Morgunblaðið - 30.09.2007, Page 41
inu. Á tímabili gat ég ekki um annað
hugsað og talað við konuna mína.
Það bara opnuðust allar gáttir,“
segir Steinar, sem fannst við hæfi
að sækja í þjóðsöguarfinn, enda
voru aðalsöguhetjur hans fornar
vættir rétt eins og þar.
Því er Tryggðatröll á fremur
fornu máli þótt stíllinn sé ekki alveg
eins knappur eins og tíðkast í ís-
lenskum þjóðsögum. Steinar hefur
engar áhyggjur af að það falli ekki í
kramið hjá ungu kynslóðinni, sem
sögð er hafa æ minni orðaforða.
Þvert á móti telur hann að orðnotk-
unin og frásagnarstíllinn varpi
meiri ævintýraljóma á söguna en
ella og gefi lesendum kost á að
auðga sitt mál.
„Þeir sem lesið hafa söguna segja
að hún hafi góðan boðskap. Í
stórum dráttum skírskotar hún til
mikilvægis jákvæðra samskipta
fólks af ólíkum uppruna. Ég vona
að einhverjir staldri við eftir lestur
bókarinnar og hugsi aðeins út fyrir
rammann, þótt þetta sé fyrst og
fremst ævintýri. Markmið mitt var
að skapa sögu með sterku flæði, lif-
andi söguþræði og góðum endi.
Endir þessarar sögu er hið raun-
verulega upphaf hennar. Sjálfur
held ég mikið upp á sögur, sem
skilja lesandann eftir íhugulan,
brosandi og kannski pínulítið betri
manneskju. Ég las ungur Dæmi-
sögur Esóps, sem reyndust mér
holl lesning og lærdómsrík og ég
nota þær enn sem mælistiku í líf-
inu.“
Auðmenn og steinrunnin tröll
Steinar setur stutta stund hljóð-
an þegar hann, upp úr þurru, er
spurður hvort hann trúi á tröll, álfa
og huldufólk. Hann svarar svo: „Ég
hef í raun aldrei efast um að þær
sögupersónur sem koma fyrir í
þjóðsögum eða ævintýrum séu jafn
raunverulegar og til dæmis íslensk-
ir starfsmenn í útrás fjármálageir-
ans. Mér finnst umhverfið sem það
fólk lifir og hrærist í miklu fram-
andlegra en tröll, sem orðið hefur
að steini og sjá má í íslenskri nátt-
úru. Kannski bíða þessa fólks svip-
uð örlög.“
Skrifgen
Bókmenntasmekkur Steinars
nær líka til ljóða og eru ljóð Steins
Steinars honum sérstaklega hug-
leikin, ennfremur greinar og önnur
skrif Steins, sem var ömmubróðir
hans. Veitingastaðurinn Tíminn og
vatnið er nefndur eftir einu þekkt-
asta ljóði Steins.
„Í föðurætt minni er líka að finna
margt ágætlega ritfært fólk. Mér er
ákaflega kær bókin Gömul kynni
eftir langömmu mína, Ingunni
Jónsdóttir frá Kornsá í Vatnsdal,
sem segir frá þjóðháttum í lok 19.
aldar, fólki og kynlegum kvistum,“
segir Steinar, en kveðst ekki vita
hvort hann hafi fengið einhver
skrifgen í arf frá þessu mæta fólki.
„Það kann þó vel að vera og þá lík-
lega þeirrar gerðar sem langamma
mín hafði, en hún hóf ekki að skrifa
fyrr en hún var orðin vel fullorðin,
komin á sjötugsaldur – að vísu
nokkuð eldri en ég …“
Viðbjóður í sögunni
Þótt Steinar sé hagvanur í út-
gáfubransanum fannst honum af og
frá að gefa út eigið verk.
„Slíkt hefði verið nástaða. Ég
þurfti góðan útgefanda, sem segði
mér hvort verkið væri útgáfuhæft.“
Sem þau og gerðu, hjónin Guðrún
Sigfúsdóttir og Jóhann Páll hjá
JPV, en sá síðarnefndi fór gagngert
og myndaði söguslóðir og næsta ná-
grenni.
„Bókin er því ekki aðeins ævin-
týri fyrir börn á öllum aldri, heldur
líka fróðleikur um ýmis þekkt og
óþekkt kennileiti og örnefni, sem
mörg hver eru býsna sérkennileg,“
segir Steinar og tekur dæmi af
hylnum Viðbjóði, einum þekktasta
veiðistað í Grímsá. Án þess að
ljóstra of miklu upp má upplýsa að
Viðbjóður kemur við sögu í einum
sorglegasta kafla bókarinnar.
Ævintýri á tveimur tungum
„Þegar ákveðið var að gefa bók-
ina út hafði ég samband við Brian
Pilkington, sendi honum handritið
og bað hann að myndskreyta sög-
una. Hann átti svolítið erfitt með að
lesa hana því hún er skrifuð í þess-
um gamla stíl, þannig að ég þýddi
textann fyrir hann. Þetta átti
kannski sinn þátt í því að Jóhann
ákvað að gefa bókina samtímis út á
ensku og fékk Bernard Scudder til
að þýða hana,“ segir Steinar og
upplýsir að útgefandinn hafi ekki
aðeins hug á ensku útgáfunni fyrir
erlenda túrista heldur eygi hann
möguleika á að gefa hana út í út-
löndum.
Senn fer í hönd streitutími fyrir
flesta þá sem bera hugverk sín á
borð fyrir almenning. Líka þá sem
leggja fé í að koma verkunum á
framfæri, en í því hlutverki hefur
Steinar verið um árabil. Hann við-
urkennir að hafa upplifað svolítið
blendnar tilfinningar eftir að hann
hitti rithöfund, sem hann var mál-
kunnugur, á förnum vegi nýverið.
Þegar sá fregnaði að Steinar væri
að stíga sín fyrstu spor sem rithöf-
undur sagði hann eins og ekkert
væri sjálfsagðara: „Þá áttu eftir að
engjast eins og við hinir!“
Þrátt fyrir tröllatrú sína viður-
kennir Steinar að vera aðeins farinn
að engjast, en þó öðruvísi en þegar
hann sem tónlistarútgefandi hamp-
aði verkum annarra árum saman,
jól eftir jól. Hann kveðst vera búinn
að skrifa heilmikið síðan hann sagði
skilið við Tryggðatröllin. Hann læt-
ur þó ekkert frekar uppi.
vjon@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 41
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Ultraflex
gluggaopnarar
UCS VEGA 230V
Mjög nettur rafknúinn gluggaopnari úr áli, drifinn keðju úr ryðfríu stáli, sérlega
auðveldur í uppsetningu. Hentar vel fyrir glugga með gardínum. Átakið er staðsett í
miðju opnarans. Fáanlegur með og án fjarstýringar. UCS 230 V, 230V 24 VDC,
300 mm stöðluð opnun.
Skútuvogur 1c 104 Reykjavík Sími 550 8500 Fax 550 8510 www.vv.is
UCS KEÐJUOPNARI
Handknúinn gluggaopnari með keðju og sveif sem hentar jafnt
fyrir glugga með lamir að neðanverðu sem ofanverðu og hátt upp í
opnanleg fög. Á stóra glugga er möguleiki að nota tvo opnara. Auðvelt er að komast
að þrifum.
Ultraflex gluggaopnarar eru auðveldir í uppsetningu og henta fyrir glugga í
mismunandi hæð. Fjöldi lausna er í boði fyrir flestar gerðir glugga.
UCS SINTESI 230V
Rafknúinn öflugur gluggaopnari,
keðjudrifinn, einfaldur í uppsetningu,
auðvelt að komast að þrifum. UCS 230 V,
250 mm eða 380 mm opnun.