Morgunblaðið - 30.09.2007, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 43
veitingu húsnæðislána í Bandaríkjunum geti haft
áhrif um allan heim en það er hins vegar orðinn
veruleiki. Fjármálafyrirtæki út um allt hafa keypt
þessa pappíra, þar á meðal íslenzk fjármálafyr-
irtæki eins og fram hefur komið, og þar með er
fjandinn laus.
Vandamál brezka bankans Northern Rock eru
athyglisverð í þessu sambandi. Bankinn hafði áður
byggt útlán sín til húsnæðiskaupa á innlánum en
með nýjum stjórnendum lagði hann út á þá braut
að fjármagna lánveitingar sínar með skammtíma-
lántökum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Þeg-
ar húsnæðislánavandinn kom upp í Bandaríkjun-
um þornuðu peningalindirnar upp, eigendur
peninganna fóru með þá í skjól bandarískra rík-
isskuldabréfa og álíka pappíra og bankinn gat ekki
endurfjármagnað sig eða þá að endurfjármögnun-
in reyndist of dýr. Þess vegna leituðu forráðamenn
hans á náðir Englandsbanka kvöldstund eina fyrir
nokkrum vikum.
Englandsbanki gjörbreytti um stefnu frá fyrri
ákvörðunum og bjargaði bankanum en meiri
spurning er hvort bankastjóri Englandsbanka lifir
þá kúvendingu af.
Þessu tímabili óróleika á alþjóðlegum fjármála-
mörkuðum er ekki lokið. Raunar lýsti fjármálaráð-
herra Bandaríkjanna þeirri skoðun fyrir skömmu,
að hann mundi standa alla vega í næstu tvö ár. Sér-
fræðinga greinir hins vegar á um hvort hann leiðir
til stöðnunar í efnahagsmálum í Bandaríkjunum
og þar með í nálægum löndum eða jafnvel sam-
dráttar. Sumir spyrja, hvort Kína geti hugsanlega
tekið við sem drifkraftur fjármálakerfisins í heim-
inum, ef Bandaríkjunum skriki fótur.
Þegar við lítum í kringum okkur hér í okkar um-
hverfi eru engin merki um samdrátt. Atvinna er
svo mikil, að við þurfum enn á fólki að halda frá út-
löndum til að manna störf. Það á bæði við um störf í
byggingariðnaði og eins um margvísleg þjónustu-
og umönnunarstörf.
Eftir stendur hins vegar sú spurning hvað muni
gerast ef alvarleg vandamál koma upp á hinum al-
þjóðlegu fjármálamörkuðum. Hvaða áhrif hefur
það á íslenzk fyrirtæki, sem eru í vaxandi umsvif-
um í öðrum löndum, ef hlutabréf á Vesturlöndum
lækka verulega í verði frá því, sem nú er? Hvaða
áhrif hefur það á þessi sömu íslenzku fyrirtæki ef
aðgengi að fjármagni takmarkast mjög eða pen-
ingarnir verða langtum dýrari en þeir hafa verið?
Hvaða áhrif hefur það hér heima fyrir ef fasteigna-
verð lækkar verulega, en um það eru vísbendingar
í öðrum löndum?
Bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum er um það
rætt að hækkandi fasteignaverð hafi staðið undir
mikilli einkaneyzlu og ef það lækki umtalsvert
verði stórfelldur samdráttur í einkaneyzlu á
skömmum tíma.
Stóra spurningin, sem við stöndum frammi fyr-
ir, er sú, hvernig okkur tekst að standa af okkur
hugsanleg áföll á þessum vettvangi. Það er engin
spurning um að efnahagur okkar er margfalt
sterkari en hann var en hvað þolir hann mikil áföll?
Talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa lítið talað um
þessi mál á undanförnum vikum. Þó hefur fátt ver-
ið meira rætt í nágrannaríkjum okkar beggja
vegna Atlantshafsins. Við verðum að ætla að eftir
sem áður sé vel fylgzt með þróun þessara mála í
viðkomandi ráðuneytum og stofnunum. Pening-
arnir, sem koma inn vegna útgáfu hinna svonefndu
jöklabréfa, eiga drjúgan þátt í að fjármagna við-
skiptahalla okkar. Þeir peningar hverfa á þeirri
stundu, sem vaxtamunurinn verður ekki jafnhag-
stæður og hann er nú fyrir kaupendur þessara
bréfa. En væntanlega eru bæði ríkisstjórn og
Seðlabanki vel undir það búin ef eitthvað slíkt á
eftir að gerast.
Stjórnarandstaðan á fjöllum?
Þ
ótt lítil tilþrif hafi verið hjá nýrri rík-
isstjórn á fyrstu mánuðum valda-
tíma hennar verður ekki sagt að
stjórnarandstaðan hafi látið meira
að sér kveða. Steingrímur J. Sigfús-
son er að vísu að styrkja stöðu sína á
nýjan leik innan Vinstri grænna og ekki jafn há-
værar kröfur og fyrst eftir kosningar um for-
mannsskipti en hvorki Vinstri grænir né fram-
sóknarmenn hafa markað nokkra trúverðuga
stjórnarandstöðupólitík.
Framsóknarmenn eru augljóslega í lausu lofti
og vita ekkert hvað þeir eiga af sér að gera. Senni-
lega eru hreyfingar um breytingar á flokksforystu
á ferðinni í undirdjúpum flokksins. Sá kjörni
fulltrúi Framsóknarflokksins, sem mest er í sviðs-
ljósinu, er augljóslega Björn Ingi Hrafnsson, borg-
arfulltrúi flokksins í Reykjavík. Það er áreiðanlega
engin tilviljun að svo er. Guðni Ágústsson sýndi
hins vegar fyrir rúmu ári að hann á sterkt bakland
í flokknum, svo að það væri mikill misskilningur að
gera lítið úr styrkleika hans.
Stærsti vandi framsóknarmanna er hins vegar
sá, að þeir sýnast ekki geta fótað sig á pólitískum
málefnum í stjórnarandstöðu. Blaðamannafundur
þeirra í gær, föstudag, breytti engu um það.
Vinstri grænir munu vafalaust ganga hart að
umhverfisráðherranum á þingi. Þeir sjá þess
áreiðanlega engin merki frekar en aðrir, að Sam-
fylkingin hafi tekið umhverfismálin öðrum tökum í
ríkisstjórn heldur en gert var í fyrri ríkisstjórn.
Þetta getur orðið erfitt fyrir Samfylkinguna vegna
þess, að töluvert kjósendafylgi er á ferð á milli
Samfylkingar og Vinstri grænna vegna umhverf-
ismála.
Vinstri grænir eiga líka eftir að herja á Samfylk-
inguna vegna utanríkismála. Þeir eiga eftir að
spyrja um afstöðu utanríkisráðherrans til aðildar
Atlantshafsbandalagsins að stríðsátökum í Afgan-
istan. Og þeir eiga eftir að spyrja hvers vegna ut-
anríkisráðherrann hafi meiri áhuga á því að taka
þátt í sýndarmennskunni í kringum Mið-Austur-
lönd og í kringum framboð Íslands til Öryggisráðs-
ins heldur en að nota þá fjármuni, sem við getum
án verið, til þess að hjálpa fátæku fólki í þróun-
arlöndunum.
En sennilega hafa stjórnmálamenn nútímans
engan áhuga á að hjálpa fátæku fólki í þróunar-
löndunum. Það er líklega eftirsóknarverðara að
standa á sviðinu með Condi Rice en að opna vatns-
leiðslu í fátæku þorpi inni í miðri Afríku.
Mál af þessu tagi sýnast hins vegar hafa farið
fram hjá stjórnarandstöðunni til þessa. Framsókn-
armenn hafa meiri áhuga á að ráðast á utanrík-
isráðherrann fyrir þá réttu ákvörðun sem hún tók
að kalla íslenzka stúlku heim frá Bagdað en að
ræða við hana um eitthvað það sem máli skiptir og
við Íslendingar getum haft raunveruleg áhrif á.
Og skýringin á því að ekkert heyrist í Vinstri
grænum er væntanlega sú, að þeir hafa verið á
fjöllum, en þangað er vissulega endurnæringu að
sækja fyrir hina pólitísku baráttu vetrarins.
»Einhverjar uppákomur á þeim vettvangi gætu haft áhrif ástjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Liðs-
menn þessara tveggja flokka hafa sjaldnast verið á sama máli í
forsetakosningum. Það kann þó að vera að breytast. Núverandi
forseti hefur lagt sig fram um að efla tengsl sín við forystumenn
viðskiptalífsins, sem getur hins vegar komið niður á þeim stuðn-
ingi, sem hann áður naut á vinstri kanti stjórnmálanna.
rbréf
Morgunblaðið/Brynjar Gauti