Morgunblaðið - 30.09.2007, Side 52

Morgunblaðið - 30.09.2007, Side 52
Fréttir í tölvu- pósti Sjafnargata - 101 Reykjavík Opið hús sunnudaginn 30. sept. milli kl 15:00 og 15:30. Vel staðsett 275 fm einbýlishús ásamt 24,4 fm bílskúr. Húsið stendur á 741 fm hornlóð og er teiknað af Einari Sveinssyni. Húsið skiptist í 3 hæðir. Á efstu hæð eru 4 herbergi, stórar yfirbyggðar svalir og baðherbergi. Á miðhæð eru 2 stofur, 2 herbergi, forstofa, eldhús, baðherbergi og hol. Í kjallara eru 3 herbergi og þvottahús. Lofthæð í kjallara er tæpir 2 metrar. Upplýsingar veitir Petra í síma 898 9347 Jón Sigfús Sigurjónsson hdl. & Löggiltur FFS Skúlagata 17 • 101 Reykjavík • Sími 566 8800 • vidskiptahusid@vidskiptahusid.is • www.vidskiptahusid.is M bl 9 15 61 9 52 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN TIL LEIGU Í SKÚLAGÖTU 17 ATVINNUHÚSNÆÐI - 160 FM FRÁBÆR STAÐSETNING Um er að ræða glæsilegt verslunar og þjónustuhúsnæði á góðum stað í miðbæ Reykjavíkur. Rýmið er í götuhæð, í nýlegri álklæddri bygg- ingu með frábæru útsýni til sjávar. Góð lofthæð er í rýminu ásamt góðri lýsingu. Stórir og bjartir gluggar eru til norðurs og suðurs. Gegnheilt parket á gólfum. Þverholti 14 | 101 Reykjavík | Sími 595 9000 | www.holl.is | holl@holl.is M bl 9 15 25 3 530 1800 65,400,000 Fallegt 213,8 fm. einbýli með innb. 52,5 fm. bílskúr. Einnig er aukaíbúð í húsinu með sérinngangi. Eignin er innst í botnlangagötu. BÓKIÐ SKOÐUN S. 530 1800/1811 Vesturholt - 220 Hfj. M b l 9 15 57 9 Sýnum í dag glæsilegt & vel skipulagt 2ja hæða parhús í Lindahverfi Kópavogi ca. 200 fm með bílskúr. Á aðalhæð er: Bílskúr, forstofa, gestabaðherbergi, eldhús, stofa, borðstofa & tvennar svalir með glæsilegu útsýni. Neðri hæð skiptist í: Sjónvarpsherbergi, herbergjagang, þrjú barna- herbergi, hjónaherbergi, baðherbergi, þvottahús og góða geymslu undir stiga. Stór verönd & mikið af pöllum meðfram og bakvið hús. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar í húsi. Verð 61,9 millj. Sveinn Eyland frá Fasteign.is á staðnum gsm: 6-900-820 OPIÐ HÚS Í DAG KL. 15.00 - 16.00 KROSSALIND 15 - KÓPAVOGI SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. M b l 9 15 59 9 FASTEIGNASALA SÓLVALLAGÖTU 84 101 RVK S: 535 0200 FAX: 535 0201 NETFANG: neseignir@neseignir.is BÚJÖRÐ í Skagafirði, Eyjafirði eða Suður-Þingeyjarsýslu ÓSKAST TIL KAUPS Með eða án kvóta, bústofns og/eða vélakosts. Jörðin þyrfti að vera með milli 30-50 ha ræktaðs lands ásamt bithaga. Möguleiki til ein- hverrar kornræktar og hrossaræktunar væri kostur, en ekki skilyrði. Höfum kaupanda sem er tilbúinn að kaupa, eða skipta á minni bújörð á vesturlandi með milligreiðslu. Nánari upplýsingar gefur; Sigurbjörn Á. Friðriksson sölumaður, beinn sími: 53-50-207 GSM: 862-2107, netfang: saf@neseignir.is Gunnar Valdimarsson lögg. fasteignasali og viðsk.fræðingur gsm: 895 7838 gunnar@neseignir.is Sigurbjörn Á. Friðriksson sölumaður gsm: 862 2107 saf@neseignir.is SEM kunnugt er samþykkti bæjarstjórn Kópavogs heima- greiðslur til foreldra barna í Kópavogi að tveggja ára aldri fyrir tæpu ári síðan. Hug- myndin var að auka sveigjanleika til handa foreldrum smábarna eftir að fæðingarorlofi lýkur. Samstaða allra flokka var um málið í bæj- arstjórn á þeim tíma. Heimagreiðslur geta átt rétt á sér til tveggja ára aldurs en auðvitað eigum við fyrst og fremst að stefna að því mark- miði að lengja fæð- ingarorlofið og miða við að barn hefji leik- skólavist að því loknu. Í okkar huga mátti líta á heimagreiðslur til tveggja ára aldurs sem valkost og lausn á tímabundnum vanda leikskólanna. Nú hefur meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks samþykkt að heimagreiðslur falli ekki niður fyrr en leikskóladvöl hefst! Það þýðir strangt til tekið að greiddar eru 30.000 kr. með hverju barni í Kópavogi sem ekki fer á leikskóla allt fram að skólagöngu. Nú þykir okkur jafnaðarmönn- um sem sé komið langt út fyrir það sem í byrjun var lagt upp með! Skattalega séð er erfitt að rétt- læta skattfrjálsar heimagreiðslur í mörg ár með hverju barni, sem jafnvel býð- ur heim ákveðinni hættu á óskráðri vinnu. Sérstaka lagabreyt- ingu þurfti á sínum tíma svo heimagreiðsl- urnar mættu verða undanþegnar skatti svo nú mætti velta upp þeirri spurningu hvort það væri réttlætanlegt að heimagreiðslur til margra ára væru und- anþegnar skatti á með- an aðrar bætur eru að fullu skattskyldar. Í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi hafa hægri menn komið á svip- uðum heimagreiðslum og hafa þær tíðkast um nokkurt skeið. Reynslan í Noregi og Finnlandi hefur sýnt að það eru nær eingöngu konur sem nýta sér heima- greiðslur og þá sér- staklega láglaunakon- ur. Þar hafa heimagreiðslurnar verið kallaðar „kvennagildra“. Svo slæm hefur reynsla nágrannaþjóða okkar verið með tilliti til jafnrétt- issjónarmiða og lýðfræðilegra þátta að Norðmenn og Finnar íhuga nú að taka þessar greiðslur af. Ef reynsla annarra þjóða er að sýna að heimagreiðslur leiða til þess að börn ákveðins hóps sam- félagins einangrast þannig fé- lagslega ættum við að líta það al- varlegum augum og er beinlínis ábyrgðarleysi að skella við því skollaeyrum. Það getur varla talist skref í jafnréttisátt að stuðla að því með sértækum aðgerðum að koma konum aftur inn á heimilin. Á bæjarstjórnarfundi þann 25. september lögðu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar til að áður en lengra væri haldið yrði gerð ítarleg úttekt á heimagreiðslum. Það er eðlilegt að kanna hvernig þessar greiðslur eru nýttar með tilliti til reynslu nágrannalanda okkar. Því hafnaði meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Nú þegar hefur leikskólinn verið skilgreindur sem fyrsta skólastigið og aðgerð sem þessi gæti hugs- anlega orðið til þess að ákveðinn hópur barna færi aldrei í leikskóla. Eigum við þá ekki allt eins að gefa foreldrum kost á því að uppfylla fræðsluskyldu sveitarfélaganna heima fyrir gegn vægri þóknun? Í Kópavogi höfum við sem mark- mið að öll börn 18 mánaða og eldri eigi rétt á leikskólaplássi. Auðvitað hefur viðvarandi mannekla á leik- skólunum gert það að verkum að börn komast seinna inn á leik- skólana en ella og bíða nú 150 börn eftir leikskólavist. En uppbygging leikskólanna, örugg dagvistun og lenging fæðingarorlofs hefur al- mennt verið talin eitt mikilvægasta skrefið í átt til jafnréttis kynjanna og þótt harðni á dalnum eru heimagreiðslur vond leið og engin lausn. Hversu mikið er nóg? Guðríður Arnardóttir skrifar um heimagreiðslur til foreldra barna í Kópavogi Guðríður Arnardóttir »Reynslan íNoregi og Finnlandi hefur sýnt að það eru nær eingöngu konur sem nýta sér heima- greiðslur og þá sérstaklega lág- launakonur Höfundur er oddviti Samfylking- arinnar í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.