Morgunblaðið - 28.10.2007, Síða 6
6 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Í
Hamingjudögum segir Björn
J. Blöndal frá veiðiferð í
Norðurá, sem hann fór með
Þórði vini sínum og hjón-
unum Jóni og Kristínu. Ekki
segir hann frekari deili á því fólki,
nema hversu illa honum féll við
Kristínu. Þeir Þórður veiddu sjö laxa
og skutu nokkra spóa og einn kjóa í
matinn. Kristín spurði með þjósti,
hverjum væri ætlað að éta „bölvaðan
hræfuglinn“, sem Björn sagði að væri
fyrir sig. En þó fór svo að lokum, að
Kristín át kjóann fyrir spóa og þótt-
ist Björn þá hafa náð sér niðri á
kerlu.
Þetta er rifjað upp til að minna á,
að sú var tíðin að íslenskir skot-
veiðimenn og erlendir skemmtu sér
við að skjóta lóu, spóa og hrossa-
gauk. Og hefur raunar heyrst úr
þeirri áttinni að þeir vilji hefja þann
leik að nýju. En öllu venjulegu fólki
býður við þeirri tilhugsun.
Rjúpnastofninn var í mjög bágu
ástandi árið 2003. Af þeim sökum
ákvað Siv Friðleifsdóttir umhverf-
isráðherra að rjúpnaveiði skyldi
bönnuð í þrjú ár, sem því miður urðu
aldrei nema tvö, haustin 2003 og
2004. En þá brá svo við, að rjúpna-
stofninn nær tvöfaldaðist hvort árið
um sig. Þetta var ný reynsla, og ár-
angurinn skjótur og betri en nokkurn
óraði fyrir. Skotveiðimönnum varð
tíðrætt um jólasteikina og það var
látið undan þrýstingi þeirra, því mið-
ur. Rjúpunni fór strax að fækka á
nýjan leik. Um 30% síðan í fyrra, og
búist við að svo haldi fram næstu tvö
ár a.m.k., svo að útlitið er ekki gott.
Síður en svo.
Umhverfisráðherra hefur sagt, að
sér finnist mikilvægt að veiðimenn,
rjúpnaskyttur og aðrir, beri náttúr-
una fyrir brjósti og líti á sig sem
vörslumenn umhverfisins. Ég er í
þeim hópi, sem ráðherrann kallar
aðra. Ég nýt þess á vorin að aka um
með vini mínum Stefáni Þorlákssyni
og láta hann kenna mér að þekkja
fuglana. En þeir eru mannfælnir. Vil-
hjálmur á Sílalæk hefur orðað það
svo, að á árum áður hafi þrír ræn-
ingjar setið um rjúpuna: Maðurinn,
fálkinn og lágfóta. Síðan hafa tveir
bæst við, minkurinn og sílamáfurinn,
sem kannski er þeirra skæðastur.
Vilhjálmur hefur séð hann slæða upp
unga mófuglanna, nýklakna úr eggj-
unum, lepja þá í sig.
Bændur hafa löngum verið „vörslu-
menn“ umhverfisins og gætt varps
og fugla fyrir vargi og skot-
veiðimönnum. Skotveiðimenn eru
auðvitað misjafnir. Sumir, og vonandi
sem flestir, fylgja lögum og reglum
og leggja metnað sinn í að skilja
bráðina ekki eftir ósjálfbjarga í mó-
anum. En svo eru hinir. Þeir hirða
hvorki um friðlönd né hvort fuglinn
sé friðaður. Þannig eru dæmi um, að
endur séu skotnar í og við Laxá í
Þingeyjarsýslu. Skothylki hafa fund-
ist við Eskey. Staðurinn er af-
skekktur og auðvelt að felast fyrir
bændum. Skotveiðimaður lét taka
mynd af sér í Mývatnssveit með
þrjár straumendur í fanginu og setti
á netið sem auglýsingu til að laða er-
lenda skotveiðimenn til landsins. Og
á Hólsfjöllum voru rjúpur skotnar í
garðinum hjá Ragnari á Nýhóli, sem
hann tók nærri sér, af því að þær
voru vinir hans til margra ára.
Á svæðinu frá Skjálfanda upp í
Mývatnssveit er mesta og fjölbreytt-
asta andavarp í Evrópu. Ekki hefur
ýtt við yfirvöldum umhverfismála, að
það leggi okkur Íslendingum skyldur
á herðar. Eins og annars staðar er
þar leyft að skjóta rjúpur í nóvember
og endur til loka marsmánaðar. Eft-
irlit með skotveiðimönnum hefur ekki
verið hert né nægu fé varið til refa-
og minkaveiða. Minkaveiðimenn fá
um 900 kr. á tímann í verktöku og
verða sjálfir að bera allan kostnað af
búnaði og skotfærum, svo að slíkur
veiðiskapur getur ekki talist lífvæn-
legur.
Auðvitað verða brögð að því að
rjúpur verði seldar á svörtum mark-
aði fyrir jólin og varla undir fjórum
þúsundum kr. stykkið. Af litlu er að
taka svo að búast má við lítilli veiði
en uppsprengdu verði.
Það er spá mín, að innan fárra ára
verði það talið jafn siðlaust að skjóta
rjúpur og okkur finnst nú að skjóta
spóa, lóu eða hrossagauk. Kristján
Albertsson sagði frá því, að Einar
Benediktsson hefði oft farið með
þessar hendingar: Brýst í bjarg-
arleysi, / ber því hyggju gljúpa, / á
sér ekkert hreysi / útibarin rjúpa. –
Og þá viknaði skáldið.
Rjúpnaveiðar eru tímaskekkja
PISTILL » Það er spá mín, að inn-
an fárra ára verði það
talið jafn siðlaust að
skjóta rjúpur og okkur
finnst nú að skjóta spóa,
lóu eða hrossagauk.
Halldór
Blöndal
Hljóðpistlar Morgunblaðsins,
Halldór Blöndal les pistilinn
HLJÓÐVARP mbl.is
Eftir Sigurð Sigmundsson
siggisim@mmedia.is
LAXVEIÐIN gekk afar vel í Tungu-
fljóti í Biskupstungum í sumar, en á
síðustu árum hefur verið unnið mark-
visst að uppbyggingu laxveiða í
fljótinu. Veiðin hófst 20. júlí í sumar
og þegar veiði lauk á laugardag,
þremur mánuðum síðar, voru rétt
tæplega 600 laxar komnir á land.
Veiðin er mest neðan við fossinn
Faxa, þar sem er laxastigi með telj-
ara í, en á því svæði er veitt með fjór-
um stöngum. Um 600 laxar hafa farið
upp stigann. Unnið hefur verið að því
að finna legustaði laxins á efra svæð-
inu en fyrirhugað er að koma þar fyr-
ir fleiri sleppitjörnum í framtíðinni.
Biskupstungurnar eru því komnar í
hóp laxveiðisvæða landsins.
„Óhætt er að segja að þetta sé æv-
intýri líkast,“ segir Snorri Ólafsson,
veiðieftirlitsmaður og umsjónar-
maður fiskiræktar í Tungufljóti í
Biskupstungum, þegar hann var
heimsóttur nýlega.
„Við gerðum sleppitjörn í svo-
nefndum Einholtslæk vorið 2003 og
slepptum þá 5.000 niðurgönguseiðum
sem voru öll merkt,“ heldur Snorri
áfram. „Strax árið eftir end-
urheimtum við fyrstu fiskana og það
sumar, 2004, var sleppt 70 þúsund
seiðum.
Í fyrra slepptum við 105 þúsund
seiðum en einnig allmiklu magni af
kviðpokaseiðum í febrúar. Við sáum
nokkuð af þeim í laxastiganum í sum-
ar og vonandi verður einnig góður ár-
angur af endurheimtu þeirra.“
Fossinn Faxi er í Tungufljóti
nokkru ofan við bæina Heiði og
Vatnsleysu. Þar stóð Stangaveiði-
félag Reykjavíkur fyrir byggingu
laxastiga fyrir tuttugu og tveimur ár-
um en markmiðið var að rækta upp
þetta fallega vatnasvæði ofan við
fossinn, en þar eru einnig þverárnar
Laugaá, Beiná og Almenningsá sem
renna nálægt Geysissvæðinu. Tak-
markaður árangur varð af þessum
umsvifum Stangaveiðifélagsins enda
mun aldrei hafa verið gengið frá
byggingu stigans endanlega, eða það
fjármagn sett í uppbygginguna sem
þörf var á.
Ræktunin tekin föstum tökum
Það voru Árni Baldursson í Lax-á
og félagar hans sem tóku Tungufljót
á leigu til 10 ára, að auki fimm árum
betur með ráðherraleyfi, árið 2002.
Markmið var að rækta upp þetta fal-
lega vatnasvæði og er að sjá að vel
hafi tekist til. Fyrsta verkefnið var að
bæta einu þrepi neðan við stigann og
gera hann aðgengilegri með dýpkun
við útrennsli hans.
Veiði í Tungufljóti lauk á laug-
ardaginn var og veiddust 590 laxar;
meginþorrinn fyrir neðan fossinn en
nokkrir tugir fiska fyrir ofan stigann,
en þar hefur veiði lítið verið stunduð
enn sem komið er. Hafa það einkum
verið tilraunaveiðar sem beinast að
því að finna út hvar laxinn kemur sér
fyrir.
„Um 70 hrygnur og allnokkuð af
hængum hafa verið tekin til undan-
eldis nú í haust. Laxinn fer í eld-
isstöðina á Laxeyri við Húsafell. Það
er reyndar um tilraunaveiðar að ræða
ennþá fyrir ofan fossinn en við seld-
um veiðileyfi á dögunum á eina
krónu,“ bætir Snorri við og brosir.
„Það var settur teljari í stigann í sum-
ar og nú hafa um 600 laxar gengið
upp fyrir fossinn og þar er einnig sí-
riti sem mælir vatnshitann. Hitastigið
í fljótinu var 9-12 gráður í sumar og
alltaf nægjanlegt vatn. Nú er eftir að
sjá hvort að laxinn hrygni á svæðinu.
Skilyrðin eru misjöfn en vonandi
verður eitthvað um náttúrulegt klak.“
Komin í hóp topp 20
„Þetta er afar ánægjulegt,“ sagði
Stefán Sigurðsson, sölustjóri hjá
Lax-á, þegar rætt var við hann um
veiðiárangurinn í Tungufljóti.
„Ætlunin er að setja upp fleiri
tjarnir og sleppa mun meira af seið-
um og gera ána að alvöru laxveiðiá,
sem hún er orðin reyndar núna,“
sagði Stefán. „Þetta er allt á byrj-
unarstigi en um leið og sá tími er lið-
inn þá geri ég ráð fyrir að þarna verði
byggt veiðihús. Áin er ekki langt frá
að nálgast það markmið að verða ein
af bestu laxveiðiám landsins, hún er
þegar komin inn á topp 20. Það er
ekki hægt að búast við því betra,“
sagði Stefán að lokum.
Sigurður Þorsteinsson, fyrrver-
andi bóndi á Heiði, hefur lifað meira
en 80 ár á bökkum fljótsins. Hann
segir að þau á Vatnsleysutorfunni séu
mjög ánægð með þennan góða árang-
ur og svo sé um fleiri
„Fljótið var eiginlega gagnslaust
okkur, svo gott sem engin veiði í því.
Það gekk lax upp að Faxa, mest síð-
sumars og á haustin. Ég fékk leyfi til
að leggja net og fékk þá svolítið af
laxi og lítilsháttar af silungi. Það var
oft ekki fyrirhafnarinnar virði að
stunda þarna veiði. Ég er verulega
ánægður með þennan góða árangur
sem náðst hefur og vonandi koma
þeir tímar fyrr en seinna að bændur
hér fái arð af Tungufljóti. Kannski að
hér gerist ævintýri eins og í Rang-
ánum,“ segir Sigurður.
Mikill lax í
Tungufljóti
Árangurinn ævintýri líkastur
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Klakfiskar Snorri Ólafsson, umsjónarmaður fiskiræktarinnar í Tungufljóti í Biskupstungum, og Jón Guðjónsson
frá Laxeyri háfa laxa sem fara í klakstöð upp úr kistunni við fossinn Faxa.
Jökulfljótið orðið tært
TUNGUFLJÓT í Biskupstungum er vatnsmikil á, sem vegfarendur fara yf-
ir á leiðinni milli Geysis og Gullfoss. Tungufljót var fyrrum jökullitað af
framburði úr Sandvatni og Hagavatni, en eftir að miðlunarstífla var reist
við Sandvatn og Farinu var veitt í Sandá, sem rennur vestur í Hvítá, er
fljótið orðið tært. Upptök Tungufljóts eru í Fljótsbotnum undir suðurhlíð
Haukadalsheiðar. Fljótlega sameinast Tungufljót Ásbrandsá og eftir að áin
kemur niður í byggð, sameinast því árnar Beiná, Laugá og Almenningsá,
en þær eru einnig nefndar Haukadalsár og eiga upptök á Haukadalsheiði.
Einnig rennur Einholtslækur í Tungufljót, en þar hefur verið sleppitjörn
sem laxagönguseiðum er sleppt úr.
Kunnasta kennileiti í Tungufljóti er fossinn Faxi, við hann eru fjárréttir
Tungnamanna. Fossinn nefndist Vatnsleysufoss, eftir kunnu býli suðvestan
við fossinn, en sagan sagir að það hafi verið skáldið Stephan G. Stephensen
sem kom fyrstur með heitið Faxi, er hann leit fossinn augum á ferð sinni
um Ísland sumarið 1917.