Morgunblaðið - 30.09.2007, Side 62
62 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
F
rá upphafi krist-
indómsins hefur ver-
ið litið á Mikael
erkiengil sem vernd-
ara trúarinnar. Ræt-
urnar er að finna í Gamla testa-
mentinu, þar sem hann m.a.
kemur fyrir í Daníelsbók, en með
komu sinni á blöð Nýja testa-
mentisins, þ.e.a.s. í Hinu almenna
bréfi Júdasar (1:9) og þó enn
frekar í Opinberunarbók Jóhann-
esar, 12. kafla, versum 7–12, þar
sem hann leiðir her Almættisins
gegn uppreisnarseggjum í
himnaríki, náði þessi mik-
ilfenglegi og óttalausi garpur að
vinna hjörtu áhangenda meist-
arans frá Betlehem og Nasaret.
Mikael er sumsé fremstur í
orrustunni gegn hinu illa, og er
því iðulega sýndur með logandi
sverð í hendi. En hann er einnig
löggjafinn, sem og engill dauð-
ans, í góðum skilningi þess orðs;
var m.a. sendur til að boða Maríu
guðsmóður, að tími hennar væri
kominn. Á dómsdegi vekur hann
sálirnar og fylgir hinum réttlátu
inn í dýrðina, og lúðurinn og
metaskálar eru því líka tákn
hans. Og eitt til er dreki.
Þótt Mikaels sé ekki getið með
nafni á fleiri stöðum í heilagri
ritningu en í áðurnefndum bók-
um þremur, er talið víst að í
flestum þeirra rúmlega 60 tilvika
þar sem talað er um ,,engil
Drottins“ og ,,engil Guðs“ sé átt
við hann. Má ráða það af sam-
henginu. Einnig kemur hann fyr-
ir í Enoksbók, sem er eitt
psevdepígrafískra opinber-
unarrita Gamla testamentisins,
frá 2. öld f. Kr. og nokkrum öðr-
um af líkum meiði.
Vesturkirkjan sá í Mikael bak-
hjarl kristinna almennt, einkum
þó hermanna, en í austurkirkj-
unni var hann fyrst og síðast tal-
inn hjálpari og styðjandi veikra
og lasburða, eftir kraftaverk sem
honum var eignað í sambandi við
laug eina í Chairotopa nærri Kó-
lossuborg, þar sem nú er Tyrk-
land. Öll þau sem fóru út í vatnið
og ákölluðu heilaga þrenningu og
erkiengilinn læknuðust.
Minningardagar hans voru á
ýmsum tímum áður fyrr, en eru
nú aðallega tveir, 8. maí og 29.
september.
Hann kemur snemma við ís-
lenska kirkjusögu, eða undir lok
10. aldar; voru alls um 15 guðs-
hús tengd nafni hans.
Í Grallaranum 1749, en það var
messusöngsbók sem fyrst var
gefin út af Guðbrandi Þorláks-
syni á Hólum árið 1589, en notuð
í kirkjum á Íslandi í um tvö
hundruð ár eftir það, er eftirfar-
andi sálmur uppgefinn sem loka-
sálmur á ,,Michaelis messu“:
Þér þakkir gjörum, skapara
vorum,
þínum syni kæra,
skapaðir þá skara,
eldlega sveina, andana hreina,
englana þína.
Af ljósi þínu, ljóma þeir einu
í dýrðar sæti
sjá þeir þitt augliti
og orð þín heyra, visku því
dýra, vita og skýra.
Ei vilt þeir væri iðjulaus skari
né ráðlauslega
um loftið fljúga,
né meðal vinda, utan þarfinda
á skemtan stunda.
Heldur hjá Kristi, vilt þeir sig
visti
öndu og lífi,
útvaldra að hlífi,
sem orð þín muna, af hjarta
una, efla sem kunna.
Því þínu liði, með heift og
stríði
forn dreki stundar,
fár lífs og andar,
sá heim heill sneiddi, synd
fyrst innleiddi, sá mannkind
deyddi.
Hver landi, byggðum, lögmáli,
tryggðum,
stjórn, frelsi, friðnum,
stétt, heilsu, siðnum,
öllu vill illa, og kirkju mest
spilla og kenning villa.
Oss forðar þeirri, ástríðu
stórri,
Kristur vor kæri,
og hans engla skari,
sem mjög mótstanda oss
ásækjanda, óhreina anda.
…
Þessa gjöf þína, heiðrum nú
hreina
Kristnir menn kátir,
og englanna sveitir
með huga og vörum, þakkir
vér gjörum skapara vorum.
Af öllum huga, óskum mjúk-
lega,
kristinn dóm sönnum
sonar þíns mönnum
sem orð hans stunda, æ viljir
senda þá varðhalds anda. Amen.
Mikaelsmessa var lögð af sem
formlegur messudagur á Íslandi
árið 1770. Það er mikil eftirsjá í
henni, sem og öllu öðru sem engl-
unum tengdist og fleiri góðum.
Mikjáls-
messa
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
Í gær var Mikj-
álsmessa (og allra
engla) en hún er
kennd við einn af
erkienglunum
fjórum í gyðing–
kristinni arfleifð.
Sigurður Æg-
isson leit í tilefni
dagsins á nokkrar
heimildir um
þennan mark-
verða sendiboða
almættisins.
HUGVEKJA
✝ Gunnar TryggviÓskarsson
fæddist á Akureyri
12. mars 1925. Hann
andaðist 3. sept-
embersíðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Óskar Sigvaldi
Gíslason múr-
arameistari á Ak-
ureyri, og kona
hans Agnea
Tryggvadóttir hús-
móðir.
Eiginkona Gunn-
ars er Ellý Dagmar
Guðnadóttir, f. í Vestmannaeyjum
23. 1. 1926. Foreldrar hennar
voru Guðni Sigurþór Ólafsson
verkamaður í Vestmannaeyjum, f.
á Steinum í A.-Eyjarfjallahreppi í
Rang., 25. apríl 1899, d. í Reykja-
vík 12. ágúst 1981, og kona hans
Aðalheiður Ólafsdóttir, f. á Torfa-
stöðum í Fljótshlíð-
arhreppi í Rang., 4.
nóvember 1901, d. í
Reykjavík 28. des-
ember 1990.
Börn þeirra eru:
a) Tryggvi Rafn, f. á
Akureyri 5. mars
1950, kvæntur Olgu
Gunnarsdóttur
Scheving. b) Að-
alheiður, f. á Ak-
ureyri 10. maí 1952,
d. 28. júlí 2000, m.
Magnús Gunn-
arsson. c) Óskar
Þór, f. á Akureyri 2. ágúst 1957, d.
á Akureyri 4. maí 1986. d) Gunnar
Elvar, f. á Akureyri 14. maí 1966,
kvæntur Huldu Rafnsdóttur.
Gunnar á 8 afabörn og 5 lang-
afabörn.
Gunnar var jarðsunginn 10.
september.
Tengdafaðir okkar Gunnar Ósk-
arson er fallinn frá, komið er að
leiðarlokum og hinstu kveðjustund.
Okkur langar að minnast
öðlingsmanns, í hugann koma
margar góðar minningar sem
koma okkur til að brosa út í annað.
Margar skemmtilegar sögur eru til
af honum Gunna en er það of langt
mál að fara að þylja þær upp hér.
Það sem stendur okkur ofarlega er
léttleikinn sem var í fari Gunna.
Hann tók vel á móti okkur frá
fyrstu tíð, alúðlegur og velviljaður
í garð okkar. Hann var hrókur alls
fagnaðar heilsaði fólki eins og
séntilmaður og átti það til að kasta
fram vísu í leiðinni.
Dýrmætar eru minningarnar þar
sem setið var og spjallað við
Gunna um heima og geima. Hann
var vel lesinn og fylgdist ákaflega
vel með stöðu mála í samfélaginu.
Hann var mikill listamaður í sér og
á heimilum fjölskyldunnar hanga
margar glæsimyndir eftir Gunna.
Hann þótti ákaflega vinnusamur
og manna duglegastur. Hann var
einn af stofnendum Malar- og
steypustöðvarinnar á Akureyri og
sat í bygginganefnd Akureyrar til
nokkurra ára. Hann vann sem
múrarameistari á Akureyri, kom
að fjölmörgum byggingum og var
það draumur hans að taka myndir
af öllum þeim byggingum sem
hann byggði og setja í heila bók.
Vinnan átti oft hug hans allan en
þó átti hann fastan punkt í tilver-
unni en það var að fara í Vagla-
skóg á sumrin þar sem þau hjónin
áttu staðsett hjólhýsi og dvöldu um
helgar að sumri meðal vina og ætt-
ingja. Óhætt er að segja að það var
oft á tíðum mikið líf og fjör í skóg-
inum.
Þáttaskil urðu síðan í lífi Gunn-
ars er hann lenti í bílslysi árið 1980
og gekk hann ekki heill til skógar
eftir það, en það var ekki hans
deild að kvarta. Sundið hafði verið
hans yndi og áhugamál og hélt
hann áfram aðstunda það eftir
endurhæfingu. Hann lét það ekki
aftra sér þó hann væri ekki vel
gangfær og annar fóturinn sviki
hann. Hann gekk í sundið í öllum
veðrum og var fjölskyldunni oft
um og ó. Hann var vanalega fyrst-
ur til að mæta á morgnana, þar
hitti hann góða félaga sem hann
mat mikils.
Það kom að því að heilsu Gunn-
ars hrakaði til muna og síðustu sex
árin dvaldi hann á hjúkrunarheim-
ilinu Seli vegna heilsubrests. Þar
leið honum vel og hann átti þar
góðar stundir.
Kveðjustundin er alltaf sár þeg-
ar lagt er upp í ferðina miklu og
ástvinur kveður þó hans tími sé
kominn.
Farinn er öðlingur en lifir í
minningum alveg eins og sögurnar
hans og tilsvörin. Blessuð sé minn-
ing hans. Tengdadæturnar,
Hulda og Olga.
Gunnar Óskarsson
✝ Kristrún Eiríks-dóttir fæddist á
Miðfjarðarnesi á
Bakkafirði hinn 3.
október 1935. Hún
lést hinn 14. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Eiríkur Jak-
obsson, f. á Gunn-
arsstöðum í
Skeggjastað-
arhreppi 8. ágúst
1875, d. 29. mars
1957 og Judit Frið-
finnsdóttir, f. á
Borgum í Vopnafirði 11. maí
1904, d. 7. mars 1953. Systkini
Kristrúnar eru Rut, f. 1921, d.
1922, Jakob, f. 1923, d. 2004,
Ólafur, f. 1925, d.
1997, Þórdís, f.
1926, d. 1998,
Kristján, f. 1929,
Jón Guðmundur, f.
1931, d. 2000, Ei-
ríkur, f. 1933, d.
1998, Þórhallur, f.
1938 og Gunnþór, f.
1939.
Kristrún eign-
aðist eina dóttur,
Rut Judit, f. 1957,
d. 1961.
Kristrún giftist
árið 1975 Sigurði
Árna Stefánssyni, f. 16. sept-
ember 1941.
Kristrún var jarðsungin í
kyrrþey 21. september.
Kæra Kristrún. Þá er komið að
kveðjustund. Þegar ég sest niður til
að skrifa nokkur kveðjuorð til þín og
þakka þér fyrir allar þær góðu
stundir sem við áttum með þér fall-
ast mér hendur. Það er svo margt
sem fer í gegnum hugann en er erf-
itt að koma orðum að. Alltaf var gott
að koma á heimili ykkar Árna og vel
tekið á móti öllum sem þangað
komu.
Hún Strúna eins og hún var alltaf
kölluð var hlý og góð kona, við sem
fengum að kynnast henni munum
ávallt minnast hennar með mikilli
hlýju. Síðustu árin hennar Strúnu
voru henni oft erfið en hann Árni
stóð alltaf eins og klettur við hlið
hennar allt til enda. Ég veit, elsku
Strúna, að það verður tekið vel á
móti þér er þú kveður þennan heim.
Við biðjum algóðan Guð að gefa hon-
um Árna bróður okkar styrk og
kraft á þessari erfiðu stundu.
Við kveðjum þig kæra mágkona
með þessum erindum eftir Tómas
Guðmundsson.
Og ég er einn og elfarniðinn ber
að eyrum mér jafn rótt sem fyrsta sinni.
Með skynjun tveggja heima í hjarta mér
ég hverf á brott úr rökkurveröld minni.
Og seinna þegar mildur morgunn skín
á mannheim þar sem sálir stríð sitt heyja,
mig skelfa engin sköp, sem bíða mín:
Þá skil ég líka að það er gott að deyja.
Hafðu þökk fyrir allt og Guð
geymi þig.
Fyrir hönd okkar systkina og
maka þeirra.
Auður Stefánsdóttir.
Nú er hún Kristrún búin að
kveðja okkur og komin í faðm ann-
arra ástvina. Með fáum orðum lang-
ar okkur að þakka henni fyrir sam-
veruna sem við fengum að njóta með
henni.
Ég kveð þig kæra vina
þó kvöldið kæmi fljótt
og hugsa oft um hina
sem feigðin hefur sótt
en þarft er þraut að lina
svo þreyttir sofi rótt.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson)
Elsku Árni, við sendum þér okkar
samúðarkveðjur og vonum að góði
Guð gefi þér styrk á sorgarstundu.
Steingrímur, Ingibjörg, Ró-
bert Andri og Birgitta Rún.
Hún elskulega frænka mín er nú
látin eftir erfið veikindi.
Ég minnist hennar sem góðrar
konu sem vildi alltaf allt fyrir alla
gera.
Á mínum yngri árum var hún mér
alltaf eins og móðir og gerði allt fyr-
ir mig og mun ég aldrei gleyma því
þegar hún og maðurinn hennar Árni
buðu mér með sér til Frakklands
sumarið 1990 þar sem að við áttum
saman yndislega daga.
Það var alltaf gott að koma og
heilsa upp á Strúnu frænku eins og
hún var alltaf kölluð og var hún
ávallt í miklu uppáhaldi hjá mér. Þín
verður sárt saknað, kæra frænka, en
minning þín mun lifa með mér um
ókomin ár, hvíl þú nú í friði og ró.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum í trú
á að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
(Bubbi Morthens.)
Kæri Árni, við vottum þér okkar
dýpstu samúð og megi guð styrkja
þig í sorginni.
Inga Rós og fjölskylda.
Kristrún Eiríksdóttir
✝
Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát
og útför
ÁSGEIRS SIGURÐSSONAR
skipstjóra,
Neshaga 4.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjartadeildar 14E og
öldrunarlækningardeildar B-4 á Landspítala ásamt
starfsfólki öldrunarteymis og heimahjúkrunar
heilsugæslunnar fyrir góða umönnun.
Kristbjörg Sigvaldadóttir,
Sigvaldi Ásgeirsson, Anibal Ravelo,
Halldór Ásgeirsson,
Margrét Ásgeirsdóttir,
Sigurður Gunnar Ásgeirsson,
Ingunn Rut Sigurðardóttir,
Rakel Rut Sigurðardóttir.