Morgunblaðið - 28.10.2007, Page 14
borg, ganga þrír af sorphirðubílunum tíu fyrir met-
ani, og von er á sex slíkum til viðbótar til að leysa
gömlu dísilbílana af hólmi.
Sorpfjöllin í Álfsnesi
Sá hluti sorpsins sem er endurunninn er að
auki fluttur til útlanda þar sem við tekur orkufrekt
endurvinnsluferli, með enn meiri koltvísýringi.
„Allur pappírsúrgangur og flokkað plast fer til Sví-
þjóðar til endurvinnslu,“ heldur Ragna áfram. „Í
þeim flutningum nýtum við gámapláss sem ann-
ars færi tómt utan, því útflutningur Íslendinga til
Svíþjóðar er svo lítill.“
Nú gæti einhver hrist höfuðið og spurt hvaða
vit sé í því að flokka og endurvinna ef það kostar
svo orku bæði í flutningum og vinnslu? Helga J.
Bjarnadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs verk-
fræðifyrirtækisins Línuhönnunar, feykir þó slík-
um efasemdum út í veður og vind. „Við gerðum
rannsókn út frá íslenskum aðstæðum á endur-
vinnslu pappa og plastumbúða fyrir Úrvinnslu-
sjóð og settum upp mismunandi dæmi miðað
við mismunandi forsendur, s.s. hvar úrgangurinn
er endurunninn o.s.frv. Við köllum þetta vistfer-
ilsgreiningu og í henni er allt ferlið tekið með, allt
frá flutningi úrgangsins að t.d. hráefninu eða ol-
íunni sem sparast við að endurvinna plast í stað-
inn fyrir að búa til nýtt. Meginniðurstaðan var að
það er umhverfislega hagkvæmara að endur-
vinna pappann og plastumbúðirnar en að urða
þær,“ segir hún.
Einn þeirra ellefu flokka umhverfisáhrifa sem
sérstaklega voru til skoðunar voru gróðurhúsa-
áhrif. „Í ljós kom að það eru um tvisvar sinnum
meiri gróðurhúsaáhrif af því að urða og brenna
plast og pappaumbúðir hér á landi en að flytja
þær út og endurvinna. Okkur fannst ekki raun-
hæft að gera ráð fyrir því að hægt væri að end-
urvinna allt plast og pappa en ef það væri gert
mætti búast við því að munurinn væri enn
meiri.“
Fleira en gróðurhúsaáhrif sparast með endur-
vinnslu því umtalsvert landsvæði fer undir sorpið
sem við látum frá okkur. „Væri allur pappír sem er í
umferð á höfuðborgarsvæðinu urðaður yrðum við
ekki nema níu ár að sléttfylla eina urðunarrein sem
er um 400 metrar á lengd, 40 metra breið og 26
metra há,“ segir Ragna en hver rein tekur um 256
þúsund rúmmetra af sorpi. Þegar er búið að fylla
átta slíkar reinar í Álfsnesi og sú níunda er í notkun.
Tvöföldun á tíu árum
Sennilega veitir ekki af þessu landsvæði þegar
litið er til þess magns af rusli sem kemur undan
okkur Íslendingum. „Hver einstaklingur lætur frá
sér rúm 400 kíló af sorpi árlega í tunnuna heima
hjá sér og á endurvinnslustöðvar Sorpu,“ segir
Ragna. „Sumir vilja hafa þessa tölu hærri, hátt í
1.000 kíló, en þá er einnig tekið tillit til raftækjaúr-
gangs og fleira.“
Og þetta eru bara fjölskyldurnar. Tölurnar eru
svimandi þegar fyrirtæki eru tekin með í reikning-
inn. Árið 2006 fóru 220.767 tonn af úrgangi í gegn-
um Sorpu sem er aukning um næstum því 25 þús-
und tonn frá árinu áður. Og sú aukning eru engin
nýmæli því sorpmagn hefur aukist stig af stigi und-
anfarin ár. „Ég man eftir því að fyrir tíu árum var
heildarmagnið á bilinu 85 –100 þúsund tonn ár-
lega en í dag erum við komin vel yfir 200 þúsund
tonnin,“ rifjar Ragna upp.
Fyrir þá sem finnst þetta mikið er enn meira í píp-
unum. „Sorpa tekur ekki á móti öllum úrgangi á
höfuðborgarsvæðinu því þar starfa fleiri úrgangsfyr-
irtæki, s.s. Gámaþjónustan, Íslenska gámafélagið,
Hringrás og Fura og fleiri,“ bendir Björn á. „Senni-
lega er Sorpa með um helming af því sem fellur til á
höfuðborgarsvæðinu.“ Og þá er ótalinn sá úrgang-
ur sem fellur til alls staðar annars staðar á landinu.
Kannski kristallast loftslagsvandinn einmitt í
sorpinu eftir allt saman. Það er svo sannarlega
táknmynd fyrir allt það sem við teljum okkur þurfa
en enduðum með að losa okkur við. Alla orkuna
sem fór í að framleiða dót til þess eins að eyða
orku í að farga því. Neyslu nútímamannsins í hnot-
skurn.
Spegill…
Við sendum daglega
300 – 450 tonn
upp á hauga
!"
" #
$
!
"
#
%
$
%
&
'(
)
*
+
$
,
-
"
#
+./&
0(
1(
2 3 2
Flokkun Í nútímaeldhúsi er
einfalt að koma fyrir nokkrum
ílátum undir mismunandi teg-
undir úrgangs, t.d. í skúffu
undir vaskinum.
K
æru vinir, við erum
þrælar neyslu-
samfélagsins,“ pré-
dikar Ragnar Ing-
ólfur, aldrei kallaður
annað en Ringó, hátt
og snjallt, þar sem
hann stendur yfir
sorptunnu hjónanna Lofts Hreins-
sonar og Ísafoldar Jökulsdóttur og
barna þeirra í Grafarvoginum. Söfn-
uður hans samsinnir því.
„Halelúja,“ gellur í Hreini, 13 ára.
„Hreinn þó,“ segir móðir hans
hneyksluð.
„Hvað, ég er bara að taka undir
með manninum.“
Ringó er skemmt. „Ekkert jafnast
á við áhugasama áheyrendur.“
Fjölskyldan hefur, eins og við
þekkjum, ákveðið að snúa við blaðinu
og taka upp vistvænt líf í þeirri við-
leitni að sporna við loftslagsbreyt-
ingum. Í síðustu viku fékk hún tíma-
bæra leiðsögn í innkaupum og
blöskraði allt ruslið sem lá í valnum
eftir helgarinnkaupin, plast, pappi,
málmar og matarleifar.
Ísafold hafði fært þetta í tal við
Ringó, þar sem hann lá óvígur á
deildinni hjá henni á spítalanum að
jafna sig eftir uppskurð. Hann er um-
hverfisfræðingur og á daginn kom að
hann hefur yfirgripsmikla þekkingu á
sorpmálum.
„Heyrðu, Ísý, ég lít bara við hjá
ykkur þegar ég verð kominn á lappir
og fer yfir þetta frá a til ö. Það má
ekki minna vera. Umönnunin hér er á
heimsmælikvarða. Florence Nightin-
gale hefði ekki gert betur,“ sagði
Ringó og blikkaði Ísafold.
„Hvaða Lórenz? Ertu nokkuð að
tala um Badda Lórenz? Hann er hel-
vítis óféti. Ég vona að hann sé dauð-
ur,“ gellur í Þórði, öldruðum manni í
næsta rúmi.
„Nei, nei, Þórður minn. Þetta er
allt önnur manneskja. Farðu nú að
kveikja á útvarpinu, fréttirnar eru að
byrja,“ flýtir Ísafold sér að segja.
„Ísý,“ hugsar hún svo með sér.
Minnist þess ekki að hafa verið kölluð
það áður. „Ætli hann haldi að ég sé
eitthvað „easy“? Kannski „easy go-
in’“?“ Jæja, það er sama. Ringó er
fínn karl og aufúsugestur í Grafar-
voginum. Stefnumótið er ákveðið.
Hvað er mikilvægast þegar
kemur að sorpmálum?
Ringó kveðst vera eins og nýsleg-
inn túskildingur þegar hann birtist
fáeinum dögum síðar á tröppunum
hjá Lofti og Ísafold.
„Ég hefði ekki lifað deginum leng-
ur á spítalanum. Helvítið hann Þórð-
ur gamli var að gera mig vitlausan.
Var af einhverjum ástæðum sann-
færður um að ég væri Yasser Arafat
og lét aurslett-
urnar ganga yfir mig. Honum er ekki
hlýtt til araba. Ég þorði aldrei að sofa
nema með annað augað lokað,“ segir
Ringó og dregur augað í pung.
Loftur og Hreinn hlæja. Ísafold
glottir út í annað en Snæfríður Sól, 7
ára, er hálfsmeyk við þennan skeggj-
aða aðkomumann.
„Vitið þið hvað er mikilvægast þeg-
ar kemur að sorpmálum?“ spyr
Ringó þegar hann er búinn að hafa
trakteringar.
Fjölskyldan hristir höfuðin í takt.
„Það er að koma í veg fyrir að úr-
gangur verði til.“
Það er nefnilega það.
„Í neyslusamfélagi nútímans verð-
ur fólk að gera sér grein fyrir því að
allur úrgangur endar einhvers staðar
– við erum ekki enn farin að skjóta
sorpinu út í geim – og vandamálið er
ekki úr sögunni þegar ruslapokinn er
kominn í tunnuna. Íslendingar eru
meðal þeirra 20% jarðarbúa sem nota
80% af auðlindum hennar. Það er slá-
andi, ekki satt? Fyrir vikið er mik-
ilvægt að hugleiða öðru hverju hvað
er í raun nauðsyn og hvað óþarfi. Með
þeim hætti getum við dregið verulega
úr sorpi,“ segir Ringó.
Sorpskrímslið og lykilorðin þrjú
„Í þessu sambandi þurfið þið ávallt
að hafa þrjú lykilorð í huga – minnka,
endurnota og endurvinna. Með slíka
heildarsýn að leiðarljósi er hægt að
ná prýðilegum árangri.“
Auðlind á villigötum
Út í loftið
14 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ