Morgunblaðið - 30.09.2007, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 30.09.2007, Qupperneq 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 69 hlutavelta ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Söngstund við píanóið verður áfram á föstudögum í vetur og hefst 5. okt. kl. 15.30. Bólstaðarhlíð 43 | Haustferð verður far- in frá Bólstaðarhlíð miðvikud. 10. okt. kl. 12.30. Krýsuvíkurleiðin að Strandarkirkju, kaffihlaðborð á veitingastaðnum Hafinu bláa. Verð kr. 2.900. Skráning og gr. á skrifst. Uppl. í s. 535-2760. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrif- stofan í Gullsmára 9 er opin mánudaga og miðvikudaga kl. 10-11.30. S. 554-1226. Skrifstofan í Gjábakka er opin á mið- vikudögum kl. 15-16. S. 554-3438. Fé- lagsvist er í Gullsmára á mánudögum kl. 20.30, en í Gjábakka á miðvikudögum kl. 13 og föstudögum kl. 20.30. Félag eldri borgara Kópavogi, ferða- nefnd | Skráning hafin í félagsmiðstöðv- unum í haustlitaferð 4. okt. nk. Brottför frá Gullsmára kl. 13.15 og Gjábakka kl. 13.30. Leið: Heiðmörk – Nesjavellir – Íra- foss – að Þingvallavatni. Kaffihlaðborð Valhöll – síðan dansað. Ekið í Bolabás – Hakið – Kjósarskarðsveg – Kjós og Kjal- arnes. Félag eldri borgara, Reykjavík | Stang- arhyl 4. Dansleikur í kvöld, sunnudag, kl. 20. Klassík leikur fyrir dansi. Félagsstarf Gerðubergs | Á virkum dög- um kl. 9-16.30 er fjölbreytt dagskrá, m.a. opnar vinnustofur spilasalur, kórstarf o.m.fl. Glerskurður er á þriðjud., umsj. Vigdís Hansen. Miðvikud. 3. okt. hefst danskennsla í samstarfi við FÁÍA (Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra). Bók- band hefst föstud. 5. okt. S. 575-7720. Hæðargarður 31 | Í haust er hægt að fara í World Class hópinn, læra klaustursaum eða bútasaum, fara í gönguferð, læra á tölvu, syngja, skera út, skreyta borð, lesa bókmenntir, læra magadans, hláturjóga, skapandi skrif, framsögn. S. 568-3132. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun, mánu- dag, er ganga frá Grafarvogskirkju kl. 10. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Opið hús föstud. 5. okt. kl. 14-16 og laugard. 6. okt. kl. 14-16. Kynning á starfseminni, hand- verkssýning, kaffi. Allir velkomnir. Vesturgata 7 | Í tilefni 18 ára afmælis fé- lagsmiðstöðvarinnar 3. október nk. er gestum og velunnurum boðið í morg- unkaffi kl. 9-10.30, Sigurgeir Björg- vinsson leikur á flygilinn. Þórðarsveigur 3 | Danskennsla hefst í salnum miðvikudaginn 3. október kl 14, verð 200 kr. fyrir skiptið. Kirkjustarf Bústaðakirkja | Á miðvikudögum kl. 13- 16.30 er starf eldri borgara hjá okkur í kirkjunni. Spilað, föndrað og handavinna. Gestur kemur í heimsókn. Dómkirkjan | Í dag er Kolaportsmessa kl. 14 á Kaffi Port. Þorvaldur Halldórsson leikur sálma og létta tónlist frá kl. 13.30 og leiðir tónlistina í helgihaldinu. Prestar, djáknar og sjálfboðaliðar safna fyr- irbænum fyrir stundina. Velkomin í helgi- hald í Kolaportinu. Fríkirkjan í Hafnarfirði | Fyrsti fundur kvenfélagsins verður haldinn í safn- aðarheimilinu, Linnetsstíg 6, þriðjud. 2. okt. nk. kl. 20.30. Fríkirkjan Kefas | Bæði sunnudagaskól- inn og almenn samkoma falla niður í dag vegna Laufskálamóts kirkjunnar að Kirkjulækjarkoti, Fljótshlíð. Kirkjan verður þó opin til bæna á samkomutíma, ca kl. 14-16, fyrir þá sem vilja. KFUM og KFUK | Fyrsti fundur AD KFUK verður í Vindáshlíð þriðjud. 2. okt. Fund- urinn verður tileinkaður 60 ára sum- arbúðastarfi í Vindáshlíð. Farið verður frá Holtavegi 28 kl. 18. Skráning er til mánud. í s. 588-8899. Verð kr. 3.600 fyrir mat og rútu. Allar konur velkomnar. Laugarneskirkja | Kl. 13 TTT-hópurinn kemur saman undir handleiðslu sr. Hildar Eirar og Andra Bjarnasonar. (5.-6. bekk- ur) Kl. 16 Harðjaxlar. Fullfrísk og fötluð börn saman í leik og vináttu. Stella Rún Steinþórsdóttir og Þorkell Sigurbjörns- son stýra. (7. bekkur) Vegurinn, kirkja fyrir þig | Smiðjuvegi 5. Samkoma kl. 11. Kennsla fyrir alla aldurs- hópa. Jón G. Sigurjónsson kennir, lofgjörð og fyrirbæn. Létt máltíð að samkomu lok- inni. Samkoma kl. 19. Högni Valsson pré- dikar, lofgjörð, fyrirbænir og samfélag í kaffisal á eftir. Allir velkomnir. Hlutavelta | Vinkonurnar Særún, Dana, Sóley og Bríet héldu tombólu og afhentu Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna ágóðann, 3.583 kr. Hlutavelta | Hér eru 4 dugleg tombólubörn sem héldu tombólu við Hamraborg í Kópavogi. Þau söfnuðu 13.000 krónum. Þau heita: Elín Sól- ey Hrafnkelsdóttir, Viktoría Sigurðardóttir, Eysteinn Hrafnkelsson, og Kjartan Bjarmi Árnason. dagbók Í dag er sunnudagur 30. september, 273. dagur ársins 2007 Orð dagsins: En hann frelsar hinn bágstadda með bágindum hans og opnar eyru þeirra með þrengingunni. (Jobsbók 36, 15.) Feministafélag Íslands heldurHitt næstkomandi þriðju-dag kl. 20 á Thorvaldsen-bar. Umræðuefni kvöldsins er staða kvenna í rokktónlist en fundurinn er haldinn í framhaldi af sýningu á kvik- myndinni Stelpur rokka (e. Girls rock) sem sýnd er á kvikmyndahátíð. „Einhverra hluta vegna virðast stelpur hafa sig minna frammi í rokk- tónlist en strákarnir,“ segir Adda María Jóhannsdóttir, sem ásamt Erlu Ragnarsdóttur munu taka þátt í um- ræðunum, en báðar eru meðlimir í kvennabandinu Dúkkulísur, sem lík- lega er elsta starfandi kvenna- rokkhljómsveit landsins. „Ef svipast er um tónlistarflóruna á Íslandi sést að stúlkur eru sjaldséð- ar í rokkböndum. Sama virðist gilda erlendis, og eru þær fáu stúlkur sem sjást í rokkböndum iðulega í bak- grunni,“ segir Adda María Að sögn Öddu Maríu liggja líklega margar ástæður að baki þessari kyn- skiptingu innan rokksins: „Sumir vilja halda því fram að strákarnir séu ófeimnari við að fikta við hljóðfæri sem þeir kunna ekki alveg á – láta vaða – á meðan stúlkurnar eru hik- andi í tilraunastarfseminni,“ segir hún. „Það virðist þá algengast að stelpurnar fái hlutverk söngkonunnar í blönduðum böndum.“ Og þegar litið er út fyrir landsteinana sjást fjöl- mörg dæmi þess að framlag kven- tónlistarmanna í rokki virðist oft snú- ast meira um útlit en innihald. Sem betur fer eru þó alltaf undantekn- ingar, og í dag eru þó nokkrar stelpuhljómsveitir að hasla sér völl í rokkinu, sem er auðvitað afar ánægjulegt því stelpur eiga fullt er- indi í rokkið.“ Meðlimir Dúkkulísanna stóðu fyrir tónsmiðju fyrir stúlkur á aldrinum 11–16 ára á Egilsstöðum síðasta sum- ar: „Okkur tókst að mynda tvær hljómsveitir sem gerðu mikla lukku. Með smávægilegum stuðningi og leið- sögn tókst að koma stúlkunum af stað og varð útkoman mjög góð, með miklu rokki,“ segir Adda María. Kvikmyndin Stelpur rokka segir af svipuðu framtaki vestanhafs: „Þó skilst mér að sitt sýnist hverjum um gæði myndarinnar, og verður gaman að spjalla við gesti á þriðjudag.“ Jafnrétti | Hitt Feministafélagsins á þriðjudag kl. 20 á Thorvaldsen-bar Hvar eru kvenrokkararnir?  Adda María Jó- hannsdóttir fædd- ist í Reykjavík 1967. Hún lauk B.A. prófi í ensku frá HÍ 1990, gráðu í uppeldis- og kennslufr. 1992 frá sama skóla og leggur nú stund á meistaranám í alþj.samskiptum. Adda María hefur starfað við kennslu og þýðingar, og er nú kennari við Flens- borgarskólann. Hún hefur verið með- limur í Dúkkulísunum frá 2003. Eig- inmaður Öddu Maríu er Úlfar Daníelsson kennari og eiga þau sam- tals fjögur börn. Kvikmyndir Safnahús Kópavogs | Kvikmyndin Rauði lampinn kl. 14 í Kórnum, fundarsal Safnahússins í húsa- kynnum Bókasafns og Nátt- úrufræðistofu Kópavogs. Fréttir og tilkynningar Tungumálamiðstöð Háskóla Ís- lands | Alþjóðlega þýskuprófið TestDaF verður haldið í Tungu- málamiðstöð HÍ 13. nóv. Skráning fer fram í Tungumálamiðstöð HÍ, Nýja Garði og lýkur 11. október kl. 18. Prófgjaldið er 13.000 kr. Nánar: Tungumálamiðstöð HÍ, Nýja Garði: 525-4593, ems@hi.is, www.hi.is/ page/tungumalamidstod og www.testdaf.de. Fyrirlestrar og fundir Breiðfirðingabúð | Félag breið- firskra kvenna. Fundur verður mánudaginn 1. október kl. 20. Gestur fundarins verður Þórhallur Guðmundsson miðill. Frístundir og námskeið www.ljosmyndari.is | Á þessum námskeiðum er tekið fyrir mynda- vélin, myndatökur, stúdíó, tölvu- málin og Photoshop. Verð kr. 17.900. Kennslutími kl. 18-22. Næstu námskeið verða: 8.-11. okt., 15.-18. okt., 22.-25. okt., 12.-15. nóv., 19.-22. nóv. og 3.-6. des. Leið- beinandi er Pálmi Guðmundsson. Skráning á www.ljosmyndari.is. „Hvernig hafa vísindi áhrif á daglegt líf mitt?“ var yfirskrift teiknisamkeppni barna 9-11 ára sem haldin var í tengslum við Vísindavöku. Alls bárust 140 teikningar hvaðanæva af landinu og voru 10 myndir verðlaunaðar við hátíðlega athöfn í gær. Flestar komu myndirnar frá Hafnarfirði, Sauðárkróki og Álftanesi. Farsímar og tölvur voru vinsæl myndefni. Tíu teikningar verðlaunaðar á Vísindavöku FRÉTTIR Eftir Rósu Erlingsdóttur í Kaupmannahöfn rosa@rosaerlings.com ÍSLENSKA fasteignafélagið Stoðir hf hefur veitti Sjóðnum fyrir danskt-íslenskt samstarf peningagjöf að upphæð eina milljón danskra króna, eða nærri 12 milljónir króna. Gjöfin var afhent Bent A. Koch, for- manni sjóðsins, af Kristínu Jó- hannesdóttur stjórnarformanni Stoða við athöfn í sendi- herrabústað íslenska sendiráðs- ins í Kaupmannahöfn. Björgvin Sigurðsson viðskiptaráðherra var viðstaddur afhendinguna. Stoðir eru í dag eitt stærsta fasteignafélag Norðurlanda en fyrirtækið keypti fyrir stuttu danska fasteignafélagið Keops. Í kjölfar þeirra viðskipta ákvað stjórn Stoða að styrkja um- ræddan sjóð en gjöfin eykur eigið fé hans um 20%. Sjóðurinn hefur verið starf- ræktur frá árinu 1959 og hefur að markmiði að auka skilning og samstarf milli Íslands og Danmerkur á sviði menningar- og menntamála. Fram kom við afhendinguna að sjóðurinn hefði barist ötullega fyrir því að fá ís- lensku handritin afhent íslensku þjóðinni á sínum tíma. Sjóðurinn hefur til fjölda ára styrkt bekkj- arferðir eldri bekkja grunn- skóla til beggja landa. Einnig eru veittir námsstyrkir og rann- sóknastyrkir til vísindamanna og styrkir til listamanna. „Skylda okkar“ Kristín Jóhannesdóttur sagði við afhendingu gjafarinnar að Stoðir vildu leggja sitt af mörk- um til að styrkja menningarleg bönd Íslands og Danmerkur. „Við lítum á þetta sem skyldu okkar, þar sem við komum frá landi þar sem menning hefur ávallt skipað stóran sess og þar sem við teljum að menning og viðskipti eigi að fara hönd í hönd,“ sagði Kristín. Styrkur Frá afhendingu styrksins frá Stoðum, f.v. Björgvin G. Sig- urðsson viðskiptaráðherra, Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri Stoða, Jóhannes Jónsson, Kristín Jóhannesdóttir, stjórnarformaður Stoða, og Bent A. Koch, formaður íslensk-danska sjóðsins. Stoðir styrkja danskt- íslenskt samstarf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.