Morgunblaðið - 30.09.2007, Side 54
Sýnum í dag vel staðsett parhús á tveimur hæðum með
innbyggðum bílskúr, alls 165,1 fm. Suðursvalir, glæsilegt útsýni.
Eignin er: forstofa, þvottaherb., 2 baðherb., 3 svefnherb.,
stofa/borðstofa, eldhús, þvottaherb., geymsluloft og innb. bílskúr.
Vönduð eign á frábærum stað.
Verð 49.800.000.-
Sveinn Eyland frá Fasteign.is á staðnum gsm: 6-900-820.
OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14 – 14:30
VÆTTABORGIR 99 – PARHÚS
SÍMI 5 900 800
Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali.
m
b
l 9
16
29
9
54 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
Í sölu hjá Hraunhamri fasteignasölu mjög vel staðsett einbýli, samtals
um 330 fm. Aðalhæð 174 fm, sólskáli 37 fm, 45 fm kjallari, frístandan-
di bílskúr 36 fm og 40 fm bílskýli. Húsið er á frábærum stað innst í
botnlanga við grænt svæði. Fallegur, gróinn garður. Eignin skiptist í
forstofu, þvottah., skála, borðst., stofu með arni, eldhús, gang, 4 her-
bergi, hjónah., 2 baðherb., sólskála, vinnuh. og geymslur í kjallara.
Góður bílskúr og bílskýli. Frábær staðsetning.
Óskað er eftir tilboðum í eignina.
M
bl
9
15
73
3
Víghólastígur - Kóp. - Einbýli
Eignamiðlun hefur verið falið að annast útleigu á um 3.700 fm í húsi sem er
mjög vel staðsett og þekkt. Um er að ræða hluta jarðhæðar, 5., 6., 7. og
8. hæð hússins. Á 5., 6. og 7. hæð eru skrifstofur, fundarsalir, snyrtingar
og eldhús. Á 8. hæð er stór matsalur, vinnusalir, fundarsalur o.fl. Mjög
stórar svalir eru á 8. hæðinni en á öðrum hæðum eru einnig góðar svalir. Á
jarðhæð er þjónusturými. Fjöldi bílastæða er við húsið, m.a. í bílageymslu.
Húsnæðið verður laust um næstu áramót.
Allar nánari upplýsingar gefa Þorleifur St. Guðmundsson
og Sverrir Kristinsson löggiltir fasteignasalar á Eignamiðlun.
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali.
Holtasmári 1 - til útleigu
Sörlaskjól - Einbýli
Til sölu fallegt einbýlishús,
242,6 fm, á þremur hæðum, þar
af 30 fm bílskúr. Möguleiki á að
vera með tvær íbúðir í húsinu.
Húsið er vel skipulagt og eru
herbergin rúmgóð, gott ris með
svölum. Frábær staðsetning. Fallegur garður. Húsið er í mjög
góðu ástandi að utan sem innan. Tilboð óskast
Sími 575 8500 - Fax 575 8505
Síðumúla 11 • 2. hæð • 108 Reykjavík
Pálmi Almarsson og Sverrir Kristjánsson, lögg. fasteignasalar
FJÖLNISVEGUR - SÉRHÆÐ
Til sölu efri 97 fm sérhæð í reisulegu tvíbýlishúsi ásamt
manngengu risi á þessu vinsæla stað í Þingholtunum í nágrenni
Landspítalans. Fallegt útsýni. Hæðin getur verið laus fljótlega.
ÉG VEIT vel að þegar menn
lesa fyrirsögn þessarar greinar
munu þeir telja að nú hafi ég end-
anlega farið á líming-
unum. En svo er alls
ekki. Mér er full al-
vara.
Ég lærði, eins og
aðrir sem gengið
hafa í gegnum skóla-
kerfið hér, að við lif-
um nú á ísöld, þótt
hlýskeið sé. Í raun er
loftslag nú afar kalt,
sé miðað við jarðsög-
una í heild, og raunar
einnig á mælikvarða
núverandi hlýskeiðs
sem hófst með gíf-
urlegu flóði fyrir eitt-
hvað um tíu-tólf þús-
und (ekki milljón)
árum. Hlýjast og ra-
kast var fyrstu ár-
þúsundin, en síðan
fyrir um 6-7 þúsund
árum, skömmu fyrir
daga Forn-Egypta,
fór loftslag hægt
kólnandi og þornandi.
Þessi kólnun er ekki
jöfn en þótt hita- og
rakakúrfan sé
hlykkjótt liggur hún
afdráttarlaust niður á
við, mönnunum og
gjörvöllu lífríkinu til ómælanlegs
tjóns.
Menn hafa fundið merki um 20
eða fleiri hlýskeið á núverandi ís-
öld, sem staðið hefur í allt að
þrjár milljónir (ekki þúsundir) af
4.000.500 milljóna ára sögu jarð-
arinnar, og hafa sum þeirra aug-
ljóslega verið miklu hlýrri en það
sem nú ríkir. Um ástæður þeirra,
og sjálfrar ísaldarinnar, er ekkert
vitað með vissu. Fundist hafa
merki um nokkrar aðrar ísaldir á
fyrri tímaskeiðum en þær hafa
verið tiltölulega stuttar sé miðað
við heildarlengd jarðsögunnar.
Menn hljóta að hafa
lært eins og ég að
mestalla milljarða ára
sögu jarðarinnar hefur
hiti verið allt frá tíu
og stundum allt að 20
stigum hærri en nú og
lítill og oftast enginn
ís við heimskautin.
Mestalla jarðsögu Ís-
lands, þ.e. fyrstu 15-
20 milljón (ekki þús-
und) árin þar til nú-
verandi ísöld hófst var
loftslag og gróður hér
svipaður og nú er í
Norður-Kaliforníu, svo
sem sjá má á surt-
arbrandslögum og
steingervingum á
Tjörnesi og víðar.
Slíkt loftslag er Ís-
landi og jörðinni allri
eðlilegt, ekki ísald-
arkuldinn, sem nú rík-
ir, þrátt fyrir hlýskeið.
Fyrstu árþúsundin
eftir flóðið mikla, sem
markar upphaf núver-
andi hlýskeiðs, var
loftslag á norð-
urslóðum a.m.k. 4-5
stigum hlýrra en nú
er, miklu heitara en jafnvel of-
stækisfyllstu spámenn heimsend-
afræðinga nútímans, svokallaðra
„umhverfisverndarsinna“ gera ráð
fyrir í „svörtustu“ spám sínum.
Yfirborð sjávar var þó sáralítið
hærra en nú og ísbirnir lifðu góðu
lífi örlítið norðar en nú.
Þá var Ísland nánast paradís á
jörðu í samanburði við það sem nú
er, enginn Vatnajökull, aðeins fá-
einar jökulhettur á hæstu tindum
og landið allt grænt og gróðri vaf-
ið. Allt lífríkið tók við sér. Gíf-
urleg landflæmi víða um heim,
sem höfðu verið lítt byggileg
vegna kulda eða þurrka, urðu nú
aftur lífvænleg mönnum, dýrum
og jurtum. Uppgufun úr höfunum
jókst og hið hlýja loft gat tekið til
sín meiri raka en áður. Sahara-
eyðimörkin var grasi gróin og
þéttbyggð mönnum og skepnum.
Síðan kólnaði hægt og hægt og
þornaði svo byggðin færðist til
strandar og í Nílardalinn. Þessi
þróun náði hámarki um aldamótin
1900 en þá voru jöklar á Íslandi
og annars staðar meiri en nokkru
sinni frá því á jökulskeiði. Jafn-
framt því að Vatnajökull og aðrir
smájöklar á norður- og suðurhveli
hafa verið að myndast hafa eyði-
merkur hvarvetna verið að
stækka, uppgufun minnkar úr höf-
unum og kalt loftið inniheldur
minni raka en fyrr. Enn á tímum
Rómverja voru borgir reistar í
blómlegum landbúnaðarhéruðum
Norður-Afríku, þar sem nú eru
sandöldur einar.
Jörðin stefnir óhjákvæmilega
inn í nýtt jökulskeið eftir nokkur
þúsund ár. Eins kílómetra þykkur
jökull mun þá aftur leggjast þar
yfir sem ýmsar helstu borgir
Vestur-Evrópu og Norður-
Ameríku standa nú.
Þetta er engin barnaleg heims-
endaspá, þetta hefur gerst 20
sinnum eða oftar á núverandi ísöld
og mun alveg örugglega gerast
aftur. „Gróðurhúsaáhrifin“, ef ein-
hver eru, gætu hugsanlega hægt á
þessari þróun eða stöðvað hana.
Vonandi fer svo.
Það eru engin sérstök tíðindi að
mesti óvinur alls sem lifir er frost
og kuldi. Þetta vita allir. Skyn-
lausar skepnur, fuglar, fiskar,
skordýr, grös og jurtir vita þetta
og leita því ávallt í hlýjuna. „Um-
hverfisverndarsinnar“ vita þetta
hins vegar augljóslega ekki. Þeir,
og margir stjórnmálamenn, t.d. Al
Gore, fyrrum varaforseti, hafa
fengið þá flugu í höfuðið að hlýjan,
vinur alls sem lifir, sé vond. Hin
meinlokan er þó enn undarlegri en
hún er sú að heimurinn muni far-
ast,ef hlýnar eitthvað agnarlítið
aftur á næstu hundrað árum.
Ég vil undirstrika þetta litla orð
„aftur“ alveg sérstaklega. Það
heyrist nefnilega aldrei í „um-
ræðunni“. Alltaf er talað um
„hlýnun“, aldrei, eins og rétt er,
um „endurhlýnun“. En af hverju
allur þessi ótti við hlýjuna? Mér
sýnist ástæðan vera augljós: Öm-
urlegt ástand náttúrufræðikennslu
austan hafs og vestan. Það er
slæmt hér en utanlands virðist
ástandið enn miklu verra. Hinir
erlendu fjölmiðlamenn sem áttu
upptökin að „umræðunni“ um
„gróðurhúsaáhrifin“og ráða henni
virðast almennt hafa verið tossar í
skóla og stjórnmálamennirnir sem
ákvarðanir taka að mestu út frá
skrifum fávísra æsifréttablaða-
manna sýnast hafa verið álíka
grænir í flestum námsgreinum.
Ég endurtek og undirstrika:
Gróðurhúsaáhrif væru góð!
Gróðurhúsa-
áhrif væru góð
Vilhjálmur Eyþórsson skrifar
um áhrif hlýnunar á jörðina
Vilhjálmur
Eyþórsson
»Eins kíló-metra þykk-
ur jökull mun
aftur leggjast
þar yfir sem
ýmsar helstu
borgir Vestur-
Evrópu og
Norður-
Ameríku
standa nú.
Höfundur stundar ritstörf.
Fréttir í
tölvupósti