ans, Jó- hanns Páls Valdimars- sonar. Rit- smíðin er gjörólík því sem Steinar hefur áður fengist við og birst hefur opinberlega, t.d. fjölmargar greinar um tónlist og tónlistar- útgáfu, auk þess sem hann hefur staðið í op- inberum ritdeilum við menn, þar af tvívegis við Bubba. „Að ógleymdri grein, sem ég skrifaði í Morg- unblaðið fyrir sex árum og vakti gífurlega at- hygli. Ég er ennþá að fá viðbrögð,“ segir hann leyndardómsfullur, en upplýsir að hafa fjallað þar um tinnitus, eða stöðugt eyr- nasuð, sem hann og fjöldi annarra þjást af. Hann neitar því að hávær popptónlist í áratugi sé sökudólg- urinn, heldur skellir skuldinni á eina byssuskotið, sem hann hefur hleypt af á ævinni, á skotæf- ingasvæði endur fyrir löngu. „Ég skaut á leirdúfu,“ útskýrir hann. Eftir þennan útúrdúr, sem í fljótu bragði virðist ekkert koma ritstörfum við, heldur hann áfram og kveðst hafa farið til Jerúsalem árið 2001, að leita sér lækninga við tinnitus. „Ég mætti til læknis tvisv- ar á dag og hafði mikinn tíma fyrir sjálfan mig þess á milli. Þarna skrifaði ég drög að sögu, sem bygg- ist á æsku minni og uppvexti, og komst að því að mér léti bara nokk- uð vel að skrifa,“ segir hann og bæt- ir við að sagan sé þó enn hálfkláruð ofan í skúffu. Úr því að eyrnasuð bar á góma telur hann rétt gagn- vart þeim, sem af því þjást og þetta lesa, að upplýsa að hann hlaut enga lækningu í borginni helgu. Allar gáttir opnuðust Í framhaldinu skrifaði Steinar ýmislegt fyrir skúffuna, en veturinn 2006 fór hann virkilega á flug, inn- blásinn af tröllkonunni í klettunum. „Ég hef alltaf lesið mikið af öllu tagi og haft dálæti á ævintýrum og þjóð- sögum, sem ég tók aftur til við að lesa. Ég sat alla daga og öll kvöld við að skoða gömul orðtök, stúdera mismunandi stílbrögð og texta áður en ég hófst sjálfur handa við skrift- irnar, alveg heltekinn af verkefn- Hugfanginn af tröllskessu Steinrunnin tröll, sem engar heimildir fundust um, kveiktu skáldaneistann hjá Steinari Berg Ísleifs- syni, ferðaþjónustubónda í Borgarfirði og fyrrver- andi tónlistarútgefanda. Valgerður Þ. Jónsdóttir gluggaði í Tryggðatröll og spurði höfundinn m.a. út í innblásturinn, stílbrögð og tröllatrú. Morgunblaðið/RAX Ég hef í raun aldrei efast um að þær sögu- persónur sem koma fyrir í þjóðsögum eða ævintýrum séu jafn raunverulegar og til dæmis íslenskir starfs- menn í útrás fjármálageir- ans Eiginkonan Steinar og Ingibjörg eru samtaka í að byggja upp ferðaþjónustu í Borgarfirði. Hin konan Drífa tröllskessa birtist Steinari Berg Ísleifssyni í kletti við Tröllafossa, uppljómuð á aðventunni eitt árið. Ham- skiptingurinn Gríma svartálfur er þarna líka, en hún sést aðeins þegar fossarnir eru lýstir upp. Vinkon- urnar Drífa og Gríma svartálfur eins og þær koma Brian Pilkington fyrir sjónir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.