Morgunblaðið - 30.09.2007, Síða 42

Morgunblaðið - 30.09.2007, Síða 42
42 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ 2. október 1977: „Framhalds- deildir, þ.e. deildir ofan grunnskólastigs, eru í Lauga- lækjarskóla og Ármúlaskóla. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti annast framhaldskennslu fyr- ir nýju byggðahverfin þar. Framhaldsdeild er einnig við Kvennaskólann í Reykjavík. Sérstaka athygli vakti for- maður fræðsluráðs á sjó- vinnudeild, sem er framhalds- deild við Hagaskóla. Menntaskólar og aðrir sér- skólar, sem ríkið rekur, starfa að sjálfsögðu jafnframt á framhaldsstigi fræðslukerf- isins í borginni. Samvinna hefur tekizt milli Vörðuskóla og Iðnskóla, þann veg að Vörðuskóli annast bóknáms- kennslu fyrir Iðnskólann. Þannig hefur fengist aukið húsrými fyrir verkkennslu. Þá nefndi Ragnar Júlíusson Námsflokka Reykjavíkur, er gegna mikilvægu hlutverki á sviði endurmenntunar og full- orðinsfræðslu í höfuðborg- inni.“ . . . . . . . . . . 4. október 1987: „Eftir að Gorbachev talaði í hafn- arborginni Vladivostok skammt frá Kína, Kóreu og Japan, var vakin athygli á því, að Sovétmenn vildu ef til vill minna á sig sem Kyrrahafs- ríki, sem þjóðirnar þar þyrftu að líta til. Með því að fara til hafnarborgarinnar Múmansk, skammt frá landamærum Finnlands, Svíþjóðar og Nor- egs og flytja þar stefnuræðu um norðurslóðir er Gorbac- hev að minna okkur nágrann- ana á þessum slóðum á vald Sovétríkjanna og áhrifamátt. Þegar Gorbachev lítur til norðurs er hann að segja, að Sovétríkin séu stórveldi þar ekki síður en við Kyrrahaf. Sjálfsagt er að taka tillögum Gorbachevs vel en þó með fyr- irvara. Á norðurslóðum eins og annars staðar hlýtur gagn- kvæmni að ríkja í afvopn- unarmálum. Á engu Norður- landanna eru kjarnorkuvopn og þá staðreynd viðurkennir Gorbachev í ræðu sinni.“ . . . . . . . . . . 5. október 1997: „Eins og menn muna afhenti Erró Reykjavíkurborg að gjöf mik- ið safn verka sinna á árinu 1989 og er þar um að ræða 3000 listaverk. Í tengslum við þá gjöf kom upp skemmtileg hugmynd um að endurreisa Korpúlfsstaði og koma þar fyrir miklu listasafni en við nánari athugun reyndist kostnaður við slíka end- urbyggingu of mikill. Í fram- haldi af því komu svo upp hugmyndir um að breyta Hafnarhúsinu og koma þar upp miklu listasafni fyrir verk í eigu Reykjavíkurborgar og þ.á.m. að koma gjöf Errós fyr- ir með verðugum hætti.“ Úr gömlum l e iðurum Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. GAGNRÝNI Á MÓTVÆGISAÐGERÐIR Geir H. Haarde, forsætisráð-herra, gerði gagnrýni á svo-nefndar mótvægisaðgerðir að umtalsefni í kjölfar ríkisstjórnar- fundar í fyrradag. Ráðherrann sagði m.a.: „Gagnrýnin, sem hefur komið fram á mótvægisaðgerðirnar, frá hagfræð- ingum og jafnvel úr Seðlabankanum, hefur verið sú, að þær hafi verið of miklar, kostað of mikið og séu hugs- anlega óþarfar vegna þess, hve at- vinnuleysið er lítið í landinu. Þá þarf að huga að því, að þessar aðgerðir eru hugsaðar þannig, að þær geti liðsinnt og orðið til aðstoðar þeim byggðar- lögum, sem eiga meira undir sjávar- útvegi en aðrar. Þau koðni ekki niður á meðan þessi aflasamdráttur á sér stað...“ Það er rétt hjá forsætisráðherra, að bein afleiðing aflasamdráttar kemur niður á viðkomandi byggðarlögum. Það er líka rétt hjá gagnrýnendum ríkisstjórnarinnar, að það er nóga vinnu að hafa í þessu landi. Raunar er ekki bara nóga vinnu að hafa heldur er stórkostlegur skortur á vinnuafli og við höfum þurft að flytja inn mik- inn fjölda fólks til þess að manna þau störf, sem í boði eru og hefur þó ekki dugað til. Sumt af því fólki, sem er að missa vinnuna í fiskvinnslu vegna niður- skurðar á þorskveiðum eru útlend- ingar, sem eiga auðvelt með að flytja sig á milli byggðarlaga vegna vinnu og eiga líka auðvelt með að fá vinnu í öðrum löndum ef svo ber við. Fyrir svo sem tveimur áratugum eða rúmlega það kom upp atvinnu- leysi í einu byggðarlagi á Snæfells- nesi á sama tíma og næga vinnu var að fá í byggðarlagi, sem var í ekki meiri fjarlægð en svo að það tók hálftíma að keyra þangað. Morgunblaðið spurði hvert vandamálið væri og var þá upp- lýst um að fólk í því byggðarlagi, þar sem atvinnuleysið kom upp sækti ekki vinnu í nágrannabyggðarlaginu. Þessi hugsunarháttur er að hverfa. Samgöngur hafa stórbatnað. Það er ekkert vandamál fyrir fólk að sækja vinnu í öðru byggðarlagi en það býr í. Fólk, sem vinnur í Reykjavík býr bæði suður með sjó og fyrir austan fjall. Þess vegna má spyrja með full- um rökum hvort ástæða sé til sér- stakra mótvægisaðgerða, þótt starfs- maður í fiskvinnslu á Akranesi missi vinnu vegna niðurskurðar á þorsk- kvóta vegna þess, að sá sami starfs- maður á margra kosta völ á höfuð- borgarsvæðinu eða í Borgarfirði, svo að dæmi sé nefnt. Gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar hafa því mikið til síns máls, og fyrr- verandi hagfræðingur í Seðlabanka, sem nú situr í stól forsætisráðherra veit mæta vel að í efnahagslegu tilliti skiptir ekki máli hvar einstaklingur býr í þessu samhengi. Hins vegar geta verið réttmætar pólitískar ástæður fyrir því að grípa til slíkra mótvægisaðgerða, þótt ekki séu endilega efnahagsleg rök fyrir þeim. Ísland er kannski ekki allt orðið eitt atvinnusvæði en það liggur mjög nærri að segja, að svæðið frá Snæ- fellsnesi og austur fyrir fjall að höf- uðborgarsvæðinu og Suðurnesjum meðtöldum sé orðið eitt atvinnusvæði og að í þeim landshluta fari vinnuaflið á milli svæða vandræðalaust. Hið sama á við um Akureyrarsvæð- ið og Norðausturland að verulegu leyti og kannski Norðvesturland einnig. Um þessar mundir er ekkert atvinnuvandamál á Austurlandi þann- ig að hinn raunverulegi vandi er kannski fyrst og fremst á Vestfjörð- um. Líklegt má telja, að í ljós komi að þörfin fyrir mótvægisaðgerðir reyn- ist lítil sem engin. En í þeim er þó fólgin ákveðin trygging fyrir fólk, sem skiptir máli. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ A lþingi kemur saman eftir helgi og tími stjórnmálanna er að ganga í garð á ný eftir langt sumarfrí þing- manna. Sumarið hefur verið tíð- indalaust á þeim vettvangi eins og búast mátti við eftir tvö kosningaár í röð. Það eru tæp þrjú ár í sveitarstjórnarkosn- ingar og fjögur í þingkosningar, sem markar auð- vitað stjórnmálabaráttuna að verulegu leyti. Hins vegar eru forsetakosningar á næsta ári og ekki ósennilegt að umræður hefjist senn um þær manna á meðal. Raunar eru þær hafnar að ein- hverju leyti og vangaveltur um, hvort núverandi forseti muni gefa kost á sér á nýjan leik. Sumir þeirra, sem átt hafa samtöl við forsetann á und- anförnum mánuðum, koma frá Bessastöðum með þá tilfinningu, að forsetinn mundi gjarnan vilja skipta um starfsvettvang, en það er bara tilfinning, sem á sér ekki stoð í ummælum, sem fallið hafa af hans hálfu. Mikil umsvif forsetans á alþjóðavettvangi (sem geta varla verið meiri!) og þá ekki sízt í Bandaríkj- unum hafa vakið spurningar um, hvort hann hafi áhuga á stöðu á alþjóðavettvangi, sem vel má vera og væri auðvitað sjálfsagt að íslenzk stjórnvöld stuðluðu að ef kostur væri. Allt kemur þetta í ljós og væntanlega gefur forsetinn til kynna í áramóta- ávarpi sínu, hvort hann gefi kost á sér á nýjan leik. Það sem gæti haft áhrif á þá ákvörðun er einfald- lega hversu margir skiluðu auðu í síðustu forseta- kosningum. Ólafur Ragnar mundi ekki hafa áhuga á að eitthvað slíkt endurtæki sig og að þar með lægi fyrir einhvers konar staðfesting á þeim fyr- irvara á störfum hans, sem fram kom hjá stórum hópi kjósenda í forsetakosningunum 2004. Eins og þjóðfélag okkar hefur þróazt má hins vegar gera ráð fyrir að fleiri frambjóðendur komi fram, sem ekki er óeðlilegt. Og þótt nöfn hafi verið nefnd manna á meðal á undanförnum mánuðum er ekki ástæða til að ætla enn sem komið er að nokkur alvara sé á bak við þær hugmyndir. Hins vegar sýnir reynslan að forsetakosningar eru viðkvæmar kosningar í okkar landi og geta haft áhrif á vett- vangi stjórnmálanna. Einhverjar uppákomur á þeim vettvangi gætu haft áhrif á stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Liðsmenn þessara tveggja flokka hafa sjaldnast verið á sama máli í forsetakosningum. Það kann þó að vera að breytast. Núverandi forseti hefur lagt sig fram um að efla tengsl sín við forystumenn viðskiptalífsins, sem getur hins vegar komið niður á þeim stuðn- ingi, sem hann áður naut á vinstri kanti stjórnmál- anna. Það sem af er hefur ný ríkisstjórn ekki sýnt nein merki þess, að hún stefni í nýjar áttir eftir tólf ára samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Aðild Samfylkingar að ríkisstjórninni hefur ekki orðið til þess að brjóta blað á einn eða annan veg. Ráðherrar Samfylkingar hafa gengið inn í ráðu- neytin og í stórum dráttum fylgt stefnu forvera sinna. Þó tók Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanrík- isráðherra rétta ákvörðun, þegar hún kallaði heim Íslending, sem sendur hafði verið til starfa í Írak. Rökstuðningur utanríkisráðuneytisins fyrir þeirri ákvörðun á sínum tíma var fáránlegur en hann var sá, að öllu væri óhætt á hinu svonefnda græna svæði í Bagdað. Skömmu seinna urðu miklar sprengingar á græna svæðinu, sem sýndu hvað ut- anríkisráðuneytið á Íslandi fylgdist illa með því, sem var að gerast í Bagdað. En að öðru leyti hefur formaður Samfylkingar fylgt sömu stefnu í utanríkismálum og forverar hennar, staðið að heræfingum á Íslandi, þátttöku Íslands í aðgerðum Vesturlandaþjóða í Afganist- an, fylgt eftir vanhugsaðri ákvörðun Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks um framboð til Ör- yggisráðsins o.s.frv. Raunar er Ingibjörg Sólrún ekki bara að fylgja eftir ákvörðunum Halldórs Ás- grímssonar, Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde. Umsvif hennar á þeim vettvangi eru slík að hún er greinilega að gera þetta framboð að sínu máli. Það verður fróðlegt að sjá, þegar frá líður, hvernig þessar ákvarðanir mælast fyrir innan Samfylkingarinnar. Aðrir ráðherrar Samfylkingar hafa heldur ekki markað spor það sem af er hinu nýja stjórnarsam- starfi. Það er enn stórt spurningarmerki við það, hvert Þórunn Sveinbjarnardóttir stefnir í um- hverfisráðuneytinu. Sá ráðherra Samfylkingar sem virðist hafa skýrasta sýn á hvert hún stefnir er Jóhanna Sigurðardóttir. Vafalaust á fyrri aðild hennar að ríkisstjórn þátt í að hún kemur betur undirbúin í félagsmálaráðuneytið en þeir ráð- herrar flokksins, sem hafa ekki gegnt ráðherra- embættum áður. Það hefur lítið heyrzt í ráðherrum Sjálfstæð- isflokksins á þessu sumri. Innan flokksins má heyra gagnrýni á Geir H. Haarde fyrir að hann hafi lítið sést. Sú gagnrýni hefur heyrzt áður. Hins vegar er staðreyndin sú, að jafnan þegar Geir talar mælist það vel fyrir meðal flokksmanna hans og nú á þessum laugardagsmorgni, þegar Reykjavíkur- bréf er skrifað, er stutt í að hann ávarpi flokks- menn sína á fundi í Valhöll. Einar K. Guðfinnsson tók erfiðustu ákvörðun, sem nokkur ráðherra í núverandi ríkisstjórn hefur staðið frammi fyrir, þegar hann tilkynnti snemma í sumar að hann mundi fylgja ráðgjöf Hafrann- sóknastofnunar um þorskstofninn. Þrotlaust starf Björns Bjarnasonar við að endurskipuleggja og endurnýja löggæzlustarf í landinu er að skila sýni- legum árangri og Guðlaugur Þór heilbrigðisráð- herra hefur verið að taka athyglisverðar ákvarð- anir í heilbrigðiskerfinu, sem rista dýpra en fólk utan þess kerfis áttar sig á. Þær lofa góðu um framhaldið. Kannski er ósanngjarnt að ætlast til of mikils af nýjum ráðherrum yfir sumarmánuðina, þegar bæði þeir og starfsmenn ráðuneytanna eru í sum- arfríum. Það kemur þá í ljós á næstu vikum, þegar þingið hefur hafið störf, hvort aðgerðaleysi síðustu mánaða hefur verið frekar í orði en á borði. Stóra spurningin S tóra spurningin fyrir okkur Íslend- inga er sú, hvort órói á fjármála- mörkuðum um allan heim er vísbend- ing um að efnahagsleg niðursveifla sé í aðsigi. Það er alveg ljóst, að efna- hagssveiflur hér fylgja slíkum sveifl- um í nálægum löndum og helztu viðskiptalöndum okkar. Raunar hefur þetta alla tíð verið þannig en áður fyrr með svolítið öðrum hætti en nú. Fyrr á árum gátu efnahagssviptingar í öðrum löndum haft áhrif á fiskverð á alþjóðlegum fisk- mörkuðum, sem hafði svo djúp áhrif á efnahags- ástandið hér. Nú er það ekki fiskverðið, sem ræður úrslitum, þótt það skipti enn máli. Hins vegar má ganga út frá því sem vísu, að lækki verð á hluta- bréfum í Japan aðfaranótt mánudags, þegar kaup- hallir hafa verið opnaðar í Asíu, og hlutabréf lækki í verði á mörkuðum í Evrópu, sem opnaðir eru fyrr á mánudagsmorgni en hér, gerist það sama í kaup- höllinni hér. Þetta er jákvætt í þeim skilningi, að það sýnir að við erum ekki einir í heiminum í þess- um efnum frekar en öðrum eins og virtist vera á fyrstu árum reglulegrar kauphallarstarfsemi á Ís- landi en jafnframt þýðir þetta að órói undanfar- inna vikna og mánuða á alþjóðlegum fjármála- mörkuðum teygir anga sína hingað. Fólki finnst það langsótt að rangar ákvarðanir í Laugardagur 29. september Reykjavíkur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.