Morgunblaðið - 30.09.2007, Page 84

Morgunblaðið - 30.09.2007, Page 84
SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 273. DAGUR ÁRSINS 2007 Heitast 13°C | Kaldast 6°C  Hæg vestlæg átt og skýjað með köflum. Birtir til austanlands síðdegis. Hlýjast fyrir austan. » 8 ÞETTA HELST» Breytingar í orkumálum  Geir H. Haarde sagði á fundi með sjálfstæðismönnum að framundan væru breytingar í heilbrigðis- og orkumálum sem ekki hefði verið hægt að gera í samstarfi fyrrverandi stjórnarflokka. » 2 Brúin fyrir fanga  Stofnuð hefur verið sérdeildin Brúin innan AA-samtakanna sem sérstaklega er ætluð föngum á Litla- Hrauni. » Forsíða Álagsgreiðslur  Guðlaugur Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra segir álagsgreiðslur til hjúkrunarfræðinga stofn- anabundnar og undir yfirstjórn fjár- málaráðherra. Landspítali hefur nýtt ákvæði kjarasamninga um álagsgreiðslur til hjúkrunarfræð- inga en aðeins tímabundið. » 2 Koltvísýringur í berg  Fulltrúar vísindasamfélags og at- vinnulífs í þremur löndum hafa gert með sér samkomulag um umfangs- mikið vísindaverkefni sem miðar að bindingu koltvísýrings sem steinteg- undar í iðrum jarðar. » 2 Tollur og lögregla eitt  Áform eru uppi um að fella menntun lögreglumanna og toll- varða í einn farveg eins og kostur er. » 4 Formannsskipti  Birna Jónsdóttir röntgenlæknir hefur tekið við formennsku í Lækna- félagi Íslands af Sigurbirni Sveins- syni. Birna er fyrsta konan sem gegnir þessu embætti í 90 ára sögu félagsins. » 4 SKOÐANIR» Staksteinar: Forsjárhyggja framsóknarmanna Forystugreinar: Gagnrýni á mót- vægisaðgerðir | Reykjavíkurbréf Ljósvaki: Auglýsingar eru besta … UMRÆÐAN» Á myndlistarnámskeiði hjá Sernu Launakostnaður 30% hærri á Íslandi Berjumst saman fyrir bættum … Í ljósi þínu Erum við virkilega svona? Rúnturinn, gangan endalausa ATVINNA » TÓNLIST» Jakobínarína fær góða dóma í NME. » 79 Hljómsveitin múm hefur aldrei farið troðnar slóðir, og breytir ekki út af þeim vana á sinni nýjustu plötu. » 74 TÓNLIST» Frumleg fjórða plata DÓMUR» Björk fór algjörlega á kostum í New York. » 75 FÓLK» Tveir Bítlar koma til landsins á föstudag. » 78 Árni Matthíasson skoðar feril rokk- arans Bruce Springsteens í tilefni af nýjustu plötu kappans. » 80 Fæddur í BNA TÓNLIST» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 300 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Vinir Britney ráðþrota … 2. Tilgáta um að Madeleine … 3. Strætisvagn stöðvaður á of … 4. Hjón og börn þeirra finnast … HVAÐ viltu, veröld? Þessi spurning er yfirskrift ritsmíðar dr. Sigurbjörns Ein- arssonar biskups sem Morgunblaðið hefur birtingu á í dag. Þar fjallar Sig- urbjörn um baráttu blekkingarinnar og sannleikans í aldanna rás. Greina má merki þess- ara átaka allt frá fornöld til samtíma okkar. Sigurbjörn, sem lifði nær alla 20. öldina, rifjar m.a. upp alræð- isleiðtoga og blekkingarstefnur sem þá voru háværar í veröldinni. Sigurbjörn kemst að þeirri nið- urstöðu að leyndarmál þeirra manna sem heimurinn á mest að þakka sé að þeim þótti vænt um mennina. „Þar er Jesús Kristur frummynd og fyrirmynd,“ skrifar Sigurbjörn. Einnig að hvergi sé að finna öflugri hvata og styrk til góðs en í fordæmi Jesú Krists og áhrifum. Ritgerðinni er skipt í 21 kafla og mun einn kafli birtast daglega á bls. 6 í Morgunblaðinu næstu þrjár vik- urnar. | 6 Hvað viltu, veröld? Sigurbjörn Einarsson NÚ er tíminn þegar farfuglarnir taka sig upp og halda til heitari landa þar sem þeir bíða af sér íslenska veturinn. Þessi gæsahópur á Mýrum í Borg- arfirði flaug tignarlega yfir landið. Kannski voru þær að kasta hinstu kveðju á landið að sinni með von um að líta það aftur með vorinu. Lagt upp í langferð Morgunblaðið/RAX Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is UM 60 þúsund ferðamenn komu með tæplega 80 skemmtiferðaskipum hingað til lands í sumar og er það met því í fyrra voru skipin 75 og far- þegarnir 55 þúsund. Vonast er til þess að farþegar skemmtiferðaskipa hér við land verði um 70 þúsund árið 2009. Síðasta skemmtiferðaskip sumarsins, Black Watch, fór lagði úr Reykjavíkurhöfn á föstudag. Það var í minni kantinum, ef hægt er að segja svo um risavaxin skip, og um borð eru um 800 farþegar. Þeir eru á langri siglingu, eru nú á leið til Am- eríku og tekur ferðalag þeirra sam- anlagt um mánuð. Farþegarnir eru velflestir eldri borgarar. Samkvæmt könnun Faxaflóa- hafna eyddu farþegar skemmti- ferðaskipa sem hingað komu sl. sum- ar 6.700 krónum hér á landi að meðaltali. Það þýðir að þeir 55 þús- und farþegar sem komu hér í land síðasta sumar eyddu tæplega 370 milljónum króna í heimsókn sinni og eyði farþegar nú í sumar jafnmiklu hafa þeir eytt hér rúmlega 400 millj- ónum. Farþegar með skemmtiferðaskip- um eru ekki taldir með í tölum um ferðamenn á Íslandi og það er hvergi gert í heiminum. Í fyrra komu hing- að til lands í gegnum Leifsstöð rúm- lega 400 þúsund farþegar og sé far- þegum skemmtiferðaskipa bætt við þá tölu voru ferðamenn sem hingað komu því rúmlega 450 þúsund tals- ins. „Skipin hafa verið fullbókuð í sum- ar,“ segir Ágúst Ágústsson, mark- aðsstjóri Faxaflóahafna. Sífellt fleiri skip liggja við bryggju í Reykjavík yfir nótt. Það þýðir að farþegarnir fara meira í land og eyða hér meiri peningum. Þá koma hingað einnig æ yngri farþegar. Eyða 400 milljónum  Vonast til að farþegar skemmtiferðaskipa á Íslandi verði 70 þúsund 2009  Í ár komu 80 skemmtiferðaskip til landsins Morgunblaðið/RAX Síðasta skip Black Watch er síðasta skemmtiferðaskip sumarsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.