Morgunblaðið - 30.09.2007, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 30.09.2007, Qupperneq 60
60 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli REYKÁS 49 ÍBÚÐ 0301 Vorum að fá í sölu glæsilega 132 fm íbúð á tveimur hæðum (hæð og ris) ásamt 24 fm bílskúr eða samtals 156 fm á góðum stað í Árbænum. Eldhús, þvottahús, stofa, tvö herbergi og flísal. baðherbergi á neðri hæð en í risi er hjónaherbergi með baðherb. innaf ásamt tveimur barnaherbergjum. Glæsi- leg eign á góðum stað. Verð 35,9 millj. Eignin verður til sýnis sunnudaginn 30. september frá kl. 14-16. Traust þjónusta í 30 ár NORÐURBRÚ 4 GARÐABÆ FALLEG 4RA Í LYFTUHÚSI AUK BÍLSKÝLIS Glæsileg 112 fm 4ra herb. íbúð á 2. hæð í lyftuhúsi auk stæði í bílageymslu á þessum eftirsótta stað í Sjálandinu í Garðabæ. 3 rúmgóð herbergi. Stór og björt sofa með útg. á suðursvalir. Fallegar innréttingar og tæki. Parket og flísar á gólfum. Falleg sameign. Lóð fullbúin. Verð 37,5 millj. Eignin verður til sýnis í dag sunnudag frá kl. 14-15. OPIN HÚS frá Gimli Tjarnarbrekka 10 – Álftanesi OPIÐ HÚS Í DAG Sunnudag 30. september 2007 kl. 16.00-16.30 Verulega fallegt einbýlishús með frábæru útsýni. Allar nánari upplýsingar veitir Baldvin Ómar í síma 898-1177 Fífulind 7 – efsta hæð íb. 0402 Opið hús milli kl. 17 og 18 í dag Glæsileg ca 140 fm íbúð á tveimur hæðum. Í einkasölu mjög góð vel skipulögð íb. á efstu hæð og í risi í mjög góðu fjölb. á fráb. stað í Lindum. 3 svherb. 2 stofur, stórar svalir, 2 baðherb. Glæsil. útsýni. V. 29,8 m. Opið hús verður í dag sunnudag frá kl. 17-18. Allir velkomnir. Þórarinn M.Friðgeirsson lögg.fasteignasali Sími 899-1882 Sími 588 4477 Engjasel 13 - íb. 0302 Opið hús milli kl. 14 og 16 í dag Um er að ræða góða 151,2 fm endaíbúð á tveimur hæðum ásamt stæði í lokuðu bílskýli. Íbúð er á 3. hæð til hægri. Fimm góð svefnherbergi. Snyrting á báðum hæðum, tvennar svalir, glæsilegt útsýni. Góð vel um gengin íbúð. Snyrtileg sameign bæði úti og inni. Gott verð 31,9 m. Jóhannes og Lára taka á móti þér og þínum í dag á milli kl. 14 og 16. Mosarimi 15 – íb. 0101 Opið hús milli kl. 17 og 18 í dag Í einkasölu falleg mjög vel skipulögð ca 85 fm íb. á jarðhæð í 2ja hæða húsi steinsnar frá skóla og þjónustu. Útgengt úr stofu í glæsilegan garð. Mjög góð staðsetning. Góð eign. V. 22,5 m. Dagný tekur á móti áhugasömum í dag, sunnudag, frá kl. 17-18. MÖRGUM hefur brugðið ónotalega við nýjustu auglýsingu Símans, þar sem heilög kvöld- máltíð er notuð til að auglýsa svok. þriðju kynslóð farsíma. Jes- ús Kristur hringir í Júdas Ískaríot úr slíkum síma til að vita hvar hann sé og kemst þannig að svikum hans. Óhætt mun að fullyrða, að annað eins rugl og lágkúra hefur ekki sést um langa hríð í íslensk- um fjölmiðlum, og eru menn þó ýmsu vanir á þeim vett- vangi. Nú skal vaðið inn á sjálfa kvöldmáltíðina, helgasta dóm kristinna manna, og hún hagnýtt í þágu markaðsvæðingar og græðgi. Markaðsöflin eru sífellt að færa sig upp á skaftið og þeim virðist fátt heilagt. Það er Jón nokkur Gnarr, sem er sagður hugmyndasmiður aug- lýsingarinnar, og sjálfur fer hann með hlutverk Júdasar. Jóni Gnarr hefur mjög verið hampað í kirkj- unni um skeið og flest verið talið gott og gilt, sem frá hon- um kæmi. Ekki vil ég gera því skóna, að hann vilji með auglýs- ingunni vísvitandi særa trúartilfinningar fólks, en eitthvað hef- ur honum þarna brugðist bogalistin. E.t.v. flokkast þetta undir taktleysi. Athyglisverðastur er þó þáttur Símans, sem er framleiðandi aug- lýsingarinnar. Fram hefur komið, að farið var alla leið til Portúgals til að taka auglýsinguna upp, svo mikið hefur verið lagt í að gera hana sem veglegast úr garði. Gaman væri, ef Síminn vildi upplýsa, hvað auglýsingin hefur kostað. Vafalaust hefur Síminn góð efni á slíku miðað við allan þann hagnað, sem hann sýnir af við- skiptum við landsmenn. Síminn, sem til skamms tíma var fyr- irtæki í eigu þjóðarinnar og hún bar traust til, er nú eftir einka- væðinguna kominn í hendur gráðugra peningastráka, sem maka krókinn og reyna með öll- um ráðum að hámarka gróðann. Forganga Símans í þessu máli er honum lítt til sóma og kann að draga dilk á eftir sér. Síminn og Jón Gnarr ættu að biðja þjóðina afsökunar á frumhlaupi sínu og sjá til þess, að auglýsing þessi verði tekin úr umferð. En því miður er hér angi af stærra vandamáli. Við erum að horfa upp á minnkandi tilfinningu fólks fyrir því sem heilagt er. Þess gætir á ýmsum sviðum, m.a. hvað snertir helgidaga þjóðkirkj- unnar. Ekki er lengra síðan en á föstudaginn langa á liðnum vetri, að fram fóru í Reykjavík úrslit í keppninni um „Fyndnasta mann Íslands“, og þótti mörgum sá dagur ekki smekklega valinn fyr- ir það tilefni. En forstöðumaður keppninnar lét hafa eftir sér í fjölmiðlum, að hann sæi ekkert óviðeigandi við, „að fyndnasti maður Íslands sé krýndur á sama degi og Kristur var krýndur sinni kórónu“. Hvað segir svona viðhorf okk- ur? Helgidagafriður kirkjunnar er stöðugt á undanhaldi fyrir markaðsöflunum. Farið er að auglýsa dansleiki að kvöldi sjálfs föstudagsins langa, að vísu eftir kl. 12, einnig aðfaranótt páska- daga, nokkuð sem engum hefði dottið í hug fyrir nokkrum ára- tugum. Talað er um, að föstudag- urinn langi sé orðinn einn vinsæl- asti bíódagur ársins. Hvenær varð hann það? Lengst af voru öll bíóhús lokuð yfir bænadaga. Breytingin talar sínu máli, en kannski veitum við henni ekki at- hygli. Gleymum ekki, að ef við töpum lotningunni fyrir hinu heilaga, þá er hætta á ferðum. Þá verður fátt eða ekkert heilagt og þá verður líka allt leyfilegt. Er ekki farið að örla á þeirri þróun á Íslandi? Hvers megum við vænta, ef auglýsing eins og sú, sem hér hefur verið gerð að umræðuefni, verður látin óátalin? Hvað verður næst á vegi græðginnar? Hvað verður eftir skilið heilagt? Velt- um slíkum spurningum fyrir okk- ur. Kannski á þetta eftir allt sam- an að vera bara sniðugt, eitthvað til að brosa að í hversdagsleik- anum. Jesús að tala í farsíma af þriðju kynslóð, nota sér nýjustu tækni. Vafalaust finnst ein- hverjum hugmyndin góð og aug- lýsingin flott og ekki ástæða til að gera veður út af slíku. En er eitthvað flott við písl- arsögu Krists og að nota hana sem gamansögu með þessum hætti í þágu gráðugra peninga- manna? Að mínum dómi er það smekkleysa og skömm. Og best gæti ég trúað, að meirihluti þjóð- arinnar sé í hjarta sínu sammála. Smekkleysa og skömm Ólafur Þ. Hallgrímsson skrifar um sjónvarpsauglýsingu Sím- ans um þriðju kynslóð farsíma Ólafur Þ. Hallgrímsson Höfundur er sóknarprestur á Mælifelli. » Síminn og Jón Gnarrættu að biðja þjóð- ina afsökunar á frum- hlaupi sínu og sjá til þess, að auglýsing þessi verði tekin úr umferð. SANDUR MÖL FYLLINGAREFNI WWW.BJORGUN.IS Sævarhöfða 33, 112 Reykjavík, sími 563 5600 Fréttir í tölvupósti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.