Morgunblaðið - 30.09.2007, Síða 63

Morgunblaðið - 30.09.2007, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 63 Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson ✝ Elsku faðir minn, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, ÞORSTEINN BERNHARÐSSON, Selvogsgrunn 25, Reykjavík, lést að heimili sínu fimmtudaginn 20. september. Útförin fór fram í kyrrþey þann 27. september frá Fossvogskapellu. Halla Kristín Þorsteinsdóttir, Þorgeir Einarsson, Auður Kristín Þorgeirsdóttir, Jón Viðar Stefánsson, Þórey Vilborg Þorgeirsdóttir, Eysteinn Ingólfsson, Þorsteinn Ari Þorgeirsson, Kristín Helga Einarsdóttir, Hjördís Erna Þorgeirsdóttir, Magnús Guðberg Sigurðsson, Valdís Helga Þorgeirsdóttir, Halla Karen, Jökull, Stefán Frosti og Katla, Tómas Bernharðsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KARL SIGMUNDSSON, Völvufelli 46, Reykjavík, lést á Skógarbæ laugardaginn 22. september. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Aðstandendur þakka vinsemd og hlýhug. Sérstakar þakkir eru starfsfólki Skógarbæjar færðar, fyrir góða aðhlynningu og hlýju. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín Guðmannsdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNLAUGUR ARNÓRSSON, fyrrverandi aðalendurskoðandi Seðlabanka Íslands, lést á Landspítala Fossvogi miðvikudaginn 26. september. Útförin auglýst síðar. Sofía Thorarensen, Eiður Th. Gunnlaugsson, Örn Gunnlaugsson, Heiðrún Bjarnadóttir, Sunna Gunnlaugsdóttir, Scott McLemore, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, FRIÐRIKKA BJARNADÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Sóltúni, áður til heimilis að Hæðargarði 35, lést fimmtudaginn 27. september. Útförin auglýst síðar. Bjarni Ólafsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Bjarney Ólafsdóttir, Richard A. Hansen, Ólafur E. Ólafsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Jón S. Ólafsson, Caroline Nichloson, Dómhildur Ingibjörg Ólafsdóttir, Jón Hilmar Friðriksson, Þóra Sigríður Ólafsdóttir, Páll M. Pálsson, barnabörn og langömmubörn. ✝ Elskulegur sonur minn, bróðir, faðir og dóttursonur, SIGURÐUR JÚLÍUS HÁLFDÁNARSON, Sætúni 8, Suðureyri. lést mánudaginn 22. september. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Hulda Ólafsdóttir Scoles. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SESSELJA UNNUR ANTONSEN, lést á elliheimilinu Grund mánudaginn 24. september. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 1. október kl. 13.00. Theódór Helgi Sighvatsson, Elínborg Sigurðardóttir, Sigríður Júlía Sighvatsdóttir, Rafn Rafnsson og barnabörn. ✝ Bróðir minn, HERMANN PÁLMI SIGURJÓNSSON, Álftarima 9, Selfossi, lést miðvikudaginn 26. september á Heilbrigðis- stofnun Suðurlands. Fyrir hönd fjölskyldu og vina, Helga Sigurjónsdóttir. ✝ Eiginmaður minn og faðir okkar, ÓSKAR RÚNAR SAMÚELSSON, Hjallavegi 4, Ísafirði, er látinn. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 6. október kl. 14.00. Dagný Viggósdóttir, Hafdís María Óskarsdóttir, Guðmundur Ingi Óskarsson, Þórarinn Kristinn Óskarsson. ✝ Jón Vagn Marí-asson fæddist á Sæbóli í Aðalvík 11. janúar 1928. Hann lést á Landa- kotsspítala 7. sept- ember sl. Faðir hans var Marías Ísleifsson, ættaður frá Hlöðu- vík, f. 20.11. 1880, d. 1.10. 1943. Móð- ir hans var Lilja Torfadóttir, ættuð úr Grunnavík, f. 1.1. 1884, d. 24.5. 1968. Hálfsystir Jóns samfeðra var Laufey, látin. Hálfsystkin sammæðra: Líðey, lést í frum- bernsku, Fanney, Jens Ólafur og Sigurður Páll. Þau eru öll látin. Eiginkona Jóns var Sjöfn Ingadóttir úr Hafnarfirði, f. 25.12. 1930, d. 5.11. 1984. Dæt- ur þeirra eru Dagbjört, sjúkra- liði, f. 1.11. 1947. Var gift Ein- ari Halldórssyni en þau eiga tvo syni, skilin. Lilja María, lektor, f. 25.1. 1950. Gift Ingvari Sig- urgeirssyni, þau eiga tvo syni. Arn- heiður, kennari, f. 3.1. 1953, gift Gunnari E.H. Guðmundssyni, þau eiga tvær dætur. Langafabörnin eru sjö. Jón Vagn stund- aði nám fyrst við Austurbæjarskól- ann, fór svo í Iðnskólann og lauk þaðan prófi í framreiðslu- störfum. Hann starfaði lengst á Hótel Borg og Sjálfstæð- ishúsinu við Austurvöll. Einnig á Gullfossi, strandferðaskipinu Esjunni ásamt mörgum öðrum stöðum. Tók þátt í félagsstörf- um í veitingaþjónafélaginu og var formaður þess um skeið. Hann var hvatamaður að byggingu sumarbústaða fyrir félagið. Mörg undanfarin ár hefur Jón átt við vanheilsu að stríða. Útför hans fór fram í kyrrþey hinn 19. sept. síðastliðinn. Ég sit hérna á þessum sept- embermorgni og reyni að festa nokkur kveðjuorð á blað til að minnast góðs vinar og frænda. Tveim dögum fyrir andlát hans sátum við og spjölluðum: Þú veist að ég er búinn að fá rauða spjaldið. Það er langt síðan ég vissi að ekk- ert væri hægt að gera. Ég verð bráðum áttræður það væri nú gaman að fá að lifa það. Það er svo margt sem mig langar til að gera áður en ég fer. Mig langar að skreppa heim til mín en treysti mér ekki eins og er. Tveim dögum siðar var hringt og mér sagt að endalokin nálguðust. Baráttan var töpuð. Jón var fæddur að Sæbóli í Að- alvík, en flutti fljótlega með for- eldrum sínum til Hnífsdals og það- an til Ísafjarðar. Þegar hann var sex ára gamall fluttu þau til Reykjavíkur. Á þessum árum var lítil atvinna og erfitt um húsnæði en þetta var dugnaðarfólk og sam- hent sem komst vel af. Jón gekk í Austurbæjarskólann en fór snemma að hjálpa til við að afla heimilinu tekna. Fyrsta vinnan hans var þegar hann sjö ára gamall, varð mjólk- urpóstur hjá kúabúi sem hét að hans sögn Brimfjós og var fyrir of- an Vatnsmýrina. Seinna stofnaði eigandinn verslun í Þingholtunum og fékk Jón þá vinnu þar sem sendisveinn. Faðir hans var látinn og þau mæðgin bjuggu saman í lít- illi kjallaraíbúð. Þó heimilið væri ekki stórt í sniðum þá var gaman að koma þangað. Lilja móðir hans starfaði við ræstingar í Kron við Skólavörðustig og þrátt fyrir að lífið hafi ekki farið um hana mjúk- um höndum þá bar hún það ekki með sér. Jón stundaði nám við Iðn- skólann og útskrifaðist þaðan sem þjónn. Lengst af starfaði hann á Hótel Borg og gamla Sjálfstæð- ishúsinu við Austurvöll. Hótel Borg var á þessum árum glæsileg- asti staður borgarinnar og þar sem Jón var sérstakt snyrtimenni naut hann sín þar vel og gerði miklar kröfur til sjálf sín og ann- arra og eignaðist marga góða vini. Um tíma var hann á Gullfossi og einnig á Esjunni. Jón var eldheitur krati og fylgdi Hannibal að málum meðan hans naut við. Einnig starfaði hann að mörgum verkefnum fyrir félag framreiðslumanna og var um tíma formaður þess. Eftir lát konu sinnar hefur Jón búið einn og séð um sig sjálfur. Margir af hans gömlu vinum og samstarfsmönnum hafa stutt hann og hann þá. Þegar maður hitti hann á förnum vegi brást ekki að hann var sama snyrtimennið og áð- ur þrátt fyrir að hann í mörg ár hafi átt við mikla vanheilsu að stríða og legið langdvölum á sjúkrahúsum. Hann greindist með krabbamein fyrir nokkrum árum og gekkst undir aðgerð sem gekk nokkuð vel. Í júní sl. lagðist hann á Landspítalann og kom þá í ljós að meinið hafði tekið sig upp aftur og dreift sér í önnur líffæri svo ekkert var hægt að gera. Síðustu vikurnar hefur hann dvalið á líknardeild L 5 á Landakotsspítala. Honum leið þar eins vel og hægt er hjá því frá- bæra starfsfólki sem þar starfar. Jón var stoltur af uppruna sínum. Þrátt fyrir að hafa alið nánast all- an sinn aldur í Reykjavik var hann Vestfirðingur í hjarta sínu. For- eldra sinna og systkina sem öll eru látin minntist hann með hlýju, ekki síst móður sinnar sem var í hans augum hafin yfir alla gagnrýni- .Veikindum sínum mætti hann með stillingu, þrátt fyrir að vera ekki tilbúinn að kveðja. Ég og fjölskylda mín kveðjum nú góðan vin og frænda sem farinn er á annað tilverustig og þökkum honum samfylgdina. Hvíl í friði, kæri frændi. Sigríður Aðalsteins. Jón Vagn Maríasson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.