Morgunblaðið - 28.10.2007, Page 3

Morgunblaðið - 28.10.2007, Page 3
Alþjóðlega viðskiptablaðið Global Finance hefur valið Glitni besta banka Íslands árið 2007. Verðlaunin eru veitt bankastofnunum sem skara fram úr á þróuðum mörkuðum með því að hlúa að þörfum viðskiptavina sinna, ná afburðaárangri og leggja á sama tíma grunn að framtíðarvelgengni. Árlegt mat Global Finance byggir á hlutlægum en einnig huglægum þáttum. Skoðaður er eignavöxtur, hagnaðarmöguleikar, útrás og nýsköpun í vöruþróun. Einnig leitar Global Finance eftir áliti færustu ráðgjafa á sviði hlutabréfa og bankastarfsemi. Við hjá Glitni erum stolt af viðurkenningunni og óskum starfsfólki okkar til hamingju með glæsilegan árangur. Við munum halda áfram á sömu braut við að skapa og fagna velgengni með viðskiptavinum okkar. www.glitnir.is GLITNIR VALINN BESTI BANKI ÍSLANDS ÁRIÐ 2007 Meðal banka sem valdir voru bestu bankarnir á tilteknum mörkuðum eru: Citibank í Bandaríkjunum, Danske Bank í Danmörku, Barclays í Bretlandi, Deutsche Bank í Þýskalandi, HSBC í Hong Kong og Société Générale í Frakklandi. 0 7 -1 9 0 2 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA BE ST BAN K AWARD 2007

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.